Morgunblaðið - 06.03.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.03.1958, Blaðsíða 11
Fimmtudaerur G. marz 1958 MORCllNBLAÐÍÐ u Karl Strand skrifar: LUNDÚNABRÉF 3g þótt hann bæri ekki gæfu til >ess að hljóta forsætisraðherra- :töðu þá sem ýmsir töldu að hon um bæri er Maemillan tók við af Eden, þá hefir það komið í ljós að ráð hans eru notadrýgri inn- an flokksins en flestra annarra hefir hann drjúgum styrkt tengsl in milli samveldislandanna og heimalandsins. í svo sundurleitu ríkjasambandi sem brezka sam- veldið er hefir persónusamband forsætisráðherrans við ráða- menn samveldislandanna mjög ÞEGAR líður að febrúarlokum, í Suður-Englandi, er venjulegast óhætt að byrja að telja dagana til vorsins. Fjarri fer því, að vísu, að öRum kuldunum sé lokið, marz, og jafnvel apríl geta verið næðingasamir og rakir, og fann- koma í þessum mánuðum er ekk- ert einsdæmi. Hins vegar er sjald an um langvarandi óveður að ræða, og hvenær sem er geta komið dagar með sólskini og blíðu og jafnvel hita. Sá ve+ur, sem senn er að kveðja, hefir ver- ið fremur mildui', snjór hefir að vísu fallið einkum í norðurhéruð unum, við og við svo umferð hefir teppzt, en sunnan Lundúna hefir aðeins verið um fáa slika daga að ræða. Stöku dagar nú í febrúar hafa verið sólhýrir og mildir, og um miðjan mánuðinn var hærri hiti en kcmið hefir í febrúar síðastliðin 15 ár. Flestum þeim er til Lundúna koma, frá íslandi, fmnst kalt á vetrum, engu síður en heima. Loftrakinn gerir kuldann bitran, einkum þeim, sem vanir eru þurru frosti norðlenzkra daia. Gerð húsa og hitun þeirra er yfir leitt mun betri á íslandi. Mið- stöðvarhitun í íbúðarhúsum er enn furðu sjaldgæf í London og nágrenni, jafnvel þeir, sem viður- kenna galla arineldsins eiga erfitt með að afneita honura til fuhs vegna fornrar heimilisvenju. Hin ir, sem aldrei hafa við eld setið, eiga bágt með að skilja þá töfra og þau táknrænu áhrif, sem búa í þessum frumstæða hlekk við höfuðskepnurnar. Nýtízku námurekstUr Ein afleiðing þessa milda vetr- ar er sú, að í fyrsta sinni urn mai'gra ára skeið hafa kolabirgð- ir saínazt fyrir í landinu svo talið er að til séu í námugeymslunum um átta og hálf milljón smá- lesta óseldra kola. Stingur það allmjög í stúf við fyrri ár, þegar birgðir hafa tæmzt þegar á leið vetur. í fyi-sta skipti síðan fyrir heimsstyi'jöldina síðari hefir eft- irspurn eftir kolanámumönnum fallið svo að stjórn námanna ræður nú enga nýja starfsmenn, nema verklærða einstaklinga og unga menn á tvítugsaldri. Tvö önnur atriði koma hér einnig til greina. Æ fleiri námur eru nú reknar með nýtízku tækjum sem spara mannsliðið og síðast en ekki sízt; kolaverð hefir hækkað jafnt og þétt, svo verð hverrar smálestar er nú um tíu sterlings- pund smálestin til notenda. Opnu heimiliseldarnir, sem nýta naum así meira en 15—20% hitamagns k na eru því orðnir dýr mun- aður, og almenningur hefir neyðzt til þess að spara við sig kolanotkun til hins ýtrasta. Allmög hefir borið á því und- anfarin ár að kolanámumenn, einkum í ákveðnum héruðum, mættu illa til vinnu og þar sem hörgull hefir verið á mönnum til þessa hefir verið erfitt að ráða við slíkt. Hefir þetta vakið all- mikia óánægju, ekki sízt meðal þeirra, sem dyggilega