Morgunblaðið - 22.03.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.1958, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók / Þjóðviljanum i gær: „Tímabært fyrir verkamenn í almennri vinnu að segja upp samnmgum Á nú oð „fara gömlu leiðina" ti! oð reyna oð hressa upp á fylgi kommúnista ? ÞJÓÐVILJINN birti f gær grein á sömu síðu og forustugrein blaðsins er, þar sem því er haldið fram að nú sé tími kom- inn til að verkamenn segi upn samningum. Kveður hér við ann^n tón en oft áður í Þióðvilj- anum, en svo virðist sem kommúnistar séu nú farnir að hugsa um að nota ,,gömlu leiðina“, leið samningsuppsagna og verkfalla. Þá leið, er talsmaður kommúnista sagði á Dagsbrúnarfundi fyrir rúmu ári, að farin vrði, þegar henta þætti. „Tímabært að segja upp samningum“ Greinin, sem er undirrituð með orðinu „Dagsbrúnarmaður“ dá- samar mjög ríkisstjórnina fyrir afrek hennar. Segir svo í grein- inni: „Svo vel hefur tekizt á þessum stutta tíma sem núverandi ríkis- stjórn hefur verið við völd, að það ætti að vera tímabært fyrir verkamenn í almennri vinnu að segja upp samningum til þess að fá einhverja lagfæringu á nú- verandi kaupgjaldi án þess að efnahagskerfið bíði tjón á því. Þvert á móti ætti leiðrétting á kaupgjaldi verkamanna að hafa örfandi áhrif á framleiðsluna ef skynsamlega er á haldið“. Opinská játning j Eftir þessa yfirlýsingu um að ' tímabært sé að segja upp launa- j samningum víkur greinarhöfund- i ur að verkföllum liðinna ára. Farast honum svo orð: „Áður fyrr, þegar vinnustétt- irnar áttu ekki neina hlutdeild rikisstjórninni, kom auðvitað ekki til greina að verkamenn gæfu eftir í kaupgjaldsbarátt- unni af þeirri einföldu óstæðu, að þá voru ríkisstjórnirnar fyrst og fremst ríkisstjórnir hinna ríku“. Er hér játað að verkföllin, sem kommúnistar hafa verið aðal- Eftir 2ja vikna megrunarkúr hvatamenn að á mörgum undan- förnum árum, hafi verið skemmd- arstarfsemi gegn fyrrverandi ríkisstjórnum. En í því sambandi er ekki ófróðlegt að minnast þess, að þegar verkföllunum miklu var skellt á 1955 var Ey- steinn Jónsson fjármálaráðherra, eins og hann er nú í samstjórn- inni með kommúnistum. Eysteinn fordæmdi þá skemmdarstarfsemi kommúnista og sagði að allur vandi í efnahagsmálum hefði verið „tiltölulega auðleystur", ef verkfallsalda kommúnista hefði ekki skollið á. „Gamla leiðin“ aftur Kommúnistar sjá nú hið hrap- andi fylgi sitt í samtökum verka- lýðs og launþega. Greinin í Þjóð- viljanum gæti bent til, að komm- únistarnir hugsi sér að fara nú „gömlu leiðina“ til að hressa upp á fylgi sitt. Vel má og vera að hér sé um að ræða hótun, sem gera eigi Framsókn mýkri í samningum. Menn minnast þess, að þegar „gamla leiðin" var boð- uð í fyrra stóð einmitt svipað á og nú um togstreitu innan ríkis- stjórnarinnar. Sennilega eru kommúnistar þó staðráðnir í að beita sér fyrir samningsuppsögn nú, hvernig sem um samninga ríkisstjórnarinnar fer. Á það benda auk þessara ummæla yfir- lýsingar Snorra Jónssonar og Björns Bjarnasonar á dögunum og barátta Hannibais Valdimars- sonar fyrir að segja upp síld- veiðisamningunum. Hér sjást Murphy og Bourguiga, forseti Túnis. Allt er enn í óvissu um, hvernig sáttatilraununum reiðir af. De Gaulle andvígur sátta tilraunum í Túnisdeilunni Franska stjórnin rœðir tillogur Murphys og Beeleys PARÍS, 21. marz. — Franska stjórnin ræðir nú sáttatillögurnar í Túnisdeilunni. Fréttamenn segja, að stjórnin vilji, að landa- mærum Alsír og Túnis verði lok- að, en Túnisstjórn getur alls ekki fallizt á það. De Gaulle hefur lýst því yfir, að hann sé andvígur sáttatillög- v.m Murphys og Beeleys í Túnis- deilunni. Ennfremur hefur hann lýst því yfir, að hann sé algjör- var Mamie 