Morgunblaðið - 05.03.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.03.1958, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 5. marz 1958 MORCVNBLAÐIÐ 9 Æðri búnaðarmenntun á íslandi Erindi Guðmundar Jónssonar, skóla- stjóra á Búnaðarþingi HERRA forseti, virðulega Búnað- arþing, gestir. Áður en búnaðarskólarnir ís- lenzku voru stofnaðir á árunum 1880—1890, sóttu ungir bsenda- synir búfræðimenntun sína til nágrannalandanna, einkum Nor- egs. Var það að vísu til hins mesta gagns fyrir þá, en fljótt komust menn að raun um það, að innlenda búfræðimenntunin átti betur við staðhætti okkar. Og eftir síðustu aldamót hafa mjög fáir íslenzkir piltar stundað nám í bændaskólum erlendis. Svipaða sögu er að segja um hina æðri búnaðarmenntun. Með- an ekki var kostur á að afla henn ar innanlands, var hún að sjálf- sögðu sótt „út fyrir pollinn“. En eftir að framhaldsdeildin á Hvanneyri var stofnuð árið 1947 hafa utanfarir í því skyni mjög farið minnkandi. Æðri búfræði- menntun er, eins og hin lægri, mjög tengd búskaparháttum og náttúruskilyrðum í hverju landi sem er. Ég.minnist þess t.d., að þegar ég stundaði nám við Bún- aðarháskólann í Kaupmannahöfn, fengum við einn eða tvo fyrir- lestra í sauðfjárrækt. Það var allt og sumt í þeirri fræðigrein. Hver þjóð sníður að sjálfsögðu bú- fræðinám sitt, æðra sem lægra, eftir þeim staðháttum, sem þar eru fyrir hendi. Þess vegna nýtist námstíminn mun betur, þegar námið er stundað heima, en þeg- ar það er sótt til framandi þjóða. Við Islendingar búum að mörgu leyti við mjög sérstæð skilyrði til búskapar. Og þeim mun mikil vægara er það fyrir okkur að eiga í landinu stofnun, sem er þess umkomin að veita slíka menntun. Um þetta munu allir sammála og verður það þvi ekki rætt frekar hér. Tvenns konar hlutverk Hlutverk æðra búfræðináms er tvenns konar: í fyrsta lagi þarf nemandinn að fá um það ýtarlega fræðslu, á hvern hátt hann geti sem bezt leiðbeint bóndanum í starfi hans, í jarðrækt, í búfjár- rækt, í véla- og verkfærafræði og í hagfræðilegum útreikning- um. Þetta er ótrúlega margþætt starf og vandasamt, ekki sízt hér á landi, þar sem mjög margir bændur fylgjast vel með timan- um og þeim nýjungum sem hann hverju sinni hefur að flytja. Til þess að inna þetta hlutverk af hendi, þarf leiðbeinandi fyrst og fremst að þekkja til hlítar störf bóndans og aðstæður allar. Hann þarf að hafa á takteinum hagnýt- ar bendingar, sem bóndinn getur tekið með sér út i nýræktina, túnið, búpeningshúsin og verk- færahúsið. Hann þarf að geta bent bóndanum á galla í búskap hans. Og hann þarf aðeigaeittenn eitt sem ekki verður metið við nokkurt prófborð, ekki verður vegið á nokkra vog eða reiknað út með stærðfræðilegum formúl- um. Hann þarf að eiga í sálu sinni hugsunargang bóndans, kjör hans, liugsjónir lians. Þetta verð ur ekki kennt í neinum skóla. Þetta lærir enginn nema sá, sem hefur lifað og hrærzt í störfum sveitanna, ekki eitt ár, heldur mörg, ekki aðeins sumarmánuð- ina sér til upplyftingar og skemmtunar, heldur einnig þegar vetrarhríðar geisa og örðugleika ber að höndum. Sá sem vill leiðbeina bóndan- um í daglegum störfum hans, verður