Morgunblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 23
Sunnudagur 27. apríl 1958 MOKCinsnr.AÐiÐ 23 ~ Einvígi bezta sundfólks Norður- landa í Sundhöllinni annað kvöld Karin Larsson Ein tvísýnasta sund- keppni, sem her heíur farið fram ANNAÐ kvöld hefst í Sund- hötlinni mesta sundmót þessa árs. Auk allra beztu sund- manna landsins verða meðal keppenda bezti skriðsunds- maður á Norðurlöndum í dag, Daninn Lars Larsson, og bezta sundkona Norðurlanda í dag, sænska stúlkan Karin Lars- son. Heyja þau keppni við Guðmund Gíslason og Ágústu Þorsteinsdóttur og fleiri af okkar bezta sundfólki, en Guðmundur og Ágústa hafa þegar skipað sér á bekk með illra bezta sundfólki Norður- (anda og munu eiga hvort um sig annan bezía tíma í skrið- sundi í ár, en þau Lars og Karin þann bezta. Verður þvi hér um einstaka keppni að ræða. Einvígin Það er sunddeild ÍR sem stend- ur að mótinu og er mótið jafn- íramt stigakeppni miili þátttöku- félaganna. Eykur það að sjáií- sögðu á spenning keppninnar. Án efa verður mestur spenn ingurinn annað kvöld um 100 m skriðsund karla, en þar þreyta kapp Lars Larsson sem náð hefur 57,7 sek., Guðmund- ur Gíslason sem á síðasta móti setti íslenzkt met, 58,2 sek., og sem jafnframt er Sundhallar- met og Pétur Kristjánsson sem átti gamla íslenzka metið, 58,8 sek. Allir eru í mjög góðri þjálfun. Fullvíst má telja að Lars Larsson hver sem sigur ber úr býtum setji Sundhallarmet en hver það verður er næsta erfitt um að spá. Þá er keppni Ágústu og Karinar Larsson. Þær mætast í 100 m. Larsson á betri tíma, 1:06,9 mín., en Ágústa, 1:07,1. Hvor vinnur er ómögulegt um að spá, en gaman verður að sjá þetta sund, þar sem tvær beztu sunkonur Norðurlanda glíma við tíma sem eru á Ev- rópumælikvarða. Fjöldi annarra tvísýnna greina er á mánudags- og þriðjudags- kvöldið og í stuttu máli verður þetta, ef að líkum lætur, ein inesta sundkeppni sem hér hefur verið haldin. Keppnisgreinarnar eru fyrri daginn: 100 m baksund karla, 100 m bringusund karla, 100 m skrið- sund karla, 50 m skriðsund karla, 100 m skriðsund kvenna, 100 m bringusund kvenna, 50 m bringu- sund drengja, 100 m skriðsund drengja, 50 m bringusund telpna og 3x100 m þrísund karla. Síðari daginn verða keppnis- GOLFKLÚBBUR Reykjavíkur er nú að hefja sumarstarfið. Fé- lagar klúbbsins heilsa sumrinu bjartsýnir og er mikill áhugi ríkj andi innan klúbbsins. Mörg og stór verkefni blasa nú við. Stærst þeirra er ræktun nýs vallar á nýju svæði klúbbsins við Grafar- vog, en klúbburinn verður að fara af núverandi svæði sínu vegna skipulagsins. Annað verk- efni klúbbsins er að undirbúa komu og sýningu nokkurra amerískra atvinnuleikmanna í golfi sem hingað koma í næsta mánuði. Stjórn klúbbsins ræddi við fréttamenn síðasta dag vetrar. Þorvaldur Ásgeirsson formaður hafði orð fyrir stjórninni og rakti í stuttu máli verkefni klúbbsins og talaði að vonum mest um nýja svæði klúbbsins við Grafarvog. Leiksvæðið þar verður rúm- gott og stórt og hefur verið skipu lagt af sænskum sérfræðingi í golfvallagerð. Verður það full- komið golfsvæði með 18 holu velli, en það er fullstærð þeirra. Þegar það svæði er fengið, sagði Þorvaldur, verður fyrst hægt að fylgjast með Norðurlandaþjóðun um og öðrum þjóðum í þessari í- þróttagrein. Þorvaldur sagði