Morgunblaðið - 05.03.1958, Page 6

Morgunblaðið - 05.03.1958, Page 6
6 MORCVNBT. AÐItí Miðvikudagur 5. marz 1958 Hugsanlegt að hœgt sé að vinna hormónaefni úr slógi tyrir 6 millj. á ári Sven Lassen ræbir við Islendinga um nýtingu úrgangsefna i fiskvinnslustöðum A SÍÐUSTU ARUM eru menn farnir að nýta æ betur ýmis úr gangsefni frá fiskvinnslu, svo sem fiskslóg. Hefur þetta orðið tú þess að styrkja sjávarútveginn Ijárhagslega á ýmsan hátt. Staddur er nú hér á landi bandarísKur vísindamaður, dr. Sven Lassen, sem mikið hefur unnið að rannsóknum á hagnýtingu ur gangsefnanna. Hann er m.a. kunnur fyrir það, að á árunum 1940—4l varð hann fyrstur manna til að hagnýta soð frá síldar- og fisk bræðslu. Hafa nú flestar síldar- og fiskimjölsverksmiðjur hér á landi tekið upp þessa aðferð, sem gerir það að verkum, að nýting mjölsins verður um 20% meiri en ella. Dr. Sven Lassen er kominn ferðazt til að kynna sér fiski- hingað til lands á vegum Alþjóða mjölsverksmiðjur. Var hann því samvinnustofnunarinnar í Wash- spurður spurningar, sem mjög er ington og mun hann dveljast hér í þrjár vikur til viðræðna við starfsmenn Rannsóknarstofu Fiskifélags íslands um ýmis verk efni, sem þeir hafa með hönd- um. Gafst blaðamönnum í gær dag tækifæri til að ræða við hann á heimili dr. Þórðar Þorbjarnar- sonar, forstöðumanns Rannsókn- arstofunnar. Dr. Lassen hefur einu sinni áð- ur komið til íslands, en dvaldist hér aðeins tvo daga. Á yngri ár- um sínum var hann hins vegar í eitt ár á Grænlandi. Fór hann þangað upp á eigin spýtur, og var m. a. orðinn svo fær í að stjórna hundasleða, að þegar Knud Rasmussen kom til Græn- lands 1913 og var í rannsóknar- ferðum við Melvilleflóa, þá slóst Sven Lassen með í ferðina sem ekill á hundasleðum hans. Síðar fluttist hann til Banda- ríkjanna og tók að leggja stund á efnafræði. útrýma allri lykt. Það er við sláturhús, sem stendur í miðri Los Angeles. Þar er framleitt blóðmjöl, sem gefur frá sér enn sterkari iykt en fiskimjölsfram- leiðsla. Þar eru þær sérstöku að stæður að olía til hitunar er mjög ódýr og svo hitt að við lyktina verður að losna hvað sem það kostar. Þannig er hægt með mjög mikilli kyndingu, að útrýma lykt inni, en ég býst við að kostnað- urinn sé gífurlegur við það. Að lokum sagði dr. Sven Lassen, að honum hefði nú gef izt tækifæri að kynnast fisk- vinnslu hérlendis. Hann hefði komizt að raun um, að íslendingar stæðu mjög fram- arlega í allri fiskvinnslutækni. Hann hefði óvíða séð svo full- komin tæki og aðferðir við fiskvinnsluna, eins og tíðkuð- ust í hverri verstöð á íslandi. Hlustað á útvarp Soðkjarni í stað þurrmjólkur — Hvernig stóð á því að þér funduö upp á því að hagnýta soð ið frá síldar- og fiskbræðslunni? — Þetta var á stríðsárunum. — Venjulega er búfé í Bandarikjun um geí'in þurrmjólk í fóður- blöndu, er, vegna styrjaldarinnar varð skortur á þurrmjólk. Ég hóf rannsóknii á því hvað gæti kornið í staðinn iyrir mjólkina í fóðrmu. Voru þette all-veigamiklar rarm- sóknir gerðar á tilraunarottum Þá komst ég að því, að síldar- soðið hafði sömu eldisáhrif og þurrmjólkin og varð þetta til þess, að farið var að íramleiða soðkjarna úr síldarsoðinu, sem hefur komið að góðu gagni. Fleiri efni ur fiskúrgangi Um kvaða vinnslu hafið þér einkum rætt við efnafræðinga hérlendis? — Það eru einkum þrjú efni, sem borið hefur á góma. í fyrsta lagi framleiðsla á cholesterol úr fiskslógi, í öðru lagi á cholin- sýru og cholin-sýruafbrigðum úr fiskgalli og í þriðja lagi á perlu- kjarna úr síldarhreistri. Vænlegast virðist mér chol esterol, sem er notað í ýmis meðul