hafa stundað störf sín og hafa námu- mannasamböndin sjálf jafnvel talað um að koma á fót nokkurs konar félagsdómstólum til þess að refsa skrópurunum og hreinsa námumannastéttina af því óorði, sem þeir valda. Fæstar stéttir verkamanna hér í landi hafa fengið jafnmiklar kjarabætur og námumenn, og leiðandi mónnum stéttarinnar er það brýnt áhuga- mál að tilefni gefizt ekki til þess að þau kjör verði rýrð á ný. Aukakosningin í Rochdale Af þeim atburðum, sem gerzt hafa hér síðastliðnar vikur hefir aukakosningin í Rochdale vakið mesta athygli og umtal. Ber þar margt til. Þetta voru fyrstu kosn ingar landsins þar sem allir fram bjóðendur fengu tækifæri til þess að koma fram í sjónvarpi áður en kosning fór fram. Kjörsókn var mikil, um 80%, sem er meira en venjulegt er þegar um aukakosn- ingar er að ræða. Bersýnilegt var að margt fólk, sem annars lætur sig stjórnmál iitlu skipta fylgdist nú með af athygli, þar sem það átti kost á því að sjá frambjóð- endurna heima í stofu sinni. Nú er það svo, að framkoma í sjón- varpi er all-vandasöm, mörgum, sem annars er létt um að flytja mál sitt fyrir lifandi áheyrend- um vefst tunga um tönn, þegar ávarpa skal dauðan hljóðnema og kvikmyndavél. Hreyfingar og viðbrögð, sem enga verulega at- hygli vekja á venjulegum ræðu- palli geta orðið hjákátiegar og klaufalegar í sjónvarpi ef svo vill verkast. Af þeirri tilraun, sein gerð var að þessu sinni er aug- ljóst, að framvegis verða fram- bjóðendur að taka fullt tillit til þessarar nýju kynningaraðferðar, ef gjaldgengir eiga að teljast í framboði. í ofangreindum kosningum bauð Frjálslyndi flokkurinn fram þingmannsefni, Ludovic Kenn- 1 edy, sem er alþekktur sjón- varpsmaður. Stóð hann því sér- staklega vel að vígi, enda kom það greinilega í ljós. að hinum frambjóðendum ólöstuðum, hversu reynsla hans kom honum í góðar þarfir. Hann var neimilis maður á stað þar sem keppinaut- ar hans voru gestir. Eins og kunn ugt er bar frambjóðandi Verka- lýðsflokksins sigur úr býtum, frambjóðandi Fi'jálslynda flokks ins var annar en íhaldsfiokkur- inn, sem vann þingsætið viþ síð- ustu aðalkosningar tapaði veru- legu atkvæðamagni, einKum yfxr til Fi’jálslynda flokksins. Komu ekki á óvart Ekki verður sagt að þessi úr- slit kæmu mönnum beinlínis á óvart. í þeim aukakosningum, sem farið hafa fram á yíirstand- andi kjörtímabili heíir íhalds- flokkurinn tapað atkvæðum bæði til Verkalýðsilokksins og Frjais- lynda flokksins, en þó haidið þing sætum sinum nema einu, sem Vei'Kalýðsflokkurinn vann í fe- bruar 1957, mánuði eftir að Har- old Macmillan varð forsærisrað- herra. Það var fyrsta sætið sem nokkur stjórn heiir tapað til and- stæöinganna í auKakosningum síöan stríðinu lauk. Margar ástæour mætti rekja til þess að fylgi stjornarinnar hefir farið dvínandi á síðastliðn- um mánuðum. Hækkun banka- vaxta og aðrar aðgerðir sem stefnt haia að þvi að efia gengi sterlingspundsins og halda verð- bólgunni í skefjum hafa skapað henni talsverða andstöðu innan ákveðinna stétta. Niðurskurður á kostnaði við her og flota er önnur ástæða, því þótt allur al- menningur sjái réttmæti þoirrar stefnu hljóta slíkar aðgerðir ætíð að koma hart niður á allmiklum fjölda manna. Afnám húsaleigu- laganna