Morgunblaðið - 23.04.1958, Page 16
18
MORGVTSBL 4 ÐIÐ
Miðvikudagur 23. april 1958
—I. ..................................................... 11rI...................................'......-..........' ■ .V''':'- ■ ’ . "
En Carmela hristir höfuðið og
kolsvörtu lokkarnir hennar falla
niður á herðarnar.
— Þér komizt ekki framhjá!
snökti hún.
Ippolito yppir fýluleg-a öxlum.
Síðan gefur hann aðstoðarmönn-
um sínum merki. Tvímenningarn-
ir, loftskeytamaðurinn og saka-
málafulltrúinn, hafa ekkert á móti
því að leggja hendur á stúlkuna
— úr því að þeir hafa hlotið lög-
lega heimild til þess. En þeir hafa
ekki gert sér fyllilega grein fyrir
skapofsa Carmelu. Það er tekizt á
ofsalega í stutta stund, en síðan
kastar Carmela sér í næsta stól
móð og másandi. Hún er laus úr
þessum viðurstyggilegu klóm.
Kjóllinn hefur fletzt frá henni,
en hún lætur sem hún veiti þvi
enga athygli.
— Sleppið honum, hr. lögreglu
fulltrúi, ég sver það, að
hann mun aldrei framar hafast
neitt ólöglegt að, segir hún lágum
rómi og einblínir auðmjúk og
biðjandi á Ippolito.
Domenico kinkar ákafur kolli.
— Ég lofa yður hátíðlega, að
loftskeytatækin mín verða ekki
notuð framar, hr. lögreglufulltrúi,
sver Dommenico og horfir til him-
ins. — Að vísu hafa þessi tæki
verið mér mikil gleði og afþrey-
ing í einmanalegu lífi mínu. En
úr því ið þau hafa vakið grun-
semdir yðar, mun ég með mikilli
ánægju algerlega hætta að nota
þau framvegis. ...
Hann horfir innilega á Ippolito.
Ippolito getur ekki haft augun af
Carmelu. Hún heldur höndunum
útréttum — og næstum biðjandi.
Fallegu augun hennar eru hlý’.eg
og vot.
Ég er bölvaður bjáni, hugsar
Ippolito. Þetta getur orðið mér að
falli í stöðu minni. En stúlkan. .
— Hm! umlar í Ippolito. Síð-
an byrstir hann sig. — En eitt get
ég fullvissað yður um: Ég kæri
yður fyrir að hafa undir höndum
óskráð loftskeytatæki. Og þér get-
ið nagað yður í handarbökin, því
að það mun kosta yður 15.000
lírur!
Domenico drúpir höfði með
uppgerðar-auðmýkt.
— Auðvitað, hr. lögreglufull-
trúi. Ég þakka yður af heilum
huga.
Og Carmela þrífur hina ströngu
hönd réttvísinnar og þrýstir blóð
heitum vörum sínum á hana: —
Þakka yður hjartanlega, hvíslar
hún.
Snertingin við stúlkuna fer
eins og rafstraumur um allan
líkama Ippolito. Hann dregrur að
sér höndina dapur í bragði: —
Við eigum eftir að hittast aftur,
dúfan mín! muldrar hann niður í
bringu sér.
m/f ■+■ / , ,
| kl. 8*4? raiðevrópotíml -
í belgisTtB kongo - vlð
titnie koparnámurnar
Lalande verkfræðingur þurrkar
•vitann af andlitinu með röku
handklæði, sem Etienne, svarti
þjónninn hans, réttir honum. —
Hann virðist nú svo máttfarinn,
að Etienne býst við því að hann
hnígi niður á hverri stundu. Svert
inginn heldur hljóðnemanum, full
■ur umhyggju, við munn Lalande,
til þess að hann geti sjálfur kvatt
•kipstjórann norður í íshafi:
_ Verið þér sælir, TKX ....
hlutverki okkar er lokið. Ég vona
að þér komið brátt auga á flug-
vélina, sem færir ykkur björg-
ina....
— Verið þér sælir, TRZ, svar-
ar Larsen skipstjóri hásri röddu.
— Fyrir hönd allrar skipshafn-
arinnar þakka ég yður hjartan-
lega. .... Án yðar hefðum við
verið hjálparvana og dauðans mat
’ur.....
