Morgunblaðið - 27.04.1958, Síða 8
8
MORCVISTllAfílÐ
Sunnudagur 27. apríl 1958
Mer sjaum við 4 gæðinga, sem
tamdir hafa verið í Varmahlíð
í vetur. Það er athyg-lisvert
hvað höfuðburðurinn er líkur
hjá öllum hestunum. Þeir
hvorki gana né gapa og aug-
ljóst er hve taumhaldið er létt.
— Athyglisvert er hve áseta
allra hestamannanna er lik.
Lengst til vinstri er Pétur Sig-
fússon á Goða, stóðhesti á 5.
vetur, jörpum að lit, taminn í
8 vikur. Þá er Páll Sigurðsson
á Móra, móbrúnum fola á 6.
vetur, taminn í 6 vikur. Næst
er Gísli Höskuldsson á Skjóna,
brúnskjóttum á 5. vetur, tam-
inn í 8 vikur og loks er Pétur
á Herði, brúnstjörnóttum stóð-
hesti á 5. vetur.
Oft verður góbur hestur úr göldum fola
Með tamningamönnum i Varmahlið
ÞAÐ var á Húnavökunni að mér
barst til eyrna að tamningastöðin
í Varmahlíð væri að ljúka störf-
um. Mið fýsti mjög að vita
hvernig þar væri unnið og hver
árangur þar hefði fengizt. Ég
yfirgaf því skemmtanalíf þeirra
Húnvetninga og hélt norður yfir
Vatnsskarð og hitti fyrir hinn
kunna gestgjafa og hestamann,
Pál Sigurðsson, sem löngu er
kunnur fyrir stjórn langferða-
því vegir eru blautir og það er
eins gott að búa sig vel, því ég
geri ekki ráð fyrir að hestar
þeirra félaga muni fara fót fyrir
fót.
Vel taminn foli á 4. vetur
Við höldum upp í hesthús Páls
og mér er sagt að ég megi velja
um 20—30 fola og fara á bak
hverjum þeirra sem ég óski. Nú
er úr vöndu að ráða og endir-
eru með allan gang, sem kallað
er, þ. e. brokk, skeið og tölt.
Létt taumhald
Það vekur sérstaka athygli
mína hve tamning allra hestanna
virðist svipuð, þótt þrír menn
hafi fjallað um hana og kemur
þar sérstaklega til hið létta
taumhald. öllum hestunum má
stjórna með einum fingri þótt
fjör þeirra og þroski sé mjög
misjafn. En þetta taumhald er
ákaflega viðkvæmt. Sá, sem ekki
tileinkar sér það við hesta, sem
Tamningamennirnir á reið með fola sína skammt frá Varmahlíð. —
bifreiða, rekstur fyrirmyndar
hótels í Fornahvammi og nú síð-
ast rekstur hótels í Varmahlíð í
Skagafirði, sem byggir m. a. á
leigu góðhesta til lengri og
skemmri ferðalaga.
Það mun fyrst og fremst hafa
verið verk Páls að þessi tamn-
ingastöð var sett upp í Varma-
hlíð. Þangað réðust ágætir menn
til þess að annast þjálfun hesta,
þeir Pétur Sigfússon og Gísli
Höskuldsson, sá fyrrnefndi ætt-
aður úr Svartárdal i Húnavatns-
sýslu og hinn úr Borgarfirði.
Veldur hv«r á heldur
í þann mund er ég heimsótti
Varmahlið, datt mér í hug gamalt
spakmæli: „Oft verður góður
hestur úr göldum fola“. Og hing-
að var ég einmitt kominn til þess
að fræðast um það hvernig þeim
tamningameisturunum gengi að
gera góða hesta úr göldum fol-
um. Tamning hesta er mjög
vandasöm íþrótt og margar leið-
ir eru farnar til þess að ná þar
árangri. Mjög eru skiptar skoð-
anir hvaða hahdtök séu þar
heppilegust og raunar má segja
að aðferðirnar til þess að temja
hestana séu jafn margar og hest-
arnir eru margir. Eitt á við
þennan hestinn, en annað við
hinn. Eitt er þó víst að enginn
getur orðið tamningamaður nema
hann þjálfi sína eigin skaphöfn
og hafi til að bera þolinmæði og
einlægan vinarhug til dýranna.
Það á því við hér sem svo oft
áður „að veldur hver á heldur“.
En nú skulum við herklæðast,
inn verður sá að ég bið Pál að
leysa þennan vanda.
Páll segir að bezt sé að ég
reyni yngsta hestinn, sem verið
hefur í tamningu í 6 vikur. Sá
heitir Dreyri, rauður foli, frem-
ur smár vexti á 4. vetur. Ég
spyr undrandi hvort hann beri
hlass á þriðja hundrað pund.
— Blessaður, já, já. Reyndu
bara.
