Morgunblaðið - 23.03.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.03.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. marz 19L MORGVNBLAÐIÐ Ú r verinu -- Eftir Einar Sigurðsson - Togararnir Síðastliðna viku var gott íiski- veður hjá togurunum, hæg aust- læg átt, blíða og vor í lofti: Skipin eru dreifð á stóru svæði allt frá Selvogsbanka og norður að Horni. Skip, sem komin voru suður fyrir land, hafa vegna fisk- leysis leitað norður á bóginn aft- ur, og er það óvanalegt um þetta leyti árs, þar sem aldrei b'rást afli hér syðra, úr því þessi tími var kominn,- Nokkur skip fengu smáreyting fyrir 'austan Djúp, en smátt var það, nær eingöngu þyrsklingur. Það er allt útlit fyrir, að ver- tíð ætli ekki að verða betri hjá togurunum en í fyrra, en þá var einmuna aflaleysi. Er hé” mikil alvara á ferðum. Fisklandanir s. 1. viku: Ing. Ai-nars Úranus . .*, Gyllir ...... Karlsefni .., Askur ...... 149 t. 11 daga 213 - 12 — 56 - 5 — . 76 - 7 — 204 - 11 — Þorst. Ingólfss. .. 186 - 14 — 162 - 12 — 17-16 — 113 - 16 — Neptúnus Skúli Magnúss. 'áltfiskur . nefnda netahnúta. Hefur mikill hluti af vikunni farið í að greiða veiðarfærin og endurnýja. Veið- arfæratjón var gífurlega mikið, varlega áætlað 20—30 þúsundir á bát að meðaltali. Auk þess var skiijanlega mikið aflatjón, því að aflinn var lítill hjá flestum í vikunni. Bezta róðurinn í vikunni fékk Gullborg, 51 lest. Hjá handfærabátum hefur afl- inn ekkert glæðzt, og fengu þeir algengast í vikunni 1—3 lestir í róðri. Aflahæstu bátarnir frá ára- mótum til 21. marz: Gullborg VE .... Víðir SU......... Bergur VE........ Stígandi VE .... Hannes lóðs VE. . Sig. Pétur VE .... Bergur NK........ Erlingur III. VE Kristbjörg VE .. Snæfugl SU .... Kap VE .......... Gullfaxi NK .... Freyja VE ....... 625 t. ósl. 433 - — 406 - — 395 - — 392 - — 364 - — 362 - — 350 - — 344 - — 326 - — 329 - — 325 - — 323 - — Reykjavík Góð sjóveður voru hjá bátun- um alla vikuna, suðaustan og austan átt. Hjá netjabátunum, en nú er ekki um annað að ræða, var afli lélegur, algengast 4—6 lestir, þótt einn og einn bátur hafi skarað frám úr dag og dag, eins og þegar Ásgeir fékk einn daginn 36 lestir. Útilegubátarnir hafa verið að koma inn með lítinn afla eftir eina og tvær umvitjanir, 5—15 lestir. Einn bátur, Happasæll, fór út með færi til reynslu og reyndi til og frá um innbugtina suður að Skaga, en varð hvergi var. Hefur hann þó orð á sér fyrir að vera drjúgur á handfærum. Keflavík Landlega var hjá línubátum á mánudag og þriðjudag vegna austanroks. Á miðvikudag var almennt róið, og var það aumasti róður, sem farinn hefur verið í marz- mánuði í manna minnum. T. d. var afli það lítill hjá 3 bátum, að þeir lönduðu engum fiski. Þeir, sem lönduðu, voru með 300 kg. og það upp í 5 lestir, og var þáts langsamlega mest. Fimmtudaginn voru línubátar yfirleitt með 4—6 lestir. Á föstudag var lélegur afli, þó voru þar einstaka neistar, þannig fékk t. d. Bjarmi 11 lestir miðað við slægt, og 3—4 bátar aðrir fengu 10—12 lestir miðað við óslægt. Á laugardag var ágætissjóveð- ur. Netabátar hafa verið með reytingsafla, töluvert mikið magn fyrstu daga vikunnar eftir rokið um helgina, 15—20 lestir og komizt upp í 30 lestir. Síðan hef- ur gefið daglega eins og hjá línu- bátunum og verið reytingsafli, fjöldinn með 6—10 lestir í róðri og komizt upp í 20 lestir hæstu bátarnir. 24 bátar róa nú með Hnu og 22 með net. Akranes Aflabrögðin gengu upp og ofan í vikunm. Stærsti róðurinn var hjá Höfrungi, 25 lestir, og næsti hjá Sæfaxa, 23 lestir, en algeng- asti afli ■ eftir nóttina var 7—10 lestir. Allir bátar eru nú komnir með net. Vestmannaeyjar Um siðustu helgi gerði stór- viðri af austri, og fór þá mikið af veiðarfærum bátanna í svo- Fiskvinnslustöðvarnar hafa tek ið á móti fiski sem hér segir til og með 20. marz: Vinnslustöðin ....... 