Morgunblaðið - 23.04.1958, Side 10

Morgunblaðið - 23.04.1958, Side 10
10 MORCl'NBLAÐIb Miðvikuclagur 23. apríl 1958 tJtg.: H.l. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjón: bigíus Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.i Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arm Ola, simi 33045 Augiýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriltargjatci kr. 30.00 á mánuði innaniands. 1 iausasölu kr. 1.50 eintakið. STÖÐVUN VISITÖLUNNAR EKKI EINHLÍT LÆKNING VERÐ- BÓLGUNNAR Brauðstríð flugfélaganna SKÖMMU eftir að Alþingi kom saman á sl. hausti, flutti Bjarni Benedikts- son svohljóðandi tillögu: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að birta nú þegar skýrslu um framlag ríkissjóðs til lækkunar á vöruverði. Sé bar sundurliðað, hversu hátt framlag er greitt til verðlækkunar a hverri vöru um sig, og gerð grein fyrir, hver áhrif það mundi hata, ef greiðsium þessum væri hætt. Ennfremur ályktar Alþingi, að skora á ríkisstjórnina að birta héðan í frá jafnskjótt allar ákvarðanir hennar um breyting- ar á þessu framlagi." Tillögu þessari var á sínum tíma vísað til fjárveitingarneínd- ar. Hún lét sér hægt um af- greiðslu hennar, en þegar komið var fram í febrúar birtist jan- úarhefti Hagtíðinda og var þar ýtarleg skýrsla hagstofustj. um þessi efni. Á hann lof skilið fyrir samningu og birtingu sinn- ar greinargóðu skýrslu. Af henni má margt læra um raunveruleg- an vöxt verðbólgunnar, er stjórn- arvöldin áður reyndu að leyna og gera raunar enn sitt til að menn átti sig ekki á til hlítar. * í skýrslunni kom fram, að þótt engar nýjar ráðstafanir væru gerðar til niðurgreiðslu vöru- verðs, þá mundu á árinu 1958 verða greidd niður sem svarar 21 til 22 vísitölustigum Þar af er 9 vísitölustiga hækkun í valna tíð V-stjórnarinnar. Eru þess engin dæmi, að svo mikil aukning niðurgreiðsina hafi áður orðið á jafn-skömmum tíma. Ætla hefði mátt, að stjórnar- blöðin, jafnt málgagn fjármála- ráðherra sem hin, er frekar þykj ast vera málsvarar verkalýðsins, hefðu tafarlaust birt þessa þýð- ingarmiklu skýrslu og gert al- menningi grein fyrir gildi henn- ar, því að hún sker svo giöggt úr, að ekki verður um deilt, hversu verðbólguvöxturinn hef- ur verið gífurlegur undanfarin misseri. Sjálf hækkaði vísitalan um full 5 stig opinberlega á árinu 1957. Hún hækkaði á því eina ári meira en á öllum tímanum frá 1. desember 1952 fram í marz 1955. Þessi hækkun varð á árinu 1957 þó að mestu verðhækkunum væri haldið utan við vísitöluvör- urnar.Til viðbótar þessum 5 stig um hefirnúverið reiknuðúthækk un um eitt stig. Nú er því viður- kennd 6 stiga hækkun frá því að V-stjórnin tók við. En þessi 6 stig segja ekki nema lítinn hluta sögunnar.. Hin raunveru- lega hækkun nemur einnig 9 stigunum, sem greidd eru niður nú til viðbótar því, sem áður var. Að vísu er reynt að fela þessa 9 stiga hækkun. En fjárins til greiðslu þeirra er aflað með skött um á allan almenning. Almenn- ingur verður að borga kostnað- inn við hið innantóma sjálfshól ríkisstjórnarinnar um að henni hafi með þessu móti tekizt að halda verðbólgunni í skefjum. Álögurnar af þeim sökum verða því þungbærari, þar