Morgunblaðið - 22.03.1958, Blaðsíða 2
2
Moncinsnj. aðið
Laugardagur 22. marz 1958
Umrceour um húsnœðismál á Alþingi:
Ríkisstjórnin lofaði 1957 að útvega
84 milljónir kr. til íbúðarlána
en aðeins 20 millj. var úthlutað
HÚSNÆÐISMÁLIN voru til um-
ræðu á fundum neðri deildar
Alþingis í gær og í fyrradag. —
Sjáifstæðismenn fluttu snemma
á yfirstandandi þingi frumvarp
um ýmsar breytingar á húsnæðis
málalöggjöfinni, — Frumvarpið
fékkst ekki afgreitt í nefnd, en
ríkisstjórnin bar fyrir nokkru
fram frumvarp um breytingar á
nokkrum smáatriðum löggjafar-
innar. Til að fá þingið til að taka
afstöðu til tillagna Sjálfstæðis-
manna hafa þær nú verið fiuttar
sem breytingatillögur við frum-
varp ríkisstjórnarinnar. Meðal
þeirra atriða, sem fram komu í
umræðunum nú, er það, að í maí
í fyrra lofaði ríkisstjórnin að út-
vega 44 millj. kr. tii íbúðalána
árið 1957. í haust lofaði hún enn
40 millj., og var það loforð gefið
í sambandi við samninga við
verkalýðssamtökin um kjaramál.
En efndirnar urðu þær að ekki
var úthlutað nema 20 millj. kr.
frá maí 1957 til síðustu áramóta.
Fáir fundir haldnir
2. umræða um frumvarp ríkis-
stjórnarinnar hófst í fyrradag.
Frumvarpið fjallar um nokkur
smáatriði, einkum viðurlög við
brotum á sparnaðarskyldunni
(sjá Mbl. 1. marz). Gunnar Jó-
hannsson talaði fyrir hönd meiri-
hluta heilbrigðis- og félagsmála-
nefndar neðri deildar, sem lagði
til, að frumvarpið yrði samþykkt
óbreytt. Gunnar sagði m. a.:
Nefndin varð ekki sammála um
frumvarp þetta, og hefur minni-
hluti hennar skilað séráliti. Þar
er því haldið fram, að nefndin
hafi hliðrað sér hjá að taka af-
stöðu til frumvarps Sjálfstæðis-
manna um húsnæðismál. Nefnd-
in hefur ekki rætt frumvarpið sér
staklega, enda hefur hún haldið
fáa fundi, og eru fleiri mál hjá
nefndinni óafgreidd. í frumvarpi
Sjálfstæðismanna er m. a. lagt
til, að ákvæðin um skyldusparn-
að verði felld niður. Við í meiri-
hluta nefndarinnar teljum þau
eitt af meginatriðum löggjafar-
innar um þessi efni, svo að fyrir-
fram var vitað, að samstaða yrði
ekki í nefndinni. Nokkur fleiri
atriði í frumvarpi Sjálfstæðis-
manna orka einnig tvímælis. Ég
ræði það ekki frekar, en tel, að
ekki sé ástæða til að nefndin
íjalli um það hér eftir, þar sem
efni þess er komið fram í formi
breytingatillagna.
Gölluð húsnæðislöggjöf
í gær héldu umræðurnar
áfram. Þá talaði fyrst Kjartan J.
Jóhannsson, framsögum. minni-
hluta heilbrigðis- og félagsmála-
nefndar. Hann sagði m. a.:
Lögunum um húsnæðismála-'
stofnun o. fl. er í ýmsum atriðum
mjög ábótavant. Framkvæmd
þeirra hefur einnig verið gölluð.
Jóhann Hafstein o. fl. Sjálfstæðis
menn báru snemma á þessu
þingi fram frumvarp um að lög-
unura yrði breytt í ýmsum atrið-
um. Þar sem þetta frumvarp hef-
ur ekki fengizt tekið fyrir hefur
efni þess nú verið tekið upp í
breytingatillögur, svo að þing-
heimur kemst ekki hjá að taka
afstöðu til þess. Ég mun ekki
rekja þessar tillögur ýtarlega,
enda var það gert á þingi í haust
(sjá Mbl. 4. og 6. des.), en vil
aðeins benda á þessi atriði:
— Reglurnar um veitingu lána
verði gerðar einfaldari og ekki
lagðar fyrir umsækjendur þær
þrautir, sem nú eru á eyðublöð-
um húsnæðismálastjórnar. Þær
eru þess eðlis, að sérfræðinga
þarf til að leysa úr ýmsum þeirra.
— Frjáls spariinnlán komi í
stað skyldusparnaðar.
— Flýtt verði fyrir útrýmingu
heilsuspillandi húsnæðis, m. a.
með hækkun ríkisframlagsins úr
4 í 12 millj. kr. á ári.
