Morgunblaðið - 27.04.1958, Page 12

Morgunblaðið - 27.04.1958, Page 12
MORCVNTtT. AÐIÐ Sunnudagur 27. apríl 1958 12 títg.: H.í. Arvakur, Reykjavlfe. Framkvæindastjóri: bigius Jónsson. Aðalntstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson- Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arm Öla, simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasólu kr. 1.50 eintakið. MIKILSVERÐ VIÐURKENNING J ÓRÉTT ARRÁÐSTEFN- UNNX í Genf er að verða lokið. Atkvæðagreiðslur munu, þegar þetta er ritað, hafa farið fram um flestar þær til- lögur, sem fyrir ráðstefnunni lágu. Enda þótt engin þejrra hafi fengið % atkvæða, sem ráðstefn- an sjálf ákvað í fundarsköpum sínum að þyrfti til þess að álykt- anir hennar teldust samþykkiar hafa þó nokkrar þýðingarmiklar tillögur fengið meirihxuta at- kvæða. Þeirra á meðal ber fyrst og fremst að nefna tillögu Kan- ada um 12 mílna fiskveiðiíögsögu strandrikis. Qm hana komst for- maður íslenzku sendinefndarinn- ar á ráðstefnunni. Hans G. And- ersen m. a. að orði á þessa leið við fréttaritara Mbl. í Genf: „Það er stórkostlegur ávinn ingur fyrir okkur sem og aðra, að nú hefur fengizt meirihluti atkvæða með 12 mílna sjónar- miðinu. Er þetta í fyrsta sinn, sem það hefur gerzt á alþjóða vettvangi“ Síðar í sama viðtali segir for_ maður íslenzku sendinefndarinn- ar: „Ráðstefnunni hér hefur mis- tekizt, en við í íslenzku sendi- nefndinni erum eftir atvikum ánægðir með úrslit mála“ Meirihlnti með íslenzku tillöo'unni Þá ber og að fagna því að meirihluti atkvæða fékkst fyrir tillögu íslenzku sendinefndarinn- ar um sérstaka heimild til handa strandríki til þess að gera friðun- arráðstafanir þegar efnahagui og afkoma þjóðar þess velt.ur að mestu leyti á fiskveiðum. Sú til- laga fékk 30 atkvæði en 21 at- kvæðj var greitt á móti henni. Viðurkenningin, sem felst í þessari atkvæðagreiðslu er geys:- þýðingarmikil fyrir ísland. Gen- farráðstefnan hefur því ekki að- eins viðurkennt 12 mílna fisk- veiðilögsögu strandrikis með meirihluta atkvæða heldur hefur hún fallizt á það sjónarmið ís- lendinga að þegar sérstaklega stendur á sé eðlilegt að strand- ríki færi fiskveiðitakmörk sín lengra út. Það er einnig mjög merkilegt að á þessari ráðstefnu féllu Bret- ar og fleiri þjóðir í tyrsta skipti algerlega frá hinni gömlu og löngu úreltu þriggja mílna reglu, sem þeir hafa ríghaldið í. Þannig hefur þessi ráðstefna markað mörg merkileg spor sem hafa munu mikla þýðingu fyrir verndun íslenzkra fiskimiða í framtíðinni. Þróunin stefnir í rétta átt. Hin stóra veröld er smám saman að taka upp ný og frjálslyndari sjónarmið gagnvart landhelgi og fiskveiðitakmörkum. Um sjálfa landhelgina náðist þó sáralítill árangur á ráðstefnunni. En fyrir Islendinga skiptir það ekki meginmáli. Aðalatriðið fyrir okkur eru fiskveiðitakmörkin og aðstaða þjóðarinnar til þess að verja fiskimið sín rányrkju, sem stefnir allri afkomu hennar í voða. Ráðstaifanir íslÞndir»"a Islenzka þjóðin er áreiðanlej*a sammála um það, að sendinefnd hennar hafi unnið mikið og gott starf á Genfarráðstefnunni. Þegar fulltrúarnir koma heim skýrast þessi mál enn nánar. Er nauð- synlegt að þjóðin fái, sem gleggst yfirlit yfir árangur ráðstefnunn- ar. Síðan hljóta að verða teknar ákvarðanir um frekari aðgerðir til verndunar íslenzkum fiski- miðum. Þær ráðstafanir verða eins og áður að byggjast á traust- um grundvelli. Og þær verður að framkvæma af hyggindum og skynsemi. Þannig hefur á undan- förnum árum verið unnið að að- gerðum í landhelgis- og friðun- armálunum, og þannig verður að vinna að þeim framvegis. MISRÉTTI, SEM ENN Á AÐ AUKA IÖLLUM lýðræðisþjóðfélög um er það eitt meginat- riðd í samfélagi