Morgunblaðið - 27.04.1958, Side 11
Sunnudagur 27. apríl 1958
ftl ORGUNBL'AÐIÐ
11
/ f á u m orðum s a g t
Nú er kominn tími til oð ég
leggi meiri rækt v/ð kvenfólkið
— seg/Y Agnar Þórðarson i samtali
um Gauksklukkuna og fleira
ÉG hitti Agnar Þórðarson fyrir
skömmu á förnum vegi. Hann
var með skjalatösku eins og ssem
ir afkastamiklu leikritaskáldi.
Við tókum tal saman og éguninnt
ist á nýja leikritið hans, Gauks-
klukkuna, sem nú er verið að
sýna í Þjóðleikhúsinu. Agnar
sagði m. a., að sumir gagnrýn-
endurnir hefðu misskilið sig —
en það er eins og gengur,
bætti hann við. Það var
rigning, svo að tal okkar féll
niður, en ég sagði Agnari, að
ég vildi fá að heyra meira um
sjónarmið hans. Ég veit ekki,
hvort þetta á erindi í blöðin,
svaraði hann, en ef þú vilt endí-
lega, getum við rabbað saman
seinna. Þú spyrð, ég skal svara.
★
Nokkrum dögum síðar hitt-
umst við niðri i Gildaskála og
tókum upp þráðinn, þar sem við
höfðum skilið við hann. Ég
spurði Agnar um kjarna Gauks-
klukkunnar. Hann svaraði:
— Sú breyting er orðin á
tragedíunni, að í stað hetjunnar
fyrr á tímum er kominn milli-
stéttarmaður í sínu hversdags-
lega umhverfi. Sölumaður Mill-
ers er ágætt dæmi um það. Á-
stæðan er sennilega sú, að milli-
stéttarmaðurinn hefur tekið við
hlutverki hetjunnar. Hann er
sterkasta aflið í nútíma þjóðfé-
lagi og getur ráðið lögum og lof-
um, ef hann vill. Já, þrátt fyrir
smæð sína og vankanta. í þessu
skjátlaðist Marx. Hann hélt að
millistéttin mundi líða undir lok
í átökum verkalýðs og yfirstétt-
ar.
Nú liggur tragedían ekki í
því að sýna, hvernig „hetjan"
bregzt við örlögum sírmm
heldur hinu, hvernig „litli
maðurinn“ uppgötvar takmark-
anir sínar og fer að sjá
í gegnum þann blekkingahjúp,
sem hann hefur lifað í. Þá fer
stundum svo, að aðalhetjan eygir
enga ieið aðra en að drepa sig.
Það gerir Loman í Sölumannin-
um.Það gerir Stefánbankamaður
líka. Þegar hann fer heim má
segja, aðhann fremji n. k. sjálfs-
morð. Þetta er grundvallarídean
í Gauksklukkunni. Hún er ger-
ólík „Víxlum með afföllum" að
því leyti, að í Vixlunum vakir
aðeins fyrir mér að bregða upp
svipmyndum af fólki, en Gauks-
klukkan er byggð utan um
j,ídeu“. í Víxlunum er aðeins
brugðið upp spémyndum af sam-
tíðinni, þar er ekkert vandamál
sem bíður úrlausnar. Ég tel, að
báðar aðferðirnar séu jafnrétt-
háar. Aðdáendur Arthurs Millers
geta haft gaman af Holberg, er
það ekki?
Ég spurði, hvort Klukkan væri
byggð upp með symbólum. Agnar
svaraði því játandi: Ýmislegt í
henni skilst ekki til fulls nema á-
horfendur hafi það í huga, en auð
vitað geta persónurnar ekki lifað
á því einu að vera táknmyndir.
Þær verða að geta lifað sjálf-
stæðu lífi. Og ef við tökum GauK
inn þá er hann ekkert ann-
að en symból þess smáborgaralífs
sem Stefán hefur valið sér. Gauk
urinn er tákn þessa gervilífs og
minnir á, að Stefán hefur ekki
sætt sig við það, þó að hann hafi
valið sér það. Mér finnst að í
sumum leikdómum blaðanna
hafj komið í ijós, að gagnrýn-
endurnir hafa ekki skilið, hvað
ég var að fara með verkinu.
Hvernig geta þeir t. d. fullyrt, að
Ármann sé einskis virði sem
skáld? Getum við séð það á útliti
ungu skáldanna, hvort þau eru
góð eða slæm skáld? Sjónarmið
sumra gagnrýnendanna er jafn-
smáborgaralegt og dómur banka-
stjói'afrúarinnar um Ármann.