sem ríkis- stjórnin hafði áður svipt laun- þega kauphækkunum, sem svar- aði 6 vísitölustigum. Ekki skal dregið í efa, að ríkis- stjórnin telji að þessar ráðstafan- ir hafi verið nauðsynlegar, né tekin afstaða til hvort svo hafi verið í raun og veru. Hitt er augljóst, að fásinna er að tala um lausn efnahagsmálanna, um vöxt eða stöðvun verðbólgunnar og þegja um þessar staðreyndir. k Af viðbrögðum stjórnarblað- anna er Ijóst, að þau vilja láta sem minnst um þetta tala. Ef eitthvert þeirra hefur skýrt frá greinargerðinni í Hagtíðindum, þá hefur verið farið harla laumu- lega með þá frásögn. Henni hefur sízt af öllu verið hampað, enda sneiða stjórnarliðar yfirleitt hjá henni í umræðum sínum. Hugur stjórnarliða kom ber- lega fram, þegar Tíminn og Al- þýðublaðið tóku bæði upp vörn fyrir þá fjarstæðu Seðlabankans, að með útgáfu vísitölutryggðra skuldabréfa séu kaupendur skuldabréfa tryggðir gegn á- hættu verðbólgunnar. Morgun- blaðið benti á, að hér hefði Seðlabankinn mjög of mælt, auk þess sem hann hefði látið birta mjög blekkjandi teikningar til að sýna fram á, hvílík hlunnindi menn fengju með kaupum þess- ara bréfa. Þar var í eir.ni teikningunni látið svo sem hlutur kaupenda bréfanna ykist um 54% í stað 10,4%, sem er hið sanna. Sam- kvæmt annarri teikningu átti hlutur kaupenda að vaxa urn 1730 í stað 1104 að réttu laál. Ef hinar hærri tölur hefðu átt að sýna raunvtrulegan vöxt verð bólgunnar, gætj verið að þær væru ekki fjarri sanni, en sem mælikvarðt á hag manna við kaup á vísitölutryggðum skulda- bréfum voru þær gersamlega út í bláinn. í stað þess að játa hið rétta, fcrugðust Tíminn og Alþýðublað- ið hið versta við. Ástæðan var augljós. Annars vegar reyna stjórnarliðar að gera minna úr vexti verðbólgunnar en efni standa til. Hins vegar er meira gert úr skaðabótunum til almenn ins en færa staðizt. ★ f orði kveðnu þora stjórnar- liðar þó ekki að viðurkenna við- leitni sína til þess að dylja al- menning hins sanna samhengis hlutanna. Þess vegna samþykktu þeir nú í síðustu viku tillögu á Alþingi, þar sem að efni til var lýst stuðningi við tillögu Bjarna Benediktsonar frá því í haust. Ber að virða þeim til lofs, að þeir treystu sér ekki til að halda í allra augsýn fast við, að þessum staðreyndum skyldi leynt fyrir almenningi. Nú er að sjá, hvort stjórnarblöðinu breyta upp teknum hætti og gera sitt til, að skýra þessar og aðrar mikilvæg- ar staðreyndir efnahagslífsins fyr ir almenningi. Réttur skilningur á þeim er frumskilyrði þess, að lækning fáist á meinsemdunum, sem nú er við að stríða. Hvaða samlokur eru samlok- ur? — og hvaða samlokur eru ekki samlokur? Framkvæmda- stjórar stóru flugfélaganna hafa að undanförnu átt í miklu stríði sín í milli, því að þeim hefur ekki komið saman um hvað kalla mætti samloku — og hvað ekki væri samloka. Mergurinn málsins er sá, að í vetur, þegar aðildarfélög IATA ákváðu að lækka fargjöld enn yfir Atlantshafið — bættist fjórða flugfarrýmið "við, eins kon ar spari-farrými, sem er enn ó- dýrara en ferðamannafarrými. Á þessu nýja farrými gilda auðvit- að nýjar reglur, — reglur, sem miða að því að fæla alla frá því að ferðast á