4625 t. ósl. Hraðfr.st. Vestm. .. 4612 - — Fiskiðjan ........... 4000 - — ísfélag Vestm........ 3437 - — Reykjavík og útgerðin Allir bæir kalla á ný atvinnu- tæki og þá fyrst og fremst skip og vinnslustöðvar til hagnýtingar sjávarafurða. Allir kvíða atvinnu leysinu, jafnframt því sem ætl- unin er að auka almenna vel- megun. Enginn bær á íslandi er jafntáknrænn í þessum efnum og Vestmannaeyjar. Atvinnutækin þar eru í engu samræmi við íbúatöluna, enda streyma þangað þúsundir manna á vertið hverri í atvinnuleit. Velmegun er hvergi almennari en þar og útsvör lægri á almenningi. Það er elcki ónýtt fyrir eitt byggðarlag að eiga mikið af góðum atvinnu- tækjum. Hjálpast hér að, hvað Eyjarnar eru vel í „sveit“ settar með auðugustu fiskimiðin austur og vestur með allri suðurströnd landsins. Þar býr líka harðgert fólk, og þar snýst allt fyrst og fremst um útgerðina og hagnýt-. ingu aflans. En hvernig er ástandið í þess- um efnum í Reykjavík? Hér er útgerðin langt frá því að vera snarasti þátturinn í atvinnulíf- inu.- Það mun vera verzlun og iðnaður. Hér er þó mesta togara- útgerð á landinu, þar sem héð- an eru gerðir út 16 togarar, sem innan skamms verða 18. Borið 30 og 40 milljónir króna sem lán eða styrk úr bæjarsjóði. Það hafa verið byggðar verbúðir fyr- ir bátana. Fyrir utan þetta verð- ur bent á fátt, sem gert hefur verið af hálfu bæjarins til efl- ingar útgerð hér. Eitthvað var þó um ábyrgðir af hálfu bæjar- sjóðs á nýsköpunarárunum í sam- bandi við bátakaup. Svo hefur höfnin auðvitað verið stækkuð hér, en það er almenns eðlis og ekkert sérstakt fyrir Reykjavík. En það eru ýmsir bæir, sem hafa gert hitt og þetta til að efla útgerð og fiskveiðar. Má t. d. nefna, að Neskaupstaður greiðir nú 10 aura pr. kg. af fiski, sem lagður er á land í kaupstaðn- um yfir vetrarvertíðina. Vest- mannaeyjar gáfu í haust, þegar minna var um atvinnu, togur- um þeim, sem landa vildu fiski þar, eftir hafnargjöld, leyfðu frí afnot af löndunarkrönum, greiddu ísinn að meira eða minna leyti og felldu niður veltuútsvar hjá frystihúsunum af togarafiski. Þá lofaði Vestmannaeyjabær. til að ýta undir útgerð á haustver- tíðinni, að greiða lágmarkstrygg ingu á bátunum, það sem vant- aði á, að hluturinn hrykki til; ennfremur nokkurn hluta af beit- unni á móti frystihúsunum, svo að útgerðin fékk hana fyrir minna en hálfvirði. Nú er það út af fyrir sig ekki æskilegt að vera að styrkja at- vinnuvegina og grípa þannig fram fyrir hendurnar á eðlilegri þró- un. En hér er allt á kafi í styrkj- um á öllum sviðum, styrkjum, sem eru á góðum vegi með að kaffæra ríkissjóð og mörg bæj- arfélög. En það er líka mikill munur á að leggja misjafnlega vel rekinni bæjarútgerð til einfalt, tvöfalt, þrefalt og þaðan af meira upp- runalegt kaupverð togaranna eða leggja stein í götu útgerðar ein- staklinganna. Nýbúið er að hækka hér verbúðaleigu um 100%. Þá hefur vatnsskattur á fiskiðnaðinn nýlega verið fimm til tífaldaður og er nú orðinn álíka og útsvarið eða hærra. Þá linnir ekki látum að reyna að flæma úr bænum fiskimjölsverk- smiðjuna, þótt hvergi í heimin- um hafi enn tekizt að ráða nið- urlögum lyktar frá fiskimjöls- verksmiðjum og þær séu í hverj- um einasta bæ og kauptúni á íslandi og i mörgum stórborgum erlendis, t. d. Esbjerg og það margar, Cuxhaven, Bremen o. s. frv. Er fóllcið í þessum bæjum af eitthvað annarri gráðu en Reykvíkingar. Eða er Reykjavík að verða of fín til þess að vera útgerðarbær. Þeir tímar geta komið, að einhver sæi