Morgunblaðið - 27.04.1958, Page 17
Sunnudagur 27. aprfl 1958
MORr.T’NRLAÐlh
17
Baldvin 6. Skaftfell
50
ára
Á MORGUN, 28. apríl, verður
Baldvin B. Skaftfell fimmtugur.
Hann er fæddur á Seyðisfirði,
sonur hjónanna Þorgerðar Bald-
vinsdóttur og Bjarna Sigurðs-
sonar Skaftfell gullsmiðs. Þau
eru nú bæði látin.
Arið 1930 útskrifaðist Baldvin
frá Menntaskóla Akureyrar, og
átti því 25 ára stúdentsafmæli
fyrir þremur árum. Ekki hélt
Baldvin áfram á jnenntabraut-
inni, en gerðist starfsmaður hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur og
hefur starfað þar óslitið síðan,
eða á þriðja áratug og mörg síð-
ustu ár á teiknistofu Rafveitunn-
ar.
Svo vel þekkti ég Baldvin, að
mér er óhætt að fullyrða, að starf
Íí
sitt rækti hann af mestu prýði.
Samvizkusemi, reglusemi og trú-
mennska er honum svo eiginleg,
að þessir eiginleikar njóta sín
jafnt í starfi, sem einkalífi.
Flestar frístundir sínar hefur
Baldvin notað til þess að semja
íslenzk-esperantó orðabók. Þetta
er mikið og vandasamt verk, seau
kostað hefur mikinn tíma. Þegar
Baldvin hafði lokið þessu verki,
gaf hann Esperantó-hreyfing-
unni, handritið, og vildi með því
sýna hug sinn til hreyfingarinn-
ar, og um leið stuðla að út-
breiðslu Esperantó hér á landi.
Ég veit að með þessu verki hef-
ur Baldvin reist sér óbrotgjarnan
minnisvarða, sem geyma mun
nafn hans um ókomin ár meðan
Esperantó verður talað og ritað
á íslandi.
Árið 1936 giftist Baldvin hinni
mestu ágætiskonu, Grétu Jóels-
dóttur, og eiga þau tvö mannvæn
leg börn, Þorgeir, útvarpsvirkja
og Sigríði, 14 ára, er stundar nú
nám í Kvennaskóla Reykjavíkur.
Þau hjónin Gréta og Baldvin
hafa verið óvenju samhent með
að byggja upp og fegra heimili
sitt, enda má með sanni segja, að
þar sé allt til fyrirmyndar á öll-
um sviðum bæði úti og ihni. Hef-
ur blómagarður þeirra fengið
viðurkenningu Fegrunarfélags-
ins oftar en einu sinni.
Leiðir okkar Baldvins lágu
fyrst saman, er hann hóf búskap
og við lentum í sambýli. Oft hef-
ur maður heyrt, að alls konar
misklíð sé með sambýlisfólki, en
hér fór á annan veg. Fjölskyldur
okkar hafa bundizt því traustari
vináttuböndum sem árunum
fjölgar, og er það vel.
Mörgum finnst ótímabært að
skrifa um menn fimmtuga.
Baldvin er eflaust einn í þeirra
hópi, og mætti segja mér, að
hann skammaði mig duglega,
þegar hann hefur lesið þessar
línur. En einu sinni verður allt
fyrst, og ég verð því að taka af-
leiðingunum. Þar sem ég er ekki
viss um að geta tekið í hendi
míns forna sambýlismanns og
góða vinar á fimmtugsafmæli
hans, bið ég blaðið fyrir þessar
línur.
Þegar maður stendur á fimm-
tugu, hefur hálfa öld að baki, tel
ég lífssól hans í hádegisstað. Ekki
svo að skilja, að margur á eftir
að lifa sína björtustu sólskins-
daga eftir að ævisól hans var
í hádegi, og vil ég óska að Bald-
vin verði einn í þeirra hópi. Ég
vil svo fyrir mína hönd og fjöl-
skyldu minnar, færa heimilis-
fólkinu í Barmahlíð 21, okkar
beztu þakkir fyrir sambýlisárin,
tryggð og vináttu æ síðan, og
árna þeim allra heilla með af-
mælið og framtíðina.
Baldvin minn! Siglingin held-
ur áfram inn í nýja hálfa öld.
Ég óska þér fararheilla og góðs
byrjar, gamli vinur. — T. G.
