Morgunblaðið - 23.03.1958, Blaðsíða 8
e
MORGVIS BL AÐIÐ
Sunnudagur 23. marz 1958
Lestrarfélag Mývetninga 100 ára
ÞRIÐJUDAGURINN 23. marz 1858,
rann upp bjartur og fagur. Spegilís
var á öllu Mývatni. Margraddaður
svanasöngur barst út í himingeim-
inn frá svanahópunum, sem héldu
sig á auðum vogum og víkum með-
fram austurströnd Mývatns, og við
Laxá.
Þegar leið að hádegi var mikil
mannaferð um ísinn á Mývatni.
Ungir og gamlir voru þar á ferð
í smærri og stærri hópum, flestir
á skautum og bar hratt yfir. Allir
stefndu að Mikley í Mývatni,
stærstu eyju vatnsins.
Þar hafði verið boðuð skemmti-
samkoma, þó þar væri ekkert sam-
komuhús og ennþá væri frost og
vetur. Allir treystu því að góða
veðrið entist allan daginn, og föt
manna voru hlý og skjólgóð. Þó
öll aðstaða til fundarhalda þarna,
Ibúð til leigu
3ja til 4ra herb. íbúð til leigu
yfir mánuðina maí, júní, júlí.
Ibúðin er á 1. hæð á fögrum
stað við miðbæinn og gætu öll
húsgögn fylgt. Lysthafendur
leggi nöfn og uppl. um fjöl-
skyldustærð o. fl. á afgr. Mbl.
fyrir föstudag merkt: „Tjörn-
in — 8952“.
væri mjög frumstæð, varð þó þessi
samkoma eins sú merkasta sem
haldin hefur verið í Mývatnssveit.
Það sem gerði það að verkum að
þessi samkoma varð merkari en
aðrar samkomur hér, var, að einn
ungur fundarm. Jakob Hálfdánar-
son á Grímsstöðum, (sem síðar
varð landskunnur fyrir afskipti sín
af stofnun Kaupfélags Þingeyinga
og fyrsti framkvæmdastjóri þess)
bar fram tillögu um að Mývetning-
ar mynduðu félag til að koma upp
bókasafni í Mývatnssveit til afnota
fyrir sveitarbúa. Þessi tillaga var
mikið rædd og gerður að henni
góður rómur. Var svo ákveðið
þarna á fundinum að stofna Lestrar
íélagið og gáfu sig þegar fram all-
margir menn sem vildu gerast fé-
lagar, og lofuðú jafnframt að leggja
fram nokkuð af bókum til að
mynda með bókasafnið. Einn fund-
armaður Erlendur Sturluson, orti
kvæði í tilefni af félagsstofnuninni,
og flutti það á fundinum.
Þann 8. maí sama ár var svo
haldinn framhaldsfundur, um bóka
safnsmálið, á Grænavatni. Þar
lagði Jakob Hálfdánarson fram
uppkast að lögum fyrir félagið. Var
lagafrumvarpið nokkuð rætt og
stungið upp á smávegis breytingum
á því. Var kosin þriggja manna
nefnd til að endurskoða frumvarpið
og gera á því þær breytingar sem
þörf þótti á. í nefndina voru kosn-
ir Jakob Hálfdánarson á Grímsstöð-
Innrömmun min
er flutt frá Húsgagnaverzl. Gunnars Mekkinós-
sonar, Laugaveg 66 í
Húsgagnaverzl. Guðmundar H. Halldórssonar, Laugav. 2
Innrömmun á saumuðum myndum, málverkum og
ljósmyndum.
Glæsilegt úrval af erlendum rammalistum.
um, sr. Þorsteinn Jónsson 1 Reykja-
hlíð og Pétur Jónsson bóndi á sama
bæ.
Seint 1 desember, sama ár, lagði
svo nefndin fram frumvarpið enn
að nýju og var það samþykkt og
staðfest af öllum fundarmönnum.
