Morgunblaðið - 27.04.1958, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 27. april 1958
Vorþeyr
efilr SELMU LAGERLÖF
Þýðing : EINAR CUÐMUNDSSON
aði í allar áttir og litaðist um;
Iþegar hann gekk úr skugga um
iþað, að ekkert kjöttrog hafði enn
tverið borið inn í salinn, rölti hann
iþangað inn. Hann skyggndist um
iseinan, sá, að allt var þögult og
þurrlegt, eins og hann hafði búizt
við; síðan dinglaði hann rófunni
vinalega, eyrun náðu vart upp úr
tþykkri loðnunni og nam staðar
iframmi fyrir kóngi. Hann lagði
itrýnið milli hnjánna á honum og
gaf honum í skyn vandræði hunda
ihans, svo að hann leysti úr þeim.
Þá vaknaði kóngur við, klapp-
aði hundinum, skildi, hvað hann
fór, og gerði sér jafnvel grein
fyrir því líka, að fólkið sat hungr-
að allt umhverfis hann. Hann
brýndi röddina til þess að skipa
fyrir, að menn skyldu taka að
tsnaeða, en þá fór fyrir honum eins
og hann að vísu hafði kviðið svo
mjög fyrir. Þegar er hann tók til
máls, snerist tal hans um drottn-
inguna.
„Ég hef ratað í hrapallega
ógæfu", mælti kóngurinn, „því að
eitt sinn taldi ég mig kónga lán-
samastan fyrir það eitt, að ég
•ætti kynbornustu, fegurstu og
auðugusbu konu, sem nokkru sinni
befur uppi verið á Norðurlöndum.
.En í dag komst ég að því, að þar
■er ekki af miklu að státa, því að
'það væri blindur maður, sem sæi
ekki, að hún hefur hafurshorn í
enni“.
Og þegar kóngur hafði svo
mælt, og hver maður mátti heyra
orð hans í stóra salnum, vatt hann
sér að drottningu og gaf henni
kinnhest, svo að hún hrökk aft-
tur á bak upp að öndvegissúlunni.
„Vei þér! Aldrei framar skaltu
leyfa þér að kalla þig drottningu
mína“, sagði hann.
Þá er kóngur hafði aðhafzt
þetta, hefði margur mátt minn-
.ast kinnhests, sem fyrr var gef-
inn kynborinni og voldugri drottn-
ingu í sama sal. En í þetta sinn
stóð hin smánaða drottning ekki
upp og hótaði grimmilegri hefnd,
heldur hrökklaðist aftur á bekk-
inn og hágrét.
Allir kappar höfðu risið á fæt-
ur og lagt við hlustirnar, og er
þeir heyrðu þau orð, sem kóngur
Qét falla, var þeim nóg boðið, og
þeir settust hið bráðasta. Þeir
táræddu með naumindum að hvísla
ihver að öðrum: „Kóngurinn er
ekki með öllum mjalla, kóngui’-
inn er ekki með öllum mjalla“. Og
enginn þeirra þorði að reyna að
koma vitinu fyrir hann, enginn
dirfðist að setja sig upp á móti
ihonum.
En beint fyrir framan kóng
stóð, eins og fyrr getur, sveinn,
og hélt á steikarafati. Honum var
um það bil sprottin grön, hann
Bárður fær því til leiðar kom-
ið, að Dídí er ekki skilin eftir
á ströndinni og fyrirliði ræningj-
var ekki hár vexti, en herðibreið-
ur og vel vaxinn. Hann hafði mik-
ið hár, sem var greitt aftur og
fest með silfurspöng. Ennið var
bjart, en kinnarnar freknóttar.
Hann var kjálkabreiður, inneyg-
ur nokkuð, en augun einkar skýr.
Hann var ekki fríður sýnum, en
hraustlegur og góðlegur.
Hann skellti steikarafatinu á
borðið.
„Konungur", mælti hann, „ég
er aðeins fátækur bóndasonur úr
garðshorni, og sýsian mín hér við
hirðina er að bera kjöt og brauð
á borð þitt, en þótt ég sé lágt
settur, skaitu eigi að síður heyra
mál mitt. Ég hef verið glaður að
vera í þjónustu þinni, þar eð þú
hefur verið stórbrotinn og göfug-
ur, en ef þú kemur ekki lengur
fram svo sem mikilli og göfugri
hetju sæmir, vil ég ekki vera í
þjónustu þinni. Ég bið þig þess
.vegna, húsbóndi, að tala við
drottninguna og biðja hana að
fyrirgefa þér framferði þitt. Ef
þú veitir henni ekki þá virðingu,
;sem henni ber, getur enginn und-
iir því risið að vera í þjónustu
þinni“.
