Morgunblaðið - 06.03.1958, Page 13

Morgunblaðið - 06.03.1958, Page 13
Fimmtudagur 6. marz 1958 MORCIJISBL AÐIÐ 13 Söngskemmtun í Gamía bíói ÁrniJónsson tenórsöngvari ÁRNI Jónsson tenórsöngvari hélt fyrsíu söngskemmtun sína í Gl. bíói í fyrrakvöld. Þessir „debut“ tónleikar hans voru í alla staði hinir ánægjulegustu. Árni söng lítið hlutverk í óperunni Pagli- acci í Þjóðleikhúsinu fyrir þrem árurn, og leysti það hlutverk af hendi með sóma. Síðan hefur hann dvalið í Stokkhólmi og stundað þar söngnám hjá Simon Edvardsen af miklu kappi. Er ár- angurinn af námi hans þegar mjög mikill. Röddin hefur stækk- að og þroskazt að mun og fram- koma hans á söngpalli er örugg og geðþekk. Röddin er ekki ýkja mikil, en hreimfögur og skær, og söngurinn yfirleitt hreinn og tær. Magn raddarinnar á eflaust eftir að aukast með vaxandi söng starfi, og væri óskandi, að jafn alvörugefnum og góðum lista- manni gæfist sem fyrst tækifæri til að njóta krafta sinna hér á óperusviðinu, í hlutverki, er vel hæfði honum. Árni söng lög eftir íslenzka, sænska, norska og ítalska höf- unda og óperuaríur eftir Giléa og Meyerbeer. Meðferð hans á verkefnunum var jöfn, fáguð og smekkleg frá byrjun til enda. Hér hefur ágætur listamaður bætzt í hóp íslenzkra einsöngvara Salurinn var þéttskipaður og hrifning áheyrenda mikil. Varð Árni að syngja nokkur aukalög, en blóm bárust í stríðum straum- um, og minnist undirritaður ekki að hafa séð annað eins blómahaf fyrr. Fritz Weisshappel lék prýði- lega undir og átti hann sinn drjúga þátt í þessari ánægjulegu kvöldstund. —P. I. Kammermúsik- klúbburinn i Melaskóla KAMMERMÚSIKKLÚBBUR- INN hóf annað starfsár sitt með tónleikum í Melaskóla í fyrra- kvöld. Voru þetta að því leyti nýstárlegir tónleikar að hér voru blásarar einir að verki. Flutt voru verk eftir Haydn, Gold- schmidt, Mozart og Rossini. Flytjendur voru: Egill Jónsson (klarinett), Vilhjálmur Guðjóns- son (klarinett), Ernst Normann (flauta), Herbert Hripercheck (horn) og Hang Ploder (fagott). Allt eru þetta ágætir listamenn, hver á sitt hljóðfæri, og marg- reyndir á lífsins ólgusjó. Meðferð þeirra á verkefnunum var yfir- leitt mjög góð, og var leikur þeirra félaga borinn uppi af músikgleði og þeim anda, sem hæfir slíkum snilldarverkum, sem þarna voru flutt. Er óþarfi að fjölyrða um verk meistara eins og Haydns, Mozarts og Rossinis. En þó mun mörgum hafa komið það á óvart, að sá síðastnefndi skyldi semja jafn ágæt kommermúsikverk. Hann var mikill meistari óperunnar. En einnig hér er hann sá sami, létti andríki ítalinn, sem unun er að hlýða á. W. Goldschmidt er austurrískt nútímatónskáld. Tríó hans fyrir klarinettu, horn og fagott, er vel samið og á köflum ljómandi fagurt verk. Hann hlaut á sínum tíma sérstök verðlaun fyrir það. Goldschimdt er í miklu áliti sem nútímatónskáld í fremstu röð. Allt of fáir sækja þessa kamm- ertónleika og er það illa farið. En ætla mætti, að allir þeir, sem þörf hafa fyrir góða tónlist, sæki þá. Ættu menn að athuga þetta vel framvegis. —P.