Morgunblaðið - 22.03.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.03.1958, Blaðsíða 15
Laugardagur 22. marz 1958 MORGUNBLAÐIÐ 15 Stofnfundur styrkfarfélags fyrir vangefið fólk á morgun NOKKUR hópur karla og kvenna, sem viðræður hefur átt um velferðarmál vangefins fólks hér á landi, hefur ákveðið, að stofna félagsskap, sem vinni að umbótum á aðbúnaði þessa fólks. í viðræðum þykir hafa komið í ljós, að aðbúnaður slíks fólks, sé nú með öllu ófullnægjand;. Fréttamenn. áttu í gær tal við forvígismenn þessa málefnis, þá Guðmund Gíslason, múrara- meistara; Hjálmar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóra og Halldór Hall- dórsson, arkitekt, sem hafa ásamt Birni Stefánssyni fulltrúa, samið uppkast að lögum fyrir hið væntanlega félag, en stofnfundur þess hefir verið ákveðinn í félags heimilinu Kirkjubæ á morgun, sunnudag, kl. 2 e. h. Borgarlækn ir, Jón Sigurðsson, var einnig mættur á fundinum og gaf hann fréttamönnum þar ýmsar upp- lýsingar varðandi málefnið. Markmið félagsskaparins Tilgangur félagsins yrði að vinna að því: 1. að komið verði upp nægileg- um og viðunandi hælum fyrir vangefið fólk, sem nauðsynlega þarf á hælisvist að halda. 2. að vangefnu fólki veitist ákjósanleg skilyröi til þess að ná þeim þroska, sem hæfileikar þess leyfa. 3. að starfsorka vangefins fólks verði hagnýtt eftir föngum. 4. að einstaklingar sem kynnu að vilja afla sér menntunar til þess að annast vangefið fólk, njóti ríflegs styrks í því skyni. Stór hópur þarf á hælisvist að halda Síðustu skýrslur þessa efnis, bera með sér, að milli 350 og 360 fávitar og örvitar á landinu þurfa nú á hælisvist að halda. Ekki kvað borgarlæknir þessar skýrsl- ur þó nákvæmar og reikna má með stærri hóp fólkj-. í Reykjavik er vitað um 114 sem svo er ástatt með. Stærstan kvað hann hóp vangefinna og er hann ekki tal- inn þarna með. Af vangefnum eru 5% talin örvitar, 20% fávitar, en 75% vangefið á lægri stigum. Starfandi hæli fyrir þetta fólk eru nú í Kópavogi, á Kleppjárns- reykjum, í Skálatúni og Sólheim- um í Grímsnesi. Á öllum þessum hælum eru alls aðeins 115 sjúkra rúm, og vantar þar af leiðandi alveg rúm fyrir 240 til viðbótar. Auk þess eru nú fleiri vistmenn á hælunum en gert var ráð fyrir I upphafi, og því þrengsli mikil og aðstaða öll óhæg. Er því aug- ijóst, að brýn nauðsyn er á raun- hæfum aðgerðum í þessu efni. Málefni sem snertir alla landsmenn Félagsskaþur þessi er ekki ein- göngu miðaður við Reýkjavík, heldur allt landið. Fólki, sem styðja vill þetta mannúðarstarf, gefst þess vegna kostur á að ger- ast ævifélagar og leggja þannig sitt af mörkum. — Verk- efnin eru óþrjótandi, en stórt átak verður ekki hægt að gera, nema allir leggist á eitt. Fundar- boðendur heita því á alla sem leggja vilja málinu lið, að sækja stofnfundinn og gerast félagar styrktarfélagsins fyrir vangefið fólk. Tító á móti eldilauga stöðvum á Italíu BELGRAD, 21. marz (Reuter). — Júgóslavneska stjórnin mótmælti í dag þeim fyrirætlunum ítala að koma upp eldflaugastöðvum á ítölsku landi. Eins og kunnugt er af fréttum, hefur komið til mála, að Atlantshafsbandalagið setji upp eldflaugastöðvar í ít- alíu og starfræki þær í varnar- skyni. f