Morgunblaðið - 27.04.1958, Síða 2
2
MORcrwnr 4ðið
Sunnudagur 27. apríl 1958
— Málamiðlun
Frh. af bls. 2.
einu lagi, nema tillaga fslendinga
60 A, sem skyldi berast upp sér-
staklega.
Mexíkó, sem verið hefur mjög
vinveitt málstað íslands á allri
þessari ráðstefnu bar strax upp
breytingartillögu um að allar
greinarnar, líka tillaga íslands,
skyldu bornar upp saman,
Þá báru Indland, Ghana og fran
enn upp breytingartillögu um að
tillaga íslands skyldi tekin út úr
hópnum og borin upp sérstaklega.
Um þetta fundarskapaatriði og
málið í heild, afstöðu íslands og
annarra ríkja, sem svipað er á-
statt um var deilt lengi og hart.
Hótun Breta
Mr Wall fiskimálastjóri
Breta, lýsti því yfir, að hann
neyddist til að greiða atkvæði
gegn ollum fiskiverndunar-
greinunum, ef isienzka tillag-
an væri borin upp með þeim.
Hún ætti ekkert skylt við fiski
vernd, heldur fjallaði hún um
efnahagsmál íslendinga. Auk
þess, taldi hann tillöguna mjög
óskýra og hún raskaði jafn-
væginu í þessum greinum í
heild.
Fulltrúar Noregs, Svíþjóðar og
Bandaríkjanna studdu Bretann
eindregið í ræðum sínum, en Vieí
Nam, Indland og Ghana lýstu
yfir stuðningi við íslenzku tillög-
una efnislega, þótt þeir vildu, að
hún yrði borin upp sér, til þess
að valda ekki tjóni á öðrum
greinum um fiskifriðun.
Lífshagsimmir fslands
Hans G. Andersen flutti ræðu á
allsherjarfundinum. Hann benti
á það að rétt væri að bera íslenzku
tillöguna upp með hinum. Full-
trúunum væri líka óhætt að sam
þykkja greinarnar í heild, því að
þeir sem það vildu gætu ritað und
ir þær í heild með fyrirvara varð-
andi íslenzku tillöguna.
Síðan skoraði Hans á allar
þjóðir, sem vinveittar va*ru
Islendingum að grciða at-
kvæði með íslenzku tillögunni,
eða að minnsta kosti að sitja
fremur lijá en greiða atkvæði
á móti henni. Hann sagði að
hér væri um lífshagsmuni ís-
lenzku þjóðarinnar að tefla,
hvorki meira né minna.
Danir lýstu einnig yfir fylgi
við íslenzku tillöguna vegna hags-
muna Færeyinga.
TiIIaga íslands felld
Síðan fór fram atkvæðagreiðsla
þar sem samþykkt var að bera
íslenzku tillöguna upp sér.
Síðan var tillaga fslands borin
UPP og viðhaft nafnakall. Var
hún felld, þar sem hún náði ekki
tilskildum % meirihluta. Hún
hafði þó einfaldan meirihluta 30
atkv. gegn 21. Það var athyglis-
vert að öll „Austurblökkin" var á
móti henni, nema Júgóslavar, er
voru með henhi óg Tékkar og
Ungverjár sem sátu hjá.
Með tillögunni greiddu þessi
ríki atkvæði: Argentína, Boli-
via, Brazilia, Burma, Kanada,
Chile, Kolumbía, Kostarika,
Kúba, Danmörk, Ekvador, EI
Salvador, Ghana, Guatemala,
fsland, Indland, Indónesia,
Iran, Mexíkó, Nepal, Nikara-
gua, Panama, Perú, Saudi
Arabía, Sambandslýðveldi
Araba, Túnis, Úruguay, Vene-
zuela, Viet Nam og Júgóslavía.
