Morgunblaðið - 05.03.1958, Page 12

Morgunblaðið - 05.03.1958, Page 12
12, MORCUTSTtT4 ÐIÐ Miðvikudagur 5. marz 1958 reihandi Eftir EDGAR MITTEL HOLZER ÞýðiKg: Sverrir Haraidsson £ u 99 53 a lit til þess, sem þau segja við þig“. „Það geri ég heldur ekki“, Gregory. — „Og svo ætla ég aft- ur að taka það fram, að ef ein- hver er sekur í þessu máli, þá er það ég og enginn annar". „Ég skil hvað þú átt við, dreng ur minn“, sagði frænka hans 1 hálfum hljóðum. Séra Harmston brosti. „Ertu nú alveg viss um það, drengur minn?“ sagði hann. „Mabel hef- ur þó sinn eigin, sjálfstæða vilja, skyldi maður halda“. Ellen birtist í eldhúsdyrunum. Hún stanzaði og hlustaði á sam- ræðurnar. Séra Harmston leit tii hennar: „Ellen, viltu vera svo góð að hreinsa glerbrotin af gólfinu". „Já, sah. Oh, prestur. Þér ætt- uð að refsa Logan rækilega fyr- ir það sem hann gerði. Berjið hann prestur, húðstrýkið hann. Berjið hann og berjið hann og iátið hann setjast á mauraþúfu. Ég get vísað yður á stóra maura- þúfu“. „Lokaðu skítuga túlanum á þér, Ellen“, skipaði Olivia. „Ég má ekki loka honum“ nöldraði Ellen — „ég verð að tala. Logan er vondur maður. — Hann þarfnast refsingar". Séra Harmston reis seinlega á fætur. Hann gekk í kringum borð ið, til Oliviu og sló hana með fiötum lófanum þvert yfir and- litið. Svo sneri hann sér við og sló þétt-fast í hnakkarm á Ellen. Ellen hrökklaðist undan högg- inu og rak um leið upp hálf- kæft óp. Séra Harmston gekk aftur til sætis síns og veikt bros flögraði um varir hans. Ellen sóp aði glerbrotunum saman og fór út úr stofunni með þau. Þau glömruðu í höndunum á henni. Frammi í eldhúsinu rak Logan upp tröllslegan hlátur og þau heyrðu, að Ellen talaði við hann, með reiðilegri, skrækri röddu. Olivia tautaði eitthvað við sjálfa sig og augun í henni skutu gneistum. Mabel lét sem hún væri að borða, en matarlyst Gre gorys virtist ekki hafa dofnað hið minnsta. „Pabbi". „Já, Olivia?" „Þú ætlar ekki að refsa hon- um, er það?“ „Jú, ég er hræddur um að það sé óhjákvæmilegt, stúlka mín“, sagði faðir hennar. „En hann gerði það bara að gamni sínu. Hann ætlaði eigi að gera neitt illt af sér með því“. Faðir hennar svaraði ekki. „Ætlarðu að húðstrýkja hann með svipunni?“ „Haltu áfram að borða, Oli- via“. Gregory leit upp og sá að köngullóin hafði skriðið þvert yfir loftið og Var nú komin nið- ur á hinn vegginn — rétt fyrir Heilsurækfunarkerfið 99 99verið um Gerir vöxtinn Fallegan, stælt- an og brjóstin stinn. Með því að æfa kerfið verðið þér grennri, fegurri og hraustari. Kerfið þarfnast engra áhalda. Æfingatími 5 mínútur á dag. „Verið ung“ ásamt skýringar- myndum kostar aðeins 40 kr. Biðjið um kerfið strax í dag, það verður sent um hæl. Ut- anáskrift okkar er: — VERIÐ UNG pósthólf: 1115, Rvík. Zodioc ofan hilluna, þar sem klukkan stóð. Hún skreið alltaf jafnhægt. A þessarri stundu hafði hún stanzað og stóð með allar átta lappirnar útsperrtar, eins og hún hefði stirðnað af einhverri dular- fullri emtirvæntingu og gæti nú ekki haldið áfram, fyrr en eitt- hvað hefði gerzt. „Pabbi, hvað með Mabel?“ spurði Berton. — „Ætlarðu að refsa henni líka?“ „Já“, svaraði faðir hans, án þess að líta upp frá disknum sín- um. Frú Harmston andvarpaði og áhyggjusvipur kom á andlit henn ar. — „Hvernig ætlarðu að refsa henni?