til bætiefna og hormóna framleiðslu. Kílóið af því kost ar nú um 12 dollara. Mér virð- ist að hér mætti framleiða um 30 smál. af því árlega, en það reiknast mér til að yrði að verðmæti um 6 milljón krón- ur. Þá er hugsanlegt að framleiða mætti cholin-sýru úr fiskgalli. Framsleiðslugrundvöllur er þó máske nokkuð óviss, möguleik- arnir yrðu meiri, ef jafnframt yrði hafin framleiðsla á cholin- sýru úr kindagalli. Cholin-sýra kostar nærri 20 dollar og sum af- brigði hennar 30 dollara kilóið. Taldi dr. Sven Lassen, að við ættum að fá úr því skorið sem fyrst hvort framleiðsla þessara efna yrði fjárhagslega hagkvæm við þau skilyrði, sem hér eru fyr ir hendi. Erfitt að eyða IvVtinni Dr. Sven Lassen viða Dr. Sven Lassen á dagskrá hér, hvort hægt sé að eyða ólykt frá fiskimjölsverk- smiðjum. — Það er að vísu hægt, svaraði hann, en svo kostnaðarsamt, að ég efa að það verði framkvæmt víða. Ég hef ekki komið til einn- ar einustu fiskimjölsverksmiðju, sem getur kallazt lyktarlaus. Þetta er því aðeins vandamál, að verksmiðjurnar standi í þéttbýli. Það er helzt eitt dæmi sem ég get nefnt um að tekizt hefur að PALL KOLKA læknir á Blöndu- ósi las upp nokkur kvæði í ut- varpi nýlega. Kolka er stórmerk. ur maður, hann er ágætur læknir og fyrir hans atbeina hafa Aust- ur-Húnvetningar komið upp vönd uðu sjúkrahúsi sem jafnframt er heimili fyrir aldrað fólk. Hann hefur margt ritað. Þar á meðal stóra bók um Húnvetninga, þar sem mjög miklum fróðleik er safnað saman. Hann lætur mörg framfaramál til sín taka, ritar oft langar og skilgóðar greinar og rit- gerðir í blöð og tímarit. 1 stjórn- málum er hann frjálslyndur og fylgir stefnu þeirra manna er ekki vilja láta leiða sig í dilka eins og sauðfé. — Meðal annars er Páll Kolka gott skáld, hugsar djúpt og rökrétt, hefur gott tungu tak og kann að klæða hugsamr sínar í skáldlegan og fagran bún- ing. — Ég held að honum hafi ekki verið veitt sú eftirtekt sem hann á skilið, sem skáld. Hann er áreiðanlega djúpúðgari í hugs- un en margir þeir, sem hærra er hossað og ég geri ráð fyrir að úrval úr ljóðum hans sé meðai þess viturlegasta og bekta setr, ort hefur ^verið á þessari öld í bundnu máli, — að undanskildum fáeinum kvæðum stórskáldanna. ★ Ég hlustaði á stólræðu séra Gunnars Arnasonar á sunnud Vil ég hvetja menn til að hlusla á þennan prest, þegar útvarpað er ræðum hans. Hef ég nokkrurr sinnum hlustað á ræður hans og aldrei brugðizt að þær hafi verið ágætlega samdar og athyglisverð- ar. 1 erindaflokki útvarpsins um vísindi nútímans flutti prófessor Símon Jóh. Agústsson erindi um sálarfræði. Var lítið í erindi prófessorsins, sem ég hefi ekki áður heyrt hann segja, eða les- ið eftir hann. Erindið var alþýð- legt og laust við allt fílósofískt moldviðri, skipulega flutt og fróð legt.-------Á sunnudagskvöldið var þáttui'inn Um helgina að venju. Fyrst var viðtal við séra Felix trúboða frá Eþiópíu, sem hér er nú staddur í orlofi. Það er fagurt og kærleiksríkt starf í kristlegum anda að veita hinum aumu mönnum er þar búa hjúkr- un, hjálp og fræðslu. Þá var langt viðtal við þau hjónin á Þórustöð um í Ölfusi, Rögnu Sigurðardóc.- ur og Pétur Guðmundsson. Var það að mörgu leyti athyglisveit, t.d. samanburður á heimtufrek.u ísl. verkamanns og hinna norsku vinnumanna er Pétur hefur í þjon ustu sinni. Af því að svo hagar vinnu í sveitum, að byrja þarf störf kl. 5 að morgni og vinna á kvöldin, en hvílast hins vegar um miðjan daginn, heimta piltar, hér, yfirvinnukaup morguns og kvölds eða svo sagði Pétur að unglingur einn hefði gert er hann varð að taka í forföllum annavs hinna norsku vinnupilta sinna Þetta virðist vera að fara út í a!