Morgunblaðið - 23.04.1958, Síða 9
Miðvikudagur 23. apríl 1958
UORCVNBLAÐIh
9
Leikfréttir frá Lundúnum
I COMEDY Theatre í Panton
Street (rétt hjá Haymarket), er
verið að sýna „Cat on a Hot Tin
Roof“, eftir ameriska höfundinn
Tennessee Williams. Hann er ef
til vill meðal þekktustu amer-
ískra leikritahöfunda og vel kunn
ur íslendingum fyrir leikrit sín,
bæði sýnd í Þjóðleikhúsinu og
Iðnó. Þar á meðal má nefna:
„Summer and Smoke“ (Sumri
hallar), „The Glass Menagerie“
(Glerdýrin), og „A Streetcar
Named Desire“. í Bretlandi er
hann mjög dáður sem rithöfund-
ur og flestar kvikmyndir hans
merktar með „X“, bannaðar börn
um innan sextán ára, sem auð-
vitað gerir biðraðirnar lengri fyr-
ir utan bíóin! Lögreglan í Dubl-
in stöðvaði frumsýningu á leik-
ritinu „The Rose Tattoo", þar
sem þeim þótti það nokkuð ber-
ort fyrir áhorfendur, en írland
virðist vera strangara á því sviði
en England. Á meðal kvikmynda
hans tel ég „Baby Doll“ vera
bezta. Hún var sýnd hér í fyrra
við geysilega aðsókn. Leikstjórn
(Elia Kazan), leikur og kvik-
myndun var með þeim ágætum,
að ég tel að enginn leikari eða
leikunnandi ætti að láta þá kvik-
mynd fara fram hjá sér, verði
hún á vegi þeirra.
Tennessee Williams er einhver
ríkasti leikritahöfundur í heim-
inum, og er erfitt að vita hvernig
hann eyðir peningum sínum, þar
sem hann hatar þægindi og vel-
megim. Hann er þess fullviss að
hann muni deyja um fimmtugt.
1 Florida Key West býr hann í
hálfföllnu húsi, með stórum súl-
um, líkt og fornt leiksvið. í New
York hefur hann látið útbúa her-
bergi fyrir sig, sem lítur út eins
og herbergi, sem hann hafði leigt
í Rómaborg og hafði vakið hon-
um andagift. Franska skáldkonan
Francoise Sagan, sem er mjög
umtöluð um þessar mundir, er
ein af beztu vinum hans.
Það er sagt að lífsskoðun
Tennessee Williams sé: — Hlakk-
aðu ekki til þess dags, þegar þú
hættir að finna til, því þá veiztu
að þú ert dauður.
Leikritið „Köttur á heitu blikk-
þaki“, fjallar um auðugan amer-
ískan plantekrueiganda og fjöl-
skyldu hans. Þau búa í stóru,
tómlegu húsi. „Big Daddy“, heim-
ilisfaðirinn, hefur verið sjúkur
og er hræddur um að hann hafi
ólæknandi krabba. Þetta er af-
mælisdagurinn hans og honum
hefur verið sagt að sjúkdómur-
inn sé ekki þess eðlis, og hann
sé úr allri hættu. Hann ræður
sér ekki fyrir kæti, því þessi
stóri „útlifaði" maður er hræddur
við dauðann. „Big Mama“, sem
er lítil og feit, verður ógnarglöð
og hleypur um þetta stóra, tóm-
lega hús á sínum stuttu feitu fót-
um til þess að segja uppáhalds-
syninum þeirra, Brick, sem byr
hjá þeim með konu sinni, Maggie,
frá gleðitíðindunum. Maggie (the
Cat), hefur þegar tilkynnt manni
sínum að læknarnir hafi fullyrt
að „Big Daddy“ eigi skammt ólif-
að, sé með ólæknandi krabba, en
bróðir hans og mágkona, sem eiga
fjölda barna, séu að sveima eftir
arfinum, og ætli að tilkynna „Big
Mama“ sannleikann um kvöldið.
Hún fyrirlítur mág sinn og mág-
konu, sem eru leiðinleg og notar
hvert tækifæri að núa henni um
nasir, að Brick og hún geti ekki
átt börn saman. Hún elskar
Brick, en hjónaband þeirra hang-
ir á bláþræði.