Þessar þjóðir, sem hér voru
taldar höfðu einnig fylgt fslend-
ingum gegnum þykkt og þunnt
í nefndinni. Hins vegar voru
Vestur-Evrópulönd og Rússland
öil fjandsamleg íslendingum.
Bandaríkin sátu hins vegar hjá
við þessa atkvæðagreiðslu.
Einnig sat Finnland hjá.
Munaði S atkvæðum
Ekki munaði nema 5 atkvæð-
um að íslenzka tillagan fengist
samþykkt. Hefðu t. d. Rússar
og Austurblökkin setið hjá í stað
þess að greiða atkvæði gegn fs-
lendingum hefði sigur unnizt í
þessu mikilvæga máli. Atkvæða-
greiðslan fór ekki fram fyrr en
um miðnætti og voru fulltrúar
allmargra þjóða fjarverandi.
Því næst voru hin almennu
fiskiverndunarákvæði samþykkt
í einu lagi, þ. e. 49.—60. gr.
laganefndarálitsins. Voru 44 með,
16 á móti en 8 sátu hjá. Rússar
og ýmis Vestur-Evrópuríki voru
á móti vegna ákvæðis um skyldu
til að hlíta gerðardómi og vegna
þess að ekki mætti gera fyrir-
vara við greinarnar.
¥
I dag, laugardag, hófust aft-
ur umræður á allsherjarfundi
Genfar ráðstefnunnar og var
nú tekin til nteðferðar tillaga
S-Afríku, en í henni segir:
„Ráðstefnan leggur til, þar
sem nauðsynlegt er vegna
fiskiverndar að takmarka
heildarafla fiskistofna á svæði
sem liggur að strandríki, að þá
beri öllum öðrum ríkjum, sem
veiðar stunda á því svæði að
hafa samstarf við strandríkið
til að tryggja að réttlát lausn
fáist með því að gera sam-
komulag um ráðstafanir, sem
fela í sér viðurkenningu á for-
gangsrétti strandríkis, þar sem
tekið sé tillit til þess live
mikla þýðingu fiskveiðarnar
hafa fyrir strandríkið, en að
jafnframt sé tiilit tekið til lög-
mætra hagsmuna annarra
ríkja.
Ef ósamkomulag verður um
slíkar aðgerðir skal skera úr
því með gerðardómi".
Tillaga Suður-Afríku var'
samþykkt með 67 atkvæðum
en 10 sátu hjá.
Ilans G. Andersen tók til
máls að aflokinni atkvæða-
greiðslu í morgun. Hann lýsti
því yfir að íslendingar myndu
greiða atkvæði með tillögu
Suður-Afríku, enda þótt hún
næði alltof skammt. Þeir
gætu greitt henni atkvæði,
þar sem hún væri ekki bind-
andi, heldur aðeins tilmæli til
Jiinna ýmsu ríkisstjóra. Það
myndi líka ávinnast með
henni að þar værí í fyrsta
skipti viðurkenndur forgangs
réttur strandríkls.
Kvaðst Hans G. Andersen
treyáta því, að næst þegar
tækifæri gæfist myndi tillaga
og málsstaður íslands ná fram
að ganga.
Érefar senda herlið til Aden
BREZKA stjórnin sendi fyrir
stuttu síSan öllum að óvörum
nýtt herlið til nýlendunnar Aden
við Rauðahaf.
Ríkisstjórn Breta kveðst vera
áhyggjufull út af ýmsum atburð-
um sem skeð hafa í námunda við
þessa þýðingarmiklu nýlendu og
telur sig þess vegnT hafa verið
neydda til þess að senda nýtt
herlið og aukið í varúðarskyni.
Frá Aden hafa borizt fregnir
nýverið um, að uppreisnarmenn
úr flokki innfæddra hafi haft sig
mjög í frammi við landamæri
Jemens og talað er um, að hrað-
áð hafí verið vopnasendingum frá
Sovétríkjunum til Jemen. í opin-
berri tilkynningu frá Aden hefir
þess verið getið að brezkt herjið
hafi verið sent inn í soldánsdæm-
ið Lahej í vesturhluta verndar-
svæðisins, til þess að elta uppi
„áróðursmenn fjandsámlega Bret
um“, eins og það er orðað.