- gerar öfgar í kaupkröfum. Ann- ars létu þau hjónin vel af sveica verunni og töldu búskapinn skemmtilegan og arðbæran, ef rétt væri að farið. 100 hektara taldi Pétur hæfilega stórt býli, þar sem gott væri til ræk'tunar. ★ Séra Sveinn Víkingur talaði uro sKrlfar úr daqgega tifínyJ Éc Dansskemmtanir fyrir unglinga „Kæri Velvakandi. G skrifa þetta bréf til þin, af því að ég veit ekki, hvert ég á að snúa mér í þessu máli. Það er viðvíkjandi dansskemmt unum æskufólks í Reykjavík, sem haldnar eru í Gúttó á sunnu dagskvöldum. Auglýst er, að mið arnir séu seldir kl. 1,30—3. En krakkarnir fara að koma þangað frá kl. hálf eitt og standa svo skjálfandi á beinunum af kulda í eina klukkustund, — eða þar til opnað er. Síðan fá aðeins þeir, sem fyrstir eru, miða, eða % partur af þeim, sem bíða. Nokkra krakka vissi ég um, sem komu alla leið innan úr Smáíbúða- hverfi. Það skeði t.d. á laugar- daginn, að drengur, sem var með þeim fyrstu kom út með 6 miða og byrjaði að selja þá fyrir 20— 25 kr. Rétt á eftir kom annar drengur með 4 miða, og sama sagan endurtók sig. Annars kosta miðarnir 10 kr. Svo koma krakkarnir heim skjálfandi af kulda, eftir að hafa staðið þarna í klukkustund eða meira, og það sem verra er, — miðalaus. Mér finnst, að miðarnir ættu að vera skammtaðir, tveir handa hverjum. Og þar sem Gúttó tek- ur aðeins milli 100 og 200 manns, — af hverju þá ekki að fá stærra húsnæði eða annað álíka stórt? Mér þykir þetta mjög góð skemmt un fyrir krakka á þessum aldri, sem annars myndu stunda sjopp- urnar. Svo vildi ég biðja þá, sem hér eiga hlut að máli, að taka þetta til athugunar og hjálpa nú vesalings krökkunum, sem enga miða hafa fengið hingað til. Vel á verði“. Happdrættismiðarnir gitj mast FRÁ Japan berast þær fréttir, að Eysteinn þeirra Japana, sem Velvakandi man ekki í svip- inn, hvað heitir, hafi fengið hvorki meira né minna en 360 milljónir jena, eða um 17 millj- ónir króna, í ríkiskassann sinn í. s.l. 4 árum vegna gleymsku og sljóleika þeirra landa hans, sem hafa haft heppnina með sér og hlotið happdrættisvinninga. Ef þeirra er ekki vitjað, renna þeir til rikisins, og afleiðingin hefur orðið sú, sem að ofan greinir. Svona gleymska kemur sjálf- sagt oft fyrir á voru landi, ekki sizc, þegar um er að ræða happ- drætti, sem ekki þarf að endur- nýja miða í, t.d. hin ótalmörgu happdrætti félagssamtaka og svo happdrættislán í sambandi við lán ríkissjóðs. — Og hvað ætli það hafi oft komið fyrir, að fólk, sem árum saman hafði átt miða í Háskóla-, DAS eða SÍBS happ- drættunum og endurnýjað þá af stakri kostgæfni án þess að fá svo mikið sem túskilding í aðra hönd, hafi gleymt að endurnýja — og þá fengið vinning, jafnvel stórfúlgu. Önnum kafnar símastúlkur iLESTIR þeir, sem þurft hafa að hringja til stórra fyrir- tækja og stofnana hér í bænum, hafa orðið fyrir því að þurfa að bíða eftir að svarað væri í símann Stundum kemur svo fyrir, að sagt er: Augnablik — og nýr bið- tími hefst. Velvakandi þurfti t.d. að hringja í Útvegsbankann fyrir nokkrum dögum, og leið talsverð stund, áður en svarað var. Er þó vitað, að forráðamenn í þessum banka gera sér far um, að af- greiðsla þar gangi greiðlega. Sannleikurinn er sá, að síma- stúlkur hafa oft alltof mikið að gera, a.m.k. á mesta annatíma dagsins. Væri ekki athugandi, hvort fólk, sem vinnur eitthvert starf, sem ekki er bundið við ákveðinn tíma á deginum, gæti brugðið sér í að aðstoða síma- stúlkurnar, þegar mest er að daginn og veginn á mánudag 24 febr. Var ræða hans um