Kóngur hlustaði á þetta allt án
(þess að mæla orð, en hann setti
.dreyrrauðan. Hann varð ægilegur
ásýndum.
Hann stóð þunglamalega upp,
brá sverði og reiddi það til höggs,
en eigi í fumi eða reiði, heldur
með hægð og gætni. .
Allt frá því að vorvindurinn tók
að geisa í höfði kóngs, hafði ekk-
ert í veröldinni staðið kyrrt hon-
.um fyrir sjónum, en er hann
horfði nú á hið heiða enni sveins-
ins, fartnst honum hann hafa
fundið fastan punkt að hvíla augu
isín á.
Allt var á fleygiferð umhverfis
hann, hinn knái sveinn einn stóð
<sem drangur. Og kóngur starði
'með ótta og ugg á hann. Honum
ifannst hann hafa sveimað um
'loftið eins og vorský allan liðlang-
'an daginn, og hann var orðinn
‘langþreyttur á því, vildi aftur
'hafa fast land undir fótum. Hið
'fyrsta, sem hann fann, að stóð
'grafkyrrt, var hið bjarta enni og
■hin skýru augu sveinsins.
Ég skal vissulega koma þeim
/af stað líka, hugsaði kóngur. Þau
iskulu vera með í hringiðunni. Þess
ivegna reiddi hann sverðið móti
isveininum.
Enda þótt sverðið hæfist og
hnigi æ nær höfði sveinsins, stóð
hann samt grafkyrr og horfði fast
í augu kóngs sem áður.
Ef nokkurt hik hefði komið á
sveininn eða hann hefði hörfað
undan með höfuðið, þó að ekki
hefði verið nema um þumlung,
ihefði kóngur honum að bana orð-
anna felur hana i hans umsjá. —
Tlganguir Dídíar með þessu æv-
ntýri var að vekja athygli Mark-
ið, þar eð þá hefði hann kippt
bui-tu frá honum síðasta blettin-
um í heiminum, sem hreyfðist
ekki.
En nú stóð hann þarna fastur
og óbifanlegur, sverð kóngs seig
æ meir, og brátt nam það við
hvirfil sveinsins, hvíldi þar ósköp
léttilega og gerði honum ekki
meira grand en puntstrá lægi þar.
Þá brosti sveinninn glaðlega og
tók aftur að yrða á kóng. Og
kóngur laut fram og hlustaði á
það, sem hann sagði. Ég hef lík-
lega aldrei séð þenna svein áður,
hugsaði kóngur. Hann er þrótt-
mikill og hvergi hræddur, og hann
talar eins og vorið sjálft hefði
sent hann inn, svo að ég kæmist
að raun um, hvað hefur hent mig
í dag.
„Ég kem frá skógunuun", mælti
sveinninn, „ég hef alltaf átt
heima í skógi, gengið daglega þar,
sem trjákrónur hvelfdust yfir
mig og trjástofnar voru á báðar
hendur. Þegar ég kemst ekki hjá
því að hverfa út á nakta akrana
eða þegar ég ræ út á skuggalaust
hafið, skelf ég af angist og þrái
að sjá græna múra skógarins rísa
umhverfis mig.
En kóngurinn er frá sjó, hann
Ný framhaldssaga
Hættuleg
íerð
hefst á þriðjudag:
eftir Jennifer Ames.
'er haförn, vanur stórlega víðum
sjóndeildarhring, himni, sem
'hvelfist yfir sker, sem eru án
minnsta vars. Þegar hann kemur
'inn í skóg, finnst honum himinn-
'inn vera eins og asklok, og hann
verður miður sín. Það var ég, sem
'gekk í dag í hámót á eftir ykkur
'konungshjónunum, þegar þið lögð-
'uð leið ykkar um skóginn. Ég
'veitti því athygli, að kóngurinn
'var óvanur skógi, og hann varð
'smeykur. Skuggar skógarins
•myrkvuðu sál kóngs og trufluðu
■hugsanir hans.
Og kóngurinn er vissulega ekki
vanur vori skógarins. Á vorin er
'kóngur vanur að láta öldur hafs-
ins vagga sér. Þegar við isabrot
•vindur kóngurinn upp segl og
þýtur á gnoð sinni á lífvana öld-
unum. Kóngurinn þekkir vorið á
skóglausum skerjunum, þar sem
fáein kyrkingsleg strá vaxa milli
klappanna; hann þekkir eigi vor-
lið í skógarlundunum, hann hefur
ekki fyrr en í ár séð blómamóðu
•vorsina fossa fram yfir skógar-
iengin“.
