Morgunblaðið - 27.04.1958, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.04.1958, Qupperneq 1
24 siðu* / kjölfar Genfarráöstefnunnar: Mörg ríki hyggja á víkkun fiskveiðitakmarka Telja sig nú hafa frjálsar hendur eftir að þriggja mílna reglan er orðin í algerum minnihluta Samþykktir rádstefnunnar marka mörg merkileg spor Einkaskeyti frá fréttaritara Mbl. Gunnari G. Schram. NÚ þegar Genf&rráðstefnan er á enda, vaknar sú eðlilega spurning, hvaða hag tsland hafi af því haft að taka þátt í ráðstefnunni og hvernig hagsmunum íslendinga hafi verið borgið þar. Þó að ráð- stefnunni hafi mistekizt að leysa höfuðviðfangsefni sitt, vídd lanrt- helginnar, hafa samt margar merkar samþykktir verið gerðar og regiur settar, er ekki voru áður til, en gilda skulu á hafinu upp frá þessu. Samþykktir þær, sem gerðar hafa verið eru margar hverjar til mikilla hagsbóta fyrir ísland, sem og aðrar fiskveiðiþjóðir, og á það vafalaust eftir að koma í ljós á næstu árum. 1 stuttu máli má nefna eftirfarandi atriði, sem ísland varða framar öðrum. Ezra Pound er nú orðinn 73 ára. Var þessi mynd tekin af bon- um nýlega. Hann fær nú að eyða ellidögunum á blárri strönd Miðjarðarhafsins. Ákæra gegn Ezra Pound felld niður Hið heimsfræga skáld fer af geðveikrahæli til Italiu • 1. í fyrsta sinn hafa verið sett- ar reglur um fiskivernd og fiskifriðun á úthafinu. Xil þess að koma í veg fyrir of- veiði og rányrkju á miðunum við ísland, getur ísland gert einhliða friðwnar- og vernd- unarráðstafanir. • 2. Islandi og öðrum strand- ríkjum er veitt fullt ríkisvald yfir landgrunninu og öllum auðæfum, sem kunna að finn- ast i því fram á 200 m dýpi eða sem svarar 100 mílum út frá strönd landsins, þar sem landgrunnið nær lengst. 0 3. Endanleg viðurkenning er fengin á því sjónarmiði, sem kom fram i Haagdómnum, er felldur var 1951 i deilumálum Englendinga og Norðmanna, að draga megi beinar grunn- línur, þegar sérstaklega standi á, svo sem við ísland og Noreg. Lengd þessara beinu grunnlína er ekki tak- mörkuð, og samþykkt var, að þær megl draga frá skerjum og rifum, ef einhver mann- Ný stjórn í Finnlandi HELSINGORS, 26. apríl — (NTB) — Ný stjórn hefur ver ið mynduð í Finnlandi. For- sætisráðherra er Reino Kuus- koski, sem áður hefur verið dómsmálaráðherra, í ríkis- stjórn Tuomiojas 1953—54. Hin nýja stjórn er utanþings- stjórn eins og fráfarandi rikis- stjórn von Fieandts. Hún fer með völd aðeins til bráðabirgða en þingkosningar verða í Finnlandi eftir rúma tvo mánuði. Utanríkisráðherra verður áfram Hynninen, en Hans Perttula sem áður var landbúnaðarráðherra, hverfur úr stjórninni, enda féll stjórn von Fieandts á tillögum hans í landbúnaðarmálum. Hinn nýi forsætisráðherra Reino Kuuskoski flutti ræðu í finnska útvarpið í dag, þar sem hann lýsti stefnu stjórnarinnar. Stjórnin mun leggja áherzlu á að tryggja hallalausan rekstur ríkis- búsins og framkvæma atvinnu- leysistryggingar. í utanríkismál- um mun stjórnin fylgja hlut- leysisstefnu. virki eru byggð á þeim. Er þetta grundvöllur þess, að unnt sé að loka fjörðum og flóum við strendur, þar sem uppelchsstöðvar og auðug fiskimið eru. helgi var samþykkt í land- • 4. Tólf mílna fiskveiðiland- helgisnefndinni og hlaut einn ig meirihluta á allsherjar- fundi ráðstefnunnar, þó að ekki væri hún samþykkt með atkvæða, þar sem ekkert samkomulag náðist um land- helgisvíddina. Er þessi stað- reynd mjög þung á metunum, ef deila kemur upp um land- helgina milli ríkja. • 5. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem viðurkenning og meiri- hluta samþykkt fæst á al- þjóðavettvangi á sérsjónar- miði íslendinga um forgangs- rétt þeirra til fiskveiða utan landhelginnar. Þó að % atkv. fengjust ekki fyrir þessu, er það mjög mikilvægt fyrir frek ari aðgerðir og þróun i þeim málum án æstunni. 