Morgunblaðið - 26.02.1958, Síða 13

Morgunblaðið - 26.02.1958, Síða 13
Miðvik'udagur 26 feivr 1958 MORCinSBT. AÐIÐ 13 Málarameistarafélag Reykja- víkur jprjátíu ára MÁLARAMEISTARAFELAG Reykjavíkur var stofnað í Bað- stofu iðnaðármanna 26. febrúar 1928, og voru stofnendur þess 16 talsins. Forystumaður að stofn un félagsins var Einar Gislason, málarameistari. Hann var kjör- inn fyrsti formaður félagsins og hafði gegnt því starfi samtals í 21 ár, er hann dró sig í hlé fyr- ir fáum árum, eftir langt og gifturíkt starf í þágu stéttarinn- ar. Með Einari voru í fyrstu stjórninni þeir Ágúst Lárusson, ritari og Helgi Guðmundsson, gjaldkeri. Eru báðir þessir menn látnir fyrir löngu. Áður en rakið verður ágrip af sögu félagsins má geta þess til gamans og fróðleiks, að 11 árum áður en Málarameistarafélag Reykjavíkur var stofnað, eða ár- ið 1917, var stofnað hér í Reykja- vík félag með sama nafni, og vafalaust í sama tilgangi. Var félag þetta til um þriggja ára skeið, en heldur virðist hafa ver- ið dauft yfir starfsemi þess. Tveir eða þrír fundir munu þó hafa verið haldnir, en fundargerðar- bækur og önnur plögg félagsins munu, því miður, hafa glatazt með öllu. Formaður félags þessa var Jón Reykdal, málarameistari. Byrjunarstarfsemin Félagið hóf strax ötula baráttu i fyrir tilveru sinni. En þar var við ýmsa örðúgleika að etja, fyrst í stað, eins og gera má ráð fyrir. Eitt af því fyrsta, sem gera þurfti, var að ná sem flestum málarameisturum inn í samtök- in, en það tók talsverðan tíma. Það var eins og menn væru hálf- tregir til þess, og virtist eins og sumir hverjir væru hræddir við að verða of bundnir, og jafnvel að ýmsar fyrirætlanir félagsins út á við, mundu ekki verða vin- sælar, og því ef til vill betra, að vera utan við samtökin, fyrst í stað a. m. k., og sjá hvernig færi. Má í þessu sambandi benda á, að strax þegar félagið hafði geng ið frá fyrstu verðskrá sinni, sýndu ýmsir byggingameistarar nokkra viðleitni til þess að snið- ganga hana, og reynau jafnvel að ná sérsamningum við einstaka menn varðandi málunarfram- kvæmdir á nýbyggingum. En um þessar mundir var það mjög al- gengt að byggingameistarar tækju að sér að fullgera húsin og áttu því málarar til þeirra að sækja um atvinnu. Stóð nokkur styr um þetta um tíma, en er frá leið fór þetta batnandi, einkum þó eftir að Iðnsamband byggingamanna var stofnað og síðar Samband meist- ara í byggingariðnaði. Nokkuð hefir þess þó orðið vart að menn reyni að sniðganga verðskrá félagsins, einkum þegar lítið er um atvinnu, en það fyrirbrigði er einmitt eitt erfiðasta viðfangs- efni flestra hliðstæðra félaga. Verður nokkuð vikið að verð- skrá félagsins síðar. Annað verkefni, sem snemma var tekið fyrir, var baráttan gegn ófaglærðum mönnum í iðninni. Lagði félagið mikla vinnu og talsverðan kostnað í það starf á fyrstu árum sínum. Hafði það um tíma launaðan mann til eft- irlits í þessum efnum. Varð þrá- faldlega að leita til viðkomandi yfirvalda í þessu sambandi, en skilningur þeirra og vilji til að- stoðar þessu starfi, virtist mjög takmarkaður enda þótt það sýnd- ist beinlínis vera skyldustarf lögreglunnar að stöðva ófaglærða menn, sem unnu við löggiltan iðnað, þar sem slíkt var, og er, lagabrot. Einnig í þessu efni varð á nokkur breyting til batnaðar við stofnun fyrrnefndra samtaka byggingariðnaðarmanna, og eins eftir að Sveinasamband bygging- armanna var stofnað. En það hafði um langt árabil eftirlits- mann í þjónustu sinni gagnvart ófaglærðum mönnum. Veitti mál- arameistarafélagið og þeirri starf semi nokkurn fjárhagslegan stuðning. Menntun stéttarinnar í lögum félagsins