Kóngur horfði sífellt spurnar-
augum á sveininn, líkt og hann
ihlustaði á vitring mikinn eða spá-
mann. Stundum straúk sveinninn
ihárið frá enninu með hendi sér,
•og eftir hvert skipti var sem það
úsar á sér. Hún sér nú að í óefni
er komið, en lifir í þeirri von, að
ijómaði meir. Fjöri og þrótti staf-
aði af honum, líkt og hann kæmi
,úr heim'kynnum vorsins. Hann
þekkti öll leyndarmál vorsdns eins
og smali fé sitt.
„Kóngurinn hefur ekki vitað“,
hélt sVeinninn áfram, „hvernig
vorið í skóginum fer að við fólk.
Hann veit, að þegar vorið leysir
firðina úr dróma íssins, þá knýr
óslökkvandi þrá hann til þess að
isetja skip á flot og sigla milli
;hólma og s'kerja, en hann veit ekki
,að vorið í skóginum þíðir ís ellinn-
ar úr hjartanu og að menn og dýr
halda þá út æskuglöð til þess að
unna að nýju.
Kóngurinn hefur mannvit mik-
ið og viljaþrek. Allan liðlangan
'daginn hefur vorvindurinn þotið
'umhverfis hann, en hann hefur
'ekki dirfzt að veita nýrri æsku
'viðtöku. Kóngi hefur fundizt
'hann vera of gamall til þess; að
ihann væri visið tré, sem gæti eigi
jframar laufgazt.
Þegar kóngurinn reikaði út í
skóginn með drottningunni og
vorþeyrinn þyrlaðist um hana,
kom æskan yfir hana. Ég sá, hve
augu hennar urðu rök, hve hún
varð kvik á fæti, rétt eins og hún
dansaði, og hve varir hennar urðu
rauðar og ferskar. Kónginum
duldist það ekki heldur, hann sá,
aC vorvindurinn hafði fyllt hana
ungri þrá, en hann kunni ekki skil
á, hvað hann sá. Hann hélt, að
skógurinn og vorið hefðu hverft
drottningunni í skógartröll.
Nú skaltu, kóngur, snúa þér að
drottningunni einu sinni enn og
vii’ða hana fyrir þér“, sagði
sveinninn. „Þú skalt ekki bera
það við að virða þana fyrir þér
líkt og þú gei'ðix’ í gær eða í fyrra,
því að það fyndist vorinu engin
hemja. Kónguxúnn hefur rei'kað í
allan dag um kjarx-ið, hann hefur
öslað gegnum bxeiður af skógar-
sóleyjum, sem voru að þjóta upp,
og nýju laufin á trjánum hafa
strokist um vanga hans. Kóngur-
inn verður að reyna að hrista af
sér geigvænu ellina, sem sækir á
hann, hann verður að vera mað-
ur vorsins, hann verður að horfa
á drottninguna með þrá æskunnar
eins og fyrr meir“.
Þegar sveinninn hafði mælt
þetta allt, þagði hann og horfði
bi'osandi á kónginn. Og allt í einu
kom ró og jafnvægi yfir kóng.
Voi’vindurinn þaut ekki lengur
inni í höfði hans, það var eins og
hann hefði lokið starfi sínu. Hon-
um flaug í hug, að hann lí'ktist
hinum steika stofni eikarinnar,
sem voxvindurinn vaið að þjóta
um stundunum saman, áður en
hann gæti laufgazt.
Nú birti skyndilega í huga
hans, ljósið var ekki lengur myrk-
ur. Blóðið sti-eymdi hraðara, og
frumur heilans áttuðu sig. Lífið
bi’osti við honum, það var glaum-
ur og gleði í hverjum ki’ók og
kima í stóra salnum, fannst hon-
um, og einnig í öllum kaupstaðn-
um fyrir neðan og meira að segja
í gjöi'völlum heiminum.
„Þetta er að mér heilum og lif-
andi æska, æska, sem vitjar mín
aftur“, tautaði kóngurinn við
sjálfan sig.
Kóngur sneri sér við og leit á
di'ottninguna. Hún hnipraði sig
Markús komi til bjargar í tæka
tíð.
saman efst í stól sínum og skalf
af ótta, hafði þokað sér svo langt
frá honum sem auðið var.