sjálfur að hafa unnið þau og kunna til hlítar. Stúdent, sem útskrifaðist úr f ramhaldsdeildinni á Hvanneyri sl. vor og ætlaði til framhaldsnáms erlendis á þessu ári, fann til þess, að hann hafði of litla reynslu í sveitavinnu. Hann réði sig því sem ársmann á stóru búi hér sunnanlands. Hann var mjög ánægður yfir þessari ákvörðun sinni. Þetta ár er í raun og veru hluti úr háskólanámi hans. Hinn þáttur háskólanámsins er fólginn í því, að nemandinn sé búinn undir það að verða vísinda maður, læri að efnagreina fóður og jarðveg, læri að gera vísinda- legar tilraunir, leysa úr formúl- um og torráðnum reikningsdæm- um. Til undirbúnings þess konar fræðistarfa er ekki nærri aJtaf nauðsynlegt að kunna að mjólka Cuðmundur Jónsson. kýr, hirða lambfé eða ganga írá sáðsléttu. En þeim mun mikil- vægara er fyrir þessa menn að vera vel að sér í stærðfræði og er lendum tungum. Þessi tvö starfssvið, sem land- búnaðarkandídatinn þarf að búa sig undir, eiga að vísu á sumum sviðum margt sameiginlegt, en eru þó í öðrum greinum svo ólík, að ég efast um, að til sé noklcurt sérfræðinám við háskóla eða ann ars staðar, sem krefst jafnmik- illar fjölhæfni í öllum undirbún- ingi eins og búfrseðinámið gerir. Hvort heldur við tökum til sam anburðar lögfræði eða læknanám, verkfræði eða sálarfræði, við- skiptafræði eða guðfræði, þá er undirbúningur undir þessar grein ar einhæfari en búfræði- sérnámið krefst. Þess vegna er engan veginn víst, að okkur hæíi á landbúnaðarsviðinu sömu til- burðir í þessum efnum og eiga við annars staðar. Undirbúningsmcnntun hjá öðrum þjóðum Það er sta'ðreynd að ýmsar land- búnaðarþjóðir hafa ólík sjónar- mið um undirbúningsmenntun til búfræðisérnáms. Danir t.d. leggja mesta áherzlu á það, að nemandinn hafi sem allra bezta undirstöðu í landbún- aðarstörfum, hafi unnið á minnst 2 búgörðum minnst 3 ár eftir 15 ára aldur og kunni sveitastörf til hlítar. Þeir orða þetta oft þann- ig, að þeir óski fyrst og fremst eftir „manden fra ploven“, en þeir eru ekki kröfuharðir um bók lega menntun.Nemendur þurfaað hafa verið 1 vetur í búnaðarskóla og hafa almenna menntun, sem mun svara til landsprofs hjá okk- ur eða jafnvel minna. Þeir dansk ir lanbúnaðarkandídatar, sem taka þá ákvörðun að mennta sig til vísindastarfa, t. d. taka magi- stersgráðu, þurfa að taka stúdentspróf áður en farið er í slíkt nám. Þetta er gert þeim mjög auðvelt með því, að þeir geta látið próf sitt frá búnaðar- háskólanum gilda til stúdents- prófs í mörgum fögum, t.d. efna- fræði, eðlisfræði, grasafræði, steinafræði, dýrafræði, lífeðlis- fræði, líffærafræði og öðrum greinum, þar sem kennslan er álíka mikil eða meiri í búnað- arháskólanum. Mikið af þeim fögum, sem þá eru eftir geta góðir nemendur lesið utanskóla eða með nokkurri tímakennslu, sem þar er auðvelt að fá á ódýr- an hátt. Aðrar þjóðir, t.d. Finnar, Hoi- lendingar, sennilega einnig Bret- ar og Skotar gera hins vegar aðal kröfur sínar um bóklegan undir- búning. Nemendur þurfa ekki að hafa stundað nám í bændaskól- um og tiltölulega litlar kröfur eru gerðar til hinna verklegu starfa. Aðalkrafan er sú, að menn hafi staðizt stúdentspróf. Þá eru