Morgunblaðið - 06.03.1958, Page 12

Morgunblaðið - 06.03.1958, Page 12
12 luonnirNfíT aðið Fimmtudagur 6. marz 1958 Séð heim að Hvanneyri, Biínaðarháskólinn á heima Erindi Guðmundar Jónssonar, skóla- stjóra á Búnaðarþingi Staðarval Þá kem ég loks að staðarvali íyrir búnaðarháskóla hér á landi. Eftir að hafa hugsað mál þetta svo sem mér er bezt unnt að gera undanfarin ár og kynnt mér við- horf þess hjá nokkrum öðrum þjóðum, þá er í huga mínum eng- inn snefill af efa um það, að það á ekki að slíta þær rætur, sem framhaldsnámið þegar hefur fest á Hvanneyri og flytja það. „paa brostenene í Reykjavík“, eins og danskúr prófessor við búnaðarhá skóla Dana komst að orði í bréfi til mín. Skal ég nú færa fram nokkur rök fyrir þessari skoðun minni. 1. Fyrst vil ég þá geta þess, sem áður er talið, að undirbún- ingsmenntun og lengd háskóla- námsins er á engan hátt bundin því, hvar námið er staðsett. 2. Ég treysti mér að vísu ekki til þess að leggja fram kostnaðaráætlun fyrir háskóla námið á Hvanneyri og í Reykjavík, svo að nokkuð sé á þeim tölum að byggja. En að því leyti sem ég hef reynt að gera mér grein fyrir þess- um hlutum, þá fer því víðs fjarri, að hægt yrði að reka stofnunina ódýrar í Reykjavík en á Hvanneyri. Hitt verða menn að gera sér ljóst, að bún aðarháskóli hlýtur alltaf að kosta talsvert mikið í stofn- kostnaði og rekstri og því meira sem hann er betur út- búinn að kennslukröftum og rannsóknaraðstöðu og náms- tíminn er lengri. Stutt nám, eins og nú er, er tiltölulega óhagfelldast miðað við stað- setningu á Hvanneyri. Að- staða til háskólanáms þar mun því batna eftir því sem það verður lengt. 3. Silyrði fyrir háskólanámi á Hvanneyri hafa stöðugt farið batnandi hin síðari ár. a. Er þá fyrst að nefna, að þar er stórt bú og landrými nóg. Naut gripir eru alls um 120 að tölu. Stofn þeirra er orðinn tiltölulega góður og hentugur grundvöllur fyrir áframhaldandi kynbætur. Nokkrar tilraunir hafa verið gerð ar á sviði nautgriparæktar og þarf sú starfsemi að aukast. b. Xilraunir með búvélar eru staðsettar á Ilvanneyri og gefst nemendum skólans því gott tækifæri til þess að fylgj ast með nýjum tækjum og vinnuaðferðum, sem reyndar eru, og er þetta einn liður í námi framhaldsdeildar. C. Jarðræktartilraunir eru hafn ar á Hvanneyri. Nemendur skól- ans, einkum framhaldsdeildar, hafa aðstöðu til þess að fylgjast með þeim og vinna við þær. Er þetta einn þáttur námsins í fram haldsdeild. d. Fjárræktarbúið á Hesti er stutt frá Hvanneyri. Hefur það á undanförnum árum verið til hins mesta gagns fyrir nemendur bændaskólans og þó einkum framhal dsdeil dar. e. Rannsóknaraðstaða fer batnandi. Við eigum allgóða efnarannsóknarstofu með tækjum. Við erum að fá tæki til rannsókna og æfinga í grasafræði, eðlisfræði og gerla fræði. Það er ekki ákaflega stórt átak að fá það sem til vantar. Aftur á móti vant- ar okkur söfn og að sjálfsögðu eru húsakynni mjög af skorn- um skammti. Væri mér mjög mikil þökk í því, ef allsherjar nefnd Búnaðarþings sæi sér Siðari hluti fært að koma að Hvanneyri og sjá með eigin augum, hvern ig þar er umhorfs. Úrelt rök 4. Ein aðal-röksemdarfærsla þeirra manna, sem vilja stað- setja búnaðarháskólann i Reykavík er sú, að