Morgunblaðið - 23.04.1958, Page 11
Miðvikudagur 23. apríl 1958
MORCUNBLAÐIÐ
11
LeikmaÖur og prófessor
Samtal við Bjarna M. Gíslason um
aðdrótfanir Westergaard Nielsen próf.
ÞEXM Dönum fer auðsjáanlega
fækkandi, sem eru á móti af-
hendingu handritanna, en hins
vegar beita þeir nú alls konar
meðulum til að sverta málstað
hinna. Upp á síðkastið hefur
mest borið á árásum á Bjarna M.
Gíslason rithöfund af hálfu
Wiggo Starckes ráðherra og Chr.
Westergárd-Nielsens prófessors.
Forsaga málsins er þessi: Árið
1947 sendu lýðskólamenn áskor-
un til þáverandi stjórnar Dana
um að skila handritunum, en
1951 kom út vísindalegt nefndar-
álit sem veikti mjög afstöðu lýð-
skólamanna. En þá hljóp Bjarni
M. Gíslason undir bagga með
þeim og ritaði gegn nefndarálit-
inu. Síðan hefur lýðskóla-
mönnum vaxið gengi, og sl. haust
gáfu þeir út bókina „Island Dan-
mark og hándskriftsagen" og 1
kjölfar hennar sendu þeir á ný
áskorun til stjórnarinnar um að
skila handritunum. í fyrstunni
reyndu andstæðingar þeirra við
danska háskólann að hrista þá
af sér með yfirborðskenndum
lærdómshroka, en lýðskólamenn
gerðu þeim ljóst, að ekkert
gæti hnekkt áhrifum Bjarna
nema gagnrök, sem væru jafn
sannfærandi og rökin í bók hans
um handritin, og þeir hafa öðru
hverju boðizt til að prenta slík
gagnrök í tímaritinu „Dansk
Udsyn“.
Prófessor Westergárd-Nielsen,
sem er nýbakaður sérfræðingur
í íslenzkum fræðum, hefur ein-
hvern veginn fundizt, að hon-
um bæri skylda til að hrekja rök
Bjarna, og 8. jan. sl. birtist löng
neðanmálsgrein eftir hann um
bókina í Jyllands-Posten. —
Kemur hann m.a. fram með
aðdróttanir um það, að óhugsan-
legt sé að leikmaður hafi
skrifað slíka bók og álítur hana
skrifaða af dr. Sigurði Nordal,
segist jafnvel hafa vitað þetta,
en orðið að láta það liggja í þagn-
argildi, meðan dr. Sigurður Nor-
dal var sendiherra í Kaupmanna-
höfn. Að líkindum hefur hug-
myndin með þessum aðdróttun-
um verið að veikja traust lýð—
skólamanna á þekkingu Bjarna,
því seinna kom það í ljós, að
Westergárd-Nielsen var ekki alls
kostar öruggur um þekkingar-
leysi hans. Hinn 26. febr. sl. gat
„Árhus amtstidende" þess, að
prófessor Westergárd-Nielsen
ætti að tala um handritamálið í
stúdentafélagi við háskólann í Ár
ósum, og að Bjarna væri boðið á
fundinn sem gagnmælanda.
En prófessorinn talaði í sífellu
um öll möguleg handrit í austri
og vestri í næstum hálfa þriðju
klukkustund, og þegar ræðu hans
lauk, tilkynnti formaður
stúdentafélagsins, að eftir
hálftíma yrði skólanum lokað
og á því tímabili þurftu fundar-
menn að Ijúka við tedrykkju,
en búið var að leggja á borð í
borðsal skólans. Undir þessum
kringumstæðum varð Bjarna
ekki auðið að hefja neinar kapp-
ræður, og lét sér því nægja að
segja nokkur vingjarnleg orð til
lýðskólamanna.
Tiðindamaður Mbl. hefur hitt
Bjarna að máli og spurt hvernig
honum hefði fundizt fyrirlestur
Westergárd-Nielsens prófessors.
— Mér fannst hann að mörgu
leyti góður, skilmerkilegt fram-
lag um afdrif gamalla handrita.