Hann ætti ágætlega heima í
„fínu“ kokteilboði. Bohemnum
hafa yfirleitt verið valin hin
hæðnislegustu orð.. Þetta viðhorf
er auðvitað mjög algengt í lífinu,
samvizkusömum borgurum stend
ur stuggur af mönnum sem þykj-
ast hafa köllun og vilja ekki sinna
neinu öðru. En menn skyldu ekki
gleyma því, að stundum haia
þessir bohemar hlotið almenna
viðurkenningu. Ég minnist þess,
hvernig skrifað var um hrepps- '
ómagann Ólaf Kárason á sínum
tíma og það er alveg nýskeð,
að hann er orðinn að „fínum
manni“. En mér þykir ástæða til
að spyrja: Er ekki maðurinn jafn
mikils virði, hvaða stöðu sem
hann skipar í þjóðfélaginu?
Ég spurði Agnar Þórðarson,
hvort hann væri ánægður með
tónskáldið. Hann svaraði, að vafa
laust mætti ýmislegt að honum
finna: ■— Mér getur vel hafa
mistekizt að skapa lifandi per-
sónu, sagði hann, en um það er
ekki deilt. Hugmyndin með sam-
bandi þeirra Stefáns og Ár-
manns er sú, að sjá, hvernig trú
manna, hvort sem hún er bundin
við persónu, eða t. d. trú — og
stjórnmál getur verið öðrum al-
gjörlega óskiljanleg, þó að hún
sé mönnunum sjálfum, eins og
Stefáni í Klukkunni, óendanlega
mikils virði. Og hún getur ein-
mitt orðið manninum hugstæð-
ari vegna misskilnings og fyrir-
litningar annarra. Kanrski er
þessi trú blekking. Við þekkjum
marga hugsjónamenn sem skipta
allt í einu um skoðun og sjá þá
málin í öðru ljósi en áður. Að
þessu leyti fjallar Gauksklukkan
um þörf hins „litla manns" fyrir
að trúa á eitthvað.
Ég minnti Agnar á, að einn
leikdómaranna hefði gefið í skyn,
að samband Stefáns og Árna staf-
aði af kynvillu þeirra. Hvað segir
þú um það: — Nei, ekki frá
minnj hendi, svaraði hann. En
hins vegar segir sálarfræðin, að
kynvillutilhneigingar gæti hjá
90% manna á einhverju skeiði
ævinnar, þó það komi ekki fram.
Og ég get vel fallizt á þá skoðun,
að Stefán sé, a. m. k. framan af,
ekki 100% karlmaður. En þegar
hann kemur aftur heim undir
lokin og tekur Grétu, konu sína,
í hnakkadrambið, er hann orðmn
drottnari á sínu heimili.
— En hvað um sjálfsmorðið?
Getur maður í senn verið drottn-
ari eins og þú segir og framið
sjálfsmorð? — Kannski er nauð-
synlegt að drepa það fíngerðasta
í sjálfum sér til þess að verða
karlmaður. Fæstir listamenn eru
ósviknir karlmenn. Ég hef fundið
þessa kvenlegu tilfinningu í sjálf
um mér, bætir skáldið við og
strýkur um beran skallann, en
ég spyr: — Þú ert þá kannski
sjálfur fyrirmyndin að Stefáni?
— Já sennilega að einhverju leyti.
Ég hef t. d. oft fundið til þess, að
í aðra röndina er maður of ánetj-
aður borgaraleigu lífi og lífs-
þægindum og hefur ekki kjark
til að kasta sér út í hafrótið.
— Eins og róninn Nathan?
— Já, hann er leitandi maður.
En sá ljóður er á ráði hans, að
hann finnur ekkert nema brenni-
vínið. Hann hefur kjark, en vant
ar trúna. Sá sem hefur enga trú,
brýtur skip sitt.
Ég spurði um Ebba. Sumir
hafa verið að velta því fyrir sér,
hver sé fyrirmynd hans.
— Ég veit það ekki. Hann er
einn af þessum nýju íslendingum,
afspringur styrjaldarinnar. Hann
hefur vaknað upp við það einn
góðan veðurdag, að hægt er að
veita sér allt með lítilli fyrirhöfn.
Áhugi hans nær ekki lengra en
að selja ís og stjórna kabarett.