„Hugsjónastríð” huiið uð nýju
milli Rnssn og Jngóslnvíu
Ljubljana, 26. apríl — Einkaskeyti frá Reuter.
FLOKKSÞING júgóslavneska kommúnistaflokksins sam-
þykkti í dag nýja stefnuskrá flokksins, þar sem lögð er sér-
stök áherzla á það að Júgóslavía ætli að viðhalda sjálfstæði
sinu gagnvart Rússlandi. Var hin nýja stefnuskrá samþykkt
í einu hljóði og með lófataki. Jafnframt var Tító forSeti hyllt-
ur ákaflega fyrir það að víkja ekki um fótmál fyrir ógnunum
Rússa.
Sendiherra Rússa var staddur í þingsalnum, þegar allur
þingheimur samþykkti stefnuskrána með lófataki. Hann stóð
upp eins og aðrir fundarmenn — en hann klappaði ekki
saman höndunum.
„Á jafnréttisgrundvelli“
í hinni nýju stefnuskrá er tekið
fram að júgóslavneski kommún-
istaflokkurjnn vilji samstarf við
kommúnistaflokk Rússlands, en
aðeins á jafnréttisgrundvelli.
ÞaS er nú búizt við því að
deilan milli Rússlands og Júgó
slavíu harðni mjög á næst-
unni, einkum í blaðaskrifum
og útvarpserindum. Eru for-
ingjar júgóslavneska komm-
únistaflokksins ekki i vafa um
að Moskva muni bráðlega
svara þessari gagnsókn með
nýjum árásum.
Með þessari nýju stefnuskrá
líta Júgóslavar svo á að Tító sé
að hefja nýja og öfluga gagnsókn
á sviði kommúnískra hugsjóna.
Hin síðustu ár, eftir dauða Stalins
hefur hann stöðugt reynt að
koma á heiðarlegum sáttum milli
Júgóslava og Rússa. Nú þykir
honum ljóst, að Rússar vilji ekki
beiðarlegar sættir. Þeir vilji að-
eins undirokun Júgóslavxu. Þess
vegna telur Tító að hann geti
Lok Cenfarráðstefnunnar
Framh. af bls. 1.
að hin dapurlega niðurstaða í
landheigismálunum, hafi
þurrkað út forsöguna og veitt
þeim frjálsar hendur til þess
að marka landhelgi sína allt
út að 12 mílum, því marki
þjóðréttarnefndarinnar, sem
almennt hlaut viðurkenningm
á ráðstefnunni og að lengra
væri ekki unnt að halda.
Þriggja mílna ákvæðið sé
dautt og verði ekki aftur
magnað upp úr gröf shmi á
hverju sem gangi.
Hin fjölmörgu nýju ríki, sem
stofnuð hafa verið eftir styrjöld-
ina, og gátu engin áhrif haft á
málin áður fyrr, hafi með niður-
stöðu ráðstefnunnar hlotið óbeina
heimild til þess að fara sínu
fram í landhelgismálunum, svo
sem þjóðarhagsmunir krefjast.
Málsvari þessa er m. a. Saudi-
Arabía, sem flutti tillögu um 12
sjómílna landhelgi í upphafi ráð-
stefnunnar, Indónesía og fleiri
ung ríki, þar sem þjóðernishreyf-
ing er í uppsiglingu.
Sterkur meirihiuti að 12 mílum
Svo skammt er um liðið, síðan
Caronia kyrrsett
YOKOHAMA, 26. apríl (Reuter)
— Brezka lystiskipið Caronia
hefur verið kyrrsett, vegna
skemmda sem það olli á innsigl-
ingu Yokohama-hafnar. Þegar
skipið var að sigla inn um
þröngt hafnarmynnið, rakst það
á vita, sem stendur þar fremst
á hafnargarðinum. Felldi það
vitann um koll. Krefst hafnar-
sjóður 12,5 milljón jena skaða-
bóta.