Að vísu var því ekki að leyna, að
allur þessi eltingarleikur við
alls konar handrit víðs vegar í
heiminum hafði það sem mark-
mið, að vefja kjarna málsins inn
í orðavafstur, svo að enginn sæi
neina ástæðu til þess að íslenzku
handritunum yrði skilað. En mér
gafst ekki tækifæri til að gera
grein fyrir þessu. Ég var gestur
á staðnum, og Westergárd-
Nielsen réði öllu um það, hve
miklum tíma gestinum var út-
hlutað.
— Heldurðu, að prófessor West
ergárd-Nielsen hafi nokkur nei-
kvæð áhrif á skilun handrit-
anna?
Hann hefði að líkindum getað
haft það, en sú vísindalega að-
ferð sem hann hvarvetna beitir í
skrifum um handritamálið hefur
veikt málstað hans og traust
manna á honum sem óhlutdræg-
um vísindamanni. Ég skal nefna
eitt dæmi. Eins og kunnugt er
talar hann mikið um handahófs-
legan rugling í bók minni um
Jyllands-Posten 8. jan. sl. En
dæmin sem hann styðst við eru
Vídalíns komust á ringulreið,
geti annálarnir ekki um nein
hallæri á íslandi. En ef satt skal
frá segja geta annálarnir, árbæk-
urnar og alþingisbækurnar næst-
um því ekki um annað. Fyrst
árið 1858 varð eitthvert smáhlé,
og þá fjölgaði íbúum landsins
um 7300 manns áður en Skaftár-
eldarnir umturnuðu öllu á ný.
Auk þess er það næsta ósmekk-
leg vísindamennska að slá því
föstu, að annálar hermi ekkert
frá neyðarástandi á Islandi eftir
stórubólu allt fram til 1747, þar
eð fjöldi árbóka og annála frá
þessu timabili liggur óprentaður
í Landsbókasafninu í Reykjavík.
— Hefur þú kynnt þér hand-
ritin í Landsbókasafninu?
— Ekki eins vel og skyldi, en
ég hef um margra ára bil lesið
það mikið í sögu íslands, að ég
gleypi ekki allt ósoðið, sem bor-
ið er fram í sambandi við hahd-
ritamálið. Prófessor Westergárd-
Nielsen ræður því auðvitað sjálf-
ur, hverjum hann tileinkar rit
sín um þetta efni, en eins og
dr. Sigurður Nordal kemst að
orði í Alþýðublaðinu 26. febrúar,
verður þó ekki öðrum kennt um
handritabók mína en mér sjálf-
um. En þó enginn hafi skrifað
hálfa linu í henni fyrir mig, er
mér ljúft að viðurkenna, að ég
hef lært margt af verkum ís-
lenzkra vísindamanna um sögu
handritanna. Og ég verð að segja,
að mér hefur oft hlýnað um
hjartaræturnar, þegar ég bar
verk þeirra saman við verk er-
lendra vísindamanna um íslenzka
sagnfræði. Þeir bera það hvar-
vetna með sér, að það er hægt
á þeim að byggja. Vísinda-
mennska þeirra er hvergi áróðurs
kennd og kemst því ekki í al-
gera mótsögn við sjálfa sig, eins
og oft vill verða í skrifum
W estergárd-Nielsens.
— Hyggstu halda áfram að
vinna að íslenzkri sagnfræði ef
handritunum verður skilað í
náinni framtið?
— Nei, ég hef alltaf borið
sköpunarþrá skáldsins í brjósti,
og það liggja í fórum mínum all-
mörg hálfköruð verk, skáldsög-
ur og kvæði. En ég gat ekki
horft upp á það, hvernig farið
var með málstað íslands í sam-
bandi við handritamálið og þess-
vegna gerðist ég nokkurs konar
sjálfboðaliði þeirra Dana, sem
vildu skila okkur handritunum.