5 pundium léttari Uppreisnaranenn á Súmötrn iara halloka Þeir íá vopn frá Formósu, segir Sukarno, sem þiggur sjálfur vopn af kússum SINGAPORE, 21. marz. — Útvarp uppreisnarmanna í Padang skýrði frá því í kvöld, að herskip stjórnarinnar í Jakarta hefði skotið á danskt flutningaskip fyrir utan Súmötru. Skipið var á leið til Padang ineð hrísgrjón og hjúkrunarvörur. Skipið var hæft nokkrum skotum, en enginn af áhöfn þess slasaðist. Jakartastjórnin sagði kvöld, að vopn frá Formósu- stjórninni hafi verið látin síga niður í fallhlífum til uppreisn armanna á Súmötru. — Innan- ríkisráðherra stjórnar upp- reisnarmanna, Daclilan Djam- sókn sinni og komið uppreisn- armönnum í opna skjöldu í Kota Tengah. Uppreisnar- menn flýðu í ofboði og skildu eftir hergögn sín og útbúnað. lega andvígur tillögu Gaillards um varnarkerfi ríkjanna við Mið jarðarhaf. Snjór og kuldi í Evrópu LUNDÚNUM, 21. marz.(Reuter). — Ekki er því að heilsa, að vor- ið hafi enn haldið innreið sína í Vestur-Evrópu. Þar eru nú all- miklir kuldar og snjór féll í Frakklandi, Þýzkalandi, Ítalíu, Austurríki, Belgíu og Tékkósló- vakíu í dag. Annars er veðrið lítið betra. í Noregi og Svíþjóð er óvenjukalt. í dag féll mikill snjór í Téltkó. slóvakiu og Norður-Ítalíu og var úrkoman víða 18 þumlungar. í Sviss var ágætisveður í dag. Færeyskt varðskip ÞÓRSHÖFN, 21. marz. — í dag var samþykkt í lögþingi Færey- inga, að þeir skyldu láta smíða strandgæzluskip, sem hefði eftir- lit með færeysku landhelginni. Yrði skip þetta með sama sniði og önnur varðskip. — Áhöfnin verður skipuð Færeyingum ein- um. Fjögur 120 þús. tonna haf- skip í smíðum í Hollandi Umræðum um stærð landhelgi freslað í 10 daga Genf, 21. rnarz. — Einka- skeyti frá fréttaritara Mbl. f MORGUN var samþykkt í land- helgisnefndinni tillaga frá Ekva- dor um að fresta til 31. marz um- ræðum um stærð landhelginnar og viðbótarbeltið, svo tími gæf- ist fyrir fulltrúana til að ráð- færa sig við ríkisstjórnir sínar. Rússar og austurblökkin voru andvíg þessari tillögu, en hún hlaut samþykki með 46 atkv. gegn 16. —ggs. MYNDIR þær, sem sjást hér að ofan eru teknar úr bandaríska vikuritinu Newsweek. Sýna þær forsetafrú Bandaríkjanna, áður en hún byrjaði tveggja vikna megrunarkúr (efri myndin) og síðan þegar honum var lokið (neðri myndin). Forsetafrúin segir, að þennan ágæta árangur eigi hún að þakka fegurðarsérfræðingum við Eliza- beth Arden-stofnunina í Arizona, en þar dvaldist hún í tvær vikur. Venjulega kostar vikudvöl þar 600 dollara, en forsetafrúin slapp við öll fjárútlát. Þegar Mamie Eisenhower kom aftur til Washington, sagði hún, að hún hefði létzt um 5 pund. Ættu myndirnar að nægja því til staðfestingar. bek, skýrði frá því í Padang- útvarpinu í kvöld, að Jakarta- stjórn hefði fengið allmikið magn af rússneskum vopnum með flutningaskipi, sem er ný- komið til Jakarta frá Sovét- riKjunum. Jakartastjórnin tilkynnti í kvuid, að herlið hennar hefði tekið aftur bæinn Bagan Sia- biapi á austurströnd Sú- mötru. Það er næststærsta borgin á Norður- Súmötru og höfðu uppreisnarmenn tekið hana í vikunni. Fréttaritari AFP segir, að stjórnarher- sveitirnar hafi haldið áfram ROTTERDAM, 21. marz. — (Reuter). — Bandarískt skipa félag hefur pantað fjögur far- þegaskip í Hollandi og verða þau hin stærstu, sem byggð hafa verið. Félagið hyggst láta skipin ganga á leiðinni Bandaríkin—Evrópa. Skipafélagið heitir „Ameri- can-European Line“. Gerir það ráð fyrir, að hafskipin fjögur kosti um £340 millj. og er það stærsta pöntun á þessu sviði, sem um getur Sennilega verða skipin tekin til starfa 1961. Áætlað er, að aðeins eitt farrými Framh. a Dls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.