þar sé hægt að fá til kennslu sérfræðinga í hverri grein og kennslan verði því betri en hún nokkurn tímann geti orðið á Hvanneyri miðað við frambærilegan kostnað við hana þar. Ef þessi rök fá staðist og vissa væri fyrir þvi að háskóla- kennslan á Hvanneyri yrði mun lakari en í Reykjavik, þá væri það að sjálfsögðu eitt út af fyrir sig næg ástæða til þess að flytja háskólanámið suður, jafnvel þóit það væri dýrara þar. I þessu sambandi vil ég fyrst benda á það, að í hvert skipti, þegar nám hefur að einhverju leyti verið flutt frá Reykjavík til annarra staða hefur þessi tónn kveðið við. Þegar Menntaskóli var stofnsettur á Akureyri, þá þótti það mjög varhugavert. Bjarni á Laugarvatni átti í mikl- um örðugleikum með að fá menntaskóla staðsettan á þeim stað. Þegar samvinnuskólinn var fluttur í Bifröst í Borgarfirði, þá töldu margir samvinnumenn hann dauðadæmdan, en aðrir glöddust yfir þessu tiltæki. Alls staðar voru sömu rökin notuð. Það var ekki hægt að fá nógu góða kennslukrafta. Þessi rök eru orðin úrelt, og þau munu alltaf verða sér til skammar og þeim sem nota þau. Þetta er ekki sagt til þess á neinn hátt að lítillækka Reykja- vík og þá sem þar búa. En góðir og vel menntaðir menn vilja víð- ar búa en þar. Næði til kennslu og vísindaiðkana er sízt verra uppi í sveit en í kaupstöðum. Og það væri út af fyrir sig merki- legt fyrirbrigði, ef ekki væri hægt að halda uppi fyrsta flokks kennslu í búnaðarháskóla á Hvanneyri á sama hátt og slikt er. gert í menntaskólanum á Laug arvatni og samvinnuskólanum í Bifröst í Borgarfirði. Þá vil ég minna á þá skoðun margra skólamanna, að tíma- kennsla í skólum, jafnvel þótt um sérfræðinga sé að ræða, er yfir- leitt mun óhagkvæmari en kennsla fastra kennara, sem eru náið tengdir stofnuninni og hafa þar af lifibrauð sitt. Menn, sem á Hvanneyri koma í skólann 2—5 stundir í viku eða enn sjaldnar og hafa ekki annað samband við nem- endur en kennslustundirnar, hafa sjaldan jafnmikinn áhuga fyrir kennslustarfinu eða árangrj af því og hinir föstu starfsmenn, sem eyða mestu af starfsorku sinni í þágu viðkomandi stofn- unar. Tímakennari þarf því að hafa talsverða yfirburði yfir fasta kennarann, svo að starf þeirra komi að sömu notum. Þetta hef ég í sumum tilfellum fundið í sambandi við aðkon;u- kennara á Hvanneyri. ' Kennslukraftar á Hvanneyri Þá vil ég í stuttu máli gera grein fyrir því, hvaða niöguleika við höfum nú á Hvanneyri til 1. flokks kennslu við framhalds- deildina. Ég mun ekki nefna nöfn þeirra kennara, sem ég hef í huga, en ég mun láta allsherjar- nefndinni þau í té og öðrum, er þess óska af Búnaðarþingsfulltrú um. Fastir kennarar og aðrir starfs menn við stofnunina á Hvanneyvi veita samkvæmt menntun sinni, fyrsta flokks kennslu í eftirfar- andi greinum að mínum dómi: Efnafræði, lifeðlisfræði, verk- færafræði, tilraunafræði. áburðar fræði, gerlafræði, búreikningum, hrossarækt, erfða- og kynbóta- fræði. Þá tel ég, að undir þennan flokk megi einnig færa eðlisfræði, grasafræði og suma þætti jarð- ræktarfræði, ennfremur búnaðar landafræði, búnaðarsögu, búnað- arhagfræði. A næstu árum mun- um við ráða búfræðikandídat með sérmenntun í nautgriparækt og fóðurfræði; Verður hann yfir maður