Hann er auglýsingamaður, gæti
gjarna sett svohljóðandi auglýs-
ingu í dagblað: Komið og sjáið
glæsilegasta kabarett í Evrópu.
Skemmtiatriði: Handalausimaður
inn. — Annars máttu ekki mis-
skilja mig. Mér er heldur hlýtt
til hans. Hann er eins og barn
sem hefur gaman af litsterkum
leikföngum og hverjum er illa
við börn? Mér er hlýtt til allra
persóna minna, held það sé ekki
hægt að skapa þær að öðrum
kosti. Keyfarahöfundum er vel
við sumar persónur sínar, en illa
við aðrar. Þess vegna verða þær
annaðhvort svartar eða hvítar.
Að lokum spurði ég um Eeykja
vík og hvernig Agnari þætti að
vinna leikrit úr þvi umhverfi
sem hér er. Hann svaraði:
*— Jarðvegurinn er að rnörgu
leyti góður. Hér er margt að
gerast. Að sumu leyti má segja,
að við lifum á tímum þjóðfélags-
legrar byltingar á íslandi. Ég
held ég þekki Reykjavík allvel
og einkum millistéttina en aðrar
stéttir, t. d. sjómenn og verka-
menn, minna. Þessi takmarkaða
þekking á stéttum þjóðfélagsins
gefur minna svigrúm en ella. Sú
hætta er alltaf fyrir hendi, að
rithöfundurinn endurtaki sig og
ég finn vel, að ég verð að gæia
mín. Nú er ég að hugsa um að
hvíla mig á Reykjavík í bili og
fjalla um nýtt umhverfi í næsia
leikriti. Og svo verð ég að bera
kvenfólkinu betur söguna en ég
hef gert hingað tjl. Það heyrist
mér a. m. k. á því. Ég er að
hugsa um að leggja meiri rækt
við það a næstu mánuðum og
kynnast því betur. Það gætu orð-
ið skemmtileg kynni. M.
Skemmfun fyrir blinda
og sjóndapra
UNDANFARNA vetur hefur stúk
an Frón, boðið blindu og sjón-
döpru fólki hér úr bænum á
skemmtifund eina kvöldstund.
Að þessu sinni gerði hún þa8
20. marz s. 1.
Samkoman hófst með þvi, #8
Kristinn Árnason bauð gestina
velkomna með nokkrum orðum.
Þá las Karl Karlsson sögu, tveir
menn úr kvæðamannafélaginu
Iðunni kváðu vísnaflokka og
lausavísur og Hjálmar Gíslason
söng gamanvísur með undirleik
Haralds Adolfssonar. Á milli
þessara skemmtiatriða var al-
mennur söngur. Að þessu loknu
var sezt að kaffidrykkju og síð-
an dansað af miklu fjöri til kl.
1 eftir miðnætti.
Var skemmtikvöld þetta hið
ágætasta í alla staði eg öllum til
hinnar mestu ánægju, bæði félög-
um stúkunnar og gestum þeim,
er boðnir voru, enda lét blinda
fólkið óspart í ljós ánægju sína
og þakklæti fyrir þáð að hafa
átt þess kost að njóta þessarar
kvöldstundar.
DýraiæSiRÍr á Soð-
Ausíurlandi
FRUMV. Páls Þorsteinssonar um
breytingu á dýralæknalögunum
var rætt ó fundi neðri deildar Al-
þingis á þriðjud. Efni frumv. er
það, að Austurlandsumdæmi skuli
skipt og stofnað nýtt hérað,
Hornafjarðarumdæmi, er nái yfir
Austur-Skaftafellssýslu og Bú-
lands- og Geithellnahreppa í S-
Múlasýslu. Meirihluti- landbúnað-
arnefndar mælti með frumv., en
einn nefndarmanna (Gunnar Jó-
hannsson) lagðist gegn því á
þeirri forsendu, að eins og nú
háttar myndi vonlaust að fá
lækni til að fara í þetta umdæmi.
— Fram kom við umræðurnar,
að dýralæknar eru nú í 11 af
12 umdæmum landsins og nokkr-
ir ungir menn eru við nám í
dýralækningum. Frumv. Páls
Þorsteinssonar fór til 3. umr.
Úr leikritinu „Gauksklukkan": Helgi Skúlason sem Stefán bankamaður, Jón Aðils sem róninn
Natan og Ilelga Bachmann sem frammistöðustúlkan Finna, sem lent hefur í „ástandinu“.