Morgunblaðið - 05.03.1958, Page 8
8
MORGZJNBLAÐIÐ
Miðvik'udagur 5. marz 1958
tXtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: öigfus Jónsson.
ÖR HEÍMÍ )
—
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benedíktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar K.ristmsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480.
AsKnftargjald kr. 30.00 á mánuði innaniands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Á ÍSLAND AÐ VERA LOKAÐ LAND ?
M ALLAN hinn vestræna
heim, þar sem lýðræðis-
skipulag ríkir meðal þjóð-
anna, er talið sjálfsagt og eðlilegt
að fullkomið frelsi ríki um frétla
öflun og fréttaflutning.
Fréttafrelsið og þekkingin á
eðli hlutanna og því sem er að
gerast er í raun og veru einn af
mikilsverðustu hyrningarsteinum
lýðræðisins. Á því byggjast að
verulegu leyti möguleikar fólks-
ins til þess að dæma um menn
og málefni, velja og hafna á sviði
stjórnmála og menningarmála.
AHir frjálslyndir menn og góðir
lýðræðissinnar hljóta þess vegna
að standa vörð um fréttafrelsið.
Kveinstafir vinstri
stjórnairinnar
Svo einkennilega hefur brugð-
ið við, síðan hin svokallaöa
vinstri stjórn var mynduð hér á
landi, að hún og málgögn henn-
ar hafa haft uppi sífellda kvein-
stafi yfir því, að íslenzkir frétta-
menn erlendra fréttastofnana hér
á landi hafa eins og jafnan áður
sent fréttastofnunum sínum fregn
ir af því, sem hér hefur venð
að gerast, bæði á sviði stjórnmála.
efnahagsmála og á ýmsum öðr-
um sviðum þjóðlífsins. Er óhætt
að fullyrða, að þessar fregnir sem
sendar eru af starfandi blaða-
mönnum í öllum hinna pólitísKu
flokka, séu í aðalatriðum sannar
og réttar.
En stjórnarblöðin, sérstaklega
Tíminn, hafa ekki náð upp í nef-
ið á sér vegna reiði yfir því, að
slíkar fréttir skuli hafa verið send
ar frá íslandi. Hafa fréttasend-
ingarnar verið brennimerktar
sem „rógur“ og „ófrægingarstríð"
um ísland og hagsmuni þess.
Hver er ástæða þessa ótta
vinstri stjórnarinnar og þá sér-
staklega Tímamanna við fréttir
af því sem gerist hér á landi,
um þessar mundir?
Ástæðan er engin önnur en
sú, aS undir niðri skammast
Framsóknarmenn sín fyrir
samneytið við kommúnista.
Þeir vita að sú ráðabreytni
Hermanns Jónassonar að fá
kommúnistum ráðherraem-
bætti í einu af aðildarríkjum
Atlantshafsbandalagsins, sem
stofnað var til íess að berjast
gegn hinum alþjóðlega komm
únisma og tryggja heimsfrið-
inn, hefur vakið undrun um aif
an hin vestræna heim.
Sú staðreynd verður heldur
ekki sniðgengin, að þátttaka
kommúnista í ríkisstjórn á Is-
landi hefur veikt traust og álit
íslenzku þjóðarinnar meðal lýð-
ræðisþjóða, og þannig valdið Is-
landi miklu tjóni. Þetta er ástæða
þess að Framsóknarmenn og sam
starfsmenn þeirra í vinstri stjórn-
inni vilja helzt að ísland sé lok-
að land, eins og þrælakistur
kommúnista fyrir austan járn-
tjald.
Tímamenn treysta
á heimskuna.
Tímamenn hafa alltaf treyst á
heimskuna og talið hana sinn
traustasta bandamann. Það hefur
m. a. sézt greinilega á skrif-
um þeirra um fréttaöflun og
fréttaflutning undanfarið. —
Þar hefur því meðal an.iars
verið haldið fram, að upplýs-
ingar um íslenzk efnahagsmál á
erlendum vettvangi frá fréttarit-
urum erlendra fréttastofnana hér
á landi væri rógur um þjóðina og
stórhættulegar hagsmunum her:n
ar. Tíminn heldur að ísl. fólk
viti það ekki, að sjálf ríkisstjórn-
in og ýmsar stofnanir ríkisirs
senda hvers konar upplýsingar
um íslenzk efnahagsmál tiJ
margra erlendra stofnana viðs
vegar um lönd og að erlend sendi
ráð á íslandi hafa fullan aðgang
að öllum þeim upplýsingum, sem
þau kynnu að óska um íslenzk
efnahagsmál.
Á sama hátt hafa íslendingar
greiðan aðgang að hvers konar
upplýsingum um það, sem er að
gerast í efnahagsmálum nágranna
þjóða þeirra. Fréttaöflun og blaðe
útgáfa er einmitt fólgin í því, að
gefa þjóðunum sem fullkomnasc-
ar uppiýsingar um það sem ec
að gerast í kringum þær.