„Veiðimaðurmn“
kominn út
VEIÐIMAÐURINN, málgagn
Stangaveiðifélags Reykjavíkur,
er kominn út og hefst blaðið að
þessu sinni á skemmtilegum
„Vorþönkum" ritstjórans, Víg-
lundar Möller. Þar kemst hann
m.a. svo að orði: Laxveiðin er
nú þegar orðin svo dýr skemmt-
un, að almenningur á erfitt með
að veita sér hana, og haldi leig-
an áfram að hækka næstu árin,
er víst, að margir, sem undan-
farið hafa'veitt sér þann mpnað
að fara nokkra daga á laxveiðar
sumar hvert, verða senn hvað
líður að neita sér um þá ánægju“.
Af greinum má nefna fram-
haldsfrásögu eftir Theódór Gunn
laugsson: „Alltaf man ég urrið-
ana stóru“, „Tvær veiðisögur",
frásögn eftir Dag Brynjólfsson.
Snorri Jónsson segir frá „Tveim
ævintýrum við Laxá“ og Viggó
H. Jónsson á þar einnig frá-
sögnina: „Viðburðarík veiðiferð".
Hjörtur Jónsson skrifar grein-
ina: „Fyrsti laxinn“ Þá eru ýms-
ar stuttar frásagnir og greinar, og
upplýsingar um félagsstarfið.
Veiðimaðurinn er að vanda
snyrtilegur að öllum frágangi.
Fjáiöllun Hringsins gekk vel
KVENFÉLAGIÐ Hringurinn
efndi til fjársöfnunar á pálma-
sunnud. í Sjálístæðishúsinu með
kaffisölu, bazar, happdrætti o.sfl„
til ágóða fyrir Barnaspítalasjóð.
Bæjarbúar brugðust vel við að
vanda. Árangurinn var framúr-
skarandi góður, því að á 4—5 klst.
söfnuðust um 40.000.00 kr.. Félag
ið þakkar hjartanlega hinn ágæta
stuðning almennings, og pað
traust og hlýhug, sem félagið
verður ávallt aðnjótandi.
Formanni félagsins var tilkynnt
að samdægurs hefði Byggingar-
félag alþýðu samþykkt á aðal-
fundi sínum að gefa kr. 10.000.00
til Barnaspítalasjóðs. Félagið
þakkar gefendunum hið höfðing
lega framlag til þessa aðkallandi
nauðsynjamáls, sem alltaf hefur
notið skilnings almennings.
Gkiggasýnmg
Æslmlýðsráðs
Reykjavíkur
NÆSTU DAGA verða til sýnis í
sýningarglugga Málarans ýmsir
munir, sem unnir hafa verið 1
tómstundaflokkum Æskulýðsráðs
Reykjavíkur. Undanfarið hafa
500 unglingar tekið þátt í tóm-
stundaiðjunni í 35 flokkum víðs
vegar um bæinn. Hefir mikill
áhugi ríkt, og margir munir ver-
ið gerðir.
Finnbogi J. Arndal
í heimsókn hjú hafníÍFzku skúldi
Egj ptar greiða
skaðakætur
KAIRÓ, 23. april. — Aðalbanka-
stjóri Egyptalandsbanka skýrði
frá því í dag, að náðst hefði sam-
komulag milli Egypta og Súez-
félagsins um skaðabótagreiðslur
vegna þjóðnýtingar Súezskurðar
1956. Bankastjórinn sagði, að nú
væri aðeins eftir að ganga fra
textanum í samkomulaginu.
Á ÖLLUM öldum hefur lifað með
al okkar íslendinga mikill fjöldi
manna, sem í frítímum sínum og
næðisstundum hefur fengizt við
ljóðagerð. Eitt hefir þessum mönn
um verið sameiginlegt allflest-
um, að þeir hafa yfirleitt aldrei
litið á sjálfa sig sem skáld, né
ort með það fyrir augum að skáld
skapur þeirra yrði síðar birtur
öðrum. Engu að síður hafa þess-
ir menn skapað margan gimstein-
að hitta þennan aldna borgara
að máli, nú að þessu sinni. Fyrri
ástæðan var sú, að Finnbogi varð
áttræður á síðastliðnu sumri, en
sú síðari, að í haust er leið sendi
Finnbogi frá sér aðra ljóðabók
sína, nú á skömmum tíma. Finn-
bogi tók mér opnum örmum ér
ég heimsótti hann á heimili hans
að Brekkugötu 9. Hann var kvik-
ur í hreyfingum og hress í bragði,
og óneitanlega hefði verið erfitt
inn í íslenzkum bókmenntum og fyrir ókunnugan að geta sér þess
með fleygu máli bundið mikið
mannvit og djúpa hugsun í hið
hefðbundna ljóðform okkar ís-
lendinga. Mörg eru nú nöfn þess-
ara manna gleymd, en þjóðin hef
ur valið þeim sameiginlega heit-
ið: Alþýðuskáld.