Japanir mótmæla
kjarnorkutilraunum
TOKYO, 26. apríl (Reuter) —
Japanska stjórnin hefur sent
Bretum mótmæli vegna þeirrar
ákvörðunar að framkvæma hýjar
kjarnorkusprengjutilraunir á
Kyrrahafi. Var mótmælaorðsend-
ing í dag afhent sendiherra Breta
í Tokyo.
Jafnframt mótmælunum voru
Bretar eindregið beðnir um að
hætta við tilraunirnar. LýSir
japanska stjórnin því yfir, að
hún áskilur sér rétt til að krefja
Breta skaðabóta vegna tjóns sem
yrði af tilraunum þessum, en
japönsk. fiskiskip eru oft á sveimi
á .svæði því þar sem tilraunirn-
ar eiga að fara fram.
Ijóst varð, að ráðstefnan væri
ófær til að ákveða landhelgina,
að auövitað er ókleift að kveða
hér upp nokkurn lokadóni í þessu
máli. En hvað sem öllu líður, er
þó augijóst, að með niðurstöðu
hennar hafa þau bönd brostið,
sem hafa fjötrað margar þjóðir í
landhelgismálunum. Einna helzt
má líkja því við, að stífla hafi
verið tekin úr á.
Ekki verður móti því mælt með
rökum, að meirihluti ráðstefnunn
ar, 45 ríki, greiddu bandarísku
tillögunni um 12 mílna fiskveiði-
landhelgi, atkvæði með skilyrð-
um, þó ao öll austurblokkin væri
á móti tillögunni af pólitískum
ástæðum, og ísland og fleiri ríki,
sem vilja mjög víða landhelgi.
Því má segja, að sterkur meiri-
hluti þjóðanna sé samþykkur 12
mílna fiskveiðilandhelginni, þó
að þær hafi ekki borið gæfu til
að sameinast um það sjónarmið.
Þessi úrslit eru því þung á vogar-
skálinni hjá þeim ríkjum, sem
hyggjast gera ráðstafanir þrátt
fyrir endalok ráðstefnunnar og
benda á, hve strrkan s:ðferðileg-
an stuðning þ: xt . • hafi að
baki sér.
Um þeíta rr ' • til um-
mæla franska .arfræð-
ingsins Gibels, að ef ráðstefn-
an tækist ekki, hefói það þau
áhrif, að ríkjandi reglur
misstu gildi sitt.
KANADA FÆRIR ÚT
FISKITAKMÖRK SÍN
Sterkur orðrómur gengur
um það, að Kanada hyggist
fara sinu fram og færa út
landhelgi sína. Við íslenzku
blaðamennirnir og sendinefnd
in höfum vart haft frið fyrir
fyrirspurnum um, hvenær ís-
land færi út landhelgi sína og
hve langt.
Mörg önnur ríki hyggja hér
á svipaðar aðgerðir, þótt enn
liggi ekjtert ákveðið fyrir í
þeim málum. Sökum þessa
heyrist ýmsu spáð til hverra
ráða Bretar og gömlu sjóveld-
in grípi, ef slík einhliða út-
færsla verður framkvæmd
víða. Sýnist sitt hverjum, en
sumir tala um að stefna mál-
inu fyrir Haag-dómstólinn. Er
þó mun óvissara nú en áður,
hvernig úrslitin þar myndu
verða.
Lokun fiskimarkaða
Þá er einnig rætt um lokun
fiskimarkaða og aðrar efnahags-
legar aðgerðir. En margir benda
á að eins og málin standi nú sé
ókleyft að grípa til slíkra að-
gerða gegn landhelgisvíkkun.