Á meðan ísland aðhyllist lýð-
ræðisskipulagið en hafnar svart-
nætti og ofbeldi kommúnismans.
verður það ekki .lokað land ems
og Tímamenn og félagar þeirra i
vinstri stjórninni krefjast.
Innilokunarstefna vinstri
stjórnarinnar sýnir hve rík á-
hrif kommúnista eru á stjórn-
arfar þjóðarinnar í dag. And-
staðan gegn því stjórnarfari
vex með hverjum degi sem
líður.
„MILLIFLOKKUR-
INN" OG VERKA-
LÝÐSFÉLÖGIN
R AMSÓKN ARFLOKKUR-
^ INN segist vera „milli-
flokkur" íslenzkra stjórn-
mála. En hver er sönnun þess að
hann sé það?
Hann hefur nú tekið upp nána
samvinnu við kommúnista inn-
an verkalýðshreyfingarinnar og
leggur nú fram alla krafta sina
til þess að tryggja völd þeir>'a
innan Alþýðusambands íslands.
En jafnframt hefur Framsóko-
arflokkurinn svikið Alþýðuflokk-
inn, sem hann gekk í bandaiag
við vorið 1956 til þess að vinna
bug á kommúnismanum á Íslandí.
Það er vissulega kaldhæðni ör-
laganna að hinn íslenzki „milíi-
flolckur“ skuli nú haga sér þann-
ig að auðsætt er, að hann stefr-
ir beinlínis að því að ganga milli
bols og höfuðs á flokki jafnaðat-
manna, þeim stjórnmálaflokki.
sem Framsóknarmenn hafa sífellt
þótzt bera fyrir brjósti og talið
nauðsýnlegt að efla.
Annars sýnir hin nána sam-
vinna Framsóknarmanna og
kommúnista í verkalýðsfélög-
unum greinilegar en nokkuð
annað hina einstæðu henti-
stefnu Tímaliðsins. FYRTR
kosningar heitir Framsóknar-
flokkurinn því að standa við
hlið Alþýðuflokksins gegnum
þykkt og þunnt til þess að út-
rýma kommúnismanum á Is-
landi. EFTIR kosningarnar
hefur Framsóknarflokkurinn
forustu um það að taka komm
únista í ríkisstjórn og gerir
síðan bandaiag við þá innan
verkalýðssamtakanna gegn Ai
þýðuflokknum!
Á sá flokkur sem þannig hagar
sér nokkurn snefil af æru efth?
Sennilegt, að ,fegrunarbýli' í Arizona
beri á góma í kosningabaráttunni
í Bandaríkjunum í ár
Hver er Norma Mortenson? — Tv'ifari
Montgomerys á ekkert skirnarvottorð
BLAÐAFULLTRÚI Eisenhow-
ers, James Hagei'ty, varð ösku-
vondur á blaðamannafundi í sl.
viku. Orsökin var sú, að blaða-
menn gagnrýndu þá ráðstöfun að
láta flugvél forsetans fara mörg
þúsund km krók til að koma
Mamie Eisenhower og tveim öðr-
um konum til „fegrunarbýlis" í
Arizona. Var forsetinn þá á leið
heim úr tíu daga fríi.
inni fyrir. Fegrunaraðgerðirnar
fela í sér allt, sem hugazt getur
og hugurinn girnist, hvers konar
snyrtingu, andlitsnudd, sérstakt
mataræði til að léttast o. s. frv.
Gestirnir geta valið milli 600
mismunandi fegrunaraðferða. —
Fylgja verður mjög ströngum
reglum. Aldrei er farið að hátta
seinna en kl. 10, og gestirnir fá
morgunmatinn í rúmið kl. 8. —
Tvær sundlaugar eru á býlinu.
Hagerty sleit blaða-
manuafundinum
Sími í beinu sambandi
Maria Vlady — öðru nafni
Poliakoff Baydaroff.
Er einn blaðamannanna spurði
hvort vinkönurnar hefðu greitt
fargjald, varð Hagerty svo reið-
ur, að hann sleit blaðamannafund
inum. Málið er lítilvægt í sjálfu
sér, en ber vott um vaxandi per-
sónulega gagm-ýni, sem Eisen-
hower sætir nú, en hefði verið ó-
hugsanleg fyrir hálfu ári. En
„fegrunarbýlið" í Arizona getur
Mamie Eisenhower og Clare
Booth Luce.
orðið mikið mál í kosningabar-
áttunni í ár, en kosningar fara
fram í nóvember nk. í Banda-
ríkjunum.
★
„Fegrunarbýlið" er eigin Elíza-
betar Arden, snyrtidrottningar-
innar, og forsetafrúin ætlar að
dveljast þar í tvær vikur, ásamt
systur sinni, frú Gordon Moore,
og vinkonu sinni, frú Ellis Slater.
Ekki er þó ástæðan sú, að því
er Hagerty segir, að „forsetafrú-
in þurfi að verða fallegri, heldur
þarfnast hún hvíldar og útivist-
ar“. Og það getur hún fengið á
„fegrunarbýlinu" fyrir sem svar-
ar 10 þús. ísl. kr. á viku.
