Morgunblaðið - 23.04.1958, Page 12
12
MORCVISBLAÐIÐ
Miðvik'udagur 23. apríl 1958
VILJUM KAUFA
Dodge Weapon bifreið
Upplýsingar á skriístofu vorri.
H.f. Hamar
MY SEMDIMG
Ljósir filfhattar
Haftabúð Reykjavíkur
OPTIMA
Ferðaritvélar
Skffifstofuvélar
Garðar Gíslason H.f.
Reykjavík
Anna Sigmundsdóttir
Kveðjuorð
F. 5. ág. 1882. — D. 9. febr. 1958.
ANNA var fædd að Lambanesi í
Saurbæ 5. ág. 1882, dóttir hjón-
anna Guðnýjar Guðmundsdóttur
og Sigmundar Guðmundssonar,
Sem þar voru í húsmennsku. Hún
óist upp með foreldrum sínum á
ýmsum bæjum þar vestra. Ung
að árum missir hún föður sinn.
Hann var í kaupstaðarferð og
varð úti. Það fór því svo hér sem
svo víða hefur farið, bæði fyrr
og síðar, að fjölskyldan tvístrað-
ist við lát heimilisföðurins.
Börmn voru mörg, flest ung
en Anna sem var yngst þeirra,
var með móður sinni meðan báð-
ar lifðu. Anna taldi það lán fyr-
ir sig að hafa fengið að njóta
móður sinnar alla tíð og hitt ekki
síður þegar gamla konan gerðist
hrum og sjúk að geta veitt henni
hjálp og aðstoð þar til yfir lauk.
Einn af þeim mönnum sem "Önnu
var hugstæðastur fyrr og síðar
var bróðir hennar Þormóður, er
lézt fyrir nokkrum árum að
Kópavogshæli, eftir áratuga
veikindi, fyrst að Laugarnesi síð-
ar að Kópavogi. Virtist sem
Önnu hrakaði mjög við missi
þessa bróður, enda höfðu þau
verið mjög samrýnd alla tíð, og
tekið þátt hvort í annars kjörum
á einlægan og fölskvalausan hátt.
Anna giftist aldrei en eignaðist
2 börn, Bjarna og Sigfríði og hjá
Bjarna andaðist hún, að heimili
hans Þykkvabæ í Landbroti.
Bjarni ólst upp með móður sinni
en Sigfríður var tekin í fóstur og
hafði hún því minna af moður
sinni að segja. Það er óhætt að
segja að Bjarni var augastemn
móður sinnar, enda skildu þau
ekki fyrr en hanr. g'ítist og Xór
að búa fyrir nokrum árum, en þá
fór hún til hans yfir sumartím-
ann meðan heilsan leyfði. En síð-
asta árið sem hún var hér gat
hún ekki farið sökum heilsu-
brests. Ári síðar fluttist hún al-
farin til hans, og hafði verið þar
heimilisföst um rúmt ár er hún
lézt.
Anna var fróðleiksfús, las tals-
vert af bókum meðan sjónin
leyfði. Minnið var gott, einkan-
lega frá fyrri tímum og var
mesta furða hve vel hún sagði
frá mönnum og málefnum. Þótt
forlögin spynnu henni garnið ær-
ið hnökrótt á stundum, var hún
alla jafna glöð og létt í máli.
Líf hennar var ekki rismikið,
en hún var trú sínu hlutverki,
og meira verður ekki af neinum
krafizt. Hún var trúkona á sína
vísu, og þótt hún yndi vel hjá
syni sínum og sonarsonunum
ungu var hún reiðubúin hinum
miklu vistaskiptum og hugði gott
til endurfunda við vinina sem
farnir voru á undan.
Anna var jarðsett í heimagraf-
reit að Þykkvabæ.
— V. M.