á siðastliðnu ári, sem var í því fólgið. að mikill hluti þess fólks, sem áður bjó við vernduð leigukjör á nú á hættu að verða sagt upp húsnæði og greiða hærri leigu, mun þó hafa sigið þyngst á vogarskálina. Finna má rök- semdir með og móti þeim ráð- stöfunum, en lítill vafi er á því að með haustinu, þegar uppsagn ir húsnæðis geta komið til fram- kvæmda munu margir, einkum eldra og fátækara fólk eiga úr vöndu að ráða að afla sér hús- næðis. Frálslyndir vinna á Það sem einkum vekur athygli við undanfarnar aukakosningar víðs vegar um landið, er aukið fylgi Frjálslynda flokksins. í mörg ár hefir flokki þessum ver- ið spáð áframhaldandi hnignun og dauðá, og óneitanlega hefir gengi hans verið mjög lágt. Á hinn bógin hafa stöðugt fylgt hon um að málum menn, sem að vísu eru ekki stórar stjörnur á himm stjórnmálanna, en eigi að síður mætir menn á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Síðustu 2—3 árm, einkum ettir að núverandi for- ingi, Jo Grimond tók við forystu flokksins hefir fylgi hans vaxið jafnt og þétt. Blað flokksins, News Chronicle, er vel ritað og hófsamlega og hefir á að skipa nokkrum ágætum blaðamönnum, svo sem Ritchie Calder, sem skrifar einkum um fræðileg efni og James Camerón, sem e.t.v. er einhver glöggskyggnasti og djarf asti blaðamaður Fleet Street, þeirra er um alþjóðamál skrifa. Ennfremur hefir blaðið oft verið opinn vettvangur fyrir skoðanir fjölda manna, sem að vísu fylgja ekki endilega Frjálslynda flokkn um að málum, en hafa fram að færa persónulegar og athyglis- verðar skoðanir á vandamáium samtíðarinnar. Kom þetta sér- staklega fram í umræðum um Súezárásina forðum, og nú síð- ar í þeim mörgu og miklu skrif- um er birzt hafa um kjarnorku- málin og þá hættu, sem mannkyn inu er búin af vígbúnaðarkapp- hlaupinu. Margt yngra fólk. sem hlotið hefir nokkra menntun hef- ir hneigzt að stefnu flokksins vegna starfsemi News Chronicle. Stóru flokkarnir setja niður Á hinn bóginn verður þess ekki dulizt, að báðir aðalflokk- arnir, íhaldsflokkurinn og Verka lýðsflokkurinn hafa nokkuð sett niður í áliti almennings, einkum þeirra sem telja má til millistétt- ar. Algengt er að heyra þær stað hæfingar að síðan stríðinu lauk hafi báðir þessir flokkar fengið tækifæri til þess að spreytá sig á dýrtíðarvandamálunum og báð um hafi mistekizt. Verður því ekki neitað að slíkt heggur sann- leikanum nærri. Vígorð íhalds- flokksins fyrir síðustu kosningar, að gera einstaklinginn frjálsan hefir ekki birzt í veruleikanum á þann hátt, sem búizt var við af tryggum fylgismönnum f lokks ins. Þær deilur, sem staðið hafa innan innsta hrings flokksins sjálfs, einkum um framkvæmd þjóðnýttra fyrirtækja og ríkis- rekstrar, t.d. í heilbrigðismálum, sýna það gjörla að ákveðinn hluti flokksins telur ekki fært að hrófla til verulegra muna við því skipulagi sem þegar er ríkjandi. Ber þar vitanlega að mxnnast þess hve hættulegt væri að fara út á þá braut að gjörbreyta rekstrarskiplagi stórfelldra þjóð- stofnana hvenær sem skipti um stjórn frá hægri til vinstri og öf- ugt, svo sem rekstri járnbrauta, kolanáma og skipun heilbrigðis- mála. I flokki þessara manna mun Butler fyrrverandi fjár- málaráðherra vera veigamestur. þegar eitthvað bjátar