Morgunblaðið - 23.04.1958, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.04.1958, Qupperneq 20
V EÐRIÐ SV-átt með allhvössum snjó- og hagléljum. Leikmaður og prófessor. — Sjá bls. 11. Kartöflaskortur gerir nú vart við sig hér Keyptar verða pólskar kartöflur Róðri er lokið. Löndun stendur sem hæst og hraustir skipverjar á mb. ísiendingi, héðan úr Reykjavík, kasta stórþorski á bílinn. Skipstjóri og eigandi þessa báts er Jóhannes Guðjónsson. Veírarvertíð hefur gengið vel hér í Reykjavík, svo sem kunnugt er. Myndin var tekin í fyrradag. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. lírið fannsf er netin voru dregin eftir 2 sólarhringa ÁSTANDIÐ í „kartöflumálum“ höfuðstaðarins og víðar í bæj- um er alvarlegt þessa dagana. Enn sem komið er hefur Græn- metisverzlun landbúnaðarins þó tekizt að bægja frá algjörum skorti á þessari helztu neyzlu- vöru almennings. Undanfarnar tvær vikur hefur á vantað 100— 200 poka til að fullnægt yrði markaðsþörfinni. Nú mun bilið enn hafa breikkað og kartöflur næsta torfengin vara þessa daga. Slíkt ástand sem þetta er ekki algjörlega ný bóla þegar kemur fram undir vor. Um þetta leyti árs hafa oft komið á markaðinn annaðhvort hollenzkar eða danskar kartöflur. í vor verða ekki keyptar neinar kartöflur frá Danmörku og aðeins sáralítið magn frá Hollandi. Veldur því hinn mikli gjaldeyrisskortur. Um næstu helgi er væntanlegt lítils háttar magn af kartöflum með skipi frá HoJiandi og þar með er kartöfluviðskiptunum þar lok- ið. Jón á Einarsstöð- um látinn HÚSAVÍK, 20. apríl. — Jón Har- aldsson, Einarsstöðum, varð bráð kvaddur í gær, er hann var að halda ræðu í Einarsstaðakirkju við útför Lilju Jónsdóttur frá Glaumbæ. Jón á Einarsstöðum var búfræðingur frá Hólum og kunnur merkisbóndi. Hann hefir búið miklu rausnárbúi á Einars- stöðum um 50 ár. Jón var tæp- lega sjötugur, er hann lézt. Með Jóni á Einarstöðum er hniginn í valinn einn mikilhæfasti bóntíi í Suður-Þingeyjarsýslu. —Fréttaritari. A FUNDI neðri deildar Alþingis í gær urðu allmiklar umræður um frumv. um útflutning hrossa. Ásgeir Bjarnason skýrði 3 nýjar breytingatillögur frá landbúnað- arnefnd deildarinnar. Lagði hún tu, að ekki skyldi heimilt að flytja út hross, sem eldri eru en 10 vetra, — og að útflutningur á fyrstu verðlauna kynbótahross- um sé óheimill nema með sér- stöku leyfi — og að veita megi leyfi til útflutnings eldishrossa utan hins tilgreinda útflutnings- tímabils, þótt þau séu ekki tam- in. — Bjami Benediktsson kvaddi sér hljóðs og las bréf, sem Dýra- verndunarfélagið hafði ritað landbúnaðarnefnd. Þar er mót- mælt fyrirhugaðri lengingu út- flutningstímabilsins, þar sem út- flutningur á haustin geti valdið því að skepnurnar kveljist og jafnvel drepist í flutningunum. Einnig er mótmælt því ákvæði hins upphaflega frumvarps, að leyft verði að selja úr landi hross, sem eru allt að 13 vetra. Eins og fyrr segir, hafði nefnd- in lagt til, að þessu atriði yrði breytt. Þá kom fram í bréfi Dýraverni unarfélagsins, að í vetur hefðu hross verið send þrívegis til Þýzkalands, eftir að útflutnings- tímabilið var liðið. Telur félagið þetta hafa verið ólöglegt. Einmg bendir það á, að hross hafi drep- izt í flutningunum og að aldrei Stjórnarvöldin lögðu fyrir Grænmetisverzlunina að kaupa nú allar neyzlukartöflur sínar austur í Póllandi, samkv, vöru- skiptasamningi. Hér á landi mun lítil vitneskja vera um gæði