eftir að hafa flæmt útgerðina frá Reykja- vík. Vandamál línu- og netjaveið'anna Þorskanet hafa alltaf verið að ryðja sér meira og meira til rúms. Allar verstöðvarnar fyrir sunnan land hafa lengi skipt ver- Það þarf stóra hönd til að spila verk eftir Brahins segir Guðrún Krislinsdótlir, sem leikur einleik með sinfóníuhljómsveit í fyrsta sinn ó þriðjud. ÞETTA verður eldskírn. Eg hefi aldrei áður leikið einleik með sinfóníuhljómsveit segir unga stúlkan, sem situr gegnt mér. Ertu kvíðin? Ég er kvíðin og forvitin í senn. Þetta er alveg ný reynsla fyrir Guðrún Kristinsdóttir: „Ég er kvíð'in og forvitin í senn“ mig. Mér finnst ég kunna þetta allt ágætlega, þegar ég sit við píanóið heima. En það gegnir nokkuð öðru máli, þegar hljóm- sveitin kemur til skjalanna líka, segir Guðrún Kristinsdóttir og hlær fjörlega, en er þó greinilega ofurlítið taugaóstyrk við tilhugs- unina um þá eldraun, sem fram- undan er. Það er um að gera að vera vel undirbúin. Ég á ekki aðeins við að æfa viðfangsefnið vel heldur sofa vel og borða styrkjandi og góða fæðu. Matar- lystin fer reyndar óneitanlega . j tíðinni hreinlega í tvennt, línu saman við íbúatölu eru margir 0g netavertíð. Dettur engum í hug aðrir bæir miklu fremri. Reykja- vík er samt bær, sem stendur á gömlum merg, hvað togaraút- gerð snertir. Það er eins og það þurfi langan tíma til að skapa öll skilyrði til togaraútgerðar. Reykjavík, Hafnarfjörður og Patreksfjörður hafa einna mesta reynslu í togaraútgerð. Hvað bátaútgerð snertir, er að- staðan verri, einkum í sambandi við fólkið. Hér er svo margt, sem glepur. Þó eru sjálfsagt’gerðir út héðan milli 30 og 40 smærri og stærri vélbátar. Það segir sig sjálft, að í bæ, þar sem jafnmikil útgerð er og í Reykjavík, er einnig mikill fisk- iðnaður. Hér eru 6 stór frysti- hús, stórar saltfiskstöðvar og kynstur af hjöllum til skreiðar- verkunar. Hér er líka stór fiski- mjölsverksmiðja, þar sem unn- inn er urn % hlutar af fiski þeim, er á land berst, úrgangurinn. En hvað gerir Reykjavík til þess að efla hér útgerð? Jú, bær- inn hefur fest kaup á 8 togurum og lagt þeirri útgerð til á milli að vera þar með hvoru tveggja samtímis. í Faxaflóaverstöðvum og Snæ- fellsness hefur þetta verið meira á reiki. Línan hefur verið hið ráðandi veiðarfæri, en seinni árin hafa fleiri og fleiri verið að fara þar yfir í netin á sama hátt og verstöðvarnar fyrir sunnan land. Aldrei hafa verið meiri brögð að því en í vetur, að menn í þessum verstöðvum skiptu yfir á net, þegar loðnan kom og hinn svokallaði netafiskur með henm. Nú er netanotkun í yfirgnæfandi meirihluta. Einar tvær verstöðv- ar á þessu svæði halda enn tryggð við línuna að einhverju leyti, Keflavik og Sandgerði. Ef til vill eitthvað í Snæfellsnesverstöðv- um einnig. Akranes, Reykjavík og Hafnarfjörður eru farin svo til eingöngu yfir í netin. Þeir bátar, sem enn eru með línu í Keflavík og Sandgerði, hefðu sjálfsagt flestir tekið þorskanet nú, ef þeir hefðu verið að ræða eins og annars staðar er orðið. Sú er þróunin. Það samræmist illa að vera með línu og net á sömu slóðum. Línan fer þá jafnan halloka. Það gerir það enginn nema einu sinni að leggja línu, þar sem net eru fyrir. Því er það, að þeir, sem eru með línu í Keflavík og Sand- gerði, hafa farið þess á leit, að netunum verði afmarkað svæði innan 13 mílna frá landi, línu hugsaðri dreginni frá Skaga og suður með landi á móts við Stafnes, sem beygði þá upp að Reykjanesi. Nú er þeim, sem veiða með línu, nokkur vorkunn að geta hvergi verið öruggir með veiðar- færi sin. En það er líka varhuga- vert að fara að marka þeim veið- arfærum bás, sem eru ef til vill að ryðja línunni úr vegi vegna yfirburða