Morgunblaðið - 23.03.1958, Blaðsíða 16
16
MORGUWBLAÐtv
Sunnudagur 23. marz 1958
Sextugur á morgun:
Séra Þorsteinn Johannesson fyrrv.
prófastur í Vatnsfirði
ÍRSKA stórskáldið Oliver Gold-
smith segir um eina söguhetju
sína, sem var prestur, að hann
hafi sameinað þrennt hið stærsta
á jörð: hlutverk sálusorgara,
eiginmanns og heimilisföður.
Þessum presti lýsir skáldið svo,
að hann hafi ailtaf verið jafn
viðbúinn til kenningar og hlýðni,
hógvær í allsnægtum, æðrulaus
í mótlæti. Um annan prest segir
Goldsmith — en hefur sjálfsagt
sömu fyrirmynd í huga —, að
hann hafi verið prýði kirkju
sinnar, söfnuðinum leiðtogi í
Ijóssins átt líkt og íuglinn laðar
unga sína til flugs, glaðzt með
glöðum, en samhryggzt syrgj-
endum, skrifað syndarans skuld
í sandinn, en rétt við brákaðan
reyr. öllum stóð hús hans opið.
I>ar áttu þjáðir vísa líkn og
þreyttir hvíld.
Við engan prest, sem ég þekki,
virðist mér þessi lýsing skáldsins
eiga betur að flestu leyti eða
öilu en Þorstein Jóhannesson, sem
verður sextugur 24. þ. m. Án
efa minnast guðfræðingar lands-
ins séra Þorsteins á verðugan
hátt við þetta tækifæri. En mér'
þykir einnig hlýða, að honum sé
borið nokkurt vitni af leikmanni,
sem kynnzt hefur störfum hans,
eigi aðeins kirkjulegri þjónustu,
heldur og mannkostum og þegn-
skap á veraldlegu sviði. Vona ég,
að mér fyrirgefist, þó að inn í
þetta greinarkorn sé fléttað
persónulegri reynslu. Það er
nauðsynlegt til skýringar. Fyrst
kulu þó sögð nokkur deili á
5tt og uppruna séra Þorsteins,
yví að sú vitneskja er jafnan
lykill að skilningi á mönnum og
viðhorfi þeirra til lífsins.
Séra Þorsteinn Jóhannesson
fæddist í Ytri-Tungu á Tjörnesi
24. marz 1898. Var faðir hans
Jóhannes Jóhannesson, lengst
bóndi að Ytra-Lóni á Langanesi,
Guðmundssonar, bónda að Síla-
læk, Stefánssonar. Voru þau al-
systkin Jóhannes afi séra Þor-
steins, Sigurbjörg móðir Sands-
bræðra, Sigurjóns og Guðmund-
ar, og Þorkell á Fjalli, faðir
Indriða og Jóhannesar, föður
Þorkels háskólareksors. Amma
séra Þorsteins, Jóhanna Jó-
hannesdóttir, kona Jóhannesar
Guðmundssonar, var systir Sig-
urjóns á Laxamýri, þess mikla
búhölds og áhugamanns. Um Sig-
urjón kvað Matthías á þessa leið,
er hann kom að Laxamýri:
Eina góða ósk ég hef,
ef þér viljið tiúa,
að ég kynni að yrkja stef
eins og þér að búa.
' Voru þeir því að öðrum og
þriðja Jóhann og séra Þorsteinn.
Móðir séra Þorsteins er Þuríður
Þorsteinsdóttir, prests á Þórodds-
stað, Jónssonar. Var bróðir henn-
ar Jón bóndi á Arnarvatni, þjóð-
kunnur fyrir kveðskap sinn.
Mætti nefna mörg fleiri skáid og
nafnfræga fræðimenn í þeim ætt
um, sem að séra Þorsteini standa,
og ekki síður ágæta bændur og
þjóðhagsmiði.