nautgriparæktar á Hvann eyri, hefur yfirumsjón með fjósi, kynbótum þar, fóðrun og tilraun- um, en kennir jafnframt fóður- fræði og nautgriparækt í fram- haldsdeild og ef til vill bænda- skóla. Slíkt er nægilegt starf. Vafalaust mun fjárræktarbúið á Hesti í náinni framtíð feta í fót spor tilraunabúsins í Laugar- dælum í því efni að ráða til sín búfræðikandídat með sérmennt- un í sauðfjárrækt til þess að hafa þar umsjón með búinu, kynbót- um sauðfjár og tilraunum. Er þessi skoðun, sem er alls ekki frumleg frá minni hendi. ekki sett fram til hnjóðs fyrir þá menn, sem nú vinna þetta starf. Slíkur maður væri vel hæfur til kennslu á Hvanneyri, fyrir bún- aðarháskólann þar og ef tii vill bændaskóla, á meðan ekki er verkefni fyrir hliðstæða krafta á Hvanneyri. Sennilegt er, að einhverjir af greindum sérfræðingum mundu • hæfir til þess að kenna um hænsni og svín. Óeðlileg flokkaskipting Það hefur verið látin í ljósi sú skoðun, að nú sé búið að út- skrifa nógu marga búfræðikandí- data frá Hvanneyri með þeirri takmörkuðu menntun, sem þar eigi sér stað. Það hefur einnig verið slegið á þá strengi, að bænd ur landsins megi ekki gera minni kröfur til leiðandi manna sinna en aðrar stéttir, hvorki í undir- búningsmenntun undir starf sitt eða sérfræðinám. Og það liggur við að það sé gerð tilraun til þess að flokka búfræðikandítat- ann eftir því hvort þeir eru stú- dentar eða ekki og eftir þvi hvort þeir eru útskrifaðir frá Hvann- eða erlendis frá. Ég veit ekki hvort slík flokka- skipting er frambærileg. Um það verða þeir að dæma, sem búfræði kandídatarnir þjóna, þ.e. bænd- urnir sjálfir. Það er síður en svo. að ég hafi horn í síðu stúdents- menntunar. En á hitt vil ég benda, að það er fleira, sem skap ar þroska og eykur manngildi en það að nema tungumál og stærð- fræði. Það gera líka bústörfin sjálf. Þetta tvennt fer ekki allt- af saman. En hvoru á að gera hærra undir höfði, ef eitthvað þarf að skorta? Um það vil ég ekki dæma. Hitt er aðalatriði, að kandídatinn geti haft skilyrði til þess og skilning á því áð bæta úr vöntuninni, hver sem hún er. Þetta er oft hagfellt að gera eftir að kandídatsprófi er lokið. Erlend fordæmi Noi’ðmenn og Svíar hafa bún- aðarháskóla, sína staðsetta á stórum bújörðum í sveit. Fyrir um það bil 4 áratugum síðan var viðhafður harður áróður um það að flytja norska háskólann frá Asi til Osló með svipuðum rökum og beitt er hér á landi. Þetta tókst ekki, heldur var hann efldur og endurbættur þar sem hann fyrst var staðsettur. Mér er kunnugt um það, að Norðmenn eru ánægð ir yfir þessari stefnu og nú munu fáir eða engir Norðmenn í alvöru halda því fram, að skólinn eigi að vera annars staðar en í sveit. Danir myndu í dag áreiðanlega ekki reisa æðstu menntastofnun sína í Kaupmannahöfn. Og á það vil ég minna, að þegar skóli var reistur fyrir 100 árum síðan, þá var hann staðsettur í sveit og hafði mikið landrými. Síðan hef- ur borgin stækkað og umkringt skólann. Nú hefur háskólinn keypt jörð úti við Roskilde til af- nota fyrir starfsemi skólans. Mér er það vel kunnugt, að á Norðurlöndum njóta landbúnað- arkandídatar trausts og virðing- ar meðborgara sinna, jafnt bænda sem annarra og þó er fjöld inn af þeim ekki akademisk’r