Einar Gíslason heiðurs-
félagi Málarameisfara-
félagsins
AÐALFUNDUR Málarameistara-
félags Reykjavíkur var haldinn
29. marz s. 1. Formaður félags-
ins, Jón E. Ágústsson, flutti
starfsskýrslu félagsins fyrir s.L
ár. —■
Félagið átti 30 ára afmæli 26.
febrúar sl. Var afmælisins
minnzt með hófi í Sjálfstæðis-
húsinu 28. s. m.
Félaginu barst fjöldi gjafa og
heillaóska í tilefni afmælisins.
Einn af stofnendum félagsins og
formaður þess í 21 ár, Einar
Gíslason, var kjörinn heiðursfé-
lagi.
Félagið mun á næstunni opna
skrifstofu í húsi Múrarafélagsins
við Freyjugötu. Er það ætlun
félagsins að allir sem þess óska
leiti til skrifstofunnar, með hvers
konar upplýsingar er varða starf-
semi félagsins í faglegum eða fé-
lagslegum málum. Félagsmenn
eru nú 97 að tölu.
Stjórnina skipa nú þessir
menn:
Form. Jón E. Ágústsson, vara-
form. Sæmundur Sigurðsson, rit-
ari Kjartan Gíslason, gjaldkeri
Ólafur Jónsson, aðstoðargjaldkeri
Haukur Hallgrimsson. — Rit-
stjóri Málarans: Jökull Pétursson.
— Verðskrárnefnd: Ólafur Jóns-
son, Halldór Magnússon, Kjartan
Gíslason.
S I B S
S 1 B S
Þinghoð
11. þing Sambands ísl. berklasjóklinga verður háð
að Reykjalundi dagana 4., 5. og 6. júlí n.k.
Stjórnarfundur Norðurlandabandalagsins (D.N.
T.C.) verður einnig haldinn að Reykjalundi um sama
leyti og mun standa yfir 2. og 3. júlí.
Samkvæmt lögum sambandsins ber deildunum að
skila stjóminni starfsskýrslum og meðlimaskrám
fyrir maí-byrjun ár hvert.
Ennfremur er vakin athygli á því ákvæði laga, að
tillögur um lagabreytingar verða að berast sam-
bandsstjórn einum mánuði fyrir þingsetningu.
Nauðsynlegt er að deildimar tilkynni tölu þeirra
fulltrúa, sem til þings munu koma, fyrir miðjan júní
n.k.
Stjórn Sambands ísl. berklasjúklinga.
S I B S S I B S
VandaSar íbúðir
til sölu
Höfum til sölu íbúðir á hæðum, sem eru 117 ferm., 4
herbergi, eldhús, bað og hall. í kjallara fylgir auk þess 1
íbúðarherbergi, sérstök geymsla, eignarhluti í þvotta-
húsi, þurrkherbergi, barnavagnageymslu og frysti-
geymslu. íbúðimar eru nú tilbúnar undir tréverk og máln-
ingu. Þær verða seldar í því ástandi með múrhúðun og
málningu utanhúss og sameign fullgerðri. Hægt er að
fá þær lengra komnar eða fullgerðar. Eru til sýnis á
venjulegum vinnutíma. Lán á 2. veðrétti kr. 50 þúsund
fylgir. Fyrsti veðréttur laus fyrir kaupanda. Bílskúrs-
réttindi geta fylgt.
Fasteigna & Verðbréfasalan
(Lárus Jóhannesson, hrl.)
Suðurgötu 4, símar 13294 og 14314.
Upplýsingar eftir kl. 20 í símum 34619, 16649 og 15801.
Sigríður Bjarnadóttir
- Minningarorð
VINKONA mín, frú Sigríður
Bjarnadóttir, lézt I Reykavík 27.
janúar sl. 71 árs að aldri. Enda
þótt nú sé alllangt liðið frá dán-
ardegi frú Sigríðar, langar mig
til að minnast þessarar merku
konu með nokkrum orðum. Það
er ekki ætlun mín mað þessum
fátæklegu kveðjuorðum, að
rekja æviferil frú Sigríðar, enda
er slíkt ekki á mínu færi.