Séra Þorsteinn tók guðfræði-
próf 1924 og vígðist sama ár að
Stað í Steingrimsfirði, en fékk
Vatnsfjörð 1929, varð prófasíur
í Norður-ísafjarðarsýslu 1939 og
gegndi því embætti til ársins
1955, að hann gerðist fulltrúi í
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.
Hann kvæntist 23. júní 1923,
Laufeyju Tryggvadóttur, kaup-
manns á Seyðisfirði, Guðmunds-
sonar. Eiga þau fimm efnileg
börn.
Þegar ég minnist nú þessara
merku tímamóta á ævi Þorsteins
frænda míns, verður mér hugsað
til atviks, sem gerðist vestur í
prestakalli hans fagran haust-
morgun 1944 og ég gleymi seint:
Stafalogn er á ísafjarðardjúpi.
Lítill bátur klýfur spegilsléttan
sjávarflötinn, unz hann iegst við
bryggju í Reykjanesi. Þar er fáni
dreginn að hún, og ferðafólkið
stígur á land. Fráfarandi forstöðu
maður Reykjanesskóla, Aðal-
steinn Eiríksson, kemur á móti
því og býður það velkomið. Inn-
an skamms eru skólanefndar-
menn, að undanskildum séra Þor-
steini í Vatnsfirði, mættir að
Reykjanesi til að afhenda undir-
rituðum skólasetrið. Þeir safnast
saman í skrifstofu skólastjórans
og bíða séra Þorsteins. Fljótlega
sést til báts hans á leið yfir
Reykjarfjörð, og prófastur bætist
í hópinn.
„Vertu velkominn, frændi
minn“, sagði séra Þorsteinn, um
leið og við heilsuðumst. Þó að
mér, óverðugum, hefði þegar ver-
ið sýnt mikið traust og vinsemd
af skólanefndinni með því að
fela mér forstöðu skólans, tók
þessi hlýlega ósk prófastsins öllu
öðru fram. Hún minnti á vindana
þýðu, er sumrið andar og Jónas
lýsir. Eg veit .þá hvergi slíka sem
á austanverðu Norðurlandi.
Kveðja prófastsins fannst mér
álíka geðþekk og hún var óvænt
í þessari vestlægu, grýttu byggð,
þar sem sunnlenzka súldin og
íshafskuldinn frá Græniandi
mætast, þó að einnig við Djúp
ætti ég eftir að lifa mörg fögur
kvöld og morgna.
Þetta voru fyrstu kynnin, sem
ég hafði af séra Þorsteini. Fjögur
ár áttum við eftir að starfa sam-
an. Og allt var það samstarf með
þeim ágætum, að aldrei bar
skugga á. Drengskapur, traust,
heilindi og tryggð séra Þorsteins
og konu hans brugðust hvorki
mér né minu heimili nokkurn
tíma, eigi heldur frábær gestrisni
prófastshjónanna og höfðings-
lund, að ógleymdri þeirri nota-
legu glaðværð, sem jafnan rikti
í Vatnsfirði, þegar ég kom þar,
því að séra Þorsteinn er hrókur
alls fagnaðar og hjónin bæði
glæsileg og aðlaðandi í senn.
En hvað þá um kennimanninn
og fræðarann séra Þorstein?
mætti spyrja. Þar get ég trútt
um talað, svo oft var ég viðstadd-
ur tíðagerð hjá prófastinum.
Hann var prófdómari við skólann
öll þau ár, sem ég veitti honum
forstöðu, og endurskoðaði reikn-
inga hans, sem kom í minn hluta
að færa. Er það skemmst af að
segja, að alla þessa þjónustu
rækti séra Þorsteinn af mestu
prýði. Hann er ræðu- og radd-
maður svo sem bezt gerist meðal
presta, að mínum dómi. Allar
prédikanir hans, þær sem ég
heyrði, voru vandaðar að gerð
og báru gáfum hans og smekk-
vísi fagurt vitni. Þessu til stuðn-
ings leyfi ég mér ennfremur að
benda á sunnudagshugvekju, sem
ég las í vetur í Morgunblaðinu —
24. nóvember held ég, að það hafi
verið —. Hef ég enga hugvekju
lesið, er mér finnst taka þessari
fram.