þegn- anna, að þeir séu jafnir fyrir lögum. Ef öðru vísi er að farið, sýnir það spillta stjórnarhætti. Ef þýðingarmikil lög eru ekki látin ganga jafnt yfir alla, er misréttið enn hróplegra. Hér á landi hefur þetta gerzt í skattamálunum. Þungar skattabyrðir eru lagðar á landsmenn en lögin ganga i þessu efni ekki jafnt yfir aiia. Fyrir löngu er svo komið, að stærsti og auðugasti rekstur lands ins, nýtur stórfelldra skattfríð- inda fram yfir aðra. Árið 1921, þegar skattf'íðind- unum var fyrst komið á, átti samvinnureksturinn í vök að verjast eftir styrjöldina frá 1914—18 og voru fríðindin sam- þykkt fyrir bænarstað nokkurra forsvarsmanna þess rekstrar. Á þeim tíma voru verkefni sam- vinnurekstrarins mjög takmörk- uð en fyrir löngu er nú svo kom- ið, að þessi rekstur nær yfir flest- ar atvinnugreinar í landinu nema stórútgerð. Þannig hefur vaxið hér upp rnjög umfangs- mikill rekstur, sem náð hefur til sín miklu fjármagni í skjóli skattfríð.indanna, og nýtur algerr ar sérstöðu miðað við aðra þegna landsins. í þessu efni ganga því lögin ekki jafnt yfir alla. Á sama tíma sem einstaklingar og rekstur þeirra bera svo þungar skatta- byrðar, að vart verður undir ris- ið, þá sleppur stærsti og auð- ugasti rekstur landsins við að bera þessar byrðar á sama hatt og aðrir. Nú hefur fjármálaráðherrann, sem er varaformaður Sambands ísl. samvinnufélaga, lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt. sem miðar í þá átt að opna sam - vinnurekstrinum leið til þess að verða svo að segja alveg skatt- frjáls til ríkisins. Með þessu frumvarpi sýnist eiga að stíga lokaskrefið, þannig að það mis- rétti, sem átt hefur sér stað í þessu efni, verði nær algert. Misréttið leiðir það af sér að þeir sem fulla skatta borga, greiða um leið þá skatta, sem eðlilegt hefði verið að samvinnu- reksturinn borgaði. Þannig greið ir landsfólkið, allur almenningur skattana fyrir samvinnufélögin. UTAN UR HEIMI Sænska kvikmyndaleikkonan fræga, Mai Zetterling, gekk í heilagt hjónaband í annað sinn í Lundúnum fyrir nokkrum dögum. Sá hamingjusami er rithöfundurinn Davíd Hughes. — Mai Zetterling var áður gift norska ballettdansaranum Tutte Lemkow, en þau skildu 1953. Á myndinni er kvikmyndaleik- konan ásamt manni sínum og tveim börnum af fyrra hjóna- bandi. myndum Þó að mikið gangi á í stjórnmál- unum í Saudi-Arabíu, verður ekkl betur séð, en lífið í kvennabúri Ibn Sauds konungs gangi sinn vanagang. Konungurinn á 25 kon- ur. Hann hefur nýlega pantað skipsfarm af ilmvötnum frá París. Til þess að koma í veg fyr- ir afbrýðisemi miili kvenna sinna hefur konungurinn sjálfur valið þær tegundir ilmvatna, er sendar verða í kvennabúrið. Nefna má nokkrar tegundir, svo að menn geti gert sér nokkra hugmynd um ilminn í kvennabúrinu: Chantilly, Flatterie, Quelques fleurs og Premier Mai. Tíu þúsund pílagrímar gengu á hið heilaga Zionfjall Jerúsalem í tllefnl af 10 ára afmæli hins nýja Israelsríkis. Leikið var á hafurshorn í hliðum fjallsins, eins og myndin sýnir. Allir píla- grímarnir rituðu nöfn sín í pílagrímsbókina, en þar stendur efst á blaði nafn forseta ísraels, Ben-Zvi. flugmálinu er talað um, að flug ð má einnig leggja aðra merk- 1 sé „airborn", er hún er kom- gu, sem sé „fæddur uppi í loft upp í ákveðna hæð. En í þetta u“ og í þeirri merkingu má nota orðið um litla barnið á myndinni. Litli snáðinn fæddist í 6 þús. m hæð yfir sjávarmál, er móðir hans, sem er frönsk en gift Bandaríkjamanni, var á leiðinni með flugvél frá New York til Parísar. Fæðingin gekk mjög vel, og móðir og oarn eru nú á frönsku sjúkrahúsi. Flugfreyjan á myndinni tók á móti litla drengnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.