í. Prinsessurnar Birgitta, Margaretha, Sibylla móðir þeirra, Carl Gustaf krónprins og Christina prinsessa* Sihylía prinsessa fimmtíu ára HINN 18. janúar 1908 ríkti glaum ur og gieði í hinu litla þýzka her- togadæmi Sachsen-Coburg-Gotha. Hií unga furstapar, Carl Eduard Adelheid, hafði eignazt annað barn sitt, sem var stúlka. Litla prinsessan fékk, eins og siður var þá, mörg nöfn, — nöfn virtra kvenna úr ættinni. Hún var skírð Sioylla Calma Marie Aiice Bathildis Feodorp. Á heimilinu og meðal vinr og kunningja var hún aðeins kölluð Sibyllchen. Ætt hennar var mikil og þekkt. Afa- móðir hennar í föðurætt var Viktoria Englandsdrottning, sem var af hinni vel þekktu Hannover ætt, sem þekkt er fyrir að líta björtum augur.. á lífið, þótt drottn ingin hefði það ekki beinlínis til að bera. Sibylla er "ædd þýzk prinsessa, en faðir hennar var enskur prins sem • fluttist fyrst um 15 ára aldur til Þýzkalands. Meiri hluti ættar hennar var sem sagt af ensk um uppruna og enskan var það mál, sem talað var í föðurhúsun- um. Hún var send í húsmæðraskóla og siðan í listiðnaðarskóla, þar sem hún fékk mjög gott orð fyrir listhæfileika og verk hennar þar vöktu óskipta atnygli. skildi hún tilfinningar þessarar gömlu drottmngar, sem aldrei kunni vel við s:' í Svíþjóð. Hún skildi hinar tíðu ferðir hennar til erlendra landa. Nú er þetta öðru vísi. Sibylla getur af alhug kall- að sig sænska prinsessu, eins og hún er nefnd opinberlega. I Sví- þjóð á hún heima. Auðvitað eru það börnin, sem valda því, að Sibyllu líkar svo vel hér sem raun er á. Marga vini á hún meðal Svía, en bað sem ef til vill hefur mest að segja er, eftir Guðmund Þór Pálsson að hún veit að sænska þjóðin lít- ur upp til og virðir hina fögru prinsessu sína, sem lýsir af sól, eins og faðir hennar komst að oi'ði í ræðu sinni í brúðkaupi dótt urinnar. Prinsessan Sibyila lifði mörg hamingjusöm ár með manni sínum og eignaðist með honum fimm börn, fjórar stúlkur og einn pilt. En þegar hamingjan var sem nr.est, hélt so-gin innreið sína inn á heimilið. Flugvél hrapaði á Kastrup-flugvellinum í Kaup- mannahöfn þann 26. janúar 1947. Eiginmaðurinn, Gustaf pi'ins, var meðal farþeganna og lézt. Sorg- in var þung fyrir Sibyllu og börn in og ekki sízt fyrir gamla kon- unginn, sem þótti mjög vænt um scr, sinn. En börnin hafa hjálpað móður sinni yfir þetta að miklu leyti, enda elsxar hún börn sín af öllu hjarta og hún telur það sitt aðal- hlutverk í ’ífinu að vera góð móð- ir. Hún hefur veitt börnum sínum gott uppeldi og góð í'áð, sem ekki eru fengin úr bókum, heldur eru henni gefin í vöggugjöf, eins rg ýmsum fleiri mikilhæfum konum. Býr hinn ungi sonur hennar, krón I rinsinn Carl Gustaf, að þessum góðu ráðum, ef guð gefur honum aldur til að setjast í konungsstól. Á sumrin býr fjölskyldan í höll inni á Solliden. Prinstssan elskar fagra náttúru og langar göngu- ferðir í fögru um'hverfi. Börnin hafa erft þetta, og sérstaaiega ungi prinsinn, sem vill feta í fót- spor afa síns Gustafs V. Margir halda ef til vill að heim ilishaldið sé þviugað og að erfitt sé að umgangast prinsessuna. — Margir eru þó til að vitna um það að svo er ekki. Vinum allra fjölskyldumeðlimanna er boðið til hallarinnar meðan sumarið endist. Allt þetta fólk vitnar um hve ánægjulegar stundir þ'ið hefur átt á Solliden. Allir tah. um það hve allt sé óþvingað og að allir geti skemmt séi vel. Vinir krón- prinsins segja frá því, þegar þeir koma heim, hversu gaman hafi verið, það sé eins að umgang- ast alla fjölskylduna. — Þar séu allir sem einn maður. Þessi sumardvöl prinsessunnar í fögru umhverfi hefur ákaflega mikið að segja fyrir hana. Venju lega á hún mjög annríkt, sem önn ur kona ríkisins. Hún þarf að vera viðstödd marga atburði, margir æskja nærveru hen,iar, enda er hún