borgarar. Hvort vegur stéttarinn- ar mundi vaxa hér á landi við það að komast inn fyrir veggi Kærkomið tækifæri Lloyd sagði á Lundúnaflugvelli, að í Róm fengi hann kærkomið tækifæri til að ræða við starfs- bræður sína um vandamál Evrópuríkjanna, m. a. fríverzl- unarsvæðið, brezku hersveitirnar í Þýzkalandi og afvopnunarmál- in. Yrði um öll þessi mál rætt bæði á fundum ráðherranna og í einkaviðræðum. Ræða um stórveldafundinn Þá sagði ráðherrann ennfrem- ur, að hann fengi tækifæri að ræða við Dulles og Pineau á Manila-fundinum. Stjórnmála- fréttaritarar túlka þessi ummæli á þá leið, að ráðherrar Vestur- háskólans, um það veit enginn. Það er mest um vert, að landbún aðarkandídatar fái þá menntun, sem þeim á hverjum tíma er talin henta fyrir starfssvið þeirra. Þar er margt fleira, sem taka þarf til- lit til en stúdentsmenntun. Aðal- atriðið er hér sem annars staðar, að stéttin reynist vel í starfi. Þá verður borin virðing fyrir henni jafnt af kaupstaðarbúum sem bændum sjálfum. Allt annað er broddborgaraháttur, sem mundi hefna sín og engum verða til góðs. Ég trúi því tæplega, að íslenzk ir bændur fylgi þeirri stefnu, að flytja búnaðarnámið, hvort held- ur lægra eða æðra, úr sveit í kaupstað. Og það er mér fullvel kunnugt og hef vitni að, að í huga Bjarna heitins Ásgeirssonar, sem stofnsetti framhaldsdeildina á Hvanneyri var enginn vafi á á því, að þar ætti hún að vera og að þar ætti búnaðarháskóli Islands að vaxa og þróast um ókomnar aldir. „Reykjavík fyrr og nú" frumsýnd FERÐAFÉLAG Islands hélt kvöldvöku síðastl. sunnudags- kvöld í Sjálfstæðishúsinu. Var hún fjölmenn. Á samkomunni var frumsýnd kvikmynd Ósvalds Knudsens, „Reykjavík fyrr og nú“. Vakti kvikmyndin mikla og verðskuldaða athygli samkomu- gesta, enda er hún sniildarvel tekin og hin fróðlegasta í alla staði. Vegna fjölda fyrirspuma um kvikmynd þessa, hefur verið á- kveðið að sýna hana innan skannns í kvikmyndahúsi hér í bænum til þess að gefa almenn- ingi kost á að sjá hana. Kvik- myndin hefst á myndum frá Reykjavík 1776 og sýnir þróun bæjarins allt til vorra daga. Að lokinni kvikmyndasýning- unni fór fram getraunaþáttur. Brugðið var upp átta myndum af Islenzku landslagi. Fyrstu verð- laun fyrir réttar ráðningar hlaut Magnús Jóhannsson, en þau eru ferð með Ferðafélaginu inn á Kjöl næstk. sumar. Að iokum var dansað. veldanna muni ræða fyrirhugað- an stórveldafund í Manila. Ræðir við Dulles NEW YORK, 3. marz. — Vestur- þýzki varnarmálaráðherrann, Strauss, er nú vestanhafs til við- ræðna við Dulles og fleiri banda- ríska ráðamenn. Kynnir hann sór nýjungar á sviði varnarmála og verður jafnframt rætt um vopna- sendingar Bandaríkjamanna til v-þýzka hersins. Þá er talið, að hann noti tækifærið til þess að skýra tillögu sína um vopnlaust svæði í Evrópu fyrir ráðamönn- um vestanhafs. SeSwyn LSoyd Ser tSS Mómar og MansSa Gotf tœkifœri til að rœða vrð áhrifamenn LUNDÚNUM, 4. marz. — Utanríkisráðherra Bretlands, Selwyn Lloyd, fór í dag til Rómar, þar sem hann situr ráðherrafund banda- lags Vestur-Evrópu. — Eftir Rómarfundinn heldur ráðherrann til Manila, þar sem hann mun sitja ráðherrafund SA-Asíu-banda- lagsins. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.