Jafnvígur var séra Þorsteinn á
allar námsgreinar, sem dæma
skyldi til prófs, og hef ég engan
mann annan hitt slíkan. Svo
glöggur var hann á tölut, að
aldrei skeikaði. Bærist talið að
búsýslu, kom heldur enginn að
tómum kofunum hjá séra Þor-
steini, enda sátu prófastshjónin
staðinn með sæmd. Þau áttu
fallegt búfé og fóru vel með það.
Snyrtimennska og árvekni duld-
ist hvorki utan húss né innan.
Eins og nærri má geta, hlóðust
á séra Þorstein ýmis trúnaðar-
störf, þó að hér verði ekki talin
fleiri en þegar hefur verið gert,
því að til hans báru allir traust
vegna fjölhæfni og áreiðanleika.
Er hvort tveggja einkenni ætta
hans. Þess má samt geta, að þær
eru ekki með öllu lausar við
ókosti fremur en aðrar ættir, þó
að ég kynntist engum þeirra í
fari séra Þorsteins. Svo ríkur er
hann af mörgu því, sem þeira
má til sæmdar telja: gáfum og
góðvild, búmennsku, fróðleiks-
fýsn og hagleik, umhyggjusemi,
heimilistfyggð, ábyrgðartilfinn-
ingu og . einstaka fyrirhyggju.
Séra Þorsteinn bar gæfu til að
vera prestur góðs traustleika-
Framh. á bls. 22
*
LESBÓK BARNAN ’A
TESBÓK BARNANNA
9
— fár er fagur, ef grætur--------------
ður sins. Verður honum
gið þangað, er Dofri
t. Haraldur mælti þá:
„Litt ertu nú staddur,
ia viltu þiggja líf af
;r?“
„Eigi veit ég það“, seg-
• Dofri, „sakir ummæla
our þíns, hvort ég vil
oma þér í svo mikla
ettu“.
„Hvað muntu þurfa að
já fyrir því?“, sagði
laraldur. Hann brá þá
axi því hinu góða, er
ann átti, og sníður fjöt-
.rinn og blýböndin af
lofra. Er hann var laus
irðinn þakkaði hann
laraldi lífgjöfina og hafði
;ig síðan af stað. Batt
lann ekki lengi skó sína
ig lagði halann á bak sér
>g setti í burtu, svo að
ivorki sá af honum veð-
r né reyk.
Eigi miklu síðar sökn-
■ðu menn Dofra. Spurði
ænungur, hver þessa
verks mundi sannur, en
Haraldur sagðist Dofra
leyst hafa. Við þetta varð
konungur ákaflega reið-
ur, svo að hann rak
Harald, son sinn, í burtu,
en kvaðst eigi nenna að
láta drepa hann.
Gekk Haraldur í brott
á merkur og skóga. Lá
hann þá úti svo náttum
skipti. Er liðnar voru
fimm nætur gerðist hann
mjög þrekaður af hungri
og þorsta. Hann var þá
staddur í rjóðri einu og
sér, hvar að honum geng-
ur greppur mikill. Þykist
hann þar kenna Dofra
tröll.
Dofri mælti: „Eigi ertu
nú vel staddur, konungs-
son. Má kalla, að þú hljót-
ir þetta mest af mér, eða
viltu fara með mér til
heimkynna minna?“
Haraldur játaði þvi.
Tók Dofri þá Harald í
fang sér og gekk með
hann heldur snúðugt, allt
þar til hann kom að heiii
einum stórum.
Hann bar þá piltinn á
handlegg sér, en er hann
gengur inn í hellinn, lýt-
ur hann minna en hann
ætlaði og keyrir sveininn
upp undir hellisbergið svo
hart, að hann var þegar
1 í óviti.