sinna. Ef til vill er þetta síðasta árið, sem þessi veið- arfæri eru notuð samtímis. Það er líka athyglisvert, að netabát- ar úr verstöðvum á Snæfellsnesi fóru í fyrra með netin á miklu meira dýpi en áður hefur þekkzt, eða 130—150 faðma dýpi, og gaf góða raun. Það virðast engin tak- mörk fyrir því, hvað hægt er að leggja net á miklu dýpi. Slík takmörkun á veiðisvæði netanna myndi hindra slíkt. Það er líka hætt við, að slík bönn myndu lít- ið stoða, fyrir því er gömul reynsla í sambandi við netaveið- ar hér í Flóanum. Urðu úr því mikil málaferli og sátu „sökudólg arnir“ af sér sektirnar. Var við- brugðið, hvað skipstjórarnir undir það búnir. Næsta ár er trú- ] hefðu látið sér þetta í léttu rúmi legt, að um hreina skiptingu verði liggja. minnkandi eftir því sem úrslita- stundin færist nær. En það er líka mjög mikils virði, að hljómsveitarstjórinn er frábær og mjög gott að vinna með honum, bætir Guðrún við. ★ ★ ★ Og úrslitastundin er n.k. þriðjudagskvöld. Þá á þessi unga listakona að leika Fimmta píanó- konsert Beethovens með Sinfóníu hljómsveit íslands undir stjórn dr. Václavs Smetácek. Guðrún er tónlistarunnendum hérlendis áður kunn. Hún hefir haldið tón- leika tvisvar í Reykjavík á veg- um Tónlistarfélagsins, veturinn 1955 og í nóvembermánuði sl. Hefir hún og þrisvar haldið tón- leika á Akureyri og tvisvar í Kaupmannahöfn. Jafnan hefir Guðrún hlotið mjög góða dóma, og túlkun hennar þótt bera vott um næman skilning og mikla hæfileika. Guðrún er Akureyringur, 27 ára að aldri, dóttir þeirra hjóna Kristins Þorsteinssonar, deildarstjóra í KEA, og Lovísu Pálsdóttur. Guðrún á til tónlistarfólks að telja í báðar ættir. Á heimili Guðrúnar hefur jafnan verið lögð mikil rækt við tónlist og söng. Spila'ði fyrsí opinherlega 9 ára að aldri Hvenær spilaðir þú fyrst opin- berlega? Ég mun hafa verið 9 ára. Það var á barnaskólaskemmtun á Ak ureyri. Þá var ég nú ekki rnikið kvíðin, ég hafði ekki lært það þá. Ég held, að kvíðinn fari vax- andi með aukinni kunnáttu. Óneitanlega getur hæfilegur kvíði orðið til þess, að árang- urinn verður betri en ella. Ann- ars er gott að spila fyrir Reyk- víkinga, þeir eru mjög vinsam- legir áheyrendur. Einnig er ágætt að spila fyrir Akureyringa, og ekki síðra að æfa sig þar. Þar er næðissamt og ekki margt, sem glepur. Er ekki nauðsynlegt fyrir píanó leikara að halda tónleika opin- berlega alltaf annað veifið? Jú, það er illt að stirðna í því að koma fram og túlka list sína. Æskilegast er að halda tónleika a. m. k. á árs fresti. ★ Mikið er um það talað, að lítil tækifæri séu til þess hér heima Já, það er erfitt að vera píanó- leikari á íslandi. Áhugamál þeirra hlýtur að vera að halda tónleika, og áheyrendurnir verða aldrei ýkjamargir með svo fá- mennri þjóð, ef stofnað er til tónleika hvað eftir annað. Annai'S heyrist mér ungir píanóleiksrar erlendis einnig kvarta undan svipuðum erfiðleikum, sem sé of fáum áheyrendum. Þetta er allt háð hæfileikum og að nokkru fjárhagslegri getu. Það er dýrt að stofna til sjálfstæðra tónleika — líka í Kaupmannahöfri. Hér lendis eru söngskemmtanir yfir- leitt betur sóttar en tónleikar. íslendingar eru óneitanlega söngelsk þjóð. Og á söngskemmt unum gefst mönnum færi á að hlusta á það, sem þeir helzt vilja heyra — lög, sem þeir kannast vel við. ★ Hvað æfirðu þig lengi á dag? Það er nokkuð misjafnt. Að jafnaði sjö klukkustundir. Ég held, að iítið sé unnið með því að vinna eins og vél, sem sett er í gang á morgnana og heldur áfram til ákveðins tíma að kvöldi. Aðalatriðið er ekki að mínu áiiti að æfa sig sem flestar klukkustundir, heldur æfá sig Framh. á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.