Morgunblaðið - 06.03.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.03.1958, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtúdagur G. marz 195£ trtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík, Framkvæindastjón: bigfus Jónsson. Aðalntstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmunasson. Lesbók: Arni Öla, simi 33045 Auglysmgar: Arni Garðar Knstmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. UTAN UR HEIMI Nýjasti „framfíðarhíilinn" er hjólalaus og getur „ekið" yfir lúð og lög Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjala kr. 30.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 1.50 eintakið. HRAKNINGAR EYSTEINS r AÞEIM árum, þegar Ey- steinn Jónsson naut stuðnings og handleiðsiu Sjálfstæðismanna í fjármála- stjórn ríkisins, tókst að halda ríkisbúskapnum hallalausum. — Framsóknarmenn hældust af þessu tilefni mjög yfir snilligáfu Eysteins, en Sjálfstæðismenn bentu á, að hollusta þeirra í sam starfi réði úrslitum. Nú hefur reynslan skorið hér úr, svo að ekki verður um dei’.t. Jafnskjótt og Sjálfstæðismenn fóru úr ríkisstjórn og slepptu höndum af Eysteini réði hann ekki við neitt. Er jafnvel svo að sjá sem sú seigla, er honum áður var gefin, sé nú úr sögunni. Dóm- ur Hermanns Jónassonar um skaplyndi Eysteins hefur enn sannazt: Eysteinn bognar ekki. hann brotnar. Óstjórnin keyrir nú svo úr hófi, að hvarvetna verður undrunar vart. Ráðleysið gengur langt fram af flokksbræðrum Eysteins og samstarfsmönnum, jafr.vel þeim, er sízt hafa verið kenr.dir við ábyrgðartilfinningu í störí- um. ★ Áður en Lúðvík Jósefsson hvarf af landi brott á landhelgis- ráðstefnuna suður í Sviss, skrif- aði hann tvær greinar um efna- hagsmálin í Þjóðviljann. Þar seg- ir sjávarútvegsmálaráðherra, að auk ca 25 millj. kr. í útflutn- ingssjóð virðist það „óhjákvæmi- legt að afla ríkissjóði aukinna tekna, sem nema 65 milljónurr. króna“. Þessu til frekari skýringar seg- ir Lúðvík: „Þessi þörf til hækkaðra tekna stafar ekki nema að litlu leyti af auknum ríkisútgjöldum vegna hækkandi verðlags, eða vegr.a aukinnar niðurgreiðslu. Aukin tekjuþörf ríkisins stafar fyrst og fremst af hækkandi útgjöldum almennt vegna lagasetninga und-, anfarandi ára og vegna þess, að Alþingi hefur ákveðið að verja sihækkandi fjárhæðum til ýir,- issa framkvæmda í landinu. Sarp- komulag hefur hins vegar ekki tekizt um lækkun á útgjöldum ríkisins, eða niðurskurð svo neinu nemi“. Auðvitað fer því fjarri, að Lúðvík Jósefsson segi hér allan sannleikann. Á rangfærslur 1 .ns hefur áður verið bent hér í blað- inu. En ekki verður um villzt hvert hann beinir skeyti sínu. Það er fjármálaráðherrann, sem hann sakar um tekjuhalla ríkis sjóðs. Lúðvík kennir úrræða- leysi Eysteins, m. a. skorti han.s á sparnaðarvilja, hvernig komið er. Óumdeilanlegt er og, að þott Lúðvík geri minna úr tekjuhail- anum en rétt er og reki ranglega orsakir hans, þá ber fjármála- ráðherrann, Eysteinn Jónsson, fyrst og fremst ábyrgð á því, að ekkert skuli gert til bóta. ★ Svo er og að sjá sem Fram- sóknarmenn hafi ekkert að at- huga við þessa túlkun Lúðvíks Jósefssonar. Tíminn hefur eng- um athugasemdum hreyft við hana, og miðstjórn