ennfremur: Golfklúbbfélagar heilsa sumrinu með björtum vonum. Þeir vita að það eru mörg erfið verkefni ó- leyst, en láta það ekki á sig fá. greinarnar: 400 m skriðs. karla, 400 m bringusund karla, 50 m flugsund karla, 200 m skriðsund kvenna, 100 m baksund drengja, 50 m skriðsund kvenna, 50 m bringusund kvenna, 100 m bringu sund drengja og 4x50 m fjórsund karla. Stórum verkefnum hefir áður verið hrundið í framkv. af Golf- klúbbsfélögum. Árið 1936 er nú- verandi svæði félagsins fékkst, var í mikið ráðizt og allir golf- menn eru þakklátir frumherjun- um fyrir að ryðja íþróttinni braut hér á landi og ryðja henni þann völl, sem íþróttin hefur lengst þróazt á. Stjórn klúbbsins í dag hefur strengt þess heit að koma hinu nýja svæði í notkun sem allra fyrst og vonar að það geti orðið 1960. Kostnaður við ræktun á nýja svæðinu mun iioma um 10 þús. ki. á hektarann og er búizt við að goifsvæðið kosti tilbúið 500 til 600 þús. kr. í næsta mánuði köma til klúbbs- ins bandarískir atvinnuleikmenn bæði konur og karlar. í hópi 4 kvenna er m.a. Patty Berg, sem talin er ein slyngasta golfkona Bandaríkjanna. í hópi 2—3 karla vérður m.a. Jimmy Thomsori, sem nú er um fimmtugt en stund ar enn gólf af miklu fjöri. Hann er einn þeirra sem lengst slær knött af „tígi“. Núverandi stjórn Golfklúbbs- ins skipa auk Þorvaldar for- manns: Ragnheiður Guðmunds- dóttir varaform., Ólafur Ág. Ól- afsson, ritstjóri, Jóhann Eyjólfs- son, gjaldkeri, Guðlaugur Guð- jónsson, Guðmundur Halldórsson og Pétur Snæland. Félagar Colfsklúbbs Reykjavíkur vona að 18 holu völlur verði til- búinn í Grafarvogi 1960 Halldóra Jóhannsdóttir Cröf, Eyrarsweit sjötug SJÖTÍU ÁRA er í dag, 27. apríl, Halldóra Jóhannsdóttir, hús- freyja í Gröf í Eyrarsveit á Snæ- fellsnesi. Halldóra er fædd hér í Eyrarsveit, en foreldrar hennar voru hjónin Halla Jónatansdóttir og Jóhann Dagsson, sem lengi bjuggu að Kverná hér í sveit. Hún ólst upp hjá foreldrum sín- um og hefur dvalið allan sinn aldur í fæðingarsveit sinni. Fyrir fjórum áratugum giftist hún Lárusi Jónssyni, Lárussonar skip- stjóra í Gröf og þar hófu þau hjón búskap sinn, en árið 1944 reisa þau sér nýtt hús í Grafar- nesi og flytja þangað. Þeim Hall- dóru og Lárusi varð 7 barna auð- ið og lifa 6 þeirra, fjórir synir og tvær dætur, en þau eru Björn verkstjóri, Sigurður sjómaður og Sverrir verkamaður, allir búsett- ir í Grafarnesi, Jóhann múrari í Hafnarfirði, Inga gift í Vest- mannaeyjum og Helga læknisfrú á Patreksfirði. Auk þessa hafa þau Halldóra og Lárus alið upp að meira eða minna leyti þrjú fósturbörn. Á sínum yngri árum var Halldóra* ljósmóðir hér í Eyrarsveit um margra ára skeið og þótti fara það starf sérlega vel úr hendi. Hún hefur tekið virkan þátt í starfi kvenfélagsins í sveit sinni og þótt skipa rúm sitt þar sem annars staðar með miklum ágætum. En fyrst og fremst hefur Hall- dóra í Gröf urinið sitt lifsstarf innan veggja síns heimilis. Hún er sannur og merkur fulltrúi þeirra eiginkvenna og mæðra, sem í raun og sannleika eru ekki hvað sizt hornsteinar hvers byggðarlags. Halldóra í Gröf er með afbrigðum gestrisin kona og hefur af því mikla ánægju að veita gestum sínum góðan beina, enda hefur lengst af gestkvæmt verið á heimili hennar. Það er margra manna mál, að Eyrarsveit