kartöfluframleiðslunnar þar eystra. Afbrigði það sem keypt verður er þýzkt og eru kartöflurn ar taldar sæmilega góðar. Alls verða keypt 1000 tonn af pólsk- um kartöflum í ár. Mun það geta nægt maímánuð allan og mestan hluta júní, ef hinar pólsku kar- töflur reynast þá vel. Pólverjar áttu að vera búnir að afhenda fyrsta farminn í Kaup mannahöfn 20. þ.m. En einhverra orsaka vegna hefur það dregizt hjá þeim. Er ekki vitað nú með vissu hvenær von er á þessum fyrsta farmi að austan. Sem fyrr segir er von á ýítils háttar magni af hollenzkum kartöflum í lok þessarar viku, en einnig þá er von á slatta af ís- lenzkum karftöflum. Munu það trúlega verða seinustu íslenzku kartöflurnar sem Grænmetis- verzlunin fær á þessum vetri. Er hér um að ræða kartöflur norð- an af Svalbarðsströnd, sem ekki hefur verið hægt að senda á markaðinn fyrr en nú vegna ófærðar. Þegar þessar kartöflur hafa verið sendar á markaðinn ásamt þeim hollenzku, en þær munu hverfa eins og dögg fyrir sól, fer verulega að kreppa að með út- vegun á kartöflum. Getur þá trú- lega liðið vikutími sem allt að því algjör kartöfluskortur verð- ur, eða þar til hinar pólsku koma til landsins. Það er vissulega ástæða til þess fyrir húsmæðurnar að spara kartöflurnar, þegar vitað er að ástandið er jafnalvarlegt og hér hefur.verið gerð grein fyrir. hafi verið lögð fram vottorð frá dýralæknum í Hamborg um skepnurnar, þótt það hafi verið áskilið í stjórnarráðsleyfinu og því heitið af útflytjendum. Bjarni kvaðst vilja spyrja, hvort rétt væri, að veitt hefðu verið leyfi til hrossaútflutnings þvert ofan í gildandi lagabókstaf. Hvaða heimild var til að veita leyfin, ef hana er ekki að finna í lögunum? spurði ræðumaður, og hví var ekki aflað lagaheimild- ar? Hann kvaðst ekki á þessu stigi taka afstöðu til, hvort út- flutningurinn hefði verið nauð- synlegur, en óska eftir skýring- um frá landbúnaðarráðherra eða nefnd. Ásgeir Bjarnason kvað land- búnaðarnefnd ekki hafa viljað fallast á tilmæli Dýraverndunar- félagsins um útflutningstímabilið, þar sem hæst verð fengist fyrir hross á erlendum markaði fram- an af vetri og aftur snemma vors. Þá kvað hann útbúnað í skipunum nú betri en áður og Dýraverndunarfélagið fá aðstöðu til að koma sjónarmiðum sínum að við samningu reglugerðar um málið. — Loks sagði Ásgeir, að landbúnaðarnefnd hefði ekki kynnt sér sérstaklega hrossaút- flutninginn í vetur. Að ósk Bjarna Benediktsson- ar var málinu frestað. Kvaðst hann óska þess, að landbúnaðar- ráðherra kæmi á fund í deildinni og svaraði fyrirspurnum sínum. ÞAÐ getur margt skrítið skeð á sjó. Frásögn sú sem hér fer á eft- ir, er um það að sjómaður einn sem týnt hafði úri sínu í róðri, fékk það aftur er netin voru dreg in. Maður sá sem hér um ræðir heitir Jóhannes Ögmundsson stýrimaður á vélbátnum Vögg frá Njarðvíkum. Fyrir nokkrum dögum var báturinn í róðri og skipverjar höfðu lagt netin 25 mílur út af Skaga á 120 faðma dýpi. Er skipsmenn fengu sér morgunsopann um kl. 10 að lok- inni lögninni saknaði Jóhannes armbandsúrs sins, 1000 kr. úrs, sem hann hafði keypt norður á Siglufirði. Úrsins var leitað en fannst ekki. Ný umferðarlög FRUMVARPIÐ til umferðarlaga var samþykkt sem lög frá Al- þingi á fundi neðri deildar í gær. Var frumv. afgreitt eins og efri dclld hafði gengið frá þvi á fimmtudaginn. Hin nýju lög taka gildi 1. júlí n.k., en ákvæðin um skyldutryggingu bifreiða eiga þó