segir m. a. um tilgang þess, að vinna beri að því að auka og efla menningu og menntun stéttar- innar. Sams konar ákvæði er Einar Gíslasuti vafalaust hægt að finna í lögum flestra, ef ekki allra, iðnfélaga; enda hlýtur afkoma og tilvera einstaklinganna að byggjast á því, að hver maður sé sem hæf- astur í sínu starfi. Ekki verður annað sagt en að félagið hafi vel af stað farið gagnvart menntun stéttarinnar, því ekki var fyrsta starfsár þess liðið, eða í byrjun febrúarmán- aðar 1929, þegar formaðurinn, Einar Gíslason, ber fram tillögu um að félagið fari þess á leit við Iðnskólann, að komið verði á fót námskeiði fyrir þá nemend- ur, sem taka eigi próf það vor, og jafnframt, að ef ekki verði nægilega margir þátttakendur úr þeirra hópi, þá skuli þeim nem- endum, sem próf eigi að taka næsta ár, gefinn kostur á að sækja námskeið þetta. Sóttu námskeiðið allir þeir, sem próf áttu að taka, auk nokkurra af hinum síðartöldu. Þegar málarasveinar stofna sitt félag í marz-byrjun 1928, var það nokkuð stór hópur manna, sem ekki hafði skilyrði til þess að ganga í það félag. Voru þetta menn, sem unnið höfðu í iðn- inni alllengi, án þess að vera reglulegir nemendur, en höfðu þó ekki náð þeim lágmarkstíma, sem hin nýja iðnlöggjöf setti fyrir því að menn gætu öðlazt réttindi. Mönnum þessum var gefinn kostur á að gerast nem- endur með skemmri námstíma, en lögin mæltu fyrir, eða 1—2 ár eftir atvikum, og ganga síðan undir sveinspróf. Fengu menn þessir yfirleitt gott kaup, eða 1 krónu um tímann, en þá höfðu fullgildir sveinar kr. 1,60 um tímann. Viðleitni félagsins til að leysa vanda þessara manna, og skapa hreinar línur milli fagmanna og fúskara, hefur va‘falaust átt nokkurn þátt í því að fyrrnefndu námskeiði var komið á fót. Með námskeiði þessu er raun- verulega stofnað til fyrsta verk- skóla hér á landi í sambandi við iðnskóla Næstu tvö ár eftir þetta er aftur efnt til námskeiða, en svo liggur þessi starfsemi niðri um nokkurt skeið m. a. vegna mjög strangrar takmörkunar á nemendum, sem voru stundum ekki nema 1—3 á ári. Á stríðs- árunum varð mikið los á starf- semi flestra iðnfélaga vegna hinnar gífurlegu atvinnu; en strax að stríði loknu hófst félag- ið handa á ný um þessa fræðslu- starfsemi, og hefir haldið henni áfram æ síðan. Málarameistarafélagið hefur alla tíð fylgzt vel með kennslu málaranemenda í Iðnskólanum, og oft haft veruleg afskipti af henni. Hafa báðir skólastjórarnir, sem verið hafa á þessu tímabili, þeir Helgi H. Eiríksson og Þór Sandholt ávallt tekið fyllsta til- lit til óska og álits félagsins um allt það er að kennslunni lýtur. Þess er rétt að geta, að kenn- arar á fyrsta námskeiði félagsins voru þeir Einar Gíslason og Kristinn Andrésson. Hefir Krist- inn síðan verið kennari á flest öllum námskeiðum, sem haldin hafa verið, og á því lengri kenn- araferil að baki í þessu efni, en nokkur annar maður. Haustið 1953 var kosin nefnd innan félagsins til þess að gera tillögur um nýja og endurbætta námsskrá fyrir málaraefni við Iðnskólann. Hafði nefndin sam- ráð við þáv. skólastjóra Helga H. Eiríksson og var sú námsskrá samþykkt í des. sama ár. Eins og áður segir var nám- skeiðunum haldið áfram eftir stríðið, og hafa þau verið hald- in óslitið nú í áratug. Kennarar, auk Kristins Andréssonar, hafa verið þeir Aug. Hákansson og Jón Björnsson, málarameistari. Hér að framan hefir nú verið rakin viðleitni félagsins til auk- innar menntunar, en þó aðeins stórum dráttum. En það er margt ósagt ennþá, sem þó verð- ur að draga mjög saman í stuttri blaðagrein. Auk þess_ að hafa haldið uppi vakandi og aukinni starfsemi til bættrar