Morgunblaðið - 26.02.1958, Síða 17

Morgunblaðið - 26.02.1958, Síða 17
Miðvik'udagur 26. febr. 1958 MORGVNBLAÐIÐ 17 Frá Búnaðarþingi: Sfofnuð verði búvísindadeild við Háskóla íslands Erindi Ólafs E. Stefánssonar naut- griparæktarráðunauts um þróun bú- visinda og æðri búnaðarmenntun ÓLAFUR E. STEFÁNSSON flutti á Búnaðarþingi í gær erindi um þróun búvísinda og æðri bún- aðarmenntun. í upphafi máls síns gat Ólafur um hina milclu vísindalegu og tæknilegu byltingu, sem byrjaði fyrir um 200 árum og hefir þróazt síðan. Eins gat hann þess að vís- indalegar uppgötvanir koma oft að haldi í landbúnaði vegna þess hve fjölbreytilegur hann er. Landbúnaður er ávallt nauðsyn- legur þótt aðrir atvinnuvegir efl- ist. Áður var það bezti undir- búningurinn til þess að gerast bóndi að nema hjá góðum bónda eins og lærlingur hjá meistara. Nú hefur þetta hins vegar breytzt og verður bóndinn ávallt að hafa vakandi auga á öllum nýjungum, sem að gagni mega koma í bú- skapnum og vera opinn fynr leiðbeiningum á þvi sviði. Nauðsyn aukinnar leiðbciningar Leiðbeiningarstarfsemin þarf að vera tiltölulega öflugri í land- búnaði en í öðrum starfsgrein- um, vegna þess að framleiðslu- einingarnar eru svo smáar en dreifðar. Samfara þessu verður sú breyting á að viðskipti búsins aukast og leitar meira í form iðnrekstrar, þannig að bóndinn verður háðari öðrum en áður var. Aukin almenn menntun í sveitum víða um lönd skapar betri jarðveg fyrir leiðbeining- arstarfsemi og bændur gera sí- auknar kröfur um að fá sér- fræðilegar leiðbeiningar í ein- stökum atriðum í búskapnum. Nánari kynning á högum og háttum’landbúnaðarins og erfiðri aðstöðu hans miðað við annan atvinnurekstur er nauðsynleg, þar sem eftirspurn eftir fram- leiðslu hans er ekki eins ört vax- andi og framleiðslu annarra at- vinnugreina, sem stafar af bætt- um efnahag fólks. Fjármagn og vinnuafl vill því stöðugt leita til annarra atvinnugreina frek- ar en til landbúnaðarins. í því sambandi stendur stéttin belur að vígi ef hún og starfsmenn hennar eru vel menntaðir. Aukin hagnýting vísinda í þágu landbúnaðarins gerir það að verkum að þeir vísindamenn, sem fyrir hann vinna verða að vera fyllilega jafnvel menntað ir og vísindamenn, sem vinna fyrir ýmsar aðrar atvinnugrein ar, enda eru kröfur í þessum efn- um stöðugt vaxandi víða um lönd. Innlend menntun aeskilcg' Þá rakti Ólafur þróun leið- beiningarstarfsemi á sviði land- búnaðarins hér á landi, ennfrem- ur þróun hans sem atvinnugrein- ar borið saman við nágranna- löndin, en hér hefði hún verið svipuð. í framtíðinni verður því að gera mjög auknar kröfur um menntun starfsmanna landbún- aðarins hér á landi til þess að við verðum ekki á eftir í þróun- inni. Vegna sérstöðu íslenzks landbúnaðar er æskilegt að æðri menntun á sviði hans fari fram í landinu sjálfu og að tilrauna- starfsemin verði efld til þess að leysa staðbundin verkefni, en ttl þess að þessi menntun verði veitt á viðunandi hátt verður hún að vera á hinu akademiska fræðslustigi, sagði Ólafur. Við Háskóla íslands væri bezt aðstaða ti. peas að veita siíka fræðslu og landbúnaðinum væri aðeins það bezta samboðið. hins fornfræga Edinborgarhá- skóla, en þar hefir landbúnaðar- deild verið frá því 1790. Þar hef- ir námið nýlega verið lengt í 4 ár og komið upp mjög góðri að- stöðu á búi fyrir ýmsar rannsókn- arstofnanir. Deildin var þó ekki flutt þangað þegar þurfti, sökum þrengsla, að rýma hinn gamla háskóla heldur var hún flutt í nýtt hverfi í borginni þar sem áður hafði verið byggt yfir ýms- ar aðrar vísindastofnanir há- skólans. Þannig var það metið meir að hafa náin tengsli við aðr- ar vísindadeildir í fræðilegum efn um og félagslífi heldur en það að kennslan færi öll