G. G. S.
ekki lengur gengið á eftir Rúss-
um með grasið í skónunx. Það sé
óh j ákvæmilegt að sýna þeim
fram á að Júgóslavar ætli, hvað
sem á dynur að varðveita sjálf-
stæði sitt.
_
Kýrnar friðhelgar
NÝJU DELHI, 26. apiR
(Reuter) — Hæstiréttur Ind-
lands hefur kveðið upp úr-
skurð um það, -að lagaákvæði
um bann við slátrun nautgripa
séu fyllilega réttmæt. — Slík
lagaákvæði eru í gildi í 9 at
14 sambandsríkjum Indlands.
★ Dómur þessi er talinn mik
ið áfall fyrir raunsæismenn þá
sem hafa barizt fyrir afnámi
helgidóms nautgripa. — M. a.
hefur Nehru forsætiráðherra
lýst því yfir, að ekkert vit sé
í að banna slátrun nautgripa,
sem hafi offjölgað í Indlandl
og séu til lítils gagns.
á Hæstiréttur hefur með
dómi sínum viðurkennt að
taka verði tillit til ríkra trúar-
siða. En tekið er fram í dómn-
um að mönnum beri engin
skylda til að gefa gagnslausum
nautgripum fóður. Þeir megi
svelta til bana.
— Ezra Pound
Framh. af bls. 1.
í Bandaríkjunum árið 1885. Árið
1908 fór hann til Evrópu með
flutningaskipi og lifði óreglu-
sömu lífi með listamönnum, sem
nú hafa margir náð heimsfrægð.
Hann dvaldist langdvölum
á Ítalíu og elskaði mjög það
sólríka land. Þegar heims-
styrjöldin síðari brauzt út,
lýsti hann yfir fylgi við Mússó-
líni og fasismann. M. a. kora
hann fram í áróðursútsending-
um ítalska útvarpsins á enskrl
tungu.
Handtekinn fyrlr landráð
Fyrir það var hann handtek-
inn í stríðslok og mál höfðað
gegn honum fyrir landráð. Hann
var þó aldrei dæmdur, því að
læknar úrskurðuðu hann geð-
veikan og komst hann þannig
undan fangelsisrefsingu. En alla
tíð .síðan, eða í 13 ár hefur hann
verið innilokaður í geðveikra-
hæli.
í Bandaríkjunum var á sínum
tíma mikil andúð á framferði
Ezra Pounds. Var litið á hann
sem hreinan landráðamann, sem
hafði gengið í íið með fasistum,
meðan bandatískir hermenn urðu
að láta lífið á vígstöðvum Ítalíu.
Robert Frost kemur til hjálpar
Snemma kom þó upp hreyfirig,
um að náða Ezra Pound og leysa
hann af geðveikrahælinu. Aðal-
lega voru það skáld og listamenn,
sem börðust fyrir frelsi hans, en
fremstur í þeim hópi stóð ljóð-
skáldið Robert Frost, sem hefur
túlkað öðrum betur ást hinnar
ungu bandarísku þjóðar, til lands
ins sem hún byggir.
Það var álit þessara listamanna,
að Bandaríkjunum væri hneisa
að inniloka merkasta skáld sitt
á geðveikrahæli, eða reiða ævi-
langa fangelsisrefsingu yfir
höfði hans. Jafnframt var það
skoðun þeirra, að framkoma
Ezra Pounds í stríðinu hefði ekki
verið landráð. Hann hefði elskað
föðurland sitt, Bandaríkin eins
og kæmi greinilega fram í heims-
frægu kvæði hans „Patria mia“.
Til ftalíu
Ezra Pound mun nú yfirgefa
geðveikrahælið í Washington
og ætlar hann að fara rakleitt
til Ítalíu, ásamt koniu sinni.
Mun hann leita hressingar í
suðrænni sól í Rapatló á
strönd Miðjarðarhafsins.