orðsendingu sinni segir júgó- slavneska stjórnin ennfremur, að hún líti það mjög alvarlegum aug um, ef vestur-þýzki herinn fær kjarnorkuvopn í hendur. Talsmaður júgóslavnesku stjórnarinnar, Aksa Petric, sagði, —1 Hafskipin Framh. af bls. 1 verði á skipum þessum, öll eins og lúxusfarrými á öðrum skip- um, en þó verður fargjaldi stillt í hóf, eða um 150 dollarar hvora leið. í skipunum verða 3 þús. farþegaherbergi auk baðher- bergja. Er rúm fyrir 10 þús. far þega í skipum þessum, sem verða 120 þúsund tonn á stærð. Þau verða 1200 fet á lengd og ganga 36 sjómílur. Fyrstu skipin verða skírð „New Yorker“ og „Lisbon“, sem mun sigla undir portúgölsk- um fána og þá sennilega til Lissa bon. Innan tíðar verður lagður kjölur að „New Yorker". Forstjóri skipafélagsins sagði, að Evrópulönd mundu fá 1 billjón dollara árlega frá bandarískum ferðamönnum, ef skipin væru öll á sjó í einu, enda mundi ferðamannastraumurinn stórauk- ast milli heimsálfanna. Skipin gætu flutt um 1 millj. manna á ári. — Þegar hlé væri á ferða- mannastrauminum til Vestur- Evrópu, yrðu skipin í förum til Miðjarðarhafslanda, Afríku og írans. Þess má loks geta, að stærstu skip, sem nú eru í förum, Queen Mary og Queen Elizabeth eru rúmlega 83 þús. tonn að stærð (Queen Elizabeth heldur stærra), 1000 fet á lengd og fara með 29 sjómílna hraða. Þau geta flutt 2000 farþega og áhafnir þeirra eru milli 1000 og 1100 mamis. að stjórn sín væri andvíg öllum eldflaugastöðvum ekki sizt þegar þær væru staðsettar í nágranna- löndum Júgóslavíu. Talsmaðurinn neitaði að gefa upplýsingar um fyrirætlanir júgóslavnesku stjórnarinnar um að koma á fót sjöríkjabandalagi, sem hefði það höfuömarkmið að banna eldflaugastöðvar í við- komandi ríkjum. Þau eru: Júgó- slavía, Grikkland, ítalia, Albanía, Búlgaría, Rúmenía og Ungverja- land. — Ursgt íólk Framh. af bls. 2 Hún stuðlar að því, að ungt fólk komi sér upp bústofni í skjóli foreldra sinna. Þessir unglingar verða þannig beinir þátttakendur í búrekstrinum. Margföld reynsla er fyrir því, að slík þátttaka í búrekstrinum er mikilsvert uppeldisatriði, og öruggasta ráðið til að tengja unga fólkið við sveitirnar og landbúnaöinn til frambúðar. Ég er sannfærður um og styðst þar við nokkra reynslu, að margt sveitafólk á því aldurs skeiði, sem hér um ræðir, (16— 25 ára), hefir mun meiri áhuga á að eignast skepnur ,sem það umgengst, heldur en að safna í sjóði, ef um þetta er að velja. Með samþykkt tillögunn- ar gefst Alþingi færi á að stuðla að þróun sem mundi hafa mikla þýðingu fyrir sveitirnar og land búnaðinn í framtíðinni. — Auk- in þátttaka unga fólksins í bú- skapnum, mundi vega margfald- lega móti því krónutapi, sem sjóðurinn mundi líða vegna þess arar undanþágu. EHSAR ÁSM UISDSSON hæsiarcttarlÖgmabur. HAFSTEINDI SIGURÐSSOM bcraðsdómslugma? ur. Sími 15407. Skrifstofa, Hafnarstræti 5. Málflutningsskrifstofa Finar B. Guðmundsson GuÖ'!augur Þorláksson Guðniundur Pctursson Aðalstræti 6, III. hæð. Símar 1200? — 13202 — 13602. rekf»i Knaltspyrnufélagið VALUR Skemmtifundur fyrir 4. og 5. flokk verður í félagsheimilinu n.k. sunnudag kl. 2. Mörg skemmtiat- riði. Fjölmennið. IþróUafélag kvenna Skíðaferð í dag- kl. 2,30 og sunnudag kl. 9,30. — Farið frá Lækjargötunni. Knaltspyrnufclagið Frain Knattspyrnuæfingar fyrir 3., 4. og 5. floklc verða sem hér segir á sunnudag í K.R.