heiðursfélagi i ótal íélögum. Auk þess er það henn- ar skylda að vera viðstödd ef ein- hverjir tignir gestii heimsækja konungahúsið. Gleðin skín af henni hvar sem hún fer. Þeir, sem hafa ánægju t af að sitja til borðs með henni, þurfa ekki að láta sér leiðast ið hliðina á hinni fróðu og skemmtilegu prinsessu. Ég vil að síðustu segja frá ein- um aðburði, er gerðist í Ráðhús- inu í Stokkhólmi. Þar átti sér stað mikil matarveizla. Stór og kröft- ugur embættismaður hafði hneigt sig fyrir prinsessunni og gekk síð- an nokkur skref til baka. Því mið ur gekk sá kröftugi beint á þjón, sem gekk fram hjá í sama mund, með bakka hlaðinn krásum. — Það varð árekstur. Já, mikill árekstur. Veslings prinsessan barðist við að halda hlátrinum niðri. Augun glömpuðu, kippir komu í munnvikin, þegar hún horfði beint fram fyrir sig. Það tókst ekki, því á næsta andartaki fylgdi skellihlátur, sem þurfti út- rásar við. Það e • oft erfitt fyrir prinsessu að vera svo hláturmild. Prinsessan getur nú á afmælis- degi sínum litið til baka á inni- haldsríkt lif, fyút bæði gleði og sorg, já, svo innihaldsríkt að það gæti fyllt heila bók. íslendingar óslca henni innilega til hamingju með þennan mefkis- dag lífsins. Þá kom og að því, að hin fagra prinsessa var send til framandi landa. 1 Englandi heimsótti hún ættingja föður síns. Ekki átt' hún í neinum erfiðleikum með málið, þar sem hún kom frá enskumæl- andi heimili og brátt eignaðist hún margar vinkonur í landi föðúr sins. Þeasa dagan átti sér stað í London mikið og veglegt brúð- kaup. Meðal brúðarmeyjanna voru tvær prinsessur, Sibylla og ssenska prinsessan Ingrid, sem nú er Da'na drottning. TTrðu þær mjög góðar vinkonur. Meðal gestanna var ungur, glæsilegur sænskur prins. Ingrid kynnti þau Sibyilu: Þetta er bróðir minn Gustaf Adoif prins Þetta átti sér stað í nóvember 1931. — 20. október næsta ár átti svo annað brúðkaup sér stað í Coburg, ekki síður glæsilegt. Tignir gest- ú af konungaættum streymdu að úr öllum áttum og glaumur og gleði ríkti. Innst inni í hugum gestanna bjó órói. Þungbúið ský var á lofti. Tugir þúsunda manna \ oru atvinnuiausir í Þýzkalandi. Nazistar höfðu nýlega unnið gifur legan sigur og tímaspursmál var l hvenær Hitler hrifsaði til sín völdin. Erlendis byrjafi fólk að líta illum auguir. á allt sem þýzkt var. 1 Svíþjóð ríkti einnig mikið at- vinnuleysi á þessum tíma og fólk var ekki beinlínis vant við skraut og miklar veizlur. Margt varð því til þess að fólk hugsaði og talaði óvmgjarnlega um hina þýzk- fæddu prinsessu þegar hún kom til Svíþjóðar. Það var því að mörgu leyti erfitt fyrir hina tutt ugu og þriggja ára prinsessu að setjast að í Svíþjóð. A einum af veggjum hallarinn- ar á Solliúen hangir málverk af Viktoria drottningu, sem gift var Gustafi V. Áður fyrr, þegar Si- bylla horfði á þetta málverk, héraðssögurif Vestfjarða eftir nýjum heimild- um, sem komið hafa í leitirnar síðan saga safnsins var raKin í Fróðlegt Eftir próf. RICHARD BECK NÝLEGA er komið út á ísafirði „Ársrit Sögufélags ísfirðinga" fyrir 1957, en það er annar ár- gangur ritsins, sem hóf göngu sína í fyrra. Ritstjórnina skipa Björn H. Jónsson fyrrv. skóla- stjóri, Jóhann Gunnar Ó'afsson bæjarfógeti og Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Ársritið, sem er allstór bók (nærri 200 bls.) og snyrtilegt að frágangi, hefst á félagatali Sögu- félagsins, og er ánægjulegt að sjá