Morgunblaðið - 06.03.1958, Síða 1
45 árgangur.
55. tbl. — Fimmtudagur 6. marz 1958.
Prentsmiðja Morgunbl .ðsins
Bandaríkjamenn styðja Breta í
landhelgismálinu
Samþykktir sem sjóveldin
sœffa sig ekki við eru til-
gangslausar segja Bretar
Genf, 5. marz. Einkaskeyti til
Mbi. frá fréttaritara þess a
Gcnfar-ráffstcfnunni.
BAlfDARÍKIN hafa lýst því yfir,
að þau vilji aðeins þriggja mílna
landhelgi. Aðalfulltrúi þeirra,
Arthur H. Dean, sagði á fundi
hér með blaðamönnum:
„Við gerum okkur í fyrsta lagi
vonir um staðfestingu á reglum
um frelsi úthafanna, því takmark
okkar er framar öllu eins mikið
frelsi og unnt er að veita, þ. e.
a. s. að skip fái að sigla óáreitt
og veiða í friði í samræmi við
reglur, sáttmála og friðunarað-
gerðir. Bandaríkin líta svo á, að
hagsmunir allra þjóða og allra
landa verði bezt tryggðir með
því að halda fast við þriggja
mílna landhelgina. Við ætlum að
standa fast á þessu sögulega
grundvallaratriði“.
„í öðru lagi höfum við lifandi
óhuga á þeim vandamálum í
sambandi við friðun og hagnýt-
ingu á auðlindum sjávarins, sem
liggja fyrir þessari ráðstefnu.
Fiskur er einhver bezta og ódýr-
asta fæðutegund veraldar. Við
lítum svo á, að ekkert, sem gert
er á ráðstefnunni, megi draga úr
framleiðslu þessarar fæðutegund-
ar eða auka kostnaðinn við
hana“.
„Með nánu samstarfi getum við
verið öruggir um að vandamálin
í sambandi við friðun fiskimiða
má leysa, bæði með sáttmálurr.
margra ríkja og eins með sér-
stökum samningum tveggja eða
fleiri ríkja. Okkur finnst að sama
regla ætti að gilda um fiskveiðar
og um siglingar yfirleitt, þ. e
a. s. sem allri minnst bönn en
nauðsynlegt tillit til friðunar
ákveðinna svæða. Algert frelsi á
úthöfunum er mjög mikilvægt
engu síður en heimild herskipa
til að sigla með löndum eða flug
véla til að fljúga yfir lönd. Það
væri rangt að víkka landhelgina
í því skyni að vernda fiskimiðin
eða uppeldisstöðvarnar, því það
mundi hafa í för með sér pa
hættu, að flutningskostnaður á
vörum með skipum hækkaði.
Siglingar yfirleitt og öryggi á
höfum úti mundi verða miklum
vandkvæðum bundið“.
Bretar og Bandaríkjamenn
hafa þannig tekið ákveðna af-
stöðu. En í dag og í gær hata
Perú, Brazilía og Saudi-Arabía
mælt með verulegri víkkun lana-
helginnar eða allt að 12 mílum
og borið fram landgrunnskröfur.
Augljóst er að mikið ber á milli,
en talið er, að ríkin sem vilja
3 mílur, séu í minnihluta.
Bretar liarðir í horn að taka
Bretar halda fast við þriggja
mílna regluna, segja að stækkun
sé óþörf þar sem koma 'mégi á
nægilegri vernd íiskimiða með
alþjóðasamningum þrátt fyri'
reynslu íslendinga. Aðalfulltrúi
Breta, Sir Reginald-Manningham
Buller ríkissaksóknari sagði í
ræðu í landhelgisnefndinni í
morgun:
„Að skilningi okkar verður
þriggja mílna reglan einasta
mögulega leiðin. Hvað sem að
henni mó finna, er hún ekki að-
eins sú sögulega regla, sem fyig;
hefur verið af fjöldamörgum ríkj-
um í langan tíma, heldur er hún
líka eina reglan sem fengið hefur
mjög almennt samþykki, og ver-
ið framfylgt".
Nokkru seinna sagði hann: „En
enginn sem lítur á staðreyndirr -
ar hlutlausum augum getur raun-
verulega efazt um, að hafi önni r
regla en þriggja mílna reglan
hlotið fylgi ýmissa aðila á ýms-
um tímum, þá var um að ræða
frávik frá ríkjandi reglum, oe á
sama hátt þegar einstök ríki gefa
yfirlýsingar um víkkun land-
helginnar þá eru þær einfaldlega
þetta sama. Þær eru einungis
útf ærsla ákveðinna takmarka
sem er frávik frá ríkjandi regi-
um, og þær hafa í sjálfu sér
ekkert gildi gagnvart öðru ríki,
sem ákveður að virða þær ekki“.
