Morgunblaðið - 22.03.1958, Blaðsíða 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Láugardagur 22. marz 1958
Þýzkir
laganemar
Framh. af bls. 13
essorana að skapa persónuleg
tengsl við nemendurna alla, þeg-
ar fjöldi þeirra er slíkur, og veld-
ur þetta að vonum talsverðum
erfiðleikum.
Mikill trúmálaáhugi
—Hvað er að segja um áhuga
stúdenta fyrir félagsmálum?
— Stjórnmál láta þeir sig al-
mennt litlu skipta. t.d. hafa þau
enga þýðingu í kosningum hlið-
stæðum stúdentaráðskosningum
hér hjá ykkur. Þó fylgjast þeir
allvel með gangi mála. Ekki alls
fyrir löngu sóttu til dæmis um
3500 stúdentar fyrirlestra, sem
þeir Erhard, efnahagsmálaráð-
herra, og von Brentano, utanríkis
ráðherra fluttu við háskólann í
Múnchen.
Hins vegar er áhugi stúdenta
fyrir trúmálum og íþróttum mjög
mikill, og taka þeir virkan þátt
í starfsemi félaga, er slík mál
hafa á stefnuskrá sinni.
★ *
Þrátt fyrir það, að hinir þýzku
laganemar gerðu lítið úr áhuga
og afskiptum stúdenta almennt
af stjórnmálum, var greinilegt
að þeir hafa velt þeim málum
talsvert fyrir sér.
Einkum var þeim annt um, að
sameining Þýzkalands yrði að
veruleika, eins fljótt og mögu-
legt er — og án blóðsúthellinga.
Flóttamaður
Einn stúdentanna er fæddur og
uppalin í Austur-Þýzkalandi.
Var honum meinuð háskóla-
ganga þar eystra af pólitískum
ástæðum. Hann sætti því færis að
flýja til Vestur-Þýzkalands, þótt
hann yrði með því að segja skil-
ið við foreldra sína og systkini.
Reyndar kvað hann háskóla-
nám austur þar ekki vera fýsi-
legt, því að stúdentum væri
þröngvað til að sækja ótrúlegan
fjölda aukatima í kommúnískum
fræðum og rússnesku jafnhliða
sínu reglulega námi.
Endurhervæðing nauðsynleg
Síðan uppreisnin varð í Aust-
ur-Berlín 17. júní 1953 töldu
þeir félagar að harðræði og
ógnanir í þeim hluta Þýzkalands,
sem hið kommúníska stjórnar-
kerfi er ríkjandi, hefðu færzt
mjög í aukana. Ætti fólkið því
mun erfiðara um vik í baráttu
sinni fyrir endurheimt frelsis.
Þetta, ásamt ofbeldi kommún-
ista víðar um heim, kváðu hinir
þýzku laganemar hafa gerbreytt
viðhorfi almennings í Vestur-
Þýzkalandi til endurhervæðingar,
enda væri nú svo komið, að allur
þorri Vestur-Þjóðverja teldi
hana blátt áfram nauðsynlega,
til þess að sporna gegn heims-
valdastefnu kommúnismans.
— Vinna og
fjármagn
Framh. af bls. 13
hvern hluta af arðinum.
í öðru lagi að þeim gefist kost-
ur á að safna arðhluta sínum,
eða einhverjum hluta hans, til
þess með honum að eignast hluta
í atvinnufyrirtækjunum.
í þriðja lagi að þeir fái hlut-
deild í stjórn fyrirtækjanna,
annað hvort með því að eignast
svokölluð vinnuhlutabréf og
verða á þann hátt aðnjótandi rétt
inda venjulegra hluthafa, eða
með þvi að nefnd verkamanna
hvers fyrirtækis hafi íhlutun um
rekstur þess.
Tillögur Sjálfstæðismanna í
þessum málum miða fyrst og
fremst að því, að einskis verði
látið ófreistað til þess að leysa
þennan vanda á þann hátt, að all
ir aðilar megi vel við una. enda
byggist framtíðargengi þjóðar-
innar i þvi að takast megi að
leysa vandamálin hverju sinni
af sáttfýsi og bróðerni.