Kosin var stjórn félagsins: Jón Sig-
urðsson hreppsstjóri á Gautlöndum,
formaður, sr. Þorlákur Jónsson á
Skútustöðum, bókavörður og
séra Þorsteinn Jónsson á
Sveinsströnd gjaldkeri. Alls voru
stofnendur félagsins 30. Árgjald
hvers félagsmanns var ákveðið 48
skildingar, en gjald ævifélaga 10
ríkisdalir.
Til að flýta fyrir því að dálítið
bókasafn myndaðist, lögðu félags-
menn fram á fyrsta ári, nokkuð af
bókum sem samtals voru virtar á
47 ríkisdali og 48 skildinga. Var
bókaframlagið mjög misjafnt frá
félagsmönnum, sem eðlilegt var.
Réði þar um bæði vilji og geta.
Bókaeign manna var lítil. Sumir
lögðu fram aleigu sina af bókum.
Mest bókaframlag frá einum manni
var frá Jóni Hinrikssyni skáldi,
sem síðar bjó á Helluvaði í Mývatns
sveit. Hann lagði til bækur sem
virtar voru á 14 ríkisdali og 64 sk.
Stefán Helgason bóndi á Geirastöð-
um lagði til bækur fyrir 10 ríkis-
dali, og Pétur Jónsson bóndi í
Reykjahlíð bækur fyrir 8 ríkisdali
og 88 sk., og ári síðar bætti hann
við bókum fyrir 7 ríkisdali. —
Þá 1859 voru lagðar fram af íélags-
mönnum bækur fyrir 16 ríkisdali
og 48 skildinga.
Þegar félagið var stofnað var það
fyrst nefnt Skútustaðahrepps lestr-
arfélag. Síðar var því breytt í
Lestrarfélag Mývetninga. Frá því
að félagið var stofnað, hefur það
notað sömu gerðabók, eða I 100 ár.
Ennþá eru eftir nokkrar blaðsíður
í bókinni. í þessari bók er skrásett
allt sem félagið hefur starfað í 100
ár, Þar eru allir reikningar félags-
ins, félagsmannatal frá stofnun og
skrá yfir allar bækur sem keyptar
hafa verið í bókasafnið.
McCall’s
4446
McCall’s
4444
Parísar nýjungar fyrir vor/ð
teiknaðar af GIVENCY
ásamt mikiu úrvali af öðrum McCall-snlðum,
fremstu teiknara og nýjum ítölskum og
og þýzkum efnum í eftirmiðdags- og
kvöldkjóla. Tískulitir og munstur.
Úrval af hnöppum, meðal annars ekta THATI
skelplata og allt fyrir heimasaum. —
McCall’s
4443
\
Skólavörðustíg 12
Bókasafnið hefur frá fyrstu tíð
verið geymt á þingstað hreppsins,
Skútustöðum. Um síðustu aldamót
var þar byggt samkomuhús úr
timbri. Var bókasafnið geymt þar
um langan tíma. Voru menn þó
mjög hikandi við að geyma það
þar vegna eldhættu. Var því ráðizt
í það árið 1924 að byggja bókhlöðu
úr steinsteypu. Það var lítið hús
í „kastalastíl" með tvöföldum veggj
um. Var þess gætt að láta það
standa svo fjarri öðrum húsum að
þaðan stafaði engin eldhætta.
Safnið er nú 3.409 bindi, þar af
542 bindi af útlendum bókum, sem
eru aðallega á norðurlandamálun-
um. Eru það úrvals skáldrit, ferða-
bækur frægra landkönnuða, og fjöl
breytt safn af fræðibókum. Er þar
merkilega mikið af bókum um nátt-
úrufræði. Reynt hefur verið að
kaupa aðeins góðar bækur I safnið.
Sneitt hefur verið hjá „reyfurum"
og skyldum bókmenntum, enda
hafa menn verið heppnir með þá
sem valið hafa bækurnar, en það
eru einkum formenn félagsins. Sig-
urður Jónsson skáld á Arnarvatni,
hefur lengst allra stjórnað Lestrar-
félaginu, eða í 35 ár. Næst lengst
hefur fyrsti formaður félagsins
stjórnað, Jón Sigurðsson á Gaut-
löndum, 28 ár.