“ spurði Berton. „Haltu áfram að borða, Bert- on“. „Hún verðskuldar þunga refs- ingu“, tautaði Berton. Gregory sneri sér við og sá að tár runnu niður kinnar Oliviu. 7. Þegar staðið var upp frá borð- um, sagðist Garvey þurfa að æfa sig örlítið betur á Paganini, áður en hann háttaði og faðir hans kramdi sundur vindlinginn sinn og kinkaði hægt kollti. — „Á- gætt, drengur minn. Ég held að það væri prýðlilegasta hugmynd að biðja þig um að leika það ein hvern tíma í guðsþjónustunni á morgun“. Garvey varð hikandi á svip- inn: — „Ég er ekki viss um að ég gæti leikið það fyrir svo marga áheyrendur. Það er allt undir því komið, hvernig mér líður í fyrramálið“. „Þú getur það vel, ef þú reyn- ir það. Bara ef þú berð ofurlítið traust til sjálfs þín“. Séra Harm ston klappaði honum föðurlega á öxlina og gekk svo að eldhús- dyrunum. Frú Harmston, Olivia og Bert- on, sem höfðu fylgt með hverri hans hreyfingu, fóru öll á eftir honum, kona hans síðust og að því er virtist, hikandi. Frammi í eldhúsinu, sem var illa lýst með einum lampa, sat Ellen á stól, nálægt járnstónni og var að éta mat sinn af stóru pottloki. Logan sat á hækjum sínum á gólfinu, við eldhúsborð ið og át úr stórum járnpótti. — Hann leit upp og hætti við að bera matskeið, fulla af nrísgrjón um og fiski, upp að munninum, en undrunarsvipur kom á andlit hans. Hann virtist alveg grunlaus um yfirvofandi vandræði. Jafn- vel ánægjuflissið í Ellen virtist ekki hafa nein áhrif á hann. „Hefur presturinn heyrt um hneturnar, sem ég fann inni í runnanum?" sagði hann og dökku augun hans lýstu af barnslegum góðvilja, í rauðleitum bjarma olíulampans. „Já, ég hef heyrt það, Logan“, sagði séra Harmston. „Ég náði í fullan poka, séra Harmston. Presturinn verður að lána mér hamarinn sinn, svo að ég geti brotið nokkrar í sundur". „Alveg sjálfsagt, Logan. — Á morgun". „Þetta eru allt góðar hnetur, prestur“. „Hm. Sawari-hnetur, eh?“ „Já, prestur. Lítið þér bara á þær þarna í pokanum". Logan benti á pokann, sem lá inni í horninu hjá hengirúmi Ellenar. „Þér megið fá nokkrar. Eins margar og þér viljið“. „Þakka þér fyrir. Ég fæ mér nokkur stykki á morgun. Allt góðar hnetur, eh?“ „Oh, Gerald, Gerald“, hrópaði frú Harmston með grátstaf í kverkunum. „Já, Joan?“ sagði eiginmaður hennar og sneri sér að henni með svip er lýsti bæði undrun og spurn. „Hvers vegna ertu að draga þetta svona, fyrst þú ætlar hvort sem er að gera það?“ „Hm“, sagði séra Harmston. Logan leit undrandi og áhyggjufullur til húsmóður sinn- ar og virtist nú renna grun í al- vöru málsins: — „Hvað er að, frú Harmston?" „Ekkert, Logan. Alls ekkert", sagði séra Harmston brosandi. „Ég er bara að bíða eftir því, að þú ljúkir við að borða. Bara að bíða eftir því“. „Já, prestur. Ég er alveg að verða búinn. Bara tvö-þrjú hrís- grjón eftir. Vill presturinn að ég geri eitthvað?" „Nei, nei, Logan. Ég er bara að bíða eftir því að þú ljúkir við að borða. Það er allt og sumt“. „Oh, frú Harmston. Þér verðið að taka nokkrar hnetur. Eins margar og þér kærið yður um“. „Þakka þér fyrir, Logan“, muldraði frú Harmston og aug- un í henni voru rök. Svo brosti hún og sneri sér undan. Ellen rak upp rokna hlátur: — „En ertu svona heimskur, Log- an?