Síðan leggjum við á og ríðum
úr hlaði. Páll situr á Móra, mó-
brúnum fola á 6. vetur, sem tam-
inn hefur verið í 6 vikur. Pétur
situr Hörð, brúnstjðrnóttan stóð-
hest á 5. vetur, sem taminn hef-
ur verið í 8 vikur og Gísli ríður
Skjóna, brúnskjóttum fola á 5.
vetur, sem taminn hefur verið í
8 vikur. Ég tek eftir því að
hringamél eru uppi í öllum hest-
unum. Við höldum nú niður veg-
inn frá Varmahlíð og niður í
Hólminn. Mér líkar vel við þann
rauða. Hann er mjög taumlétt-
ur, töltir ágætlega og er furðu
gangviss af svo ungum og snögg-
tömdum hesti, ef svo má að orði
kveða. Þannig höldum við áfram
og skiptum um hesta og fæ ég
þarna að reyna alla þessa gæð-
inga. Sameiginlegt er þeim það
öllum að þeir eru einkar taum-
léttir, háreystir og sérstaklega vel
riðnir til tölts. Sumir þeirra eru
svo langt á veg komið í tamn-
ingunni að það má láta þá skipta
gangi rétt eins og maður sé að
skipta um gír á bíl. Að sjálf-
sögðu er þetta misjafnt eftir
ganglagí hestanna. Hörður er
t. d. klárhestur með tölti. Hinir
tamdir eru á þennan hátt, missir
ganginn úr þeim á svo til samri
stundu. Hesturinn leggst þá í
þann gang, sem honum er tamast
ur, brokkhesturinn hlunkast
áfram á brokki, skeiðhesturinn
leggst í skeiðlull, eða víxlast,
kergist í taumi, kastar til hausn-
um eða leggst í taumana og sé
um mikinn fjörhest að ræða
verður hann argur og ólmur og
á það til að rjúka með knap-
ann. Það er því mjög auðvelt að
spilla taumhaldi og gangi hesta
sem tamdir eru á þennan hátt,
bæði með því að viðhafa of stíft
eða rykkjótt taumhald og sitja
hestinn ekki rétt. Hins vegar
finnst mörgum að höfuðburður
| eirra hesta, sem þannig eru tamd
ir sé ekki eins fallegur og hann
getur beztur verið hjá hestum
sem vanir eru stöngum og hægt
er að fá til að hringa makkann
hæfilega mikið. Hins vegar fæst
slíkt oft á kostnað gangsins og
léttleikans nema hesturinn sé
alveg sérstaklega gangviss að
eðlisfari. Léttar stengur eiga líka
oft við á hesta sem tamdir eru
með hringmélum, ef þeim hættir
til að ganga. Getur það einnig
gefið góðan árangur.
Misjafnar aðferðir við frum-
tamningu
Ég átti þess ekki kost að fylgj-
ast með því hvernig tamninga-
mennirnir í Varmahlíð bera sig
til við algerar ótemjur og þá
einkum ef folinn er mjög bald-
inn. Hins vegar frétti ég nokkuð
af aðferðum þeirra þegar svo
stendur á. Nokkuð er það mis-
jafnt hvort folinn er tekinn með
áhlaupi .og handsamaður án taf-
ar eða átt er við hann \ kkuð
langan tíma. Einnig er það mis-
jafnt hvort ótemjan er þegar
tekin til tamningar eða hvort
hún er látin venjast mönnum í
húsi fyrst svo að úr henni fari
mestu kitlurnar og viðkvæmnin.
Hvort tveggja gerðist hjá þeim
félögum í vetur.
í annað skiptið voru þeir félag-
ar fengnir til þess að sækja hest,
sem fara átti á tamningastöðina
en eigendurnir treystu sér ekki
til að handsama og þó hafði hann
verið í tamningu að minnsta
kosti hjá tveimur mönnum áður,
en ekkert ráðizt við hann. Komu
þeir nú og handsömuðu þegar og
gekk sæmilega. Síðan er komið
var með hestinn heim var hann
strax tekinn og farið á bak hon-
um og var þetta eindæma fantur
og hrekkjalómur. Tamninga-
manninum tókst þó að vinna
hestinn og var honum skilað
eiganda þannig að tamningamað-
urinn gat riðið honum að vild.
Hins vegar var hesturinn aðeins
taminn í 6 vikur og töldu þeir
félagar að ómögulegt væri fyrir
neinn að treysta honum, enda
hafði hesturinn enga reiðhests-
hæfileika sýnt, hvorki gang né
fjör. I umgengni var hann alls
ekki hættulaus. Þannig mun
fremur lítið gagn hafa verið að
þessari tamningu, en slíkt verður
aldrei séð fyrir.
Harðsnúin viðureign
Annan hest höfðu þeir félagar
á húsi margar vikur áður en
nokkuð var farið að eiga við
hann og hefur kannske mestu um
það ráðið að Páll átti hestinn
sjálfur. Var hann orðinn sæmi-
lega mannvanur þegar farið var
að eiga við hann en þó alltaf
viðkvæmur. Eftir að hann hafði
verið teymdur nokkuð var farið
á bak á hann inni á básnum og
hófst þá harðsnúinn viðureign.
Hesturinn sleit sig upp og var þó
vel bundinn og stóð ýmist beint
upp á endann eða stakk sér. Ekki
tókst honum þó að losa sig við
knapann fyrr en hann valt á
hrygginn í flórinn. Slys varð
ekkert. Öðru sinni var svo hest-
urinn tekinn og átti þá að leiðá
hann út og fara þar á bak honum.
Var allhörð viðureign milli tamn
ingamannsjns og hans strax á
básnum, sem endaði með því að
folinn lenti á ný á hrygginn i
flórinn og gat sig ekki hreyft.
Síðan var hann leiddur út og var
hnakkurinn á honum og var síð-
an haldið af stað og hann teymd-
ur nokkurn spöl og síðan var far-
ið á bak í malargryfju svo að-
hald væri nokkur.t. En nú brá svo
við að folinn sýndi enga hrekki
og var honum riðið fyrirhafnar-
Tamningamennirnir í Varmahlíð. Frá vinstri: Gísli Höskuldsson,
Sigfússon.
'. :Jkr.
Páll Sigurðsson
og Pétur