enn þjóðir, sem fara þarna meðalveg, t.d. Norðmenn og Svíar. Þar þurfa nemendur að hafa verið í bændaskóla, hafa unnið verulega að sveitastörfum og þeir, sem eru ekki stúdentar, verða að ljúka sérstöku undir búningsnámi, í Noregi 1 vetur og í Svíþjóð 2 vetur. Undirbúningsmenntun hér a landi Hér á landi höfum við fram til þess tekið síðustu leið. Inntöku- skilyrðin í framhaldsdeildina á Hvanneyri eru nú gott búfræði próf með tilheyrandi „praksis“ og eins vetrar nám við menntaskóla, þar sem lögð er stund á stærð- fræði og tungumál fyrir þá, sem eru ekki stúdentar. Slík nám- skeið eiga að gera sveitapiltum auðveldara að fara í fram- haldsnámið eftir að þeir eru bún ir að vera í bændaskóla og þar fengið löngun til frekara bú- fræðináms. Piltar, sem taka bú- fræðipróf um tvítugsaldur, hafa sjaldan tækifæri til þess að geta lokið stúdentsprófi. Flestir þeirra eru því útilokaðir frá framhaids- námi í búfræði. Ég legg því til, að inntökuskilyrði fyrir búnað- arháskólanám hér á landi varði þessi: 1. Tveggja ára vinna við sveitastörf (minnst), þar af minnst % ár annars staðar en heima. 2. Búfræðipróf frá bændaskóla með góðri einkunn. 3. Stúdentspróf eða próf frá eins vetrar námskeiði við mennta skóla, enda sé miðsKólapróf fyrir hendi. Þessum inntökuskilyrðum má annars haga á hverjum tíma, svo sem hagkvæmast þykir. Það má t.d. auka kröfurnar til sveita- vinnu úr 2 árum upp í 3 eða 5. Það má setja vissa lágmarks- einkunn við búfræðipróf. Það má gera þær kröfur um menntaskóla námskeiðið, sem þurfa þykir á hverjum tíma, ef til vill fara að dæmi Svía og lengja það í 2 ár o.s.frv. Lengd háskólanáms í búfræði Veturinn 1957—58 var undir- búningsnámskeið við Mennta- skólann á Laugarvatni fyrir þá, sem ætluðu sér að hefja fram- haldsnám að Ilvanneyri haustið 1958. Var aðallega lögð stund á stærðfræði, þar sem lokið var stúdentsprófi máladeildar, svo og íslenzku, dönsku og ensku. Við þetta gátum við fellt niður kennslu í framhaldsdeildinni í stærðfræði og íslenzku, sem áður hafði verið. Jafnframt lengdum við námstímann hvorn vetur un: 4 vikur. Fyrstu búfræðikandídat arnir frá þessari námstilhögun útskrifast vorið 1959. Þeir hafa að baki sér um 8 mánaða lengra nám en áður hefur verið. í stærðfræði og islenzku höfð- um við 6 tíma á viku í fram- haldsdeildinni áður. Nú losna þeir tímar til náttúrufræði og bú fræðináms. Með hinu nýja fyrirkomulagi er námið fyrirhugað þannig: stund í fyrirlestrum og æfingum. Það er sá tími, sem við á yfir- standandi kennslutímabili höfum til umráða fyrir nemendur. í Búnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn eru sambærilegir tím ar 3351 að tölu eða 510 fleiri en hér. f Ási í Noregi eru tímarnir 3237 eða 396 fleiri en hér. Sam- kvæmt nýjustu upplýsingum frá dr. Halldóri Pálssyni er líma- fjöldinn við Háskólann í Edin- borg umreiknaður í 50 mín. kennslustundir 2916 eða 75 fleiri en á Hvanneyri. Nemendur Edin- borgarháskóla hafa að visu stú- dentsmenntun en þeim ber ekki skylda til að hafa verið í bænda- skóla. Okkar nemendur hafa ali- ir verið í bændaskóla, sumir einn vetur, aðrir 2. Sá dómur hefir verið kveðinn upp um búfræðikandidatana