“ hrópaði hún hlakkandi. _ „Veiztu ekki til hvers presturinn kom hingað fram? Hann kom til þess að refsa þér fyrir það, að kasta hnetum inn um borðstofu- gluggann. Presturinn ætlar að húðstrýkja þig og búa um þig á rauðri mauraþúfu". „Gerðu svo vel að þegja, Ell- en“, tautaði séra Harmston. —. „Logan, flýttu þér nú að borða“. Logan lét pottinn á gólfið og skeiðin féll úr hendinni á honum. Hann reis á fætur og nú voru augun hans full af ofboðslegri skelfingu. Munnurinn var galop- inn og varirnar titruðu. Ellen byrjaði að stynja og lík- ami hennar skalf af unaðsfullri eftirvæntingu. Olivia gaf henni illilegt hornauga. „Eruð þér reiður við mig, prest ur? Ég gerði þetta bara að gamni mínu, sah“, sagði Logan og var nú gráti nær. — „Ég ætl- aði ekki að gera neinum neitt illt með því“. „Ertu nú búinn að borða, Logan?“ sagði séra Harmston brosandi. „Já, prestur. Ég er búinn. Oh, sah, refsið mér ekki. Andinn kom mér til að kasta hnetunum og þess vegna kastaði ég þeim. — Tunglskinið var svo bjart og andanum leið svo vel og ég kast- aði hnetunum, án þess að vita af því. Bara að gamni minu, prest- ur“. „Það er alltaf hættulegt að kasta. Gamanið getur gengið of langt. Komdu nú út með mér“. „Prestur, ég segi alveg satt. Það var andinn sem kom mér I til þess“. I „Það er hægt að stjórna and- anum, Logan — ef maður vill það sjálfur. Komdu nú“. „Hvert ætlum við að fara, prestur?" Olivia kjökraði: „En, pabbi“. „Hvað, Olivia?" „Þú — oh, þú ætlar þó ekki að setja hann í hlekki? Þú getur ekki gert það. Það er að koma nótt. Mynheer myndi koma og hræða hann“. ! „Gerald, þú mátt ekki • gera það. Hann myndi deyja úr hræðslu þarna bak við skýlið. Góði, þú rnátt það elcki. Allt nema það“, sagði frú Harmston biðjandi. í Hafnarfirði 3ja herb. vönduð íbúð í steinhúsi á fallegum stað. Sanngjarnt verð og útborgun. Málfhitningsstofa Sigurður Keynir Pétnrsson, hrl., Agnar Gústafsson, hd!., Gísli G. Isleifsson, hdl. Austurstræti 14 — símar: 19478 og 22870. éiMsiisíí um neitt.Ekki er hægt að láta hann þjást Markús athugar Brún eftir fall-, ---- — ............ .. ið og kernst að því að ha.gn Þetta er í fyrsla sinn, sem ég bana annað að gera en skjóta hann. | hér og svelta til bana. [tltvarpiö Miðvikudagur 5. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna: Tón- ieikar af plötum. 18,30 Tai og tónar: Þátlur fyrir unga hlustend ur (Ingólfur Guðbrandsson náms stjóri). 18,55 Framburðarkennsla í ensku. 19.10 Þingfréttir. — Tónleikar. — 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur forn- rita: Hávarðar saga ísfirðings; II (Guðni Jónsson prófessor). — b) Sönglög við kvæði eftir Hannes Hafstein (plötur). — c) Gunnar Benediktsson rithöfund- ur flytur erindi: Yngvildur Þor- gilsdóttir. d) Rímnaþáttur í um. sjá Valdimars Lárussonar og Kjartans Hjálmarssonar. Passíu- sálmur (27). 22,20 íþróttir (Sig- urður Sigurðsson). 22,40 Dægur- lög: Alma Cogan syngur með hlómsveit Björns R. Einarssonar. 23.10 Dagskrárlok. Fimmtudagur 6. marz. Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 „Á frívaktinni“, sjómanna þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 18.30 Fornsögulestur fyrir börn (Helgi Hjörvar). 18,50 Fram- burðarkennsla i frönsku. 19,10 Þingfréttir. — Tónleikar. 20,30 Samfelld dagskrá um Sigurð Guðmundsson málara (Kristján Eldjárn þjóðminjavörður býr dagskrána til flutningsþ 21,30 Tónleikar (plötur). 21,45 íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag.). 22,10 Passíusálmur (28). 22,20 Erindi með tónleik- um: Jón Þórarinsson tónskáld talar um Arthur Honegger. — 23,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.