Enn í dag lifa mörg alþýðu-
skáld meðal okkar íslendinga,
menn, sem nota flestar stundir
frá erfiði dagsins til að yrkja
ljóð og vísur. Yfirleitt er það
þörfin til að tjá tilfinningar sín-
ar og meðfædd skáldhneigð, sem
fær menn þessa til að yrkja, og
víst veitir þjónustan við ljóða-
gyðjuna oft fróun frá erfiðu og
erilsömu starfi.
Eitt þeirra mörgu alþýðu-
skálda, sem nú eru uppi með
þjóðinni er Hafnfirðingurinn
Finnbogi J. Arndal. Finnbogi er
öllum Hafnfirðingum vel kunn-
ur. Hér í bæ hefur hann verið
búsettur síðustu fimm áratugina,
en hann fluttist hingað árið 1909.
Það voru einkum tvær á-
stæður fyrir því, að ég ákvað
Kristján Kristjánsson
húsasm. meistari Kveðja
HINN 9. apríl sl. andaðist Krist-
ján Kristjánsson, húsasmíða-
meistari, Blómvallagötu 10 hér í
bæ. Hann var fæddur að Bjarma
landi, Hörðudal, Dalasýslu, 6.
sept. 1911, foreldrar hans voru
Ólafía Katrín Hansdóttir og
Kristján Guðmundsson.
Kristán fluttist til Reykja-
víkur um 1930 og vann nokkur
ár við byggingavinnu, hóf síðan
syni húsasmíðam. og vann síðan
við þá' iðn og var meistari í henni
síðustu árin. Var hann í vaxandi
mæli eftirsóttur til þess að veita
forstöðu byggingaframkvæmdum
hér í bæ.
Sá, sem þetta ritar átti því láni
að fagna að njóta starfskrafta
Kristjáns um margra ára skeið
eða allt fra því að hann fluttist
til bæjarins og þar til heilsan bil-
aði og minnist hans sem hins
bezta starfsmanns. Léku öll verk
í höndum hans hvort sem um var
að ræða verkstjórn eða vinnu,
var ætíð fyrir hverju því verki
vel séð sem honum var falið.
Kristján var hógvær maður,
hreinlyndur og samvinnuþýður,
hann var manna skemmtilegast-
ur í vinahóp, sönngvinn og var
gæddur góðri frásagnargáfu.
Hann kvæntist eftirlifandi
konu sinni Sigríði Sigurðardótt-
ur frá Hólakoti í Skagafjarðar-
sýslu og eignaðist með henni 3
börn sem öll eru í æsku. Það er
mikill harmur kveðinn að eftir-
lifandi konu hans og börnum við
missi góðs heimilisföður og vott-
ast þeim innileg samúð ásamt há-
aldraðri móður hans.
Við vinir hans gleðjumst við
minninguna og þökkum liðnar
nám í húsasmíði hjá Júlíusi Jóns-. samverustundir. — H.E.
til að þar færi áttræður öldungur.
Finnbogi Jóhannsson Arndal er
Rangæingur að ætt, fæddur að
Laxárdal í Gnúpverjahreppi í
Árnessýslu. I föðurætt er hann
kominn af Merkurætt í Land-
sveit, en Víkingslækjaætt stend-
ur að honum í móðurætt. Finn-
bogi ólst upp að Flagbjarnarholti
í Landsveit, hjá Jóni Jörunds-
syni, smið og bónda og konu hans
Helgu Árnadóttur, frænku sinni.
Þegar Finnbogi var 16 ára að
aldri, fór hann til náms í Flens-
borgarskólann í Hafnarfirði. Það-
an útskrifaðist hann vorið 1895.
Prófi við kennaradeild skólans
lauk hann vorið 1897. Sama ár
fluttist Finnbogi ásamt heitmey
sinni, Jónínu Árnadóttur, til
Bíldudals. Átti hann þar heima
næstu 11 árin. Vorið 1908 hóf
hann búskap að Flagbjarnarholti
í Landsveit, en vorið eftir hélt
hann til Hafnarfjarðar. Hefur
hann stöðugt verið búsettur hér
síðan. Er hann því í hópi eldri
og kunnari borgara þessa bæjar.