Um einkarétt til fiskimiða
Varðandi kröfur íslendinga og
annarra fiskiveiðiþjóða um einka
rétt til fiskveiða á ákveðnum
svæðum sagði hann: „Ég held að
vandamálið sé verndun fiskimið-
anna. Því betri sem fiskimiðin
eru þeim mun minni eru mögu
leikarnir ó deilum um fiskveiða-
réttindi, því þá hugsa allir um
að veiða sem mest. Einkaréttur
til fiskveiða eða víkkun landhe1g
innar eru ekki líkleg til að stuðla
að verndun fiskimiðanna. Ef fisk
Framh. á bls. 19.
Milovan Djilas, hinn gamli vinur
og baráttufélagi Títós, sem var
varaforseti .Túgóslavíu, en situr
nú í fangelsi fyrir árásir sínar á
„hina nýju stétt“. Hann fékk 7
<3>ára fangeisi fyrir samnefnda bók.g^
Eisenhower
styður Dulles
★ WASHINGTON, 5. marz —
Eisenhower Bandaríkjaforseti
sagði á fundi sínum við blaða-
menn í dag, að Rússar væru fúsir
að gangast inn á að ráðstefna
æðstu manna ýmissa ríkja yrði
haldin í Bandaríkunum ef Banda-
ríkjamenn æsktu þess. Eisen-
hower lýsti yfir fullum stuðningi
við ummæli Dullesar utanríkis-
ráðherra á þriðjudaginn, þegar
hann vísaði á bug skilyrðum þeim
sem Rússar settu fyrir ráðstefn-
unni. Eisenhower kvað Banda-
ríkin hins vegar aldrei mundu
loka dyrunum fyrir raunhæfum
tillögum um lausn á alþjóða-
vandamálum.
Tító rœðst á nýju stéttina
Fréttir i stuttu máli
★ DAMASKUS, 5. marz — Nass
er einræðisherra sagði í ræðu í
Damaskus í dag, að Abdel Hamid
Serraj, yfirmanni upplýsinga
deildar sýrlenzka hersins hefði
verið boðin upphæð sem nemur
um 100 milljinum íslenzkra kr.
til að koma í veg fyrir sam-
einingu Egyptalands og Sýrlands.
Nasser gaf í skyn að Saudi-Ara-
bía stæði bak við samsærið, en
peningaávísanirnar voru þaðan
og stílaðar á banka í Damaskus.
Serraj tók við fjárhæðinni og
verður hún notuð í þágu hins
nýja sambandslýiðveldis, sagði
Nasser.
★ París, 5. marz. — í kvöld
veitti franska stjórnin Gaillard
forsætisráðherra heimild til að
biðja um traustsyfirlýsingu í
þinginu í sambandi við tvö um-
deild mál: endurskoðun stjórnar-
skrárinnar og málamiðlun um út
gjöld til landvarna. í síðara til-
fellinu verður rætt um 76.5
milljarða franka aukningu á
kostnaðinum við stríðið í Alsír.
Sakar flokksbroddana um brask, óhóf
og misbeitingu valds
BELGRAD, 5. marz — Fram-
kvæmdaráð júgóslavneska komm
únistaflokksins undir forsæti
Títós marskálks hefur ráðizt
harkalega á yfirstétt landsins,
„skriffinnana" og verksmiðju-
stjórana. Fyrir helgina birti
aðalmálgagn flokltsins, „Komm-
unist“, ályktun framkvæmda-
ráðsins og miðstjórnarinnar, þar
sem yfirstéttin er sökuð um að
Iifa lúxuslífi á kostnað verka-
manna og þar sem boðaðar eru
róttækar aðgerðir til aff skerpa
flokksagann.
Ýmsir kaflar í ályktun flokks-
ins minna á bók hins júgóslavn-
eska kommúnistaforingja, Milov-
ans Djilasar, sem nú situr í
fangelsi fyrir skrif sín. Ályktun-
in felur í sér árás á marga þá
hluti sem Djilas gagnrýndi harð-
ast, en hún ræðst líka gegn þeim
sem „gera árásir á grundvallar-
árangur hinnar sósíalísku þró-
unar“.
Skaðleg afstaða
í yfiriýsingu flokksleiðtog-
anna segir, að flokkurinn muni
ekki lengur þola „neikvæða og
skaðlega afstöðu", sem sé út-
breidd meðal embættismanna
flokksins. Flokkurinn fordæmir
„alvarlega óreglu" í launagreiðsl-
um, tíðar utanlandsreisur verk-
smiðjustjóra og notkun banda-
rískra og annarra erlendra lúxus-
bíla í einkaþágu. Ennfremur eru
sumir embættismenn flokksins
sakaðir um lýðskrum og henti-
stefnu.
„Skjólstæðinga-kerfi“ afhjúpað
„Kommunist" skýrir frá því að
flokksstjórnin hafi afhjúpað eins
konar „skjólstæðinga-kerfi“ þar
sem iðnaðarleiðtogar og embættis
menn veita stöður, íbúðir, eftir-
laun og önnur hlunnindi eftir
eigin geðþótta. Sumir af framá-
mönnum iðnaðarins eru sagðir
Framh. á bls. 18.
Úrslit dönsku kosninganna:
Vinstri flokkarnir og
stjórnin missa fylgi
KAUPMANNAHÖFN, 5.
marz. — í dönsku bæjar-
stjórnarkosningunum í gær
urðu úrslit þau, að sósíaldemó
Annar bandarískur gervimáni á lofti?