fram á bú- garðinum. Samræma búnaðardeild og atvinnudeild Nú er svo komið að ekki er hægt með sæmilegu móti að gera þær tilraunir og rannsóknir við búnaðardeild atvinnudeildarinn- ar, sem aðkallandi eru, sökum húsnæðisskorts og vöntunar á að- stöðu og færi því vel á því að leysa vandamál beggja þessara stofnana sameiginlega og tók Ól- afur undir orð Þórðar V. Þórðar- sonar um að Korpúlfstaðir væri mjög heppilegur staður til þess að leysa þennan vanda. Þetta mál taldi Ólafur að myndi verða bæði bændastéttinni og Reykjavíkur- kaupstað til hagsældar og stuðla að því að auka nauðsynlegan skilning á landbúnaði meðal ann- arra stétta þjóðfélagsins. Ólafur flutti langa ræðu, sem ekki er unnt í stuttum útdrætti að gera full skil, vitnaði til víð- tækrar starfsemi á erlendum vett vangi, rakti sögu og þróun landbúnaðarins og vitnaði til er- lendra vísindastofnana og al- þjóðaráðstefna um landbúnaðar- mál, sem hér er ekki nánar getið. Hann endaði ræðu sír.a á þessa leið: „í framtíðarþjóðfélagi munu vísindi tengd atvinnuvegum hverrar þjóðar skipa virðulegan sess í æðstu menntastofnunum hvers lands. Það hlutverk há- skóla að leita fegurðar og auka víðsýni og skilnmg manna og þjóða á milli er að vísu ekki síð- ur mikilvægt en að hjálpa til við uppbyggingu atvinnuvega og bæta lífskjör manna, þvi að mað- urinn lifir ekki á brauði einu saman, en gleymum því þó aldrei að án þess lifir hann heldur ekki“. Ólafur E. Stefánsson. Þá g'at Ólafur um hinar öru framfarir, sem orðið hefðu eftir síðustu styrjöld með aukningu ræktunar og uppþurrkun lands, ennfremur nýrrar löggjafar um þessi efni, sem gerði búnaðar- samböndunum kieift að ráða til sin héraðsráðunauta. Framhalds- deildin á Hvanneyri var stofnuð um svipað leyti og kom að mjög góðu gagni eins og óstatt var. Það hefur verið skortur á lang- skólagengnum leiðbeinendum í landbúnaði þar sem launakjör slíkra manna hafa yfirleitt verið þannig að þau hafa ekki verið til þess fallin að hvetja menn til langskólanáms í landbúnaði. Framhaldsdeildin hefur gert mjög mikið gagn til þess að bæta úr brýnustu þörfum búnaðar- sambandanna við þessar aðstæð- ur en hins vegar munu verkefni ráðunauta verða fjölþættari í framótíðinni og því þurfa þeir að fá víðtækari menntun og þjálf- un í rannsóknarstofum, auk þess sem þeir þurfa verklega fræðslu á búi. Álit Þórðar V. Þórðarsonar í þessu sambandi má geta þess að Vestur-íslendingurinn Þórð- ur V. Þórðarson, sem fenginn var hingað til lands fyrir tæpum tveimur árum á vegum Búnað- arfélags íslands til að gefa ráð- leggingar í landbúnaðarmálum, hélt því fram að kennslu í bú- vísindum væri mjög ábótavant hér og hann teldi það mál bezt leyst með því að Háskóli Islands sæi um kennsluna og benti jafn- fram á Korpúlfsstaði sem æski- lega miðstöð fyrir vísindaiðkun landbúnaðarins. Ekkert ætti að vera til að fæla nemendur úr sveit til að stunda nám við Há- skóla íslands, hins vegar mætti búast við því að fleiri stúdentar legðu stund á landbúnaðarnám er búvísindadeild yrði stofnuð við Háskólann og þannig yrði meira úrval sérmenntaðra manna í landbúnaði. Ýmislegt hefir verið fundið því til foráttu að kennsla í þessurn efnum færi fram í Reykjavík en hins vegar væri aðstaða til rann- sókna þar bezt og mikilvægt að auka kynni milli landbúnaðar- stúdenta og annarra stúdenta. í þessu sambandi vitnaði Ólafur til Landsliðið í heimsmeist- arakeppn- innar í DAG heldur ísl. landsliðið í handknattleik utan til Þýzka- lands þar sem það tekur þátt í heimsmeistarakeppninni. Liðið heidur liéðan fluglciðis og lendir í Kaupmannahöfn. Er þangað kemur taka gestgjafarnir við því og sjá því fyrir ferðum á mots- stað og til baka aftur. f þcssu skyni senda þeir sér- staka