Morgunblaðið - 23.04.1958, Síða 18
18
MORCVlVTtLAÐ 1Ð
wmm
Miðvikudagur 23. apríl 1958
íslendingur þjálfar
Sportsklubb*
>6
ÖHÆTT er að teija það til tíð-|nám og stundar jafnframt
inda, að íslenzkur knattspyrnu- þjálfun knattspyrnumanna. —
maður dvelst nú erlendis við I Þetta er Karl Guðmunds-
Happdrættisskuldabréf Flug-
iélagsins til fermingargjafa og
annarra tækifærisgjafa.
Þau kosta aðeins
100 krónur
og endurgreiðast 30. des. 1363
með 5% vóxtum og vaxta-
vóxtum.
Auk þess hefur eigandi happ-
drættisskuldabréfsins vinnings-
von næstu sex ár.
A/a/if/s
Lilleström
son, landskunnur knattspyrnu-
maður og fyrrum landsliðsþjálf-
ari.
Skömmu eflir áramót hélt
Karl til Noregs ásamt fjölskyldu
sinni til þess að leggja stund á
nám við „Statens Gymnastikk-
skole“ í Osló. Jafnframt mun
Karl annast þjálfun „Lilleström
Sportsklubb", sem er með
fremstu knattspyrnufélögum
Noregs.
Þetta er ekki í fyrsta skipti,
sem Karl Guðmundsson leggur
land undir fót til þess að kynn-
ast knattspyrnu og íþróttalífi a
meginlandinu. Aður hefur hann
notið kennslu enskra þjálfara og
verið um hríð með Arsenal og
Chelsea — og stundað nám í
íþróttaháskólanum í Köln þar
sem hann naut tilsagnar Her-
berger, þjálfara þýzka landsliðs-
ins.
Karl hefur leikið knattspyrnu
frá 9 ára aldri, leikið fjölda
landsleika og um margra ára
skeið annazt þjálfun hjá ýmsum
félögum — og verið landsþjálfari
þrjú ár. Hann er mikill áhuga-
maður um íþróttir og að aðal-
atvinnu hefur hann haft
íþróttakennslu við Gagnfræða-
skóla Austurbæjar.
„Statens Gymnastikkskole ‘ í
Osló er tveggja vetra skóli og
starfar að nokkru leyti í sam-
bandi við Oslóarháskóla. Nemur
Karl seinni hluta námsefnisins,
sem að mestu fjallar um þjálfun
og lífeðlisfræði.
Karl er búsettur í Lilleström,
skammt frá Osló, og annast þar
þjálfun „Lilleström Sportsklubb“
þetta keppmsnmabil, sem fyrr
segir. Hófust æfingar um miðjan
janúarmánuð, fyrst inni, en ný-
lega eru útiæfingar hafnar.
Mörg Oslóarbiaðanna hafa get-
ið „íslenzka þjálfarans“ og birt
viðtöl við forystumenn „Lille-
Karl Guðmundsson með norskum knattspyrnumönnum. Frá
vinstri: Svein Bergersen v. frv., Karl, Ivar Christiansen m.
frv., Rolf Wahi h. frv. Allir eru Norðmennirnir í „Lilleström
Sportsklubb“, hafa leikið i A og B landsliðum Noregs
/C£/A A/OA //?
ström Sportsklubb", sem segjast^
mjög ánægðir með að hafa feng-
ið Karl til þess að þjálfa.
í viðtali við „Arbeiderbladet“
segir Knut Brynn, formaður úr-
tökunefndar knattspyrnufélags-
ins, m. a. að Karl Guðmundsson
hafi ekki valdið vonbrigðum. —
Æfingar hans væru erfiðar og
hann legði mikla vinnu í þjálf-
unina — og „strákarnir" kynnu
vel að meta það. Samvinnuand-
inn væri til fyrirmyndar og allt
gengi að óskum. Sagði Brynn,
að Karl hefði komið þeim Norð-
mönnunpm mjög á óvart við
komuna, þegar það kom í ljós,
að hann talaði ágæta norsku —
Tltó
Framh. af bls. 1.
Hann gagnrýndi Vesturveldin fyr
ir að misskilja viðleitni Rússa
á þann veg að hún bæri merki
um veika aðstöðu innan frá. Kvað
Tító NATO sífellt berjast fyrir
heimsyfirráðum — og áróður
Vesturveldanna miða að því að
brjóta undir sig kommúnista-
ríkin. NATO var í upphafi stofn-
að vegna „ósveigjanleika og ó-
þarflega ógnandi utanríkisstefnu
Stalíns“, sagði hann — „en þessi
rök eru ekki lengur í gildi“. Eina
og þekkti alla leikmennina með 1 úrræðið til þess að draga úr við-
nafni, enda þótt hann hefði aldrei
séð þá með eigin augum áður.