— Við gerðum aðeins það, sem
allir hefðu gert í okkar aðstöðu,
’Larsen skipstjóri, svarar La-
'lande veikri en virðulegri röddu.
Etienne beygir 'sig niður að
hljóðnemanum og er hraðmæltur:
’— Ég ætla að láta skíra nýfæddu
'dóttur mina eftir skipi yðar. Hún
'mun heita Marie Sörensen
'Loiseau......
— Við óskum yður og Maríu
litlu Sörensen alls hins bezta í
framtíðinni....
— Góða ferð heim, segir La-
lande- Síðan rýfur hann rafmagns
strauminn til loftskeytatækjanna.
Etienne horfir undrandi á La-
lande og fylgist með því, hvernig
hann rýfur tengsli rafhlöðunnar
við loftskeytatækin og bisar síðan
við að bera rafhlöðuna út. Loks-
ins skilur Etienne, hvað Lalande
ætlast fyrir og hann kemur hon-
um til hjálpar.
Nokkrum mínútum síðar er raf-
hlaðan komin á réttan stað í ryk-
uga jeppabílnum. Lalande slær
hendinni út — í áttina að bíln-
um:
— Góða ferð til Zobra, svarti
gaurinn þinn, segir Lalande og
brosir þreytulega. — Skilaðu ,
kveðju minni til konunnar þinn- !
ar og segðu henni, að mér sé heið |
ur að því að halda Mariu litlu i
Sörensen undir skírn.
foringjans. Þegar Bellamy nálg-
ast dyrnar að „hinu allra helg-
asta“ finnur hann óvenjulega
lykt, sem í rauninni á ekki heima
í herbúðum. — Yndisleg lykt, ilm-
vatnslykt — af konu.
Við dyrnar stendur Margaret Ran
some, hin Ijóshærða dóttir „þess
gamla“. Bellamy staldrar við og
horfir furðu lostinn á hana. Bláu
augun hennar geisla af einhverju,
— einhverju, sem aðeins ást-
fangnar ungar stúlkur búa yfir.
— Áfsakið, ungfrú Ransome,
„sá gamli. ...“ — ég á við: Ran-
some yfirforingi, faðir yðar, bíð-
ur mín.
— Já, ég veit það, segir sú
indæla með veikri og dreymandi
röddu. — Hjartans Charley, það
er í sannleika dásamlegt — það,
sem þér hafið gei't!
Og áður en hann veit af hvílir
hún í faðmi hans. Og Charles F.
Bellamy kærir sig kollóttan, enda
þótt dyrnar opnist. — Hann veit,
að þetta er upphafið að einhverju
stórbrotnu, nýstárlegu og spenn-
andi í lífi hans. Langtum meira
æsandi en poker. Feimin, siðsöm
stúlka hefur fengið kjark til þess
að segja lausnarorðið — vegna
afreka hans. Honum hefur aldrei
komið til hugar, að Margaret Ran-
some hefði þessa afstöðu gagn-
vart honum, Hann hefur alltaf
litið hana sem fjarlægt furðu-
verk, utan skotmáls: Dóttur
„þess gamla“.
ins yfir lestaropið til þess að auð-
kenna það frekar.
Larsen situr inni í klefa sínum
og reynir með miklum ákafa og
fumi að ná beinu loftskeytasam-
bandi við þotuflugmanninn, en
það heppnast ekki. Hann skrúfar
bylgjustillinguna fram og aftur.
Þotan flýgur í tvo hringi yfir
bátnum, síðan lækkar hún flugið
enn, niður í nokkurra m. hæð, og
flýgur í beinni stefnu á „Marie
Sörensen“. Flugmaðurinn dregur
eins mikið úr hraða þotunnar og
kostur er, án þess að missa hæð-
ina.
Skipshöfnin á „Marie Sören-
sen“ bíður í ofvæni eftir því að
sjá bögglinum varpað út úr þot-
unni. Allir halda niðri í sér and-
anum.
Skyndilega sjá sjómennirnir lít
inn, dökkan hnoðra falla aftur úr
þotunni. Fallhlífin þenur sig eins
og blóm, í tíeru loftinu.
Fallhlífin svífur hægt niður
með dýrmæta farminn, strýkst við
borðstokkinn og hafnar í sjónum.
