Morgunblaðið - 26.02.1958, Page 16

Morgunblaðið - 26.02.1958, Page 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. febr. 1958 WJ cz i reiLcin di Eflir EDGAR Ml'fTEL HOLZER Þýðii.g: Sverrir Haraldsson í U $9 47 Cl svipiim. „Ég vilUi óska að þú vildir tala Ijósar og: skiljan- legar, svona einu sinni til tilbreyt ingar“. „Og gera að engu alla mína Hfs heimspeki". „Oh“. „Hefur þér ekki skilizt það, að lykillinn að hamingju okkar hér er undanbrögð?“ Hann bandaði frá sér nærgöngulli augn-flugu. „Höfuðgallinn á þeirri menningu, sem þú ert a, nn upp við, er hin sterka löngun ti’ að ákvarða allt, skilja allt“. Gregory brosti. „Líttu á þetta vatn“, -,agði séra Harmston. — „Dökkt og dular- fullt. Óheillavænlegt. Reyndu ekki að rannsaka það nánar. Láttu það halda sínum töfrum óskertum — töfrum hins dularfulla og óþekkta. En ef þú iekur sýnishorn af því, efnagreinir þao og kemst að þeirri niðurstöðu, að sorti þess stafi af mold og jurtagróðri, sem bland- azt hefur því, þá máttu reiða þig á, að það tapar öllum töfrum sín- um. Þú hefur þá svipt það öllum leyndardómi. Eftir það verður það aldrei neitt ai.nað en vatn — venjulegt vatn. Þetta er það sem þent hefur þína menningu. Þið gerið allar ykkar goðsagnir að hversdagslegu hismi“. „En er það ekki einmitt mann- legt, að finna fcil forvitni gagnvart öilu því sem er leyndardóms- fullt?“ „Jú. Allt mannkynið þjáist af ólæknandi forvitni, en slíkt hefur sannarlega ekkert skaðlegt í för með sér. Þvert á móti. Ég myndi öllu heldur _ogja, að forvitni væri heilsusamlegt einkenni. Hún gef- ur til kynna tvö, mikilvæg atriði. Viljann til að útskýra, viljann til að skapa. En hvers vegna getum við ekki stjórnað henni, stilt henni í hóf? Hugsaðu þér bara allar þær skemmtilegu brautir sem for- vitni okkar getur beint okkur inn á, þær töfrandi leitir sem hún getur hvatt okkur til að hefja. Samt spillum við af ásettu ráði allri ánægjunni fyrir okkur, með því að ieita einungis hins falda fjársjóðs. Þao er gott að finna gimstein, svona öðru hverju. Fá- séður gimsteinn hér og hvar eyk- ur okkur vonir, færir okkur nýja drauma, hvetur okkur til nýrra tilrauna. En, nei. Þetta er samt ekki nóg. Við verðum að ryðjast áfram, áfjáðir og óseðjandi, og grafa upp allt safn hinna dýru steina. — Og hvað svo? Hið leynda er svipt hulu sinni. Leynd- ardómurinn að engu orðinn. — Á- nægja okkar og skemmtun fokin út í veður og vind. Lífið, drengur minn, er hlé milli eins leyndar- dóms og annars leyndardóms — milli þess leyndardóms, sem fer á undan fæðingu og hins sem tekur við eftir dauðann. Það er að- eins við, sem höfum skapao þessa eyðu milli myrkurs og myrkurs, með útskýringum og þýðingum. Lífið er algerlega tílgangslaust. Það hefur ekkert takmark. Það er baraa við, sem gefum því mikilvægi og hugsum sýknt og heilagt um þjóðlegar stofnanir, Afgreiðslustulka óskast í matvörubúð. Uppl. í síma 19453 Hagabúð MARKAÐURINN Hafnarstræti 5 siðalærdóma og trúarlegar og póli tískar hugsjónir. Við látum það sýnast svo óslcaplega mikilvægt, er ekki svo? Takmarkið er alltaf gröfin. Hinir ógeðslegu armar Nebuchadnezzar, Pericles, Attila, Julius Caesar, Cicero, Beethoven, Napoleon, Wilson forseta — allir í gröfum sínum. Skuggar hverfa aftur til skugganna. Við sjálf höfum óafvitandi skap að veruleika, drengur minn og við höfum skapað hann úr drauma- rugli ímyndunarafls okkar. Fæð- ing hvers ungbarns er fæðing tóms skýs — skýs sem tíminn einn getur fyllt og gert sýnilegt og áþreifanlegt. Við getum lifað í samræmi við veruleikann — þ. e. a. s. við getum orðið hamingju- söm — aðeins ef við könnumst við hin litlu gæði’ veruleikans. Ef við skiljum