Sigríður Bjarnadóttir var
fædd að Breiðavík við Patreks-
fjörð 14. nóv. 1886, dóttir hjón-
anna Bjarna Gunnlaugssonar,
bónda þar, og konu hans Þor-
gerðar Sigmundsdóttur. Móður
sína missti Sigríður, er hún var
aðeins missiris gömul. ÓJst Sig-
ríður síðan upp með föður sín-
um og stjúpmóður, frú Sigríði
Ásbjarnardóttur, til 16 ára ald-
urs, er hún yfirgaf bernskustöðv-
arnar og fluttist til Hafnarfjarð-
ar. Þar gekk Sigríður í Flens-
borgarskóla, en það þótti mikill
frami í þann tíma og hlotnaðist
aðeins fáum útvöldum.
Þann 9. des. 1909 giftist Sig-
ríður Tómasi Jörgenssyni, hin-
um ágætasta manni, og varð
hjónaband þeirra bæði langt og
farsælt, en mann sinn missti Sig-
ríður 1953. Þau hjón reistu bú að
Borðeyri við Hrútafjörð og
buggu þar um tuttugu ára skeið.
Þar ráku þau gisti- og veitinga-
hús með miklum myndarbrag. —
Margur greiðinn og gistingin var
þar í té látin án þess að greiðsla
kæmi fyrir, enda munu gamlir
Hrútfirðingar og aðrir þeir, sem
leið áttu um Borðeyri á þeim
tíma minnast þessara merku
hjóna með hlýhug og þakklæti.
Árið 1930 fluttust þau hjónin
hingað til Reykjavíkur. Fór hér
sem fyrr að heimili þeirra var
orðlagt fyrir rausn og myndar-
brag. Þau hjónin eignuðust þrjú
mannvænleg börn, en þau eru:
Dýrfinna, gift Jóni Sigurðssyni,
skipstjóra, Sigurbjarni, kvæntur
Sigríði G. Guðmundsdóttur og
Hans, kvæntur Kirsten Péturs-
dóttur.
Síðustu æviár sín dvaldist Sig-
ríður á hinu tilkomumikla heim-
ili dóttur sinnar og tengdasonar,
frú Dýrfinnu og Jóns skipstjóra.
Kynni okkar Sigríðar hófust fyrir
níu árum. Svo fór með mig sem
alla, er kynntust þessari heið-
urskonu, að mér þótti vænt um
hana og því vænna, sem kynni
okkar urðu meiri. Hún hafði
þann mikla og dýrmæta eigin-
leika að láta öllum liða vel I
návist sinni. Heim að sækja var
'Sigríður ræðin og skemmtileg og
fá voru þau umræðuefni, að Sig-
ríður ekki kynni á þeim glögg
skil. Hún nafði og mikinn áhuga
á félagsmálum og vai vix'kur með
limur í Sjálfstæðiskvennafél.
,Hvöt‘ um árabil. Einnig var hún
einn af stofnendum Húsmæðra-
fél. Rvíkur. Á skáldskap hafði
Sigríður einkar mikinn áhuga og
þekkingu og sögu þjóðar sinnar
gerþekkti hún. Hinn glæsilegi
persónuleiki þessarar góðu konu
gleymist engum, er henni kynnt-
ust.
Að lokum, kæra vinkona, vil
ég færa þér minar hugheilustu
þakkar fyrir trausta vináttu og
alla hlýjuna, sem þú alltaf áttir
svo mikið af og veittir mér og
öðrum í svo ríkum mæli.
Guð blessi minningu þína.
Vinur.
Lister Blackstone
bátavél
120 hestafla með öllu tilheyrandi, svo sem gír,
skrúfubúnaði og fleiru er til sölu. Vélin er notuð
og óstandsett.
Nánari upplýsingar hjá oss.
LAIMD88IVIIÐJAIM
DUGLEG
Skrits^dustúlku
helzt með verzlunarskóla- eða hliðstæða menntun
óskast sem fyrst. Eiginhandarumsókn, er tilgreini
aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl.
merkt: „Miðbær — 7954“.