Töluvert er af gömlum og fágæt-
um bókum í safninu. Ég nefni hér
aðeins örfáar:
1. Grágás og Járnsíða 1847.
2. Minnisverð tíðindi 1796 til 1802.
3. Gestur Vestfirðingur 1847,
prent. I Kaupmannahöfn; Gestur
Vestfirðingur 1850, prent. í Reykja-
vík; Gestur Vestfirðingur 1855,
prent. í Kaupmannahöfn.
4. Iðunn 1860, prent. á Akureyri.
5. Húnvetningur 1857, prent. á
Akureyri.
6. Fjölnir 1835 til 1844.
o. m. fl.
Oftast hefur félagið haft lítil fjár
ráð og hefur það mjög háð starf-
semi þess þó ýtrustu sparsemi hafi
verið gætt. i
Árið 1860 voru tekjur félagsinsj
24 ríkisd. 80 sk. Félagsm. 26.
Árið 1890 voru tekjur félagsins
kr. 110,00. Félagsm. 34.
Árið 1920 voru tekjur félagsins
kr. 200,00. Félagsm. 46.
Árið 1950 voru tekjur félagsins
kr. 5.546,00. Félagsm. 192.
Á tímabili voru árgjöld þeirra
félagsmanna, sem aðeins lásu is-
lenzkar bækur, örlítið lægri en
þeirra sem einnig lásu útlendu bæk
urnar. Það kom þó fljótt í ljós að
þeir sem aðeins lásu íslenzkar bæk-
ur, voru svo fáir að ekki þótti taka
því að hafa tvenns konar árgjald.
Lestrarfélag Mývetninga hefur á
liðnum tíma haft ómetanleg áhrif
í sveitinni. Bókasafnið varð sú
menningarlind, sem svalaði að
nokkru leyti fróðleiksþorsta yngri
og eldri Mývetninga, sem ekki
höfðu tök á því að stunda skólanám.
Það var metnaðarmál flestra ungl-
inga að læra svo dönsku eða norsku
að þeir gætu notað sér bækurnar,
sem Lestrarfélagið átti á þeim mál-
um.
Ég efast ekki um, að bækur
Lestrarfélagsins hafi vakið útþrá í
hugum margra Mývetninga. Eink-
um voru ferðabækurnar vel fallnar
til þess og þær voru vinsælt lestrar-
efni. Veturinn 1920, fékk einn Mý-
vetnskur bóndi sér vetrarmann,
sem sá um bú hans þann vetur.
Bóndinn, Valdimar Halldórsson á
Kálfaströnd, fór til Danmerkur, og
síðan suður um álfuna, suður til
Napoli á Ítalíu, síðan norður um
Frakkland og England, heim í sveit
ina sína til að stunda bú sitt á nýjan
leik. Síðan hafa fleiri Mývetningar
lagt land undir fót, eins og Valdi-
mar, og ég hygg að á þessum ferð-
um hafi þeir aflað sér andlegra
verðmæta sem muni endast þeim
til æviloka. Vel má vera að lestur
bókanna í bókasafni Lestrarfélags-
ins, hafi vakið áhuga þessara ferða-
langa á því að kýnna sér hvað
væri „hinum megin við fjallið" og
auka þekkingu sina og viðsýni með
því að kanna ný lönd og nýjar
leiðir.
Ég vona að Lestrarfélag Mývetn-
inga, eigi eftir ekki síður hér eftir
en hingað til, að glæða og örva
fróleiksþorsta almennings, bæði
eldri og þó einkum þeirra yngri
um langan aldur. Nú er búið að
bæta svo aðstöðu héraðsbókasafn
anna um land allt, að þau ættu að
geta unnið stórvirki á sviði alþýðU'
fræðslunnar, ef rétt og vel er á
haldið.
Grímsstöðum 11. marz 1958.
Jóhannes Sigfinnsson.