að taka gildi 1. maí. Lögin koma i stað núgildandi umferðar og bifreiðalaga, en báðir þeir laga- bálkar eru frá árinu 1941. Fyrslu logararnir koma a! Jónsmiðum í GÆRKVÖLDI komu hingað til Reykjavíkur togararnir Egill Skallagrírnsson . og Hallveig Fróðadóttir. Voru þetta fyrstu togararnir ásamt Gylfa frá Pat- reksfirði, sem sóttu vestur á Jónsmið við Grænland. Voru Egill og Hallveig með því sem næst fullfermi eftir skamma úti- vist. Var aflinn aðallega stór- þorskur. Fleiri íslenzkir togarar munu vera komnir á Jónsmið. — Um það bil tveim sólarhring- um síðar dró báturinn síðustu netatrossuna sem lögð hafði ver- ið þá um morguninn. Jóhannes stýrimaður var við rúlluna og var drætti nær lokið er úrið valt úr netinu! Jóhannes greip úrið, leðurólin var slitin. Hann dró úrið upp, og það hefur gengið síðan alveg rétt. Úrsmiður hér í Reykjavík, sem leit á það, sagði að ekki hefði deigur dropi komizt í það. Það væri jafngott og áður. Þar með keypti Jóhannes, sem hélt að úrið myndi ekki hafa þol að að liggja svo lengi í sjónum, á það nýja ól. HAFNARFIRÐI — A bæjar- stjórnarfundi, sem haldinn var í gær, gerðust þau tíðindi, að Ai- þýðuflokksmenn og kommúnist- ar beittu meirihlutaaðstöðu sinni til þess að hindra að málefni Bæjarútgerðarinnar væri tekið á dagskrá, en fyrir nokkru hafði bæjarráð, samkvæmt ósk Páls V. Daníelssonar (Sjálfstæðism.), samþykkt að svo skyldi verða. Var það kommúnistinn Geir Gunnarsson, sem nú gegnir störfum bæjarstjóra, sem bar fram dagskrártillögu þess efnis, að málið yrði tekið út af dagskrá. Og það, sem mikla athygli vakti, var, að hann fékk bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins í lið með sér, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar þeirra í bæjarráði um að ræða það í gær. Og þar með var Páli V. Daníelssyni, sem átti að hafa framsögu fyrir minnihlutanum, meinað að flytja mál hans varð- andi málefni Bæjarútgerðarinn- ar. — Það er kunnara en frá þurfi að segja, að rekstur og afkoma Nániskeið um at- vinnu- og verka- lýðsmái NÆSTI fundur á námskeiðinm um atvinnu- og verkaiýðsmál verður haldinn i Valhöll n.k. föstudag kl. 8,30. Sigurbjörn Þorbjörnsson, skrifstofustjóri flytur fyrirlestur um skattamál. Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti stundvíslega. útgerðarinnar hefir verið í hinu mesta óléstri, sem marka má til dæmis af því, að ekki hefir verið haldinn fundur í útgerðarráði síðan fyrir bæjarstjórnarkosning- ar — og ekki hafa reikningar enn verið lagðir fram fyrir árin 1956 og 1957. Það mátti því ætla að tími væri til kominn að ræða málefni Bæjarútgerðarinnar í bæjarstjórn. En það mátti ekki. Hins vegar upplýsti Geir Gunn- arsson að fundur yrði haldinn í útgerðarráði n. k. föstudag. — Betra seint en aldrei. — En það er þó ekki alveg víst að af þess- um fundi verði, því að oft áður hafa verið boðaðir þar fundir, en slík loforð ævinlega svikin. Um ástæðuna fyrir því að bæj- arfulltrúar Alþýðuflokksins og kommúnista vilja ekki ræða mál- efni Bæjarútgerðarinnar á bæj- arstjórnarfundi, er ekki kunnugt, en aftur á móti verður að ætla, að þar sé rétti staðurinn til að ræða þau mál, a. m. k. þegar málum útgerðarinnar er komið eins og fyrr hefir verið greint frá. — G. E. Var hrossaúfiilulnsng- nrinn í vefiur ólöglegur? Neita oð iæða móleini Bæjarót- geiðar Haínarfj. ó bæjarstjinndi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.