hinn nána skyldleika milli veruleika og draums. Viðurkenn- irðu það ekki, að það sé einmitt óvissan, sem veiti okkur mestu gleðina, örvi áhuga okkar á félögum okkar og umhverfi okkar og hvetji okkur til að vinna og skapa og skemmta okkur? Segjum nú sem svo, að við vissum alveg nákvæmlega hvað myndi gerast á morgun og þar næsta dag og þann ig áfram til síðasta ævidagsins, heldurðu þá að við myndum hafa mjög gaman af því að lifa? Nei, það eru töfrar hins óþelckta sem halda okkur æstum og eftirvænt- ingarfullum — vegna þess að við vitum ekki hvað leynist þarna í dimma skotinu — eða hinum meg in við næstu bugðu. Hugsaðu þér bara, drengur minn, að þú sætir inni í herbergi, þar sem þú vissir að væru stólar, borð, bókaskáp- ur, tvær eða þrjár manneskjur og eitthvað fleira, sem þú þekktir ámóta vel — eða að þú sætir inni í herbergi með duiarfullri vofu, sem ekkert eyra hefN heyrt og ekkert auga séð. Hvort heldurðu að væri nú skemmtilegra?" „Með öðrum orðum“, sagði Gre- gory — „þá ertu að halda því fram, að til þess að vera fylilega hamingjusamur, þá þyrftum við að lifa lífi sem væri sambland af ímyndunum og veruleika?" „Þú hefur lagt mjög ófágaðan skilning í orð mín, en engu að síð ur réttan“, sagði séra Harmston brosandi og sló frá sér augn- flugu, sem flögraði rétt fyrir framan andliti1 á honum — „veru leika, sem nægir til að fæða okk- ur, skýla og skemmta, og ímynd- unum, sem ekki eru þó það mikl- ar. að við getum talizt sálsjúk“. Fótatak heyrðist á malarborn- um stígnum fyrir aftan þá og Oli via kom gangandi, með lokað um- slag í annarri hendi og rafmagns kyndil í hinni. Hún var í gömlu, grænu baðfötunum sínum. Faðir hennar brosti og leit til hennar spyrjandi. „Bréf frá Gertruðe, konunni hans Sigmunds", sagði hún hátíð lega og rétti honum umslagið. ,,Hm“, sagði faðir hennar og tók við bréfinu. — „Eitthvað áríð andi?“ „Ég held það, prestur". Gregory brosti til hennar, en hún lézt ekki sjá það. Séra Harmston fletti sundur bréfinu og las það með alvöru- svip. Svo leit hann aftur á Oli- viu: — „Hve- á þennan kyndil, sem þú ert með?“ spurði hann. „Hann er eign Erics í Book- Squad“, svaraði hún. „Og hvað ext þú að gera með hann?“ „Ég fékk hann í sérstökum, leynilegum tilgangi og mér þykir leitt, að ég skuli ekka geta birt hann“. Séra Hax-mston strauk sér um kinnina: — „Nokkuð fleira sem gefa þarf skýrslu um, úr byggð- ai-laginu?“ „Gunther og Rachel kona hans hafa í dag loki* við þrjár skyrt- ur, kjól handa Mabel og tvennar buxur. Þau segja að þetta sé hið mesta afrek, en þau segja líka, að Singer-saumavélin þaifnist nýrrar skoðunar". „Já, ég er búinn að biðja um margs konar varahluti. Hvernig ætli gangi með stuttbuxuinar, sem ég pantaði í síðustu viku?“ „Þau luku við þær í gær. Ég fór með þær heim. Þær liggja nú á rúminu í Stóru stofunni". „Ágætt. Nokkuð fleira?" „Kýr Ethelreds eignaðist kálf í nótt. Bola-kálf“. Þruma heyrðist í fjai'ska. Grego'-y horfði í suðui og sá grá-blátt leiftur. Olivia stóð og beið. „Ágætt, stúlka mín", sagði faðir hennar. — „Nú máttu fara af verðinum í dag“. Hinn strangi embættissvipur hvarf af andliti hennar og hún fór að rauia kafla úr Samson og Delilah. — „Ertu að kæla þig svo- lítið, pabbi ? Eða kannske þú sért að bíða eftir Otorminum?“ „Bara að kæla mig ofurlítið, held að stormurinn komi ekki. — Ekki í dag“. „Alltaf bjartsýnismaður, eh?“ Hún raulaði annan lagstúf, í þetta skiptið úr My heart at thy sweet voice. Svo sagði hún: „Já, eftir á að hyggja, hvar heldurðu að Mabel sé á þessari stundu?" „Hvar er hún?