En ólýsanleg undrun skein úr
svip hennar, hún var í slákum
vafa, að enginn maður vii'tist þess
um kominn að telja henni hug-
hvarf. Hví slær þú mig? virtist
hún spyrja. Hvernig má það vera,
að þú, sem ég elska, skammar mig
og slær mig? Enda þótt mig svíði
enn eftir kinnhest þinn, fæ ég ekki
skilið, að þú hafir lostið mig.
Hann sá ekki framar hið villta
og tröllsl'ega, hann sá aðeins
milda ástúð, aðeins falslausa
blíðu, aðeins endurvakta æsku.
Kóngurinn kraup á kné fyrir
drottningunni og grét af ham-
ingju, og drottningin lagði hönd
sína á höfuð hans og strauk hár
hans.
SHlItvarpiö
Sunnudagllr 27. apríl:
Fastir liðir eins og venjulega.
11,00 Fermingarguðsþjónusta í
Neskiikju (Prestur: Séra Jón
Thorarensen. Organleikai'i: Jón
ísleifsson). 13,15 Erindaflokkur
útvarpsins um vísindi nútímans;
XII: Sagnfræði (Vilhjálmur Þ.
Gíslason útvarpsstjóri). 15,00
Miðdegistónleikar (plötur). 16,00
Kaffitíminn: a) Carl Billioh og
félagar hans. b) Létt lög af plöt-
um. 17,00 Sunnudagslögin". 18,30
Barnatími (Helga og Hulda Val-
týsdætur). 19,30 Tónleikar (pl.).
20,20 Hljómsveit Ríkisútvaipsins
leikur í hátíðasal Háskólans. —
Stjórnandi: Hans-Joachim Wun-
deilich. Einleikari á hörpu:
Káthe Ulrich. 21,00 Um helgina.
Umsjónax'menn: Gestur Þorgríms
son og Egill Jónsson. 22,05 Dans-
lög (plötur). 23,30 Dagskráxlok.
Mánudagur 28. apríl.
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Búnaðarþáttur: Starfið í
sveitinni; VI. (Egill Bjarnason
ráðunautur). 18,30 Fornsögulest-
ur fyrir börn (Helgi Hjörvar).
18,50 Fiskimál: Framleiðsla fiski
mjöls og sölumöguleikar þesa
(Jónas Jónsson framkvæmdastj.).
19.10 Þingfréttir. 19,30 Tónleik-
ar: Lög úr kvikmyndum (pl.). —
20,20 Um daginn og veginn (Ól-
afur Gunnarsson sálfræðingur).
20,40 Einsöngur: Gunnar Krist-
insson syngur; Fritz Weisshappel
leikur undir á píanó. 21,00 Þáttur
af Jóni Ósmann (Ólafur Sigurðs-
son bóndi á Hellusandi). 21,20
Tónleikar (plötur). 21,40 Skáld-
ið og Ijóðið: Snorri Hjartarson
(Knútur Bruun, stud. jur. og
Njörður Njaiðvík stud. mag. sjá
um þáttinn. Með þeim les Guð-
björg Þoxbjai'nardóttur leikkona.
22.10 Úr heimi myndlistarinnar
(Björn Th. Bjöi-nsson listfræðing
ur). 22,30 Frá sundmóti Í.R. (Sig
urður Sigurðsson). 22,40 Kamm-
ertónleikar (plötur). 23,15 Dag-
skrárlok.
Þriðjuilagur 29. apríl:
Fastir liðir eins og venjulega.
19,00 Framburðai'kennsla i
dönsku. 19,10 Þingfiéttir. 19,30
Tónleikar: Óperettulög (plötur).
20.30 Daglegt mál (Árni Böðvars
son kand. mag.). 20,35 Erindi:
Myndir og minningar frá Kaper-
naum; síðari hluti (Séra Sigurð-
ur Einarsson). 21,00 „Afmælis
lúðrasveit Alberts Klahn 1958“:
40 blásarar úr Sinfóníuhljómsveit
Islands, Lúðrasveit Reykjavíkur
og Lúðrasveit Hafnarf jarðar
leika undir stjórn Alberts Klahn.
Einsöngvari: Þorsteinn Hannes-
son. 21,30 'Útvarpssagan: „Sólon
íslandus" eftir Davíð Stefánsson
frá Fagraskógi; XXVI. (Þor-
steinn Ö. Stephensen). 22,10
Iþióttir (Sigurður Sigurðsson).
22.30 „Þriðjudagsþátturinn". —v
Jónas Jónasson og Haukur Moi't-
hens stjórna þættinum. — 23,25
Dagskrárlok.
SÍ-SLETT P0PLIN
(N0-IR0N)
MINERVA c/W**®"
STRAUNING
ÓÞÖRF