Þeir þurftu á manni að ha’da,
sem gat lesið bæði málin, og
síðan hefur um margra ára bil
hvað tekið við af öðru, ritdeilur
og fyrirlestrar, og ekki gefizt
neitt tóm til skáldskapar. Það
hefur aukið traust mitt á dönsku
þjóðina að finna það, hve
margir álitu sig fyrst og fremst
gæta réttar hennar, að ekki yrði
farið út yfir hin réttu takmörk
í deilunni um handritin. Þetta
er aðalástæðan til þess að
dönsku lýðskólamennirnir hafa
ekki gengið þegjandi undir alla
vísindamennsku sérfræðinganna.
Og ef handritunum verður ein-
hvern tíma skilað, ættu allir ís-
lendingar að muna það, að það
var danskur almenningur sem
þar rétti okkur hönd og réði úr-
slitunum í baráttunni við stein-
runna vísindamenn.
Valdimar Kristinsson:
Bjarni M. Gíslason
ekki annað en tómar rökleysur.
Hann skrifar meðal annars: „Á
síðu 108 lætur höfundurinn Jón
Þorkelsson (1822—1904) í Safni
til sögu íslands hrekja skoðanir
Rudólfs Keysers 1853. En þar eð
Safn hóf göngu sína 1856 verður
maður með tvær hendur tómar
að leita villuna uppi. Og maður
leitar árangurslaust i Safni“. —
Þetta er orðrétt þýðing á ummæl
um Westergárd-Nielsens. En nú
vita allir, sem eitthvað hafa
kynnt sér íslenzk fræði, að Safn
til sögu Islands hóf göngu sina í
heftum 1852, og Jón Sigurðsson,
Konráð Gíslason og Gísli Bryn-
júlfsson gera grein fyrir þessu i
formála í fyrsta bindi ritsins
1856. Auk þess stendur grein
Jóns Þorkelssonar um Fagur-
skinnu og Ólafs sögu helga end-
urprentuð í bindinu frá 1856.
á síðu 137—184. Það er víst
ekki óalgengt að maður hlaupi
yfir eina eða tvær síður við lest-
ur bóka, en það þarf meira en
handahófslega ónókvæmni til að
hlaupa yfir 48 siður. En þetta
hlýtur prófessor Westergárd-
Nielsen að hafa gert, úr því hann
upplýsir danska lesendur um
það, að hin áðurnefnda ritgerð
finnist hvergi í Safni til sögu ís-
lands.
— Heldurðu að þetta rang-
hermi stafi af vanþekkingu eða
sé sagt af ráðnum hug?
— Auðvitað leynist engum, að
þess háttar rökvillur eru bornar
fram af róðnum hug. Það er í
nútimanum talsvert af oftrún-
aði og jafnvel hjátrú á vísinda-
menn, og Westergárd-Nielsen
hefur skákað talsvert í skjóli
þessarar hjátrúar, af því að hann
veit að landar hans þekkja afar
lítið til þeirra sögulegu atriða
sem deilt er um. Þetta kom meðal
annars fram í ritdeilu hans við
Martin Larsen í Socialdemokrat-
en 1953. Þegar Martin Larsen
gerði grein fyrir, hvernig neyð-
arástand íslands á 17. og 18. öld
hafi valdið tapi á handritum, svar
ar Westerárd-Nielsen, að á tíma-
bilinu 1707—1747, er handrit Páls
SkipuIag flugvallarins
Flugstöðvarbygging og flugskýli
í umræðunum um Reykjavík-
urflugvöll á fundi Flugmála-
félagsins, fyrir nokkru, virtist sú
skoðun ríkjandi, að erfitt væri
að segja nákvæmlega fyrir um
framtíð flugvallarins, vegna óviss
unnar um hvað hin geysiöra
tækniþróun í flugvélasmíði
myndi leiða af sér, jafnvel eftir
ekki lengri tima en 15—20 ár.
Fáir munu vera svo ánægðir
með núverandi Reykjavikurflug-
völl og staðsetningu hans, að þeir
vilji fullyrða, að flugvöllur
höfuðborgarinnar skuli alltaf
vera þar sem hann er nú.