spari-farrýminu, sem nokkurn veginn hafa efni á að ferðast á ferðamannafarrými — eða dýrara farrými. Þetta snertir aðallega veiting- ar og sætarými. Vínveitingar eru engar á spari-farrými — og þar er heldur ekki hægt að kaupa vín né annan tollfrjálsan varning svo sem á öðrum farrýmum. Og viðurgjörningur flugfélags- ins við farþeganna er einnig lít- ill, miðað við það, sem er á betri farrýmum. Svo segir í reglum, að í Atlantshafsflugi megi ein- ungis veita samlokur — og gos- drykki. Samlokurnar eru inni- faldar í fargjaldinu, en gosdrykki verða farþegar sjálfir að kaupa. Og þá er hin mikla spurning: Hvað má samlokan vera stór (eða lítil) til þess að geta kallazt samloka? Forystumönnum flug- félaganna ber ekki saman um þetta. Miklar deilur hafa risið, ekki vegna þess að samlokur hafi verið of litlar, heldur vegna þess að þær hafa verið of stórar. Bandaríska flugfélagið Pan American hefur kært SAS fyrir að hafa brotið gerða samninga með því að bera of stórar sam- lokur fyrir farþega á sparifar- rými. Síðar kom í Ijós, að Swiss air, Air France og KLM höfðu verið farþegum sínum jafnrausn arleg og SAS — og ekki bætti það úr skák. Pan American seg- ist ekki hafa efni á að veita jafnstórar samlokur og Evrópu- flugfélögin, aðstaða þeirra sé mun betri hvað þessu viðvíkur. Og forystumenn SAS halda auð- vitað fast við sitt — og segja að SASscamlokur séu hinar einu réttu, sannleikurinn sé, að SAS- samlokur séu stærri en samlokur Pan American. Fólk þurfi því ekki lengur að vera í neinum vafa um pað með hvaða flug- félagi bezt er að ferðast yfir Atlantshafið — auðvitað með því félagi, sem rausnarlegast er — og veitir stærstar samlokur. Pan American hefur mikið til síns máls hvað því viðvíkur, að óheillavænlegt sé að félögin hefji NOKKRUM mánuðum áður en Rússar skutu sputnikum sínum á loft ski’ifaði víðfrægur enskur blaðamaður í vísindaiegum efn- um grein þar sem hann kom fram með þá tilgátu, að eldflaugarnar, sem Bulganin hefði ógnað með í bréfum sínum til Dana og Norð- manna, væru knúnar af annarri eldsneytistegund en bandarísku eldflaugarnar — og eldsneyti Rússanna væri hagfelldara og rúmtaksminna en hið bandaríska. Sagðist hann hafa heimildir fyr- ir því, að eldsneyti Rússanna væri ekki fljótandi eins og það bandaríska. Nú hefur vísindamaður einn af Gyðingaættum, dr. Alexander Zarchin, sem búsettur er í ísrael staðfest þessar fullyrðingar enska blaðamannsins — og frá- saga Gyðingsins er mjög athygl- isverð. Hann er fæddur í Rúss- RÍKISSTJÓRN Sambandslýðveld isins Þýzkalands hefur boðizt til að veita tíu íslendingum styrki til náms við þýzka háskóla og tækniskóla og fjórum Islending- um ókeypis námsvist hjá þýzkum iðnfyrirtækjum. Boð þessi um námsstyrki og nájnsvistir eru þættir í tækniaðstoð sambands- lýðveldisins við erlend riki. Námsstyrkir Átta námsstyrkir veitast til tæknináms við þýzka háskóla og tækniskóla. Einn námsstyrkur er ætlaður til hagfræðináms, en einum styrkjanna hefur þegar verið ráðstafað til íslendings, er leggur stund á fiskifræðinám í sambandslýðveldinu. Styrkirnir eru að fjárhæð 300 þýzk mörk á mánuði í tvö ár samfleytt. Auk þess greiðist ferðakostnaður og