K V Æ » I
flutt á stofnfundi Lestrarfélags Mý-
vetninga í Mikley í Mývatni 23.
marz 1858.
Vöknum af dvala daufra hugmynda
og árisulir örkum til fundar,
fögnum hver öðrum fjörgum huga
fúsir til nýtra fyrirtækja
félagsneistann fýsum og glæðum
eldlega drift sem endur kveiki
hjölum um það sem hag vorn batar
og lýtur að farsæld landa vorra
hrekjum í útlegð hindurvitni
en hófleg samtök og hyggindi
virðum.
Óþarfa fýsn og eyðslusemi
framvegis skulum fyrirlíta
sjálfsafneitun í svoddan efnum
gjarnan mun oss að góðu verða.
Stöndum vel af oss straum hleypi-
dóma
fylgjum tímanunn frjálslundaðir,
nytsaman fróðleik námfúsir metum
öflum oss dýrmætrar upplýsingar.
Eflum dugnað og dyggð fúsir brúk-
um
daga og stundir drottni til æru
hann mun ávaxta viðleitnina
hans að vilja ef hegðan vöndum.
Erlendur Sturlusou.
— Kvennasiða
Framh. af bls. 8.
Ananasostur
Hér á að nota 4 litla sviss-
neska osta, 1 matsk. rjóma,
1 matsk. ananassafa, 4 sneið-
ar niðursoðinn ananas.
Osturinn er hrærður vel upp
með rjómanum og safanum. —-
Sneiðarnar eru skornar í litla
bita og síðan hrært út í. Er þetta
látið í litlar upphitaðar tartá-
lettur.
O—o—O
Og svo að lokum er hér upp-
skrift að Hirðköku, sem var
ábætirinn á einum fermingar-
matseðlinum (hún er reiknuð fyr
ir 12);
10 eggjahvítur, 500 gr. sykur,
100 gr. flórsykur, 500 gr.
dökkt súkkulaði, Vi 1. rjómi,
100 gr. möndlur, 500 gr. þeytt-
ur rjómi, 20 græn cocktailber.
Fyrst er búið til marengsdeig
úr hvítunum, þær þeyttar og
sykurinn látinn út í. Flórsykrin-
um er stráð á 4 stk. af smjör-
pappír. Sprautið síðan botna á
tvö blöðin en „rimlaloki“ á hin
tvö. Þetta er allt bakað við mjög
vægan hita og iátið kólna alveg
áður en tekið er af bréfinu. —
Súkkulaðið er nú brætt í rjóm-
anum og afhýddar, gróft hakk-
aðar möndlurnar látnar út í. —e
<- ^ áp**T~-s,
:iÉP»ÍIllplp«IIpPIÍÍll
. ' -* ♦ i ' w -..
* , 't'V
Þessu er síðan blandað saman
við þeyttá rjómann og látið á
botnana og „rimlalokinu“ komið
fyrir ofan á. Það er síðan skreytt
með berjunum. A. Bj.
Myndlislaskólinn
í Reýkjavík
AÐALFUNDUR Myndlistaskól-
ans í Reykjavík var haldinn ný-
lega. Formaður félagsins var
kosinn Sæmundur Sigurðsson, Og
með honum í stjórn þeir Ragnar
Kjartansson, Einar Halldórsson,
Kristján Sigurðsson og Þorkell
Gíslason. Skólinn hefur nú feng-
ið húsnæði í sýningarsal Ás-
mundar Sveinssonar á Freyju-
götu 41 og hófst kennsla þar í
janúar. Skólinn tapaði öllum
áhöldum sínum í brunanum á
Laugavegi 166 á síðasta sumri,
en hefur nú fengið önnur ný og
vandaðri. Vísir skólans að bóka-
safni brann einnig, en nú hafa
honum borizt myndarlegar bóka-
gjafir og prentmynda, svo sem
frá Helgafelli, Norðra, Bókaverzl.
Snæbjarnar, KRON og Braga. —
Vill félagið þakka slíka velvild
i í garð skólans.