föstuinn- ganginn og ýmsa siði og venjur sem tíðkast við þau tímamot. Þótti honum það afturför og rækt arleysi, að fólk er nú að leggja niður suma af þessum venjum.. Ég er alveg á sama raáli. Mér þótti t.d. vænt um að krakki hengdi á mig öskupoka, en sr Sveinn sagðist engan poka hafa fengið. Aftur á móti man ég ekki eftir því, að ég hafi nokkurn tíma fyrr en nú sloppið við fleng- ingu á „bolludagsmorgun“. Bollu- dagurinn var ekki til í Skagafjarð ardölum í mínu ungdæmi. entia hvergi náð í bollur, nema kanr- ske úti á Sauðárkróki, þingmanna leið burtu. Á Úlfur Ragnarsson læknir, talaði sama dag um heilbrigöismál. Hvatti hann menn mjög til að eta jurtafæðu, svo sem heilhveici, hráar rófur og annað hrátt eða hálfhrátt grænmeti. Sumum verð- ur gott af þessu, aðrir þola það ekki, t.d. þoli ég undirritaður ekki að eta hrátt grænmeti. Mað- urinn er frá upphafi alæta, hefur etið bæði ket, fisk og ávexti fra öndverðu. Jónas Kristjánsson sagði eitt sinn við mig, að hann teldi það mikið óráð og skaðlegt að gefa kúm og kindum síldar- mjöl eða annað fóður úr dýrarík- inu. Af hverju ætti þá að venja manninn af kjötáti eða fiskáti, fæðu sem hann og forfeður hans hafa etið um millj. ára? Ég fæ ekki skilið það. Hitt er annað mál að jurtafæða er vafalaust holl flestum og of mikið kjötát er vaca samt mörgum. Bezt að blanda fæðuna og borða í hófi. Þeita sagði mér einn af merkustu vis- indamönnum okkar nýlega og held ég að það sé rétt. Auðvit- að þarf margt fólk að hafa sér- stakt mataræði og er það þá sér- fræðinga að segja fyrir um það Ég vil taka það fram, að erindj Úlfs læknis var skynsamlegt jg öfgalaust. Forseti Slysavarnaf élags ís - lands, Guðbjartur Ólafsson tal- aði um fiskimál, nefndi erindið' „Á sjó fyrr og nú“. Var það froð- leg lýsing á skútulífinu um alda- mótin, kjörum og kaupi sjórnanna þá, vinnu þeirra, fæði og aðbún- aði. Hræddur er ég um, að sjó- mönnum nú þætti lítið til koms atvinnunnar, eins og hún var þá sem eðlilegt er. Hvílíkur regm- mismunur á öryggi öllu, kaup- gjaldi og allri aðbúð! Er sannar- lega gleðilegt að þessu hefur svo farið fram. Hins vegar er þess að gæta, að þá bar útgerðin sig oft vel og þeir er lögðu fé í hana höfðu oft sæmilegan og stundu.n ágætan ágóða. Nú er víst öð u að heilsa, þar sem allt er stór- kostlegur taprekstur og ríkið verður að borga stórfé með hvem fleytu, til þess að sjómenn hafi kaup. Þetta verður allt að vera í hófi, bæði á sjó og í landi. Sæmi leg afkoma er æskileg mjög, en allt óhóf er til bölvunar fyrir land og lýð, sál og líkama. — Sjómenn um aldamótin voru flestir, fyrirmyndar dugnaðar- menn, ég þekkti marga þeirra. Þeir sem ég þekki nú eru það einnig. Ber að gleðjast yfir hinu stórbætta öryggi á sjó, sem eink- um stafar af betri skipum og tækjum, nýjum vitum og svo starfsemi Slysavarnafélags Is lands, eins hins þarfasta félags- skapar sem hér hefur unnið. 'k Gaman var að hlusta á hina samfelldu dagskrá úr bréfuni Fjölnismanna, sem Aðalgeir Kristjánsson stud. mag. hafði tek ið saman og hljóðrituð var i Kaupmannahöfn á vegum is lenzka stúdentafélagsins þar. Það er næstum ótrúlegt, hvað slíkur lestur bréfa getur komið hlust- endum eða lesendum í náin og persónleg kynni við bréfritarana. Svo var það í þetta sinn. Vii eg sérstaklega geta bréfakafla frá Pétri Péturssyni, síðar biskupi, til bræðra sinna, þau lýsa mjög vel skapferli og áhugamálum séra Péturs i'g umhyggju hans fyrir Brynjólh bróður sínum, — þó einkum aM útvega honum gott og ríkt kvonfang, þótt engan ar- Frh a bK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.