nokkur dýr- tíðaruppbót. Umsóknareyðublöð undir um- sóknir um námsstyrkina fást í menntamálaráðuneytinu, og veit ir ráðuneytið og Iðnaðarmála- stofnun íslands nánari upplýsing samkeppni um það hver veiti stærstu samlokurnar, því að á endanum fari þá svo, að samlok- urnar verði það stórar, að enginn geti torgað þeim. landi, var forstöðumaður tækni- stofnunarinnar í Leningrad í 11 ár — og segir, að eldsneyti það, sem Rússar noti í stærri flug- skeyti sín, sé byggt á uppgötvun- um, sem hann gerði sjálfur skömmu fyrir upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar. Sarchin segir, að rússneska eldsneytið sé þurrt — og aðalefni þess séu magnesium og köfnunarefnis- duft. Þetta eldsneyti hafa Rússar einnig notað í eldflaugar, sem haft hafa menn innanborðs, segir Zarchin, sem féll í ónáð hjá kommúnistum, þegar vegur hans var hvað mestur — var sendur til Síberíu, en heppnaðist að kom- ast undan. Nú vinnur hann í ísrael og er forstöðumaður mik- ils fyrirtækis, sem vinnur magn- esium úr Dauða hafinu. Magnes- ium er hráefni framtíðarinnar, segir hann. ar um styrkveitingar þessar. Um- sóknir skulu hafa borizt mennta- málaráðuneytinu fyrir 15. maí næstkomandi. Námsvistir Tveim fslendingum er boðið að kynna sér framleiðslu fiskflökun arvéla í verksmiðjum í sambands lýðveldinu, og tveim íslending- um gefst kostur á að kynna sér niðursuðu á fiski í þýzkum iðju- verum. Umsóknareyðublöð vegna þessara námsvista fást hjá menntamálaráðuneytinu, og veit ir það og Fiskifélag íslands nán- ari upplýsingar um þessi efni. í Umsóknir berist til ráðuneytisins i fyrir 15. maí næstkomandi. I * IRÍKISST J ÓRN þýzka sam- | bandslýðveldisins hefur boðizt til að veita tveim íslendingum styrki til náms við þýzka háskóla skólaárið 1958—1959. Styrkirnir nema 300 þýzkum mörkum á mán uði í tólf mánuði, og sé námið stundað á tímabilinu frá 1. októ- ber 1958 til 30. september 1959. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi eða stundað háskóla nám að minnsta kosti fjögur há- skólamisseri og þurfa að leggja fram meðmæli og vottorð um námsástundun frá háskólakennur um. Styrkþegum gefst kostur á að sækja námskeið í þýzkri tungu á vegum Goethe-stofnunarinnar þýzku, áður en hinn eiginlegi námstími hefst, og skal tekið fram í umsókn, hvort umsækj- andi æsKÍr að sækja slíkt nám- skeið. ★ Þá hefur ríkisstjórn þýzka sam bandslýðveldisins ennfremur boðizt til að veita tveim íslend- ingum, er áhuga hafa á að nema fræði, er lúta að friðsamlegri nýt ingu kjarnorku, styrki til náms 1 þeim fræðum við þýzka háskóla eða tækniskóla. Styrkirnir nema 300 þýzkum mörkum á mánuði, og skal þeim varið til 24 mánaða námsdvalar háskólaárin 1958— 1959 og 1959—1960. Umsækjendur skulu hafa lok- ið háskólaprófi eða stundað há- Frh. á bis. 19. Stœrsta ferja Evrópu p-ww . -rrtfy evnnWéi 11 l JS»> ...........• >Wll|^ij|g«,U I I* ' >#''■ OiT"'*; Nýlega hafa Sviar látið smiða þessa jámbrautarferju. Verður hún í förum milli Trelleborg og Sassnitz. Hún hefur spor fyrir 5 járnbrautir og er stærsta ferja Evrópu. Magnesium — hráefni f ramf íðarinnar ? Þýzkir námsstyrkir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.