sé með fegurri byggð- um á þessu landi. Hér er þó ekki skógur eða mikill gróður annar, sem oft er vitnað til um fagra staði. Fegurð sveitarinnar er fyrst og fremst fólgin í stór- brotnu og ég vil segja tígulegu umhverfi. Af því leiðir, að fólk- ið sem byggt hefur og byggir þessa sveit hefur oft orðið að vinna hörðum höndum til fram- dráttar lífi sínu. Það hefur orðið að sýna þrótt og þor, vera dug- legt og atorkusamt og laust við allan vesaldóm og það er það líka. Þetta gildir jafnt um konur og karla. Umhverfið hefur meiri áhrif á skaphöfn mannsins, en margur hyggur í fyrstu. — Það eru aðeins fá ár síðan ég kynnt- ist Halldóru í Gröf. En af útliti hennar í dag, þegar hún hefur fyllt hinn sjöunda tug, þykist ég alveg geta séð hana fyrir mér, þegar hún var ung að árum og óþreytt af amstri hins daglega lífs. Það kemur líka heim við það sem þeir segja, sem þann tima muna, að Halldóra hafi verið myndarleg ung stúlka og snemma sópað nokkuð að henni. Þess er áður getið, að Halldóra hefur ekki gert mjög víðreist um dag- ana, en kosið að vinna störf sín í kyrrþey á heimili sínu og næsta nágrenni. Hjálpfýsi hennar gagn- -vart þeim sem erfitt hafa átt er viðbrugðið og ótaldir munu þeir vera, sem hún hefur rétt hjálp- arhönd, þótt ekki vilji hún hafa það í hámælum. Hygg ég og, að hér hafi hún notið óskoraðs fylgis manns síns, sem er kunn- ur gæðadrengur og hvers manns hugljúfi, sem honum kynnist. Halldóra og Lárus geta á þess- um merku timamótum í ævi hús- freyjunnar litið til baka á liðna ævi, með því hugarfari, að þau hafi vel gert. Börnum sínum sex, auk fósturbarna, hafa þau reynzt slíkir foreldrar, að á betra verður vart kosið. Bæði eiga þau þökk og virðingu samborgara sinna, enda er það að maklegleikum. Mér hefur alltaf fundizt stafa einhver reisn og virðuleiki af Halldóru í Gröf, fundizt hún sverja sig svo greinilega í ætt við umhverfi sitt, stórbrotin og fasmikil. Vinir hennar og samferðamenn á lífsleiðinni munu í dag senda þessari traustu og hollráðu konu hamingjuóskir sínar. Emil Magnússon. ★ LJUBLJANA, 25. apríl. — Koca Popovic utanríkisráðherra Júgóslava hélt ræðu á þingi kommúnistaflokksins júgóslav- neska í dag og kvað Júgóslava ekki mundu gera neinar mála- miðlanir eða reyna að breiða yfir ágreiningsmál sín við Sovétríkin. Hann kvað Júgóslava ekki skuld- bundna til að viðurkenna neitt það í Sovétríkjunum, sem ekki félli þeim í geð, og ekki dytti þeim í hug að gerast aðilar að neinum einhliða bandalögum Vinna Hreingerningar Vanir menn, fljót og góð vinna. Sími 23039. — ALLI. Innilegar þakkir færi ég öllum ættingjum, vinum, stofn- unum og félögúm er heiðruðu mig á margvíslegan hátt á fimmtugsafmæli rnínu 23. apríl. Jón Pálsson, Kambsvegi 17. Innilega þakka ég vinum og vandamönnum fyrir allan sóma mér auðsýndan á 85 ára afmæli mínu. Jóhannes Barnason, Sólvallagötu 26. Jarðarför föður okkar GlSLA JÖHANNESSONAR, múrara, frá Seli í Holtum. fer fram frá Fossvogskapellu mánuuaginn 28. apríl kl. 3 e.h. Þeim, sem vildu minnast hins látna, skal vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Börn og tengdabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför PÉTURS ÓLAFSSONAR fyrrum bónda í Þormóðsdal. Aðstandondur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.