Er Magnús Jónsson hafði lokið
máli sínu, hófust fjörugar umra'ö
ur, og tóku til máls þeir Eyjólíur
K. Jónsson, Sigurður Helgason,
Arni Ragnarsson, Sverrir Bjarna
son og Geir Hallgrímsson.
Að lokum tók frummælandi
aftur til máís og svaraði nokKr-
um fyrirspurnum, en að svo búnu
var fundi slitið.
Aðaldalsvöllur opn-
aður á fimmlud.
ÁRNESI, S-Þing, 18. marz: Und-
anfarna 3 daga hefur verið þíð-
viðri og snjór nokkuð sigið. En
hagar eru enn hvergi komnir upp
fyrir sauðfé og enn eru samgöng-
ur mjög erfiðar. Stærstu flutn-
ingabílar, „10-hjóla trukkar“
hafa þó brotizt til Húsavíkur úr
Reykjadal. Um Aðaldal er mjólk
in enn flutt á heimilisdráttarvél-
um í veg fyrir stóra ýtu sem
dregur sleða. Úr Kinn er mjólkin
einnig flutt á stórum dráttarvél-
um.
I dag er byrjað að ryðja veginn
frá Húsavík og fram á flugvöllinn
í Aðaldal og gert ráð fyrir að
hann verði aftur opnaður til um-
ferðar á fimmtudaginn. Er það
vissulega fagnaðarefni m. a. fyrir
þá sök að þá berast dagbiöðin
hingað sem nýjust í stað þess að
nú um skeið hafa þau verið viku
til hálfsmánaðar gömul er þau
hafa borizt lesendum.
j Firmakeppni í
bridge í Keflavík
NÝLEGA er hafin í Keflavík
firmakeppni í bridge á vegum
Bridgefélags Keflavíkur. — í
keppninni taka þátt 23 firmu í
Keflavík. Spiluð er einmennings-
keppni. Keppnisstjóri er Eiríkur
Baldvinsson frá Rvík. Keppt er
þessi. Verzl. Edda 85 stig, Hrað-
frystihúsið Jökull 84, Hraðfrysti-
hús Keflavíkur 82, Efnalaug Suð-
uj-nesja 77, Verzl. Nonni og
Bubbi 76, Verzl. Stapafell 74,
Verzlun Danívals Danivalssonar
74 og Sérleyfisbifreiðir Kefla-
víkur 70.
Önnur umferð verður spiluð á
I sunnudaginn í Sjálfstæðishúsinu.
um bikar sem Úra- og skartgripa-
Eftir fyrstu umferð er staðan
I verzlunin hefur gefið.
Nýjung Nýjung
„MINERVA”
POPLIN BLÚ5SUR
í mörgum litum
úr „sísléttu“ poplini sem ekki þarf að straua
LÍTIÐ í glugga nn. '
Sími 12725
PÓLLANDSVIÐÍ 5KIPTI
Útvegum frá Póllandi eftirtaldar vörutegundir s
Frá „MOTOIMPORT" VARIMEX ELEKTRIM
Vörufhitningabifreiðar „Star“ Vatnsmælar Ljósaperur
Fólksbifreiðar „Warszawa" Ljósmyndavélar Rafhlöður margar teg.
Landbúnaðarvélar ,,Ursus“ Stækkunargler Rafmagnsvírar
Sendi f erðabif r eiðar Kíkjar Utvarpstæki
Diesel og ben/.ínvélar „VoIa“ Saumavélar Símatól
í öllum stærðum Kvikmyndavélar 35—16 og 8 mm Símstöðvar
Reiðhjól Læknaáhöld og m.fl.
Mótorhjól Fjölritara
Vökvalyftur Vigtir
Slökkvidælur Slökkvitæki PAGED
Rafstöðvar Flugvéiar o.m.fl. MINEX Veggfóður og ýmsar tegundir af pappír
Sement Finangrunarefni Timbur
MET ALEXPORT COOPEXIM CENTROMOR
Þungavinnuvélar Lásar í mörgum gerðum Skipabyggingar
Járn og trésmíðavélar Blokkir Bátabyggingar
Rafmagnslyftitæki Skrúfur
Vegagerðavélar Búsáhöld Netakúlur Krókar SKORIMPEX
•JU. o. m.fl. Hjoibarðar
Allar upplýsingar gefur
POLTRADE
Ægisgövu 10. Simi 1 17 40.