Fegrunarsérfræðingarn*
ingUlcói-i en gestirnir.
Á býlinu eru 50 fegrunarsér-
fræðingar reiðubúnir til að þjóna
gestunum, sem eru aldrei fleiri
en 25, svo að hver gestur hefur
tvo sérfræðinga til umráða. —
Meðal fastra gesta eru Clare
Booth Luce, fyrrverandi sendi-
herra Bandaríkjanna í Rómaborg,
Perle Mesta, sem er frægust fyrir
samkvæmi sín i Washington, og
leikkonan Ethel B^rrymore.
Býlið er umkringt hárri gadda
vírsgirðingu, og vopnaðir varð-
menn gæta þess, svo að ekkert
geti raskað fegrunaraðgerðunum
við Washington
Mamie Eisenhower býr þarna
í litlum sumarbústað, sem kona
fiðluleikarans Jascha Heifetz hef
ir lánað henni. Nýlega var sumar
bústaðurinn endurbættur, og lagð
ur þar inn sími, sem er í beinu
sambandi við Washington.
★
Kannast’nokkur við ungfrú
Normu Mortenson? Sennilega
ekki, og samt er hún heimsfræg
— en reyndar undir nafninu
Marilyn Monroe.
Audrey Hepburn heitir
réttu nafni Edda van
Heemstra.
Ef kvikmyndafélög í Holly-
wood tækju allt í einu að aug-
lýsa hin réttu nöfn kvikmynda-
leikaranna, yrðu kvikmyndaunn-
endurnir alveg ruglaðir í ríminu.
Þá myndi Cary Grant allt í einu
verða Archibald Alexander
Leach og Kirk Douglas heita
nafni, sem væri mjög erfitt í fram
burði — Yssur Danjelovich Dun-
skitsky. Söngvarinn Mario Lanza
heitir réttu nafni Alfredo Ama-
deo Coglicozza, Rita Hayworíh
heitir Marguerithe Cansino, Jenni
fer Jones var skírð Phyllis Eisley
og engum mundi detta í hug að
Audrey Hepburn héti raunveru-
lega Edda von Heemstra. Allir
leikkonan Maria Vlady hafi lagt
á hiiluna sitt slavneska naxn
Poliakoff-Baydaroff.
k
Á styrjaldarárunum átti Mont-
gomery sinn tvífara, leikarann
Clifton James, sem hafði þann
siarfa á hendi að biekkja þýzku
upplýsingaþjónustuna. Tókst hon
um þetta mjög vel í Norður-
Afríku 1944, en þangað ferðaðist
hann, og varð það til þess, að
Þjóðverjar héldu að innrásin yrði
hafin þar. Á meðan var Montgom
ery í Lundúnum og undirbjó af
kappi innrásina í Normandí.
„Ég var tvífari
Montys“
Clifton James kom til Englands
frá Ástralíu 1898, þá ársgamalL
Montgomery og Clifton James.
Fyrir nokkrum árum skrifaði
hann bók, „Ég var tvífari Mont-
ys“. Kvikmyndafélag nokkurt er
nú að gera kvikmynd eftir þess-
ari sögu. í kvikmyndinni á James
að leika bæði sjálfan sig og Mont
gomery.
Fyrir skömmu þurfti James að
fá vegabréf til að komast til Gi-
braltar og Norður-Afríku, þar
sem taka á hluta af kvikmynd-
inni. Þá kom í Ijós, að James átti
ekkert skírnarvotorð, svo að
segja má, að Clifton James sé
ekki til! Skírnarvottorðið mun
hafa týnzt, þegar foreldrar hans,
sem látnir eru fyrir löngu, fluttu
til Englands.
Á styrjaldarárunum, er hann
ferðaðist um sem Montgomery,
var ekkert hugsað um vegabréf,
og enginn uppgötvaði, að skírn-
arvottorðið vantaði. Nú hefur
brezka utanríkisráðuneytið látið
hann hafa vegabréf til bráða-
birgða, og í því stendur, að hann
sé ríkisfangslaus.
Perle Mesta og Ethel Barrymore.
Norma Mortenson — öðru nafni
Marilyn Monroe.
þekkja Walt Disney, en aðeins fá
ir vita, að hann heitir Walter Elí-
as. Fyrir mörgum áratugum hóf
Maria Magdalena von Losch kvik
myndaferil sinn sem Marlene
Dietrich. Alida Valli bar einnig
þýzkt nafni og hét Maria Alten-
burger. Sophia Loren heitir raun
verulega Siphia Scicolone. Það er
eðlilegt, að franska kvikmynda-
LONDON, 3. marz — Murphy,
fulltrúi Bandaríkjastjórnar, sem
hefur gengizt fyrir sáttaumleit-
unum milli Frakka og Túnis-
manna — er nú kominn til Lund-
úna frá viðræðum í Túnis og
París. Mun hann ræða við brezka
sáttasemjarann. f viðtali við
blaðamenn sagði hann, að honum
hefði tekizt að samræma sjónar-
mið Frakka og Túnismanna lítið
eitt.