Framsóknar- flokksins lýsti því á aðalfundi sínum, að hún telji „fyllstu nauð ■ syn bera til að haldið verði á- fram því samstarfi, er hófst með myndun núverandi ríkisstjórn- ar“, þ. e. við Lúðvík Jósefsson og félaga hans. Miðstjórn Framsóknar tekur og undir gagnrýnina á fjármála- stjórn Eysteins Jónssonar. í ályktun hennar segir: „Verð á neyzluvörum hefur orðið að greiða niður með ríkis- fé í stærri stíl en áður------- en hins vegar hefur ekki komið tilsvarandi tekjuöflun til ríkisins á móti. Verulegur greiðsluhalli á ríkisbúskapnum hefur orðið síð- astliðið ár og allmikið skortir á að tekjur útflutningssjóðs hafi hrokkið til uppbótanna." Síðar segir: „Miðstjórnin leggur áherzlu á að slíkt niðurgreiðslu- og upp- bótarkerfi, sem hér hefur verið búið við, er því aðeins fram- kvæmanlegt, að samkomulag getr tekizt um að afla þess fjár, sem til þess þarf.“ Síðan eru raktir gallar þessa fjárhagskerfis, og lýkur þeirri upptalningu svo: „Miðstjórnin telur því nauð- synlegt að leitað verði annarra úrræða í þessum efnum“. ★ ' Þó að nú sé komið fram í marz- mánuð og viðurkenndur sé haili bæði á ríkisbúskap og útflutnings sjóði, jafnvel á síðasta ári, hvað þá á þessu, þá er þarna viður- kennt, að enn sé ekki búið að afla þess fjár, sem þarf, enda áður berum orðum sagt: „Að óbreyttu eru því framund- an óleyst stórfelld ný fjáröflun- arvandamál". Tekjuöflunarleiðirnar eða önn- ur úrræði í þeirra stað eru þó að dómi miðstjórnar Framsókn- ar ekki auðfundnari en svo. að tekið er fram, að „nauðsynlegt" sé að „leita" þeirra! Eftir lVa árs stjórnarvist eða rúmlega það. er þó „leit_in“ að nýju „úrræðu.n- um“ rétt að byrja, ef hún er p.'; hafin. Til leiðbeiningar er þess þó áður getið, að ekki sé „hægt að búast við“ jafnmiklu erlendu lánsfé „á næstunni" eins og feng- izt hafi undanfarið á valdatima stjórnarinnar. En á þessum tíma hafa erlendar skuldir verið aukn- ar um 386 milljónir, auk þess sem aðstaðan út á við versnaði á síðasta ári um 230 milljónir fyrir utan hina föstu skuldaaukningu. Bragð er að pá barnið finnur. Víst er illa komið, þegar mið- stjórn Framsóknarflokksins gefur slika lýsingu á fjármálastjórn Eysteins Jónssonar eins og fram kemur í samþykkt hennar. Og skyldi Framsóknarnersingin ekki hafa orðið hávær um rógskeyti, ef Sjálfstæðismenn hefðu a þenn- an veg sagt frá því, hvernig koin- ið er, og lyst hinu algera úrræöa- leysi stjóinarherranna? En hrellingum Eysteins Jóns- sonar var ekki þar meo lokið. Tveimur dógum eftir lok mið- stjornarxunaarins oauo biaosijorn armaour 'nmans, Vilhjálmur Por. isysteini ásamt ýmsum öðrum fyrirmonnum að borða. þar venti hann Eysteini ekki mattrið heldur lét réttunum fylgja ýms- ar leiðbeiningar, að vísu viliandi á köflum en þó með nokkrum sannleikskornum, eíns og þess- um: „Það er nauðsynlegt að aft- ur verði upp tekinn hallalaus rík- isrekstur-------- Það stendur á sama, hvar Ey- steinn kemur. Alls staðar lætur sami söngurinn í eyrum hans. HUGVITSMAÐUR einn í bíla- borginni Detroit í Bandaríkjun- um kvaddi ekki alls fyrir löngu 100 aðra hugvitsmenn til fundar við sig til þess að sýna þeim nýjasta smíðisgrip sinn — „fram- tíðarbilinn“. Framtíðarbílarnir eru orðnir margir, því