á. Þeir sem ( mikið að segja hverju sinni. gerðu sér vonir um að spor fráfar. Höfuðstyrkur Macmilla is er sá andi verkalýðsstjórnar yrðu af- | hæfileiki hans, að geta áttað sig máð sem rækilegasthafa þvíorðið fljótt á hvers konar vandamálum fyrir nokkrum vonbrigðum. Loks ber að geta þess að eigi lítill fjöldi þess fólks, er léði stjórninni og gert skjótar ráðstalanir. A hinn bóginn mun hinum eldri og ráðsettari flokksbræðrum fylgi sitt í upphafi lítur með i hans stundum þykja nóg um varúð á ráðstafanir hennar til I hversu létt hann tekur mót- undirbúnings kjarnorkustöðva til stríðsvarna í landinu, og óttast að slys kunni af að hljótast, jafn vel þótt eigi kæmi til styrjaldar. Mistök Gaitskells í herbúðum stjórnarandstöð- unnar ríkir eigi heldur fullkom- in hamingja Það er ekkert leynd armál innan flokksins, að þótí foringi hans. Gaitskell, sé á ýms- an hátt prýðilega af guði gerður. þá hefir honum ekki enn tekiztað ná með tærnar þar sem hinn hljóð láti og fáskiptni Attlee stóð með hælana. í Bretlandi er formanni stjórnarandstöðunnar greitt kaup til þess að hafa hitann í haldinu við stjórnina. Hann verður því að vera yfrið meira en réttur og sléttur flokksforingi ef ekki á að slá í bakseglin. Erfitt kann að vera að benda á það hvar Gait- skell hefir beinlínis fatazt í þessu, en hitt mun þó erfiðara að benda á hvar hann hefir ,,slegið í gegn“ Verður því þó sízt neitað að stundum hefir gefizt gott högg- færi. Búizt var við að erfiðasti hlutinn af starfi Gaitskells yrði það að halda Aneurin Bevan í skefjum. Þetta hefir ekki rætzt. Bevan hefir verið flokki sínum trúr, og sagt að miklu leyti skilið við fyrri bakhjarla sína, Bevan- istana, til þess að veita Gaitskell ótvírætt fylgi. En „hugur einn það veit, hvað býr hjarta nær“. Persónufylgi Bevans innan verka lýðsstéttanna er furðu drjúgt, tungutak námumannanna, sem blæstri, svo stundum virðist jafn- vel stappa kæruleysi næst. Erfið- ast virðist Macmillan ganga að beita hörku við þá samráðherra sína, sem miður vel hefir tekizt í stöðu sinni. Dæmi þessa er utanríkisráðherrann, Selwyn Lloyd, sem -hlotið hefir hörðustu gagnrýni innan flokks sins og utan, en situr þó enn í skjóli for- sætisráðherrans, þegar þetta er ritað. Starfsskilyrði lækna Á þessu ári eru tíu ár liðin síðan ríkið tók heilbrigðismálin í sínar hendur. Undanfarið hefir stjórnskipuð rannsóknarnefnd setið á rökstólum til þess að at- huga launakjör og starfsskilyrði lækna. Á síðastliðnu ári fóru læknar ríkissamlagsins fram á veruíegar kjarabætur, vegna vax andi dýrtíðar, og þegar þeim var lítt sinnt komu fram ákveðnar raddir innan læknasamtakanna um að segja algerlega skilið við rikisþjónustuna. Margvísleg gagn rýni hefir komið fram í sambandi við fyrirkomulag heilbrigðismál- anna, og þótt þessi stofnun sé orðin tíu ára gömul, telja ýmsir læknar að tíminn hafi verið slæ- lega notaður til þess að ráða bót á augljósum byrjunarmistökum. Eitt atriði, sem sérstaklega hefir verið gagnrýnt, og vakið athygli almennings, er greiðsla sú til heimilislækna, sem miðast við sjúklingatölu, og sem er svo lág, að naumast er um sæmilegar hann vann með í æsku er honum i tekjur að ræða fyrr en sjúklinga- enn nærtækt og mgrgir mundu hópurinn