Litlu úthlutað
Jóhann Hafstein: Hér hefur
verið rætt um frumvarp það, sem
við Sjálfstæðismenn fluttum
snemma á þessu þingi um hús-
næðismál. Það virðist ekki vera
til mikils mælzt að farið sé fram
á að Alþingi taki afstöðu til máls-
ins, en þó hefur það ekki feng-
izt. Þó undrar þessi tregða mig
ekki. Hún er mjög í samræmi
við aðrar gerðir stjórnarliðsins
í húsnæðismálum.
í fyrra voru sett ný lög, sem
að mestu fólu í sér sömu ákvæði
og lögin frá 1955, en nýmælin
voru fá og lítt merkileg. Þó hef-
ur því verið haldið mjög á loft,
að hér hafi verið um stórmikið
afrek að ræða.
IJtvegun lánsfjár er það, sem
mestu skiptir í húsnæðismálun-
um. Þar hefur allt farið í handa-
skolum hjá núverandi ríkisstjórn.
í maí í fyrra voru gefin fyrir-
heit um að ríkisstjórnin myndi
sjá um, að húsnæðismálastjórn
fengi til úthlutunar á árinu 1957
ekki minni upphæð auk bygging-
arsjóðs en 44 milij. kr. Ekkert
fékkst þó upplýst um, hvernig
stjórnin ætlaði að sjá um þetta.
Um mánaðamót okt. og nóv.
fóru fram umræður um kjaramál
milli verkalýðssamtakanna og
ríkisstjórnarinnar. Samtökin hétu
stjórninni því að hafa hægt um
sig varðandi kaupkröfur, en
stjórnin lofaði á móti 40 millj. kr.
til úthlutunar á vegum húsnæðis-
málastjórnar. Ef þetta loforð átti
að hafa nokkurt gildi hlaut það
að vera í viðbót við þær 44 millj.,
sem lofað hafði verið að útvega
í maí.
Þessi loforð hafa að sjálfsögðu
ekki verið efnd fremur en önn-
ur loforð ríkisstjórnarinnar.
Eftir að loforðið var gefið í
maí 1957 úthlutaði húsnæðismála
stjórn á því ári ekki 84 millj.
kr., heldur 20 millj. kr. — aúk
12 millj. kr. vegna lánaloforða,
sem áður höfðu verið gefin.
Þó vantar ekki, að félagsmála-
ráðherra hefði nokkra tilburði
til að auglýsa sig, því að rétt
fyrir bæjarstjórnarkosningarnar
kom hann í útvarpið og sagði, að
ríkisstjórnin hefði tryggt efnd-
irnar með því að útvega alls 52
millj. kr. til íbúðalána. Þá var
reyndar komið nýtt ár og þess
var ekki heldur getið, að 25 millj.
kr. af fénu eru bráðabirgðalán,
sem greiða verður með tekjum
byggingarsjóðs af skyldusparn-
aðarfé og stóreignaskatti á árinu
1958.
Ég vildi vekja athygli á blekk-
ingum stjórnarliðsins um láns-
fjármálin við þetta tækifæri,
enda sýna þær ófremdarástand-
ið, sem nú ríkir og nauðsyn þess,
að tillögur okkar Sjálfstæðis-
manna nái fram að ganga.
í betra horfi en áður
Hannibal Valdimarsson: Ég tel
það óþinglegt að taka frumvarp
Sjálfstæðismanna frá í haust upp
sem breytingartillögu, og væri
réttara fyrir þá að hamra á
heilbrigðis- og félagsmálanefnd
um að taka afstöðu í málinu.
Sagt hefur verið, að húsnæðis-
málalöggjöfin frá því í fyrra og
framkvæmd hennar sé meingöll-
uð. Sjálfsagt eru öll mannanna
verk gölluð, en í þessari löggjöf
eru mörg og merk nýmæli. Þar
er t. d. um að ræða skyldu-
sparnaðinn, sem áætlað var, þeg-
ar löggjöfin var í undirbúningi,
að gefa myndi um 15 millj. kr.
á ári í byggingasjóð, en af reynsl-
unni frá síðustu áramótum má
ætla, að gefa muni enn hærri
upphæð,
Allmiklar frekari umræður
urðu.
Jóhann Hafstein benti á, að
Hannibal hefði engu svarað um
það, að ekki var úthlutað nema
20 millj. kr. á þeim tima, er ríkis-
stjórnin hafði lofað gífurlegum
fjárhæðum til húsnæðismála.
Þá benti hann á, að tillögur
Sjálfstæðismanna um frjálsan
sparnað og nýja tegund innlána
í bönkum væru líkleg til að
veita mun meira fé í bygginga-
sjóð en skyldusparnaðurinn ger-
ir. Vilja Sjólfstæðismenn, að
þessi innlán séu skattfrjáls upp
í 5000 kr. á ári og njótí sérstakra
vaxtakjara (1% hærri vaxta en
önnur bankalán).