flugvél til Hafnar eftir lið- inu. Flytur hún það til Magde- burg en þar fara leikir íslendinga fram — ísland er í riðli með Tékkum, Ungvcrjum og Rúmen- um. Á morgun, fimmtudag, mæta íslendingar Tékkum. Hinn 1. marz er annar leikur þeirra og síðast mæta þeir Ungverjum. Myndin hér að ofan var tekin á einni æfingu ísl. liðsins. Gunn Iaugur Hjálniarsson hefur komizt inn fyrir og býr sig undir að skora. Um leið og landsliðið er kvatt fylgir því sú ósk, að skot menn þess megi sém oftast kom ast í færi. Og, þótt raunin fram undan sé erfið, að takast megi að ná árangri sem minnsta þátt- tökuþjóðin megi una við handknattleik farið til ÍR vann KR og í S vann h-lið KFR MEISTARAMÓTIÐ í körfuknatt- leik hélt áfram á þriðjudags- kvöldið að Hálogalandi. Mótið hófst síðastliðinn föstudag og var þetta annað leikkvöldið. ÍR : KR 48 : S« Fyrri leikur kvöldsins var á milli ÍR og KR. Almennt var búizt við auðunn- um sigri ÍR, því liðið hefur á að skipa mörgum af beztu og reyndustu mönnum íþróttarinn- ar, en liðsmenn KR eru nýliðar margir hverjir. Leikurinn var spennandi fram- an af, en náði aldrei að verða skemmtilegur í fyrri hálfleik. — Sendingar rnanna á milli voru ónákvæmar og einkennilegt hve menn hittu illa, þótt þeir væiu oft í góðu skotfæri. ÍR-ingar náðu fljótlega yfirhöndinni, en KR-liðið fylgdi fast eftir, og endaði hálfleikurinn með 16 stig- um gegn 11 fyrir ÍR. Síðari hálf- leikur var mun betur leikinn og nokkuð jafn framan af. — skemmtilegasti kafli leiksins voru fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks. Spilið var nú léttarr og jákvæðara en í fyrri hálfleik. og menn höfðu meiri fjölbreytn: í samleik og skotum á körfu. — ÍR-ingar, sem höfðu leikið vörn- ina maður gegn manni, tóku nú það ráð, að hver maður fylgdi mótstöðumanni sínum um allan völl. KR-liðið hafði ekki lag á að nota viðáttu vallarins og eyðurn- ar sem mynduðust í vörn ÍR, og varð spil þeirra nú aftur þungt og þvingað. Þá var það, að knötturinn lenti af afli miklu í annarri keðj- unni, sem heldur uppi ljósa- stæði einu í salnum og með einhverjum hætti bilaði keðjan. Svo var guði fyrir að þakka, að hin keðjan hélt ljósastæðinu uppi, því stórslys hefði getað orðið, ef hún heíði brostið. Það skal tekið íram, að Ijósin virðast vel fest upp. Með hjálp leik- manna var örugglega gengið fra ljósastæðinu og leiknum síðan haldið áfram. Það sem eftir var leiksins voru ÍR-ingar í sókn og skoruðu jafnt og þétt, eiginlega í hverju upp- hlaupi. Leiknum lauk með sigri ÍR, 48 stig gegn 28. ÍR vann leik þennan aðallega með flýti sínum, þó brá fyrir oft á tíðum skemmtilega útfærðu spili. Lárus og Helgi Jóhannssoa sýndu oft skemmtileg tilþrif, og er knattmeðferð þessara manna til fyrirmyndar, kemur þetta bezt í Ijós í návígi — hvernig þeir losa af sér mótstöðumann- inn með bolsveigju. Helgi Jóns- son er mjög snöggur leikmaður, og honum tókst oft á tíðum að „stela“ knettinum frá andstæð- ingunum og leika síðan upp og skora. KR-ingana skortir tilfinnan- lega festu, einkum þegar líða fer á leikinn. Gunnar Jónsson er mjög efnilegur ungur leikmaS- ur, sem mikils má vænta af í framtíðinni. Honum hættir þó til að halda knettinum of lengi. Grettir Pál»- son lék nú með liðinu, hann lék ekki gegn stúdentum um daginn en virðist ekki í æfingu. KR lék svæðisvörn og virðist þessi vöm henta liðinu vel. Jákvæðar væri þó að hafa Birgi sem bakvörð og Gunnar sem framvörð. Gunn- ar gæti jafnt sem áður komið fram með knöttinn og byggt upp sóknina. ÍS : KFRb-lið 81:24 Seinni leikurinn var á milli íþróttafélags stúdenta og b-liðs Körfuknattleiksfélags Reykja- víkur. Leikurinn var með af- Framh. á bis. 19.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.