frá Hvanneyri, að þeir hafi yfirleitt reynzt starfi sínu vaxnir. Þegar tekið er tillit til þess, að námið hjá okkur hefur verið alveg á byrjunarstigi, að bóklega námið hefur nú verið lengt um minnst 8 mánuði og verklegar æfingar nokkuð, þá finnst mér þetta mjög góður vitnisburður. Ekki er við öðru að búast en að nemendur frá framhaldsdeildinni á Hvann- eyri í'eynist mismunandi, eins frá öllum öðrum skólum, og ekki minnst fyrir þá sök, að aðsókn að deildinni hefur verið það lítil undanfarin ár, að ekki hefur ver- ið hægt að gera neitt úrval að ráði. En einkum hefur verið að fundið, að almenn menntun kandi datanna frá okkur hafi ekki verið næg. Vil ég íúslega viðurkenna þetta. Framhaldsnám erlendis Við verðum að minnast þess íslendingar, að við erum fá- menn og fátæk þjóð. Við geturn því ekki alltaf undirbyggt menntastofnanir okkar svo sem þörf væri. Þess vegna sendum við nú verkfræðinga til annarra landa, svo að þeir þar ljúki síðari hluta náms sins. Þess vegna eig- um við enga náttúrufræðideild við Háskóla íslands, því að þeir eru svo fáir, sem það nám sækja og geta allt eins sótt það til stærri þjóða. Þetta er ekkert eins dæmi hér á landi.Norðmennsóttu lengi dýralæknamenntun sína til annarra landa, einkum Dan- merkur. Finnar senda garðyrkju- fræðinga sína til Búnaðarháskól- ans í Ási, þar ljúka þeir seinni hluta prófs. I sjálfu sér væri því ekkert við það að athuga, þótt þessi háttur væri á hafður um búfræðinámið, enda hefur svo verið á vissan hátt. Nokkrir búfræðikandídatar frá Hvanneyri hafa farið til fram haldsnáms við búnaðarháskóla í Danmörku, Noregi og Svíþóð, les ið þar viss fög, fengið í þeim próf, án þess að um gráðu væri að ræða. Af þeim 10 búfræði- kandídötum, sem útskrifuðust frá Hvanneyri s.l. vor, eru 2 þeg ar farnir til framhaldsnáms í Danmörku og Noregi og munu dvelja þar í 1%—2 ár, aðrir tveir munu á þessu ári fara í sömu er- indagerðum. Ég hef á undanförnum árum nokkuð leitað fyrir mér um það, að kandídatar frá okkur fengju leyfi til þess í nágrannalöndun- um að taka kerfisbundið fram- haldsnám, sem endaði með magi- stersprófi. Hefur þessu verið vin- samlega tekið, en að sálfsögðu þurfa þeir að uppfylla hin sömu skilyrði um undirbúning og gilda í viðkomandi landi, t.d. í Dan- mörku stúdentspróf. Þeir búfræðikandídatar, sem hafa lokið námi sínu á Hvanneyri, en á eftir leitað sérnáms hjá ná- grannaþjóðum okkar, hafa haft uðum eða þúsundum, þar sem söfn og rannsóknarstofur eru á fullkomnasta máta og beztu sér- fræðingar eru fengnir til kennslu, setur að sjálfsögðu sitt einkenni á nemandann. Og ef til vill er það stundum ekki þýðingar- minnsta atriðið í þessu efni, að slík dvöl losar menn oft við þá minnimáttarxennd, sem oft einkennir þá, sem alast upp og fá menntun sína við fátæklegar aðstæður. Ég tel þetta ákaflega mikilvægt atriði og hef ávallt reynt að hafa þau áhrif á nemendur mína í fram- haldsdeildinni á Hvanneyri að fara út að námi loknu og full- numa sig þar í vissum greinum á tilraunastöðvum og búnaðarhá- skólum. Og ég vil jafnframt láta þess getið hér, að þegar að því kemur Fyrri grein að lengja þarf búnaðarháskóla- nám hér