Brick er orðinn drykkfelldur,
eftir dauða bezta vinar síns, sem
hann getur ekki gleymt. Hann
hefur einnig neitað að sofa hjá
Maggie. Hún ákærir hann um
kynvillu, og hann verður fok-
reiður. Þeirri spurningu er í raun
og veru aldrei fullsvarað. Áhorf-
endum er látið eftir að geta þar
í eyðurnar. Mér skilst að vinur
hans hafi borið slíkar tilfinning-
ar til Brick, án hans vitundar,
þar til þeir lentu í orðasennu í
löngu símtali rétt fyrir dauða
hans. „Big Daddy“ þykir vænzt
um Brick og þegar hann deyr,
sem hann heldur að sé fjarri, vill
hann að Brick erfi plantekruna.
Brick kærir sig ekki um auðæfi.
Það eina sem hann kærir sig um
er flaskan, sem getur gefið hon-
um frið. „Big Daddy“ verður
reiður yfir ístöðuleysi hans og
ásakar hann um að drekka vegna
óeðlilegra ástríðna hans. Brick
slengir framan í hann í reiði
sinni að hfnn cé í raun og veru
Kim Stanley sem Maggie.
að dauða kominn. „Big Daddy“,
sem er bæði stór og feitur,
skreppur saman af hræðslu og
reiði yfir blekkingum fjölskyld-
unnar. Eldri sonur hans og kona
hans vilja ná í auðæfin vegna
barna sinna, en Maggie, sem vill
aldrei láta undan, tilkynnir að
hún sé ófrísk, eigi von á erfingja.
Það er auðvitað lygi, en „Big
Daddy“ rymur af gleði, og
Maggie grátbiður Brick að sofa
hjá sér, láta lygi hennar verða
að sannleika. Hún dröslar honum
að rúminu þegar tjaldið fellur.
Ég hefi lesið þetta leikrit
tvisvar sinnum og hrifizt af því,
sem einu bezta leikriti Tennés-
see Williams, en það urðu mér
mikil vonbrigði að sjá það leik-
ið í Comedy Theatre. Ég hafði
búizt við svo miklu. Kim Stan-
ley, sem leikur Maggie, er vel
þekkt Broadway-leikkona og
leikur sitt hlutverk með mikilli
prýði. Eins Leo McKern, sem
leikur „Big Daddy“. Brick, lejk-
inn af Paul Massie, hafði engin
áhrif á mig.
Aðrir leikendur, sem fóru
sæmilega með hlutverk sín, voru:
Bee Duffell (Big Mama), Daphne
Anderson (Mae) og Roger Win-
ton (Reverend Tooker). Alan Til-
vern lék Cooper, 'bróður Brick’s,
sérstaklega vel. Launce Maras-
chal lék Doctor Bauch illa.
Leikstjórn fer Peter Hall með,
og hefur honum ekki tekizt eins
vel og fyrrum. Leikurinn er of
hægur, sem er ef til vill orsök
þess að hann hittir ekki í mark.
Peter Hall er ungur og upprenn-
andi leikstjóri, giftur Leslie
Caron.
„The Iceman Cometh" eftir
Eugene O’Neill, er eit eftirtekt-
arverðasta og bezt leikið leikrit
í London um þessar mundir. Það
er verið að sýna það í Winter
Garden Theatre í Drury Lane.
Leikendur eru um tuttugu að
tölu og fara allir frábærlega vei
með hlutverk sín, sem án efa
má þakka nákvæmri og góðri
leikstjórn Peters Wood. Meðal
leikaranna má nefna: Jack Mac
Gowran, Patrick Magee, Lee
Montague, Toby Robertson, Ro-
bert Adams o. fl. sem of langt
yrði upp að telja. Sérhver þeirra
fer svo vel með hlutverk sitt,
að ómögulegt er að gera upp a
milli þeirra. Leikurinn tekur
fjórar klukkustundir og heldur
athygli áhorfandans óskertri frá
byrjun til enda.
Um hvað fjallar leikurinn? Ég
myndi segja fals lífsins. Eugene
O’Neill skrifar ekkert léttmeti.