Sjómennirnir standa sem lamað
ir. Enginn þeirra hefur veitt því
athygli, að Larsen skipstjóri hef-
ur búið sig undir þetta og náð í
krókstjakann. Á svipstundu
hleypur Larsen að borðstokknum
og krækir í fallhlífina með stjak-
anum.
En hann hefur ekki þolað þessa
miklu taugaáreynslu og eftirvænt
ingu. Þrek hans virðist vera á
þrotum. Hann riðar — og hann
hefur nær misst tökin á krókstjak
anum. Horges, bátsmaðurinn,
stendur við hlið skipstjórans. -
Rólegur, skipstjóri. Láttu mig
um þetta.
Eftir örskamma stund liggur
gljáandi málmhylkið á þilfari
„Marie Sörensen“. — Þeim er
borgið!
— Berið sjúklingana til klefa
míns, einn og einn í einu!' skipar
Larsen skipstjóri. Hann hefur nú
jafnað sig og hefur áður undirbú-
Þotan flaug lágt yfir Marie Sörensen.
Lalande skjögrar eins og svefn
drukkinn maður inn í hálfrokkið
húsið. Hann hlær hljóðlega.
— Herra! Eruð þér vissir um
að þér þarfnizt mín ekki? hrópar
Etienne áhyggjufullur.
— Alls ekki. Hypjaðu þig nú af
stað .... til Zobra! Flýttu þér!
Etienne er hamingjusamur. —
Hann ræsir hreyfilinn og ekur
jeppabílnum á fullri ferð niður að
ójöfnum skógarveginum — og
brosir út undir eyru....
kl. 9,00 mlðevrópnfciml -
í kalserslautern
Charles Bellamy, orrustuflug-
maður í bandaríska flughernum,
smeygir sér úr flugmannsbúningn
um og kastar honum á stól. Hann
á að mæta hjá „þeim gamla“,
Ransome, yfirforingja sínum. —
Fimm mínútum eftir að hann
lendir. Þannig hljóðaði skipunin.
Hann lenti fyrir þremur mín-
útum.
Hann er þungbúinn, með sam-
anherptar varir. Hann gengur eft
ir langa ganginum, að skrifstofu
Nú veit hann, að hún er af
holdi og blóði, að þau eru ástfang
in, hamingjusöm.
Skyndilega áttar hann sig og
lítur á úrið.
'— Sex mínútur fram yfir tím-
ann. Nú fæ ég að kenna á því hjá
„þeim gamla. . . .“
Margai'et hristir höfuðið bros-
andi.
— Hann er ekki nærri því eins
illur viðureignar, ef maður kem-
ur aftan að honum — f jölskyldu-
megin, ástin!
kl. 9>37 alðevvópntími -
ú norónr-lanaflnu - oa borð
i togbátnu* “itarle aörensc.n"
— Þax-na kemur hún! hrópar
skipsdrengurinn Edmund æstur.
Edmund hefur fyrstur heyrt til
þotunnar. Hann liggur á þilíar-
inu, umvafinn ullarteppum, en
sólin baðar andlit hans. Eftir and
artak kemur ein af orrífstuþot-
um norska flughersins þjótandi —
og steypir sér niður yfir togbát-
inn.
Larsen skipstjóri hefur gefið
skipun um að breiða fána íkips-
ið allt, soðið sprautuna og sótt-
hreinsað.
Sá fyrsti, sem þeir bei'a til
hans, er Olaf, sonur hans.
— Olaf hefði getað beðið, segir
Larsen hásum rómi. Hvarmar
hans eru votir.
Síðan er einn af Öðrum spraut-
aður með serum. Fyrst þeir sjúku,
síðan þeir, sem sýkin hefur enn
ekki komið á kné.
Enginn hefur gefið þotunni
frekari gaum. Hún er horfin fyr-
ir löngu. Flugmaðurinn hefur
fylgzt áhyggjufullur með eldsneyt
ismælinum. Ilann hefur talið væn-
legast að halda til Reykjavíkur
tíl þess að fá eldsneyti til heim-
ferðarinnar. Hann vill ©kki tefla
á tvísýnu.
— Það er bezt að reyna að
koma vélinni í gang, segir Lar-
sen. Einn hásetanna færir honum
brennandi heitt kakó í bolla. Eng
inn minnist nú á matsveininn. Nú
vex-ða þeir að komast af án hans.