-húsinu: — 4. og 5. flokkur kl. 1. — 3. flokkur kl. 1,50. — Þjálfarinn. Kuattspyrnufclagið þróltur Dansæfing í félagsheimilinu við Ægissíðu í kvöid. Þjóðdausafclag Reykjavíkur Hið árlega peysufatakvöld fé- lagsins verður í Skátaheimilinu annað kvöld. Hefst kl. 9. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Kaffikvöld sktðamanna á Café Höll mánudaginn 24. marz kl. 9. Skíðaráðsfundur kl. 8 á sama stað. Verðlaunaafhending Reykjavíkurmótanna 1956—1957. Væntanlegir keppendur og starfs menn, mætið á fundinum. Síðasta kaffikvöld fyrir iandsmót. Skíðaferðir um lielgina (1 Skíðaskálann), laugardaginn kl. 2 og kl. 6. Sunnudaginn kl. 9, 10, 114. Farið frá BSR. Skíða- lyfta og ljós í gangi. Stórsvigsniót sem frestað var um helgina, verður hoidið sunnudaginn 23. marz. Keppendur og starfslið, ferð frá BSR kl. 9. Reykvíkingar! Hringið í síma 14608, og vér sækjum gömlu skíðin og skíða- útbúnað til yðar. Sdiitkoiiiiir K. F. U. M. —— Á morgun: Kl. 10 f.h. Sunnudagaskólinn. Kl. 10,30 Kársnesdeild. Kl. 1,30 e.h. Drengjadeildirnar. Kl. 8,30 e.h. Samkoma. Kristi- leg skólasamtök annast samkom- una Allir velkomnir. Bræðraborgarstíg 34 Samkcma í kvöld kl. 8,30. Sæ- mundur G. Jóhannesson talar. — IOMAÐARPLASS Viljum kaupa eða taka á leigu ca. 200 ferm. iðn- aðarpláss í eða við Reykjavík. J. ÞORLAKSSON & NOEÐMANN HF. Bankastræti 11. Þakka innilega sveitungum mínum og kunningjum heimsóknir gjafir og heillaskeyti á sextugsafmæli mínu 18. marz 1958. Jakob Einarsson Norður Reykjum. Hjartans þakkir færi ég öllum ættingjum og vinum nær og fjær, sem glöddu mig með heim- sóknum gjöfum og hlýjum kveðjum á sjötugsaf- mæli mínu 7. marz s.l. Guð blessi ykkur öll. Þorkelína Jónsdóttir Tjarnarkoti. Stofnfundur sameignarfélags um tólf hæða hús í Laugarási verð ur haldinn í Breiðfirðingabúð laugardaginn 22. þ.m. ld. 2 e.h. UNDIEBtíNINGSSTJÓRNIN. Kantlísfar á eldhúsborð fyrirliggjandi. A. Jóhannsson & Smith h.f. Brautarholti 4. Sími 24244 Útvega frá Vestur-Þýzkalandi og öðrum löndum: SKIP OG BATA af öllum gerðum og stærðum. Ennfremur alls konar VÉLAR OG ÁHÖLD Leitið tilboða. ATLANTOR Dr. Magnús Z. Sigurðsson, Hamburg 36/Colonnaden 5. Verð staddur á Hótel Borg, Reykjavík til 25. þ.m. Konan mín INGIBJÖRG TÓMASDÓTTIR lézt í St. Jósefs-sjúkrahúsi, Hafnarfirði 20. þ.m. Eyjólfur Ámundason. Eiginmaður minn HJÁLMUR HJALMSSON bóndi, Hvammi, Miklaholtshreppi, andaðist í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 19. þ.m. Ragnheiður Guðbjartsdóttir. Hjartkæra móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma LILJA SNORRADÓTTIR andaðist að heimili okkar Lokastíg 6 aðfaranótt 2L marz. Guðrún Guðmundsdóttir. Tryggvi Gunnarsson. Hjartans þakkir til allra hinna mörgu nær og fjær, er sýndu okkur samúð, hjálpsemi og hluttekningu við fráfall og jarðarför BRYNHILDAR JÓNSDÓTTUR frá Jörva, er lézt í sjúkrahúsinu á Akranesi 20. febr. sl. Enn- fremur þökkum við hin mörgu spjöld um minningar- gjafir, kransa, blóm o.fl. Jörva, í marz Í958. Vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.