á landi, t.d. upp í 3 vet- ur, þá mætti það gjarnan koma til athugunar, að síðasti veturinn væri tekinn við erlendan búnað- arháskóla, ekki sízt vegna þess, að þar er náminu víða skipt þannig að nemendur geta val- ið um það, hvort þeir vilja leggja megin-áherzlu á jarðrækt, búfjár rækt, verkfærafræði eða hag- fræði. Þetta ræði ég þó ekki nán- ar hér, því að ég tel það ekki tímabært eins og stendur. Búfræðinám hér íslenzkir búfræðikandídatar hafa að baki, auk almennrar menntunar, sem áður er greint frá, 3—4 vetur í búfræðinámi eft ir því hvort þeir hafa tekið bændaskólana á einum vetri eða tveimur. Auk þess verklegt nám í bændaskóla og framhaldsdeild. Þetta nám tel ég vera nægilegt, hvort sem er fyrir almenna leið- beiningastarfsemi meðal bænda eða til undirbúnings á vísindaleg um sviðum. í einstökum tilfell- um þarf þó við þetta að bæta og verður þá að gerast að kandídats námi loknu. Þeir, sem ætla sér í vísindastörf og vilja ljúka magi- sters- eða doktorsgráðu, þurfa á undan slíku námi að taka stú- dentspróf, ef þeir hafa það ekki áður og mundu þeir ljúka slíku námi á tiltölulega stuttum tima. Hinir, sem ætla í venjuleg leiðbeiningarstörf, en telja sig ekki/hafa næga reynslu í algeng- um sveitastörfum, þurfa að vinna eitt ár eða lengur hjá bændum. Þetta mundi t. d. geta hent stúd- enta úr kaupstað. Kennslan í framhaldsdeildinni er beinlínis miðuð við það að Náttúrufræði 671 fyrirlestur og 378 æfingarstundir Landbúnaðarfög 1070 — — 722 — Námsför erlendis 250 — 1741 fyrirlestur 1350 æfingar Alls verður þá kennslan 2841 kennslustund, þegar námsförin er ekki reiknuð með ella 3091. Eg mun í samanburði hér á eftir mið við fyrri töluna 2841 kennslu af því mjög mikið gagn, bæði í fræðilegum skilningi, en ekki síður óbeint. Þátttaka í námi við erlenda viðurkennda háskóla, þar sem nemendur skipta hundr námi sé lokið í bændaskóla. Ef hætt yrði við það að gera bú- fræðinám inntökuskilyrði undir búnaðarháskólanám hér á landi, eins og sumir hafa ymprað á að gera, þá þyrfti af þeim sökum að lengja háskólanámið um 1 vetur. Undirbúningsnáminu og æðra búfræðinámi má að sjálfsögðu haga svo sem tímarnir krefjast hverju sinni alveg án tillits til þess, hvar námið er staðsett. Það má gera stúdentspróf að inntöku- skilyrði í búnaðarháskóla á Hvanneyri eins og i Reykjavík, og það má lengja búfræðinámið svo mikið sem vera skal, á hvor- um staðnum sem það er tekið. Og því lengra sem námið er, þeira mun betur væri hægt að nýta sér hæfa kennslukarfta, ekki síður á Hvanneyri. Því ber ekki að neita, að kennslufyrirkomulagið á Hvann eyri er að nokkru miðað við það, að námið verði ekki allt of Kostn- aðarsamt og að ríkissjóður sjái sér fært að veita þvífé.Þessvegna er tekið inn í deildina aðeins annað hvort ár. Ef taka ætti nem endur inn á hverju ári og lengja námstímann upp í 3 vetur, þá þyrftum við að auka kennslu- kraftana þrefalt. Þá væri að sjálf sögðu enn betri aðstaða til sér- fræðiþekkingar kennaranna. Þetta væri sérstaklega hagfellt fyrir háskóla staðsettan á Hvann. eyri, en kostnaðurinn mundi að sjálfsögðu vaxa til muna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.