kennslu nemenda, tók félagið upp fyrir fáum árum fræðslustarfsemi fyr- ir meistara, nokkurs konar fram- haldsmenntun. Fékk það fyrst Loks er að geta þess, að félag- ið hefir nú um nokkurra ára skeið gefið út tímaritið Málar- ann, og hefir Jökull Pétursson annazt ritstjórn blaðsins frá byrjun. Samskipti við sveina Eins og að líkum lætur, hófust snemma samskipti við málara- sveina, en félag þeirra var stofn- að viku seinna en meistarafélag- ið. Fyrsta verkefnið var að koma sér saman um kaup sveina. Var þá samið um að kaupið skyldi vera kr. 1,60 um tímann, og hélzt það óbreytt til ársins 1937. Á þessum árum var atvinna oft stopul, einkum að vetrinum til. Brátt fór sveinafélagið að beita sér fyrir takmörkun nemenda í iðninni, og var þetta mál eitt af aðalágreiningsmálum milli félaganna um margra ára bil, eða allt fram til stríðsáranna. Árið 1934 var gerður fyrsti formlegi kjara- og málefnasamn- ingur milli félaganna. Hafa slík- ir samningar lengst af verið milli félaganna, að fáum árum und- anteknum. Á fyrstu árunum var samningum að jafnaði sagt upp árlega en ekki kom þó til verk- falla nema tvisvar; 1935 og 1937. í fyrra verkfallinu var nemenda- takmörkunin ágreiningsmálið, en 1937 voru það kauphækkunar- kröfur. Stóð það nokkra daga, unz samið var um 10 aura hækk- un um tímann og fór þá sveina- kaupið upp í kr. 1,70, sem hélzt svo til stríðsáranna. Segja má að yfirleitt hafi verið gott sam- starf milli félaganna. Verðskráin Eitt af fyrstu verkefnum félags ins var að semja verðskrá fyrir félagið. Höfðu flestir forvígis- menn félagsins bæði hlotið fram- haldsmenntun erlendis, einkum á Norðurlöndum, og eins unnið þar lengri eða skemmri tíma og þannig kynnzt ákvæðisvinnufyr- irkomulaginu. Nokkur bið varð þó á að verðskráin yrði tilbúin, Núvcrandi stjórn Málarameistarafélags Reykjavíkur, talið frá vinstri: Jökull Pétursson, ritari, Jón E. Ágústsson, formaður, Sæmundur Sigurðsson, varaformaður, Hreiðar Guðjónsson, að- stoðargjaldkeri, og Halldór Magnússon, gjaldkeri. eftir föngum að fylgjast með því hvernig verðskráin stæðist í framkvæmd, og hvatti menn stöðugt til þess að láta hana vita, ef þeir yrðu einhvers varir, sem lagfæra þyrfti. í ársbyrjun 1957 er svo hafin gagnger endurskoð- un á verðskránni, með tilliti til þeirrar reynslu, sem þá var feng- in. Hafa þegar verið ge.ðar stór- felldar breytingar á öllu fyrir- komulagi verðskrárinnar; verð hefur verið samræmt, ýmist til lækkunar eða hækkunar, eftir því sem öruggar prófanir hafa sýnt að nauðsynlegt var; þá hafa verið samdar glöggar skýringar í sambandi við framkvæmd hinna ýmsu aðferða, og allt yfir- leitt gert til þess að gera verð- skrána einfaldari og skipulegri til notkunar. Hefir félagið ekk- ert til þessa sparað, enda þegar varið til þessa tugþúsundum kr. Innan skamms kemur hin nýja verðskrá út í snoturri útgáfu. Samhliða þessum framkvæmdum hefir félagið ákveðið að opna skrifstofu; þar sem viðskiptavin- ir og reyndar hver sem vill, geta fengið allar upplýsingar varð- andi málunarframkvæmdir og að öll verðlagsmál í sambandi við verðskrána verði sem ljósust og opin almenningi. Félagið telur sig ekki þurfa að leyna neinu i þessum efnum, og hyggst sam- fara þessum ráðstöfunum ganga ríkt eftir því að öll málunar- vinna verði framkvæmd eftir verðskrá. Félagsstarfið út á við Félagið hefur frá byrjun tekið þátt í ýmsum félagasamsteypum eða samböndum. Má þar fyrst minnast á að félagið var aðili að stofnun Landssambands iðn- aðarmanna, og átti fulltrúa í fyrstu stjórn þess, og hefir átt hann síðan, eða í 25 ár. Þessi fulltrúi er Einar Gíslason, og var hann