Þegar líður á daginn berst loft-
skeyti þess efnis, að orrustuþotan
hafi komizt heilu og höldnu til
flugstöðvarinnar. Flugmaðuxúnn
sendir sjómönnunum pei'sónulega
kveðju.
Orðsendingunni er tekið með
mikilli gleði á litla togbátnum.
kl. li.,00 miíe-wóputlraí. »
í pestear-stofnunlnnX
í parfö
— Afsakið, læknir......
Dr. Guy Mercier stendur í
ganginum fyrir framan vinnuher-
bergi sitt. Hann er í þungum
þönkum.
— Já, hvað var það, Bi'ioche?
segir hann utan við sig. Birgða-
gæzlumaður Pasteui'-stofnunar-
innar hefur gengið undir þessu
gælunafni, „brioche“ — vínar-
brauðið, síðan Maxcier kynntist
honum — og enginn veit hvers
vegna. Ef til vill er það, hugsar
Mercier, vegna þess að hann virð-
ist deigur og rakur.
— Það er vandamál viðvíkj-
andi framkvæmdareglunum, dr.
Mercier. Þér hafið sent allmörg
serumhylki frá stofnuninni í nótt.
Hver á að borga þau?
Mei'eier starir, furðulostinn, á
stutta, digra manninn, sem stend
ur þarna og hallar undir flatt —■
og staiir á hann vatnsbláum aug-
um.
Mercier rekur upp skellihlátur.
— Það hef ég ekki hugmynd
um, Brioche. Látið draga það fi-á
laununum mínum, ef það er svo
mikilvægt.
— Kæi'ar þakkir, læknir.
Mercier heldur áfram inn í her-
bergi sitt, hann hlær enn. Hann
opnar útvarpið. Fréttatíminn er
kominn. Ef til vill missir hann af
honum.
Eftir andartak hljómar rödd
þulsins í hátalaranum:
— Larsen skipstjóri á togbátn-
um „Mai'ie Sörensen", sem verið
hefur í nauðum staddur og hlotið
björgun vegna sameiginlegs
átaks márgra manna í ýmsum
löndum, hefur farið þess á leit, að
eftirfarandi orðsending frá hon-
um og hinni hólpnu skipshöfn
hans verði lesin upp í öllum út-
varpsstöðvum Evrópu: — „Við
sendum hinum ötulu bjargvættum
okkar í Afríku, á Italíu, í Frakk-
jandi og Þýzkalandi, innilegustu
kveðjur okkar og þakkir fyrir
drýgðar dáðir jafnframt sem við
óskum þess að óeigingirni þeirra
og hjálpfýsi verði einstaklingum
sem þjóðum tákn velvilja og fórn-
fýsi....“
Dr. Mercier brosir og yppir
öxlum. Þetta var í rauninni óveru
legt, hugsar hann. Mannleg við-
brögð. Hann slekkur á útvarpinu
með þakklátum huga. Framundan
er vinnudagur — í þjónustu mann
kærleikans. Vissa, sem yljar um
hjartaræturnar og endurnýjar
starfsþrekið — jafnvel eftir
óvænta næturvöku.
SÖGULOK.
SPlltvarpiö
Miðvikudagur 23. apríl.
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 „Við vinnuna“: Tón-
leikar af plötum. 18,30 Tal og tón
ar: Þáttur fyi'ir unga hlustendur
(Ingólfur Guðbrandsson náms-
stjóri). 18,55 Framburðarkennsla
í ensku. 19,10 Þingfréttir. 19,30
Tónleikar: Óperulög (plötur). —
20,20 Lestur foimrita: Harðar
s ,ga og Hólmverja; IV. (Guðni
Jonsson prófessor). 20,45 Úr stúd
entalífinu; samfelld dagskrá há-
skólasfcúdenta. 22,10 „Víxlar með
afföllum“, framhaldsleikrit Agn-
ars Þórðarsonar; 7. þáttur endur
tekinn. — Leikstjól'i: Benedikt
Árnason. 22,50 Dans- og dægurlög
(plötur). 23,45 Dagskrárlok.
t jölritarar og
efni til
xjölritunar.
Einkaumboð Finnbogi Kjnrlans.son
Austurstrteu 12. — Sími 15544.