9 6. Loks er þess að geta, að þar sem ráðstefnan gat ekki náð samkomulagi um land- helgisviddina, en þjóðréttar- nefndin taldi hana 3—12 mil- ur eftir aðstæðum, hefir sú réttaróvissa skapazt, sem ger- ir ríkjum kleifara en áður að færa út landhelgi sína. Ljóst er nú að ráðstefnunni lokinni, að ekki er Iengur hægt að tala um, að föst þjóðréttar- regla gildi um viðáttu land helginnar. Er Malenkov lifs eðu liðinn ? VARSJÁ, 25. apríl — Sterkur orðrómur gengur nú um það að Georgi Malenkov fyrrum forsætisráðherra Rússlands sé Iátinn. Ekkert hefur samt heyrzt öruggt um dánarorsök. Orðrómur þessi heflur verið svo sterkur, að pólskir blaða- menn spurðu Voroshilov for- seta Rússlands fregna af Malenkov. Ilann kvaðst ekki hafa frétt um lát hans og taldi að sögurnar væru ekki réttar. —NTB. Sú spurning er efst í hugum manna hér eftir atburðina á alls- herjarfundi ráðstefnunnar í gær, hvernig ástandið verði nú í land- helgismálunum, eftir að ráðstefn- unni mistókst að leysa höfuð- verkefni sitt. Er mikið rætt um þetta í fundarsölum og göngum Þjóðabandalagshallarinnar og sýnist sitt hverjum. Aðalfulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands og annarra þeirra þjóða, sem fylgjandi eru þriggja mílna landhelgi, höfðu þegar lýst því yfir í umræðunum, að næð- ist ekki samkomulag um tillögu Bandaríkjamanna, myndu þeir aftur hverfa til sinnar tillögu um 3 mílna landhelgi. Og er það nú einnig komið á daginn. Aðeins 22 ríki með 3. milum Þau ríki, sem fylgjandi eru 3 mílna landhelgi eru alls 22 tals- ins. Halda Bretar einkum fast við þetta sjónarmið, og lýsti Sir Reginald Manningham Buller yfir því í ræðu í gær, að raun- verulega hefðu þeir aldrei hætt við tillögu sína um 3 mílna land- helgi, aðeins orðað sex mílur í sáttaskyni, og myndu þeir nú halda fast við sitt gamla sjón- armið. Skoðun Bretæ, Bandaríkja- manna, Frakka, Hollendinga og allra þessara 22 þjóða er sú, að þær málalyktir, sem hér hafa orðið, hafi engu breytt um af- stöðuna. Ástandið í landhelgis- málunum sé nú eins og ráðstefn- an hafi aldrei verið haldin, 3 mílur séu eftir sem áður þau einu mörk, sem viðurkennd séu og allt annað sé skerðing á frelsi hafsins. Frjálsar hendur Á hinn bóginn standa svo þær þjóðir, sem sett hafa fram á ráðstefnunni kröfur um mikla víkkun landhelginnar. Eftir því, sem ég hefi komizt næst, líta margar þeirra svo á, Framhald á bls. 2. Genf, 26. apríl. Einka- skeyti frá Gunnari G Schram og Reuter. í GÆRKVÖLDI felldi alls- herjarfundur Genfarráðstefn- unnar tillögu Islands í fiski- friðunargreinunum um sér- staka aðstöðu strandríkis, sem byggði lífsafkomu sína á fisk- veiðum. Tillagan hlaut ein- faldan meirihluta, en ekki þá % hluta atkvæða sem tilskild- ir eru til samþykkis. Með til- WASHINGTON, 26. apríl — Bandaríkjastjórn hefur nú til- kynnt að málsókn verði felld niður gegn skáldinu Ezra Pound. Ákvörðun þessi þýðir, að Pound getur nú farið úr St. Elizabeth-geðveikrahæi- inu í Washington, án þess að lögu Islands voru 30 atkv. en á móti 21 atkv. — 18 sátu hjá. Hins vegar var í dag sam- þykkt einróma tillaga frá S- Afríku, sem gengur miklu skemmra en íslenzka tillagan og var jafnvel sett fram gegn henni. S-Afríku-tillagan hlaut 67 atkv. gegn engu, en 10 ríki sátu hjá. Islenzku fulltrúarnir greiddu atkv. með henni, þar sem hún er ekki bindandi, heldur aðcins tilmæli til ríkis- eiga yfir höfði sér málsókn og fangavist fyrir landráð. Vinur Mússolinis Ezra Pound er að margra áliti mesta ljóðskáld sem uppi er i heiminum í dag. Hann er af bandarísku bændafólki kominn, fæddur í ríkinu Idaho, vestarlega Framh. ð bls. 2 stjórna. I)eilt um fundarsköp í gærkvöldi voru til umræðu og atkvæðagreiðslu á allsherjar- fundi ráðstefnúnnar ályktanir fiskifriðunarnefndarinnar, þ. e. 49.—60. gr. laganefndarálitsins og þar á meðal einnig tillaga íslands, sem nefndist grein 60 A. Vitað var fyrirfram, að flestar þjóðir voru sammála fiskivernd- unargreinunum, en skoðanir hins vegar mjög skiptar um tillögu Is- lands, sem nefndin hafði sam- þykkt sl. mánudag með litlum atkvæðamun. f fundarbyrjun báru Banda- ríkin upp tillögu um að allar greinarnar skyldu bornar upp í Framh. á bts 2 Málamiðlunartillaga Suður Afríku samþykkt og þar viðurkenndur í fyrsta sinn forgangsréttur strandríkis Er jbó aðeins tilmæli til rikisstjórna og ekki bindandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.