CAPE CANAVERAL, 5. marz.
— Annar gervimáni Banda-
ríkjanna fór út í geiminn í
kvöld. — Var honum skotið
frá tilraunastöð hersins
í Florida með Júpíter-
eldflaug. Ekki var vitað með
vissu í kvöld, hvort gervimán-
inn væri kominn á sína réttu
braut kringum jörðina.
Eldflaugin var í fjórum pört-
um eða „tröppum". í byrjun fór
hún sér hægt en smájók hrað-
ann, og eftir 30 sekúndur hvarf
hún í skýjum um 5000 fet frá
jörðinni. Dynurinn í vélum flaug
arinnar heyrðist eftir að hún
hvarf. Utvarpsmerki frá tækjun-
um í eldflauginni gáfu til kynna,
að allt hefði gengið að óskum
með för mánans út í geiminn.
á lofti 33 daga
Gervimáninn, sem er byggður
inn í odd eldflaugarinnar, vegur
um 15 kíló, þ. e. a. s. hann er
nokkru þyngri en fyrri gervi-
máni Bandaríkjamanna sem send
ur var út í geiminn fyrir 33 dög-
um. Sá hlaut nafnið „Alfa“, en
þessi er kallaður „Beta“, þ. e.
eftir fyrstu stöfunum í gríska
stafrófinu.
„Beta“ hefur innanborðs ýmis
tæki, meðal þeirra lítið segul-
bands-upptökutæki, sem vísinda-
menn vonast til að nemi og sendi
til jarðarinnar ýmsar vísindaleg-
ar upplýsingar.
„Alfa“, sem hefur viðurnefnið
„Explorer" (könnuður) hefur
eins og áður segir þegar verið
á lofti 33 daga og farið með um
það bil 28.000 kílómetra hraða á
kluklcustund. Hann fer krigum
jörðina í sporbaug og fjarlægð
hans frá henni er breytileg, allt
frá 290 kílómetrum upp í 2.800
kílómetra. í honum eru tvö út-
varpssenditæki sem eru í sam-
bandi við önnur tæki, er mæla
hita og geimgeislun.
Áætlað var að fyrsta „trappa"
síðari eldflaugarinnar félli til
jarðar, þegar hún væri komin í
65—80 kílómetra hæð. Eftir
rúma 300 kílómetra átti hún að
breyta um stefnu og fljúga lá-
rétt, og eftir því sem hinar
„tröppurnar“ féllu af henni átti
hraðinn að aukast upp í rúma
28.000 kílómetra á klukkustund,
en sá hraða er nauðsynlegur til
að koma gervimánanum á rétta
braut.
Tæki sem nefnt er „Geiger-
Miiller-teljarinn“ mælir geim-
geislunina og síffan eru þessar
upplýsingar sendar til jarðar af
tveim litlum útvarpssenditækj-
um. Öflugra tækið sendir á tíðn-
inni 108 megacycles með
60 milliwatta styrkleika. Búizt
er við að tækið endist tvær til
þrjár vikur. Hitt tækið sendir á
tíðninni 108,03 Mc/s með 10 kíló-
watta styrkleika.
Seint í kvöld um fjórum tím-
um eftir að gervimánanum hafði
verið skotið á loft, var enn ekki
vitað hvort hann væri kominn á
braut sína umhverfis jörðina.
Hafði þá ekkert heyrzt til hans
lengi.
kratar fengu alls 663 fulltrúa
kosna og misstu 30 frá síðasta
kjörtímabili, róttæki flokkur-
inn fékk 50 fulltrúa og missti
9, íhaldsmenn fengu 275 og
unnu 13 nýja fulltrúa, vinstri
flokkurinn fékk 208 og vann
38 ný sæti, réttarsambandið
fékk 10 og bætti 6 við sig, ný-
myndaður sósíalistaflokkur
fékk 2 fulltrúa, kommúnistar
fengu 15 og misstu 1, sameig-
inlegir listar borgara fengu
138 og misstu 3, þýzki flokk-
urinn fékk 17 og missti 4, aðr-
ir listar fengu 16 og bættu við
sig 4.
Fulltrúatalan er heldur hærri
í ár en í kosningunum 1954. —
Sósíaldemókratar héldu meiri-
hluta sínum í Kaupmannahöfn,
en misstu 3 fulltrúa. Flokkurinn
missti bæjarstjóra í 10 kaup-
stöðum, en fékk nýja bæjarstjóra
í 5 kaupstöðum. Hansen forsætis-
ráðherra lét svo ummælt, að
breytingarnar væru ekki svo
miklar, að þær hefðu áhrif á
stjórnmálaástandið. „Berlingur“
segir hins vegar í dag, að í raun-
inni hafi ríkisstjórnin tapað
kosningunum. Aksel Möller for-
ingi íhaldsmanna sagði, að úrslit
kosninganna væru alvarleg að-
vörun til ríkisstjórnarinnar.
Frh á bis. 19.