er orðinn óviðráðanlega fylgja í slóð hans ef hann tæki á stór. Tfelja brezkir læknar, að rás fram úr foringjanum. „Bevanistar“ fara á kreik Þótt Bevan hafi fjarlægzt læri- sveina sína til vinstri hefir sá hópur hvergi nærri liðið undir lok. Nú fyrir nokkrum dögum var þessi flokksdeild endurreist á ný, Bevanistar án Bevans, og henni gefið heitið „Sigur sósíal- ismans“ og því lýst yfir að hóp- urinn hefði ákveðið að hefja nýja sókn og berjast fyrir róttækari að gerðum og sterkari forystu. Inn- ann þessa hóps eru þeir þir>g- menn flokksins, sem standa lengst til vinstri, og þó nokkrir, sem eru vonsviknir af frammi- stöðu Gaitskells. Þetta er raun- verulega fyrsta opinbera gagn- rýnin sem fram hefir komið í skipulögðu formi, síðan Gaitskeil tók við stjórninni í desember 1955. Foringjar þessarar deildar eru Sir Frederik Messer, þing- maður í Tottenham og Stephen Swingler frá Newcastle-under- j Lyme. En talið er að aðaldrif- • fjöðrin bak við tjöldin sé Ian | Mikardo þingmaður fyrir Read- ing, sem ætíð hefir verið einn af skeleggustu Bevanistunum. Höf- uðgagnrýni deildarinnar beinist að því sem stendur, hversu bág- lega flokknum hefir tekizt að vinna þær aukakosningar, sem fram hafa farið á síðastliðnum 1—2 árum, þrátt fyrir hnignandi fylgi íhaldsflokksins. Macmillan nýtur valdanna Sú persóna, sem léttast virðist taka lífinu þrátt fyrir brim og boða starfsins, er Harold Mac millan sjálfur. Enginn vafi er á1 Auk Parísardvalar sinnar nefir því að hann nýtur þess í fullum Nína listmenntast í Kaupmanna- mæli að vera fórsætisráðherra.! höfn °S New York, en þrátt fyrir í ferð sinni um samveldislöndin lanSar dvalir erlendis er hinn s.l. vikur lék hann hvarvetna 1 íslenzki kjarni iistar herniar auð- als á oddi, og engum blöðum sær- er um það að fletta, að þrátt fyrir I 26.2.’58. 1 stuttar dvalir á hverjum stað) K. S. auk erfiðleika sjúklingsins að ná læknisfundi sé sú hætta fyrir hendi að læknaþjónustu fari hnignandi þrátt fyrir aukna vís- indalega möguleika, þar sem vandvirknum lækni sé raunveru lega refsað fjái'hagslega. Þetta vandamál er ekki nýtt, þar sem um hliðstæða starfsemi er að ræða, en æ fleiri læknar hér telja að ekki megi lengur drag- ast að finna á því viðunandi lausn. Listsýning Nínu Tryggvadóttur Um miöjan febrúar gerðist sá óvenjulegi og ánægjulegi atburð- ur, að íslenzk listakona opnaði sýningu hér í London, ásamt nokkrum hérlendum listamönn- um. Þetta var Nína Tryggvadótt- ir, málari, sem er nýflutt hingað ásamt manni sínum og dóttur, frá París, þar sem hún hefir dvalizt undanfarin ár. Listsýning þessi er í Lord’s Gallery. Meðal þeirra sex lista- manna, sem þarna sýna eru Bar- bara Hepworth og John Hoskin. Nína Tryggvadóttir á þarna 20 myndir af 48 sýningargripum. Fyrsta sýningardaginn var hús- fyllir, og vöktu myndir Nínu mikla athygli. Sá, sem þetta ritar ætlar sér ekki þá dul að listdæma þessa sýningu, en þennan fyrsta dag var nægilegt tækifæri að heyra álit þeirra, sem vel kunna um þessa hluti að fjalla, og það var sérstaklega ánægjulegt að verða þess var, hve góða dóma þessi unga iistakona hlaut, sem ótvirætt hefir náð miklum þroska með sterkum persónueinkennum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.