Finnbogi hefir verið mikill elju
maður um ævina. Fyrsta vetur-
inn hér í Firðinum var hann skrif
ari hjá séra Jens Pálssyni, pró-
fasti í Görðum á Álftanesi. Vorið
1910 var hann ráðinn lögreglu-
þjónn í Hafnarfirði. Var hann við
það starf fram til ársins 1918,
en þá réðst hann til Magnúsar
Jónssonar sýslumanns, sem skrif-
ari hans og fulltrúi. Árið 1936
var Finnbogi ráðihn til þess að
hafa á hendi gjaldkera- og fram-
kvæmdastarf fyrir Sjúkrasamlag
Hafnarfjarðar, sem þá var stofn-
að. Frá því 1914 hafði hann hins
vegar haft umsjón með sjúkra-
samlagi, sem hér var starfandi
fyrir frjáls samtök manna. Og
enn í dag gengur hinn áttræði
öldungur að vinnu hjá Sjúkra-
samlagi Hafnarfjarðar litla stund
flesta daga.
Jafnhliða umfangsmiklum og
oft erilsömum skyldustörfum hef
ur Finnbogi þó jafnan sinnt ýms
um hugðarefnum sínum. Hann
starfaði mikið innan vébanda
Góðtemplarareglunnar bæði vest
ur á Bíldudal og hér í Hafnar-
firði. En fyrst og fremst hefur
hann þó helgað ljóðagyðjunni frí-
stundirnar. Allt frá barnæsku
hefur Finnbogi fengizt við að
yrkja. Hafa ljóð hans víða birzt
á prenti. Það var þó ekki fyrr
en árið 1954 sem Finnbogi réðst
í að gefa út ljóðabók. Valdi hann
bókinni heitið „Milli skúra“. Er
hún nú nær því uppseld. í haust
kom út önnur ljóðabók hans.
Nefnist hún „Kvöldblær". Báð-
ar hafa þessar bækur að geyma
mikinn fjölda ljóða. Er margt
þar prýðilega ort, enda er Finn-
bogi J. Arndal löngu víðkunnur
sem þrýðilegasti hagyrðingur. Þá
kom út árið 1929 ferðabók með
myndum eftir Finnboga, sem
nefnd var „Norður með landi
1928“. Eru margar náttúrulýs-
ingar í bókinni afburða-snjallar.
Leynir sér ekki, að Finnbogi er
næmur á hið fagra og tignarlega
í náttúrunni og kann að lýsa því
þannig, að lesandinn hrífst með.
Eins og komizt er að orði í
upphafi þessarar greinar, þá höf-
um við íslendingar átt og eigum
enn mörg hin ágætustu skáld og
hagyrðinga. Einn þeirra er Finn-
bogi J. Arndal.
Geta má þess að Finnbogi hef-
ir sjálfur kostað útgáfu ljóða
sinna og annazt sölu þeirra.
Skal hér að lokum birt eitt
nýjasta kvæði Finnboga. Orti
hann það á áttugasta afmælisdegi
sinum, þann 31. ágúst síðastliðinn.
Eg hefi klifið ’inn háa tind
og horfna tímans eg skoða mynd.
Þar lánið fylgdi mér leiðir allar,
það ljóst eg sé, þegar degi hallar.
Þótt skúrir ósjaldan mættu mér
— á mannsins ævi það venja er.—
Þá stytti fljótt upp
og storminn lægði
og styrkur mér gafst,
er jafnan nægði.
Mér gleymast aldrei
þeir góðu menn,
sem geislaþræði mér spinna enn,
né heldur þeir, sem að horfnir eru
og hverjum skugga
í sólskin snéru.
Eg fann það glöggt
hvernig forsjón góð
á förnum leiðum við hlið mér stóð
og vakti hljápfúsar vina hendur,
sem veg rninn ruddu
um grýttar lendur.
Hún gaf mér heilsu og létta lund
frá lífsins morgni á hverri stund.
Og máttarvaldanna morgungjöfin
var mildur blær
yfir reynsluhöfin.
Mín þökk til guðs
er svo djúp í dag,
að dauft hún túlkast í litlum brag.
Eg þakka vinum
og venzlamönnum,
sem voru hjálpin í lífsins önnum.
Af háum tindi ég horfi nú
til hljóða kvöldsins í von og trú,
og treysti öruggur tímans herra,
að trúföst hjálpin hana
muni ei þverra.
Hafnarfirði í marz 1958,
Á. G. F.
Þorvaldur Ari Arason, hdl.
LÖGMANNSSKRIFSTOFA
Skólavörðuatig 38
• /t> f'dli Jóh.Morlcitsson h.J. - Póslh 621
Sirnai Mf/6 o* tS4l7 - Simnrfm