Aftur á móti munu fæstir
þeirra, sem starfa að flugmálum,
vilja fallast á, að flugvöllurinn
skuli víkja í fyrirsjáanlegri fram-
tíð. Má telja lílclegt, að sumir
forráðamenn flugmála hafi tekið
þessa afstöðu, þar sem þeir ótt-
ast, að minnsta tilslökun af
þeirra háifu muni leiða til þess,
að þá verði ekkert úr nauðsyn-
legum byggingarframkvæmdum
fyrir flugþjónustuna, um ófyrir-
sjáanlegan tíma.
Það er ekki erfitt að skilja,
að þeir menn, sem hafa valið
sér flugmálin að lífsstarfi, og
þekkja öðrum betur þýðingu
þeirra fyrir þjóðarbúskapinn, líti
það alvarlegum augum, að bráða-
birgðabyggingar þær, sem nær
öll íslenzka flugþjónustan verður
að búa við, grotna æ meira nið-
ur og verða augljóslega ónothæf-
ar áður en langt um líður. En
þrátt fyrir þetta bólar ekkert á
nýbyggingum í þeirra stað.
Mjög "mikilvægt er, að reynt
verði að finna lausn á þessu máli.
Lausn, sem þeir geta sætt sig við,
sem eru sannfærðir um að flug-
völlurinn verði að víkja í fram-
tíðinni, sem og þeir er ekki eru
eins vissir í sinni sök eða jafnvel
halda fram hinu gagnstæða.
Ýmsir eru þeirrar skoðunar, að
nauðsynlegt sé vegna framtíðar-
skipulags borgarinnar, að ákveða
fljótlega að flugvöllurinn skuli
lagður niður, þótt það verði ekki
gert fyrr en eftir mörg ár. En
þá væn hægt að skipuleggja
flugvallarsvæðið í stórum drátt-
um og haga byggingu annarra
bæjarhverfa í samræmi við það.
Hvað sem ákveðið verður í
þessu efni, þá hefur það verið
rætt að undanförnu, að leggja
veg í framhaldi af Sóleyjargötu,
yfir Aldamótagarðana og síðan
vestan og sunnan við Öskjuhlíð,
en þetta myndi auðvelda sam-
göngur við Hafnarfjörð. Þessi nýi
vegur myndi liggja yfir eina af
flugbrautunum, þá sem liggur í
áttina að Miklatorgi. En hún
myndi þó lögð niður, enda er
hún lítið notuð. Mun flugmála-
stjórnin hafa tekið þessari hug-
mynd heldur vinsamlega, og
benda má á, að ef úr fram-
kvæmdum yrði, myndu samgöng-
ur verða greiðari milli Miðbæj-
arins og flugturnsins.
En þessi skipan mála getur
einmitt falið í sér lausn á bygg-
ingarvandamáli flugþjónustunn-
ar. Hinn nýi vegur, framhald
hans „Hlíðarfótur“ (sunnan
Öskjuhlíðar) og „Flugvallar-
braut“ (framhald Snorrabraut-
ar) yrðu væntanlega fastar línur
í skipulagi flugvallarsvæðisins,
hver svo sem framtíð þess verð-
ur.
Nálægt þessum vegum ætti að
mega byggja einhverjar stór-
byggingar, sem gætu staðið um
alla framtíð í fullri sátt við ó-
borna skipulagsfrömuði. Þarna
mætti því byggja flugstöðvar-
byggingu fyrir skrifstofur flug-
félaganna og aðra þætti flugmál-
anna, flugturn og einnig farþega-
afgreiðslu og veitingasal. í næsta
nágrenni ætti einnig að mega
byggja stórt flugskýli.
Ef flugvöllurinn yrði lagður
niður myndi „flugstöðvarbygg-
ingin“ í fullu gildi, t.d. sem al-
mennt skrifstofu- og verzlunar-
hús. Og flugskýli mætti án efa
breyta í íþrótta- og sýningarhöll,
eða jafnvel hringleikahús!
Með þessari tilhögun sýnist
gengið til móts við óskir allra
aðila. Þeir, sem að flugmálunum
starfa geta fengið góðar bygg-
ingar, er fjárhagsgeta leyfir. Aðr-
ir geta svo gert samþykktir um
að flugvöllurinn skuli lagður nið-
ur eftir t. d. 15—20 ár og hagað
skipulagi bæjarins eftir því.