á síðasta Iðnþingi íslend- inga á s. 1. hausti kjörinn heið- ursfélagi sambandsins. Einnig var félagið aðili að Iðn- sambandi byggingamanna og Sambandi meistara í byggingar- iðnaði, meðan þessi samtök voru við lýði Loks er að geta þess, að árið 1949 gerðist félagið meðlimur í sambandi norrænna málarameist ara. Samband þetta heldur þing á tveggja ára fresti til skiptis í sambandslöndunum. Hafa á þessu tímabili verið haldin fjög- ur þing, þar af eitt hér á landi, 1952; og hefir félagið átt fulltrúa á öllum þessum þingum. í félaginu eru nú liðlega 90 meðlimir. Stjórnina skipa þess- ir menn: Formaður Jón E. Ágústs son, varaform. Sæmundur Sig- urðsson, ritari Jökull Pétursson, gjaldkeri Halldór Magnússon og aðstoðargjaldkeri Hreiðar Guð- jónsson. Félagið minnist afmælisins með hófi í Sjálfstæðishúsinu n. k. föstudagskvöld. hingað sænskan kennara, Birger Persson að nafni, sem er einn hæfasti kennari Svía í marm- aramálun. Hélt hann hér fjölsótt námskeið, sem þótti vel takast. Síðar kom hingað á vegum félags ins danskur kennari, Arne Back, og hélt einnig ágætt námskeið. Nokkrir sveinar tóku einnig þátt í þessum námskeiðum, og þess má geta til gamans, að eitt sinn sátu samtímis á skólabekk í Iðn- skólanum meistarar, sveinar og nemendur í málaraiön. Mun slíkt varla hafa átt sér stað fyrr eða síðar í öðrum iðngreinum. Og nú í vor kemur hingað annar sænsk- ur kennari, Einar Söderbei'g, frá Hantverkarnas Institut í Stokk- hólmi, sem mun bæði halda fyr- irlestra og annast verklega kennslu í ýmsum nýjungum. — Árið 1944 stofnuðu fulltrúar félagsins i prófnefnd, ásamt með fulltrúa sveina, Verðlaunasjóð fyrir próftaka í málaraiðn, í þeim tilgangi að efla og glæða áhuga pilta á náminu. Gáfu þeir nefndarlaun sín þetta ár, sem stofnfé sjóðsins. enda var það út af fyrir sig mikið verk að semja hana. Var það ekki fyrr en 1934 að hún var prentuð. Samt var það svo að meisturum var í sjálfsvald sett hvort þeir ynnu samkvæmt verðskránni eða í tímavinnu, og var það samkomulagsatriði milli verksala og verkkaupanda hvor leiðin var valin. Þannig var þetta allt fram til ársins 1955. Þá verða þáttaskil í þessum efnum. Skeð- ur þá hvort tveggja, að samþykkt er í meistarafélaginu að vinna eftirleiðis eingöngu eftir verð- skrá, og hitt að sveinasamtökin ákveða einnig að vinna einungis eftir verðskrá. Ekki er því að neita að ýmsir byrjunarörðugleik ar fylgdu þessari nýskipan, sem óhjákvæmilega höfðu í för með sér nokkur mistök, sem óhlut- vönd blöð notuðu sem átyllu til árása á stéttina, en voru ekki eins alvarleg og blöð þessi vildu vera láta, sem betur fer, enda fengu þessar dylgjur og ásakan- ir blaðanna engan hljómgrunn hjá fólkinu og þögnuðu brátt. Verðskrárnefnd félagsins reyndi Raðhúsaeigendur stofna félag ÍBÚÐAEIGENDUR í raðhúsun- um í Réttarholtshverfi komu sam an til fundar s.l. sunnudag og stofnuðu með sér hagsmunafé- lag, er hlaut nafnið Ásgarður. Tilgangur félagsins er að vinna að hvers konar framkvæmdum og endurbótum svo og að menn- ingar- og hagsmunamálum hverf isbúa, svo sem fræðslu-, vega-, og samgöngumálum, barnaleikvöll- um, íþróttum, fegrun, verzlun og öðru því, sem lýtur að framförum og hagsmunabótum fynr félags- menn að áliti félagsstjórnar eða félagsfundar. Formaður félag6ins var kosinn Karl Árnason, Tunguveg 86 og meðstjórnendur: Gísli Marinós- son, Ásgarði 57, Inga Þorsteins- dóttir, Tunguveg 96, Theodór Ólafsson, Réttarholtsvegi 55 og Lárus Guðbjartsson, Ásgarði 95. Til vara: Björgvin Hannesson, Réttarholtsvegi 81 og Óskar Sig- urgeirsson, Réttarholtsvegi 79.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.