Hefði Karl búið sig einstaklega
vel undir starfið og stundaði það
af alúð.
Qddvar Dahle, formaður „Lille
ström Sportsklubb" segir m. a.
í viðtali við „Sportsmanden", að
sem kunnugt væri hefðu þeir
ráðið íslenzkan þjálfara. Hér
væri um tilraun að ræða, sem
bundnar væru miklar vonir við.
Hingað til höfum gert okkur góð-
ar vonir, við erum ánægðir með
Karl, segir Dahle, en árangurinn
verður hins vegar ekki Ijós fyrr
en kemur fram á sumarið og
aðalkappleikirnir hefjast.
islandsmeistarar Armanns i meistaraflokki kvenna,
f'-'-manni HSÍ og form. HKRR
íslandsmeistarar KR í meistaraflokki karla, ásamt Árna Árna-
syni form. HSÍ lengst til vinstri og Óskari Einarssyni form.
HKRR lengst til hægri. í fremri röð eru Heinz Steinmann,
Reynir Ólafsson, Gísli Þorkelsson, Guðjón Ólafsson, Þórir
Þorsteinsson. — Standandi eru t. v. Bergur Adoiphsson, Karl
Jóhannsson. Stefán Stephensen, Þorbjörn Friðriksson, Pétur
Stefánsson og Sig. Óskarsson. — A myndina vantar Hörð
Felixson, fyrirliða, sem var vcikur er úrslitaleikurinn fór
fram og mynd þessi var tekin. Þjálfari KR-inga er Frímann
Gunnlaugsson.
sjánum væn það, að stórveldin
vörpuðu gömlum skoðunum á al-
þjóðlegum samskiptum fyrir
borð. Ekki kvaðst Tító bjartsýnn
á að fundur ríkisleiðtoga mundi
leysa mörg stórmál, en ef sam-
komulag næðist, þó ekki væri
nema um eitt atriði, afvopnun,
þá væri merkum áfanga náð.
Þá varði Tító af einbeitni sam-
komulag Júgóslava við Banda-
ríkjamenn um hernaðar- og efna-
hagsaðstoð. Kvað hann ýmsa
menn í A-Evrópu halda þv| á
loft að slíkt væri vítavert — í
kommúnistaríkjum væri því og
haldið fram að Júgóslavar hefðu
horfið af braut sosíalismans.
Þetta væri alrangt. Sagði hann
að það væri óskynsamlegt
og óeðlilegt af Júgóslövum að
hafna hinni hagkvæmu aðstoð
Bandaríkjamanna. Júgóslavía
vildi halda góðu sambandi við
öll ríki.
------★------
Tító var mjög vel fagnað, þeg-
ar hann steig í ræðustólinn —
og oft varð hann að gera hlé á
máli sínu vegna fagnaðarlátanna.
Þegar hann gekk í salinn söng
þingheimur „Internationale" —
og á eftir var hrópað „Tító er
okkar". Sendiherrar allmargra
kommúnistaríkja voru viðstaddir
meðal áhorfenda — og fremstur
í flokki var Zamchevsky, rúss-
neski sendiherrann. Með honum
voru og erlendir sendimenn Pól-
lands, N-Vietnam, Ungverja-
lands, Ytri-Mongoliu, Bulgariu,
Rúmeniu og A-Þýzkalands — en
fulltrúar indonesiska kommún-
istaflokksins, sem komu til Júgó-
slavíu sem „vináttu-sendinefnd“
til þess að sitja þingið samkvæmt
boði, er öllum kommúnistaflokk-
um barst, breyttu nafni
sendinefndarinnar í „áheyrend-
ur“, þegar þeir heyrðu, að rúss-
neskir kommúnistar og einnig
leppríkjamenn ætluðu ekki að
senda „vináttusendinefndir".
Þegar Tító ræddi um alheims-
kommúnismann og þann misskiln
ing „sumra", að engir gætu til-
einkað sér þá stefnu aðrir en
þeir, sem seldu sig undir vald
„herbúðanna" kváðu geysimikil
fagnaðarlæti við í þingsalnum —
og þingmenn hrópuðu í einum
kór „Tító — hetja“. Lófatakið
dundi lengi----og til þess að
sitja ekki auðum höndum hjá
fagnandi þingheimi hreyfði rúss-
neski sendiherrann hendurnar við
og við eins og hann væri einnig
að klappa — en lófar hans snert-
ust aldrei, segir að lokum í
fréttaskeyti Reuters.