það, að þeim fer fjölgandi innan Isafjarðar ög utan, sem styðja jafn ágætan félagsskap og slíkt héraðssögufélag er, helgað varð- veizlu sögulegra fræða og minja á ísafirði og annars staðar á Vest fjörðum. Af meginmáli ritsins er því næst fyrst á blaði gagnfróðleg grein, einkum um mann- og ætc- fræði, „Úr minnisblöðum Ólafs Ólafssonar skólastjóra á Þing- eyri“. Segja má þó, að ættfræðin sé í rauninni aðeins umgerð még- inefnis greinarinnar, sem er það, að rekja feril eiginhandrits Passíusálma séra Hallgríms Pét- urssonar, og fæ ég ekki betur séð en að greinarhöfundi hafi. með góðum rökum, tekizt að bregða nýju og sannara ljósi á það mál. Frásögn Valdimars Þorvaids- sonar „Fyrsta ferð mín með vél- bát“ og „Sjóferð" eftir Gísla Mar íasson eiga sammerkt um það, að þær segja báðar frá minnis- verðum sjóferðum frá fyrri ár- um, Jóhann Gunnar Ólafsson ritar fróðlega grein um Byggðasafn megindráttum í fyrsta árgangi ársritsins. I greinmni er einnig skrá yfir muni, sem Ragnar Ás- geirsson ráðunautur safnaði. er hann ferðaðist fyrir Byggðasafnið allvíða á Vestfjörðum sumarið 1956; hefir honum sýnilega oiðið vel til fanga. Eftirfarandi greinar eru allar skilmerkilega samdar og um margt merkilegar aldarfarslýs- ingar, er eiga sér því sambæri- legt sögulegt gildi: „Aldarháttur í Önundarfirði á 19. öld“ eftir Guðmund Eiríksson, hreppstjóra á Þorfinnsstöðum; „Auðkúia í Arnarfirði" eftir Jón Á. Jóhanns- son frá Auðkúlu; „Bæjarhús á Vesturlandi á 19. öld“ og „Utn búendur í Mjóafirði við ísafjarð- ardjúp um aldamótin 1900“ eftir Runólf Þórarinsson. Sögulegan fróðleik er einnig að finna í grein unum „Vestfirzkar veðurfarsiýs- ingar“ og „Fimm gamlir legstein- ar“; hin fyrrnefnda þeirra á einn- ig málsögulegt gildi. því að þar- er talinn upp fjöldi vestfirzkra veðurheita. Ágætur fengur er að hinni ítar- legu og vönduðu grein Kristjáns Jónssonar frá Garðsstöðum um Þorvald Jónsson lækni; er sú grein skrifuð af mikilli þekkingu á viðfangsefninu og næmum skiln ingi, en jafnframt af fullri hrein- skilni, og bregður upp einkar glöggri mynd af þeim athafna- sama merkismanni, sem þar ræð- ir um. Eftir að hafa rakið ævi- i og starfsferil hans, lýkur höf. frásögn sinni um hann með þess- um orðum: „Þorvalds læknis Jóns sonar má því minnast meðal hinna fremstu manndómsmanna og hinna nýtustu, sem í þessu héraði hafa starfað." Er það bæði skylt og þakkarvert að halda á loft minningu slikra nytsemdar- manna. Þá er framhald (4. og 5. kafli) af hinni læsilegu og um margt fróðleiksríku sjálfsævisögu Hall- björns E. Oddssonar, sem sögð er á mög hispurslausan hátt. Milli greinanna í ritinu er stráð lausavísum og öðrum þjóðlegum kveðskap eftir ýmsa Vestfirðinga, og eykur það mjög á fjölbreytni innihaldsins. Annars heldur Ársritið, að öllu athuguðu, prýðisvel í horfi. og er kærkominn lestur þeim, er unna sögulegum fróðleik, hvort sem þeir eru Vesfirðingar eða eigi, en vitanlega talar slíkt héraðs- rit sérstaklega til þeirra, er þang- að eiga rætur að rekja. Lögberg 23. jan. 1958. Verzlun til sölu Lítil vefn .ðarvörubúð á góð- um stað til sölu. Hentugt fyrir þann, sem vildi stofna eigin atvinnurekstur. Til greina kemur verzlunarfélagi, sem getur lagt fram nokkuð fé. Til- boðum sé skilað á afgr. Mbl. fyrir n.k. sunudagskv. merkt: „Verzlun — 8790“. ,-IÐ AVGLÝSA t MOUGVNBl.AÐHW

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.