að á hverju ári eru fjölmargir smíðað ir, enda þótt. fæstir þeirra komi nokkru sinni á markaðinn. Fó;k er yfirleitt mjög áhugasamt um bíla — og ekki minnkar áhuginn, þegar um „framtíðarbíla“ er að ræða. ÁKVEÐIN HÆÐARTAKMÖRK Og þessi bíll, sem að framan getur, er enginn venjulegur „framtíðarbill", því að hann er hjólalaus — fyrsti hjólalausi bill- inn, segir smíðameistarinn Reyn- olds og við drögum það ekki í efa. því að hingað til hafa bílar venð taldir geta komizt af með alit fremur en hjólin. En hugvitsmaðurinn Reynolds er ekki af baki dottinn — bíllinn hans er eins konar fljúgandi disk ur, sem undir venjulegum kring umstæðum á að aka í eins metra hæð. Hins vegar á að verða hægt að aka í öllum „aksturshæðum“ — en til þess að aðgreina bílana frá flugvélunum yrði að setja „framtíðarbílrium" ákveðin hæð- artakmörk. HÁLFGERÐUR ÞRÝSTILOFTSBÍLL Reynolds hefur smíðað líkan af bílnum — í fullri stærð. Hann er einnig búinn að fuligera allar teikningar — og bíllinn er sem sé fullbúinn frá meistarans hönd- um. Sennilega kemst þó ekki frekari skriður á málið íyrst um sinn, því að margs konar erfið- leikar verða við notkun þessa nýja farartækis — fyrst og fremst hvað umferðarmálum viðkemur. ( í höfuðatriðum er „framtíðar- bíllinn" þannig úr garði gerður, að hann er knúinn svoneíndum „túrbinuhreýfli", sem vinnur á sama háttog þrýstiloftshreyfillinn — og blæs loftinu beint niður úr bílnum. Á þann hátt lyftist hann frá jörðu — og með loft- straumnum er hægt að stjórna ferð bílsins að öllu leyti — jafn- vel hemla. ekki hægt að DRAGA HANN í GANG Þessum bíl verður hægt að „aka“ yfir fjöll og firnindi yfir láð og lög. Hugvitsmaðurinn tók það meira segja fram, að hægt væri að „aka“ bílnum yfir Atlants hafið svo fremi að hann geti bor ið eldsneyti til fararinnar, en óheppilegt yrði að verða elds- neytislaus úti yfir miðju hafinu. Þá er það annað, sem finna mætti að þessu framtíðar-farartæki, að ekki verður hægt að draga það í gang, þegar rnikið liggur við. SÁ FJÓRHJÓLAÐI ER EKKI ÚR SÖGUNNI Þá sagði Reynolds, að ekki væri óhugsandi, að takast mætti að gera bílinn sjálfstýrðan — og láta hann „aka“ eftir radio-geislum. Jafnframt yrði á þann hátt hægt að takmarka hraðann og tryggja, að ekki yrði „ekið“ hraðar en lög leyföu. Sagði hann, að næsta skrefið yrði að finna upp slíkt stjórntæki — og síðar yrði ratsjá komið fyrir í bílnum. Þá yrði hægt að stemma stigu fyrir siysa hæltunni i umferðinni. En ekiti sagði Reynolds að „bíllinn" hans mundi ryðja þeim gamla fjor- hjólaða úr vegi. Hann taldi lík- legast, að hjólabílar yrðu enn um sinn taldir hentugir til aksturs í borgum, húsmæðurnar mundu kósa að skreppa í verzlanir á þeim fjórhjóluðu, en ef þær ætl- uðu að bregða sér milli borga, eða jafnvel lengra — þá yrði sá hjólalausi talinn hentugri og iett ari í vöfum. Þessir tveir bandarísku flugmenn, Walker (t. v.) og Kincheloe, eru um þessar mundir að gera margs konar tilraunir með raketlu-flugvélinni X-15, sem er á miðri myndinni. Búizt er við því að prófunum þessum verði lokið að ári — og þá mun Walker fá það hlutverk að fljúga flugvél- inni út úr gufuhvolfi jarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.