Jóhann spurði Hannibal Valdi-
marsson síðan, hve miklu fé
hefði verið úthlutað af húsnæðis-
málastjórn í janúar s. 1. og hvaða
líkur væru fyrir lánsfé hina 11
mánuði þessa árs.
Hannibal Valdimarsson kvaðst
ekki geta svarað þessum spurn-
ingum óundirbúið.
. Þá urðu mikil orðaskipti um
útrýmingu heilsuspillandi hús-
næðis. Jóhann Hafstein sagði, að
meginreglan í lögunum frá 1955
hefði verið sú, að ríki skyldi
leggja fram fé til jafns við sveit-
arfélögin, og að Reykjavík hefði
lagt fram 34,5 millj. kr., en ríkið
aðeins 10 millj. á móti. Hannibal
kvað ríkið ekki skuldbundið til
að leggja neitt fram, fyrr en lok-
ið væri smíðum þeirra íbúða, er
bærinn léti reisa, og ekki nema
4 millj. kr. á ári.
Jón Sigurðsson skýi-ði tillögu
sína um undanþágurétt ungs
fólks í sveitum frá skyldusparn-
aði, er sérstaklega stendur á. Er
ræða hans rakin á öðrum stað i
blaðinu.
Umræðunni um málið varð
ekki lokið.
Vlastislav Kraus.
Iðnaðarmannvirki
og slóreignaskaltur
GUNNAR Thoroddsen og Jóhann
Þ. Jósefsson hafa borið fram
nýja tillögu um breytingar á
stóreignaskattslögunum. Segir
þar að frá matsverði dráttar-
brauta, verksmiðja og annarra
húseigna sem notaðar eru við
iðnaðarframleiðslu skuli draga
30% þegar þær eru reiknaðar til
stóreignaskatts.
Hr-
Sendifulltrúi Tékka hér
rœðir við blaðamenn
SENDIFULLTRÚI Tékkóslóvak-
íu hér í Reykjavík, Vlastislav
Kraus kallaði í gærmorgun blaða
menn á sinn fund í húsi tékk-
neska sendiráðsins að Smáragötu
16. Er þetta í fyrsta skipti sem
sendifulltrúinn hittir blaðamenn
hér að máli, en erindi hans við þá
var að skýra þeim ýtariega frá
þátttölcu Tékkóslóvakíu í hinni
miklu heimssýningu í Briissell,
sem opnuð verður í byrjun næsta
mánaðar. Lýsti sendifulltrúinn í
stórum dráttum hinni miklu sýn-
ingarhöll sem Tékkar hafa reist
á sýningarsvæðinu, en hún er sú
stærsta sem þeir hafa reist á
nokkurri slíkri heimssýningu,
með 13000 ferm. gólfflöt. Voru
til þess valdir af ríkinu hinir
færustu arkitektar og listamenn
að teikna og skreyta sýn-
ingarhöllina. Af vörum verð-
ur því tjaldað sem til er, ,og
jafnframt þessu verður svo ýmiss
konar kynning á landi og þjóð og
munu tékkneskir listamenn hóp-
ast til Briissell af þessum sökum.
Leggja Tékkar mikla áherzlu á
að vanda sem bezt til alls og hafa
varið feikilegum fjárhæðum í
þessu skyni.
VlastislaV Kraus, sem veirið
hefur hér á la#idi í tæplega eitt
ár, hefur verið starfsmaður í
tékkneska utanríkisráðuneytinu
síðan 1949. Hann var um 3 ára
skeið við sendiráð Tékkóslóvakíu
í Danmörku og talar sendifull-
trúinn dönsku. Dönskukunnátta
mín hefir orðið mér að liði hér,
þó flestir að vísu tali hér enslcu.
Hann kvaðst fagna því að vorið
færi nú í hönd, þá myndi sér
gefast tækifæri til að ferðast um
landið. Skammdegið hér er ó-
kunnum og óvönum mjög erfiður
tími.
Sendifulltrúinia býr með fjöl-
skyldu sinni á miðhæðinni, en
niðri eru skrifstofur og móttöku-
salur, vistlegur er veit mót suðri.
I anádyri hússins stendur lítill
bókaskápur sem fallega bundnar
bækur í bláu bandi og hvítu fylla
og voru þær bláu rit Marx og
Engels en þær í hvíta bandinu
eftir Lenin. Menn þökkuðu fýrir
hið prýðisgóða tyrkneska kaffi
sem sendifulltrúinn lét á borð
bera og héldu heim í soðninguna
því komið var fram yfir hádegi.