Leikurinn gerist á barstofu, þar
sem úttaugaðir drykkjumenn
eyða tíma sínum, og eiga ekki
afturkvæmt nema í dagdraumum
sínum. Einn dag kemur félagi
þeirra, Hickey, sem alltaf var
lífið og sálin í félagsskapnum,
heim, — „bláedrú“. Hann hefur
unnið þess eið að smakka ekki
áfengi framar og frelsa hina frá
dagdraumunum og áfengisbölinu.
Hann breytir þeim öllum nema
einum, og sendir þá út í heim-
inn „þurra“ og veiklynda. Að
kvöldi koma þeir allir til baka
og sökkva sér niður í dagdraum-
ana og áfengið rétt eins og áður.
Hickey hefur sagt þeim að kon-
an hans sé dáin og félagar hans
hafa veður af að þar sé ekki
allt með felldu. í lokin segir
hann þeim ævisögu sína, hvern-
ig hann skaut konu sína vegna
ástar þeirra. Hann vefur konu
sína í dýrðarljóma ástar, fyrir-
gefningar og blíðu, en út úr
honum hrekkur óafvitandi ein
einasta setning, Ijót — sem hann
sagði eftir að hafa framið verkn-
aðinn. Setningin gefur til kynna
að þetta fyrirmyndarhjónaband
hans var stærsti dagdraumur
Hickey’s. Hann er handtekinn.
Félagar hans reyna að sannfæra
sjálfa sig um, að hann hafi verið
vitskertur og þeir sökkva sér aft-
ur niður í dagdrauma sína og
drykkju — og tjaldið fellur. —
Eugene O’Neilí lætur ekki að
sér hæða. Ég gæti glöð setið í
aðrar fjórar klukkustundir og
horft á leik hans eins og hann
er túlkaður i Winter Garden
Theatre.
Frá Rússlandi kemur Ukraini-
an State Cossack Company með
þjóðdansa til Princess Theatre,
Shaftesbury Avenue. Það er
sannarlega líf og fjör í þessum
Kósökkum. Þeir dansa frámuna-
lega vel og þróttlega. Hljómlistin
er að mestu eftir I. Ivaschenko
og er dásamleg. Einna eftirtekt-
arverðustu dansarnir voru:
Brúðudans (Puppets) og herdans
með nokkurs konar íþróttum fra
átjándu öld. Þeir bera með sér
hressandi blæ og áhorfendur
tlr „The Iceman Cometh“: Lee Montague, Patrick Magee,
Robert Adams og Michael Balfour í hlutverkum.
ærðust af fögnuði. Það verður
ekki sagt um Englendinga sem
áhorfendur, að þeir láti ekki ó-
þvingað í ljós álit sitt um leik-
sýningar. Séu þeir ánægðir
hrópa þeir og kalla og stappa,
séu þeir óánægðir „púa“ þeir a
leikritið og það á sér varla
viðreisnarvon eftir það. Leikarar
geta ímyndað sér hversu notalegt
það er að vera „púaður“ á frum-
sýningu.
London, 7. apríl 1958
Krf.
Breiðfirðingafélagið heldur
skemanti&amkomu
í Breiðfirðingabúð að kvöldi síðasta vetrardags og
hefst kl. 9 e.h.
Skemmtiatriði:
Ávarp: sr. Árelíus Níelsson.
Leikþáttur: Aurora og Emelía.
Þjóðdansasýning.
Dans.
Allur ágóði rennur til Björgunarskútusjóðs Breiða-
fjarðar.
Stjórnin.
Til sölu
Vandað 70 ferm. Einbýlishús í Kleppsholti. Stór
girt lóð fylgir húsinu.
6 herbergja íbúð í Hálogalandshverfi. íbúðin er til-
búin undir treverk og málningu.
4 herbergja íbúð við Kleppsveg.
Eignarlóð í Vesturbænum.
INDRIÐI PÁLSSON, hdl.,
sími 33196.
FramtíðarstaBa
Verkstjóri getur fengið stöðu hjá
verksmiðju hér í bænum. —
Umsókn sendist Morgunblaðinu
fyrir 1. maí merkt:
„Fframtíðarstaða — 7956“.