“ Keflavíkurflugvöllur Stúlka óskast að Ríó bar Upplýsingar í síma 14240 M A RK Ú S Eftii Ed Dodd — Ég verð að koma Króka-Ref | sem hann hnýtir saman úr skógar- sem fyrst héðan, hugsar Markús j viði. — Ég verð aí skilja allan og býr um hann á sjúkrabörum, > farangurinn og hestana eftir neiua þann eina, sem ég nota. „Hún fór yfir í Ibi creek, til að baða sig, meé þeim Berton og Garvey og Robert í Art Squad og systur Roberts". „Hvað er svo skrítið við það?“ „Ekki neitt. Mér fannst bara réttara að skyra frá því. Phew. Ég held að þessi hiti ætli að sjóða mann lifandi". Hún hljóp af stað frá þeim og séra Harmston brosti ástúðlega og vaggaði höfðinu. — „Reglulegur lítil' álfur", sagði hann. — „Tekur - kennisetningar okkar mjög alvarlega". „Já, hún er mjög dularfullt barn“, sagði Gregory og kinkaði kolli til samþykkis. „Þú hefur auðvitað skilið hvað hún var að benda til með þessari athugasemd sinni um Mabel?“ „Nei, ég er hræddur um ekki“. „Því rar stefnt til þín“, sagði presturinn hlæjandi og renndi aug unum eftir línum bréfsins. „Hún býst sennilega við því, að þú mun ir freistast til að fara yfir til víkurinnar, til þess að horfa á Mabel og drengina striplast í vatninu". Gregory gat ekki leynt undrun sinni: — „Hvers vegna skyldi ég freistast til að gera það?" Séra Harmston var að lesa það sém var skrifað á blaðið, er hann hafði tekið upp úr umslaginu. — Það rumdi í honum. „Þetta er held ur snoturt", tautaði hann um leið og hann braut saman blaðið og tróð því niður í skyrtuvasann sinn. — „Oh, þú varst að spyrja. Jú, sjáðu til, drengur minn. Við syndum öll nakin hér um slóðir. Ég hugsa að Olivia hafi búizt við, að það myndi hneyksla — já, og kitla ofurlítið — hinar siðmennt- uðu tilfinningar þínar, að sjá Ma- bel synda allsnakta". Hann and- varpaði og reis á fætur. — „Nú verð ég víst að fara, drengur minn. Störfin kalla". „Oh“. „Fremur alvarleg tilkynning frá Gertrude", muldraði séra Harmston. „Alvarl-.g?“ „Hm. Hún heldur þvi fram, að eiginmaðurinn sé gersamlega horfinn. Hann hefur ekki komið heim til sín, frá því á fimmtudags kvöld — kvöldið, sem hljómleik- arnir voru haldnir". SHlltvarpiö Miðvikudagur 26. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. . 12,50—14,00 „Vif vinnuna": Tón- leikar af plötum. 18,30 Tal og tón ar: Þáttur fyrir unga hlustendur (Ingólfur Guðbrandsson náms- stjóri). 18,55 Framburðarkennsla í ensku. 19,10 Þingfréttir. — Tón- leikar. 20,30 Föstumessa í Laugar neskirkju (Prestur: Séra Garðar Svavars. Organleikari: Kristinn Ingvarsson). 21,30 Lestur forn- rita: Hávarðar saga ísfirðings; I. (Guðni Jónsson prófessor). 22,10 Passíusálmur (21). 22,20 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22,40 Frá félagi íslenzkra dægurlagahöf- unda: Neótrióið og hljómsveit Jans Moravek léika lög eftir Guð- jón Matthíasson, Halldór Stefáns son, Jenna Jónsson og Steingrím Sigfússon. Söngvarar: Haukur Morthens, Alfre" Clausen og Guð- jói. Matthíasson. Kynnir: Jónatan Ólafsson. 23,lé Dagskrárlok. Fi mml udagur 27. felirúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 „Á frívaktinni", sjómanna- þáttur (Guðrun Erlendsd.). 18,30 Fornsögulestur fyi'ir börn (Helgi Hjörvar). 18,5C Framburðar- kennsla í frönsku. 19,10 Þingfrétt ir. — Tónleikar. 20,30 Samfelld dagskrá úr bréfum Fjölnismanna. Aðalgeir Kri. jánsson kand. mag. valdi efnið (Hljóðritað í Kaup- mannahöfn á vegum íslenzka stúdentafélagsins þar). — 21,35 Tónleikar af segulbandi frá Tékkóslóvakíu. Forleikur op. 17 eftir Miloslav Kabelác. — 21,45 Islenzkt mál (Dr. Jakob Benedikts son). 22,10 Passíusálmur (22). — Erindi með tónleikum: Austur- lenzk fornaldarmúsik; II: Gyð- ingaland (Dr. Páll ísólfsson). - 23,00 Ðagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.