Ungf fólk sé hvalf til að
koma sér upp búslofni
JÓN SIGURöSSON hefur, eins
og áður hefur verið sagt frá í
Mbl., Iagt fram tillögu um það á
Alþingi, að unglingar í sveitum
verði undanþegnir skyldusparn-
aði, ef þeir leggja fjórðung af
kaupi sínu í að auka bústofn
erkjusala Hvítaliaiidsins
ÞAÐ er ekki óeðlilegt, þó að
mörg séu félögin í jafn fjölmenn-
um bæ og Reykjavík er orðin,
og að mörg séu áhugamál þeirra
og markmið. Er ekki að efa, að
mörg þeirra hafa unnið landi og
þjóð mikið gagn, enda má segja
að flestar framfarir séu afleið-
ingar félagsskapar og samtaka.
Ekki hefur þeim þætti þjóð-
félagsins þó alltaf verið nægur
gaumur gefinn og vel hefðu
félagsmálin mátt skipa hærri
sess í uppeldismálum þjóðarinn-
ar en raun hefur orðið á hingað
til.
Hér eru mörg félög, sem vinna
að hugsjónum sínum og áhuga-
málum við hin verstu skilyrði,
og hafa flest ekki einu sinni þak
yfir höfuðið, enda engar fastar
tekjulindir og eiga oftast allt sitt
undir áhuga og dugnaði einstakra
manna og kvenna.
Þannig eiga ýmis líknarfélög
ekki margra kosta völ og verða
þá helztu úrræðin að leita á náð-
ir náungans og safna fé með
ýmsu móti. Eru kvenfélögin eink-
um þekkt á þessu sviði, en að
hinu leytinu hafa þau þó verið
hin þörfustu og komið mörgu
góðu til leiðar, sem annars hefði
ógert verið, ekki sízt í sjúkrahús-
málum bæjarins.
Eitt af þessum félögum er
Hvítabandið, sem er með elztu
kvenfélögum landsins, stofnað
fyrir aldamót. Það hefur unnið
að sínum hugðarefnum í kyrrþey
og aflað fjár með ýmsu móti,
t. d. hlutaveltu, happdrætti, baz-
ar, merkjasölu og saumaskap.
Á síðustu árum hefur félagið
starfrækt ljósastofu fyrir lítil
börn og hefur hún verið vel sótt
og vinsæl. Undanfarna vetur hef-
ur hún verið til húsa í lækna-
stofu íþróttavallarans við Suð-
urgötu, en síðastliðið haust var
ekki hægt að fá þar húsnæði
fyrir hana og hefur hún því ekki
starfað í vetur. Nú hefur félagið
ráðizt í að byggja yfir þessa
starfsemi sina og vantar auðvit-
að peninga, því að mikils þarf
með til slíkra hluta nú á dögum.
Hefur félagið nú fengið leyfi til
að hafa merkjasölu á morgun,
sunnudaginn 23. marz og verða
merkin ti sölu á ýmsum stöðum
í bænum. Er vonandi að foreldr-
ar leyfi börnum sínum að selja
merki Hvítabandsins og styðja
þannig starfsemi þess, eins og
svo oft á undanförnum árum.
sinn. Jón flutti ræðu um málið
á þingfundi í gær og sagði þá
m. a.:
Tillaga mín fjallar um, að
unglingar í sveitum, sem vinna
hjá foreldrum sínum eða fóstur-
foreldrum og leggja árlega 25%
af kaupi sínu að fæði frádregnu
í bústofnsaukningu, séu undan-
þegnir þeirri skyldu að leggja
6% af launum sínum greiddum
í peningum í því skyni að mynda
sér sjóð til íbúðarbygginga eða
til bústofnunar í sveit. — Er hér
um að ræða sams konar undan-
þágu og veitt er lögum samkv.
á öðrum tilvikum. Þetta er í
alla staði eðlilegt og sanngjarnt,
þegar á það er litið að lögin
mæla svo fyrir að þessi 6%
skuli leggja í sjóð til styrktar
íbúðarbygginga eða bústofnunar
í sveitum. f
En í þeim tilvikum sem til-
laga mín ræðir um leggur þetta
fólk á sig miklu hærri gjöld til
bústofnunar, þ.e. 25% af kaupi
sínu. Það er því með frjálsu fram
lagi að vinna að því verkefni,
sem sjóðnum er ætlað, en með
mun hærra framlagi en lögin
gera ráð fyrir.
Fyrir sjóðinn hefir þessi und-
anþága mjög lítil áhrif til eöa
írá, — þar eð búpeningseign
unglinga og ungs fólks er orðin
að sögn miklum mun fátíðari en
áður var. Þetta er þróun, sem
flestir sveitabændur eru á einu
máli um að sé til óheilla fyrir
landbúnaðinn.
Breytingatillaga mín miðar að
því að örva unga fólkið til að
taka upp fyrri hætti. ,
Framh. á bls. 15