Dofra þótti þá mikið
orðið slys sitt, ef hann
hefði drepið piltinn. Varð
honum svo mikið um, að
hann grét yfir honum, en
er hann gerir skelpurnar
og beygir skaflinn, þá
raknar Haraldur við og
lítur upp móti Dofra karli.
og sýnist hann þá heldur
stórskorinn.
Þá mælti Haraldur:
„Það er þó satt að segja,
fóstri minn, að fár er fag-
i ur, ef grætur, því að mér
sýnist þú heldur bragðill-
ur og yfirlita mikill, og
vertu kátur, því að mig
sakar ekki“.
Gladdist Dofri þá og lét
Hai-ald niður í helli sín-
um. Þar var Haraldur
fimm velur og skorti ekki
það, er hafa þurfti. Dofri
unni honum svo mikið, að
hann máttí ekki í mót
honum láta. Margt kenndi
Dofri honum í fræðum.
Einnig vandi Dofri hann
við íþróttir. Mikið gekkst
Haraldur við um vöxt og
afl.
Dag nokkurn mælti
Dofri við Harald: „Nú
þykist ég hafa launað þér
lífgjöíina. Skaltu nú fara
heim og taka við ríki
þínu, því að faðir þinn er
dauður. Legg ég það til
með þér, að þú skalt
hvorki láta skera hár þitt
né neglur fyrr en þú verð
ur einvaldskonungur yfir
öllum Noregi. Skal ég
veita þér liðsinni og vera
með þér í bardögum. Mun
þér það að gagni verða,
því að ég mun skeinuhætt
ur sakir þess, að ég mun
ekki auðsær vera. Far þú
nú vel, og gangi þér allt
til tírs og tíma, heiðurs
og hamingju".
Fann þá mjög á Ðofra,
er þeir skildu. En er
Haraldur kom heim, var
hann til konungs tekinn
yfir öll þau fylki, er fað-
ir hans hafði ráðið. Sagði
hann mönnum sínum,
hvar hann hefði verið
þessa fimm vetur.
Var hann þá kallaður
Haraldur Dofrafóstri.
(Heimild: Hálfdánar
þáttur svarta, Flat-
eyjarbók).
— ★ —
Kæra Lesbók.
Mig hefur lengi langað
til að senda þér smásögu,
en hún er svona:
Reglurnar liennar Siggu
Tólf ára telpá, Sigriðr
ur að nafni, skrifaði
nokkrar reglur á pappírs
blað og festi þær fyrir
oían rúmið sitr. Hún á-
setti sér að reyna að fara
e'tir þeim.
Þessar reglui ættu sem
flestir að hugjeiða. Þær
eru svona:
Vendu þig ekki á þvað
ur eða söguburð.
Forðastu vondan félags
skap.
Haltu loforð þín.
Vertu kurteis og vin-
gjarnlegur við alla.
Þú getur ekki komizt í gegn um þetta völundar-
hús, nema þú sért góður í reikningi.
Byrjaðu efst við 10 og legðu svo af stað niður
eftir. Tölurnar, sem þú mætir á leiðinni, verður þú
ýmist að leggja við, draga frá eða margfalda með,
og það er um að gera að komast að útganginum á
sem lægstri tölu. Lægsta talan, sem þú getur fengið
er 20. —
Lærðu námsgreinarnar
þínar vel.
Taktu vel eftir, þegar
einhver talar við þig.
Vertu glaðlyndur, —
várastu þrætur og ólund.
Láttu hvern hlut á
sinn stað.
Talaðu ekki illa um fé-
laga þína.
Hafi þér orðið á, þá
neitaðu því ekki.
Gerðu aðra svo glaða
og gæfusama sem þú get-
ur.
Mér finnst, að þessar
reglur hennar Siggu séu
góðar, og að sem flest
börn ættu að lesa þær.
Vertu blessuð og sæl.
Guðrtður Friðriksdóttir,
10 ára, Reykjavík.
Skrítlusamkeppnii..
90. Lítill drengur var
að teikna mynd. Mamma
hans kom inn og spurði,
hvað hafln væri að
teikna.