Reynslan mun síðan skera úr
hvað verður. *
En í þessu sambandi ber að
geta þess, að lenging á flugbraut-
unum verður ekki rökstudd á
sama hátt og hér hefur verið
leitazt við að gera í sambandi
við byggingu á flugskýli og flug-
stöðvarbyggingu. Og hvers konar
breyting og lagfæring flugbraut-
anna, utan nauðsynlegasta við-
halds, hlýtur að vera mikill
þyrnir í auga allra þeirra, sem
telja að flugvöllurinn verði að
víkja, fyrr eða síðar.
Verðmæti landsins, sem flug-
völlurinn stendur á
Mun nú vikið að öðrum atrið-
um í sambandi við flugvöllinn,
sem ætla má að hafi mikil áhrif
á framtíð hans.
Nokkuð hefur verið rætt um
það að undanförnu, eins og áður
er sagt, að ætla þurfi rúmgott
svæði undir nýtt viðskiptahverfi
í Reykjavík, þar sem hin eldri
hafa mjög litla útþenslumögu-
leika. Af ýmsum ástæðum, þykir
varla annar staður koma til
greina í þessu sambandi en hluti
af flugvallarsvæðinu. Mun það
til dæmis liggja enn betur við
en nú, eftir því sem þungamiðja
bæjarins færist sunnar. Og tengsl
in við „Miðbæinn“ yrðu góð, sem
er mjög mikilvægt.
Allt flugvallarsvæðið er um
300 ha. að stærð, og er það ekki
svo lítið þegar haft er í huga, að
Reykjavík innan Hringbrautar er
um 200 ha. Auk þess takmarkar
flugvöllurinn stærð bygginga
langt fyrir utan hið eiginlega
athafnasvæði sitt. Má sem dæmi
nefna, að ekki hefur mátt byggja
útsýnisturn eða veitingahús ofan
á hitaveithgeymana á öskjuhlið
vegna flugvallarins, og fyrirhug-
uð Hallgrímskirkja og ráðhús
(við Tjörnina), myndu fullbyggð
gera notkun flugvallarins erfið-
ari en áður.
Nú mun rætt um framtíð flug-
vallarins, með tilliti til verðmætis
landsins, sem hann stendur á.
Þótt ýmsir kunni að segja, að
landrými sé nægjanlegt á Jslandi,
þá vita að minnsta kosti allir,
sem hafa kynnt sér lóðarverð i
Reykjavík og nágrenni, að ekki
er sama hvar landið er.
Sagt er að lóðir við Skerja-
fjörð, í nágrenni flugvallarina,
sem ætlaðar eru undir einbýli*-
hús, séu seldar á allt að 100 kr.
pr. ferm. Lóðir í eftirsóttum
íbúðarhverfum eru vart seldar
undir 300 kr. pr. ferm. og eftir-
sóttar lóðir fyrir verzlunarhú*
fyrir allt að 10 sinnum meira,
eða 3000 kr. pr. ferm.
Því hefur verið haldið fram d
sumum, að landið sem flugvöll-
urinn stendur á, sé að miklu
leyti óhæft sem byggingalóðir, en
það mun álit sérfræðinga, að
meginhluti þess sé byggingahæf-
ur. — Ef gert er því ráð fyrir,
að byggja ætti á 200 af hinum
300 ha. flugvallarsvæðisins (hitt
yrði opin svæði og götur), og
selja ætti lóðirnar, þá er ekki
gott að segja hvaða verði ætti að
reikna með.
Þótt aðeins væri miðáð við 100
kr. pr. ferm., myndi hver ha.,
sem er 10.000 ferm., kosta eina
millj. kr. og 200 ha. því 200 millj.
En engum kemur til hugar, að
lóðir undir einbýlishús séu jafn
mikils virði og lóðir undir verzl-
unarhús og marghæða ibúðarhús.
Því mætti vel reikna með 500—
1000 kr. pr. ferm. og yrðu þá
200 ha., 1000—2000 millj. króna
virði. Ef menn telja þetta of háa
tölu, þá þarf ekki annað en að
Framh á bls. 18