Morgunblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 24
 VEÐRIÐ Norðan kaldi léttskýjaS Reykjavíkurbrét er á bls. 13. 95. tbl. — Sunnudagur 27. apríl 1958 Hinn blandaði kór á æfingu í VR-húsinu á sumardaginn fyrsta. Fóstbræður holdu sumsöng Stór blandaður kór flytur verk 16. og 17. aldar tónskóld KARLAKÓRINN Fóstbræður sem elztur er kóranna hér í bæn- um og á sér merkilega sögu, ætl- ar nú að efna til samsöngs með alveg nýju sniði. Á söngskemmt- un fyrir styrktarfélaga kórsins dagana 28. og 29. apríl og 2. maí, flytur kórinn m. a. vérkefni fyrir blandaðan kór, en um langt skeið hafa 18 söngkonur æft með kórn- um undir þennan mikla samsöng. Að baki samsöngs kórsins nú liggur mikið starf, margar og tímafrekar söngæfingar, og hafa margir kórfélaganna orðið að mæta á tvöföldum söngæfing- um. — Söngmenn Fóstbræðra hafa nú seih fýrr sýnt sínum gamla kór mikla hollustu og fórn- að honum miklu af frístundum sínum. í vetur bættust nýir söng- kraftar við í kórinn og þar eru þó nókkrir söngmenn, hverra feður voru lengur eða skemur i Fóstbræðrum, sem upphaflega hét Karlakór KFUM. Geta má þess hér, að t. d. einn af stofn- endum kórsins, Hallur Þorleifs- son, syngur þar enn og með hon- um tveir synir hans: Kristinn óperusöngvari og Asgeir skrif- stofustjóri. Fóstbræður hafa á undanförn- um árum tekið upp nýbreytni í vali viðfangsefna, svo sem með flutningi þátta úr óperum og að- stoðað við flutning Sinfóníu- hljómsveitarinnar á II Trovatore undir stjórn hins brezka hljóm- sveitarstjóra W. Braithwaité. Á samsöng kórsins nú verður söngskránni skipt þannig að fyrst syngja Fóstbræður lög eftir Schubert og syngur Gunnar Kristinsson einsöng með kórnum. Þá syngur blandaði kórinn lög eftir Donati, Lotti, Lasso og In- Hamborgar- svanirnir koma í dag í DAG bætist enn við hóp land- nemanna á Reykjavíkurtjörn, og nú eru það útlendingar, sem um> er að ræða. Von er á tveim hnúð- svönum frá Hamborg. Eru það svanir þeir, sem sendir eru Reykjavíkurbæ að gjöf frá Ham- borg. Svanirnir koma í tveim köss- um með einum Faxanna frá Ham borg kl. 4.30 í dag. Frá flugvell- mum verður þeim ekið rakleitt niður að Búnaðarfélagshúsi og þar verður þeim sleppt út á Tjörnina. gegneri o. f 1., og eru þau án und- irleiks. Að því loknu flytur karlakór- inn lög eftir Mendelsohn, Sibelius o. fl., en að endingu verður flutt lokaatriði 1. þáttar óperunnar Aida eftir Verdi, og kemur þar frayn allur kórinn ásamt einsöngv urunum Árni Jónssyni og Kristni Hallssyni. Við hljóðfærið er Karl Billich. Er blaðamenn ræddu fyrír nokkrum dögum við forráðamenn Fóstbræðra og söngstjórann, Ragnar Bjömsson, sagði Gunnar Guðmundsson, formaður Fóst- bræðra: Við stöndum í mikilli þakkarskuld við söngkonurnar, sem með okkur syngja hin vanda- sömu verk, en hér er um að ræða 18 úrvals söngkonur. Fóstbræður hafa ánægju af því að glíma við Verk IViagnúsar Asgeirssonar kynnt í dag KYNNING á verkum Magnúsar Ásgeirssonar verður haldin í há- tíðasal Háskólans í dag kl. 4 síð- degis. Séra Sigurður Einarsson í Holti flytur erindi um skáldið og lesið verður úr verkum þess. Eft irtaldir lesa: Gerður Hjörleifs- dóttir leikkona, Kristinn Krist- mundsson stud. mag., Baldvin Halldórsson leikari og Ævar R. Kvaran leikarí. Guðmunda Elías dóttir söngkona syngur nokkur lög við ljóð og ljóðaþýðingar Magnúsar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Yerkfræðinemi prédikar við guðsþjónusfu í Kap- ellu Háskólans í VETUR hefur Félag guðfræði- nema gengizt fyrir guðsþjónust- um í kapellu háskólans og má segja, að þetta sé einn liður í kennslu guðfræðideildarinnar, verkleg kennsla. í dag verður síðastá guðsþjón- ustan á þessum vetri. Hefst hún kl. 2 eftir hádegi. Að þessu sinni þjónar prófessor Magnús Már Lárusson fyrir altarinu, en Þor- valdur Búason, verkfræðinemi, predikar. Hingað til hafa guð- fræðinemar predikað við þessar guðsþjónustur og er þttta því í fyrsta skipti sem leikmaður ann- ast predikunina. Öllum er heimill aðgangur að guðsþjónustunni meðan húsrúm leyfir (Myndir: Studio) sem fjölbreyttust viðfangsefni, sagði Gunnar. Hann taldi ekki of- mælt, að söngstjóri kórsins, Ragn ar Björnsson, hefði hér ráðizt í merkilegan tónlistarflutning. Ef vel tekst, getur svo farið að sam- söngurinn verði endurtekinn á almennri söngskemmtun. Það er þó óráðið með öllu, en eitthvað af miðum mun verða til sölu á samsönginn 2. maí. Evrópuráðið TÍUNDA ÞING Evrópuráðsins hefst í Strasbourg á morgun. Full trúar íslands á þinginu verða þau Jóhann Þ. Jósefsson, Frið- jón Skarphéðinsson og Rannveig Þorsteinsdóttir, og eru þau öll farin utan. — Á morgun verður forseti þingsins kosinn, en á þriðjudaginn verða fluttar ýms- ar skýrslur, og þá hefjast einnig umræður um sameiginlega mark- aðinn, fríverzlunarsvæðið og starfsemi Efnahagssamvinnustofn unarinnar. Ýmis fleiri mál eru á dagskrá, m. a. almennar stjórn- málaumræður, umræður um lönd sem skammt eru á veg komin í efnahagsmálur*, og um vísinda- rannsóknir. Fundum þingsins Skáfafélögin í Rvík skipuleggja tvö skátamót SKÁTARNIR eru farnir að hugsa til hreyfings. Skátahreyfingin hér á landi er nú öflugri en hún nokkru sinni hefur áður verið. Eftir því sem Reykjavík hefur stækkað, hefur þörfin fyrir hinn holla félagsskap orðið æ brýnni, enda má heita að æska bæjarins hafi flykkzt í skátafélögin undan- farin ár. Þegar hafa verið ákveðin tvö skátamót, sem búizt er við að muni verða mjög fjölsótt. Hið fyrra þeirra, sem nefnist „Fjalla- rekkamót SFR“, verður haldið í Hallmundarhrauni við Húsafell í Borgarfirði 13.—16. júní. Fjalla- rekkar eru skátar á aldrinum 14—16 ára og er þátttakan í þessu Góð vertíð í Eyjum FRETTARITARI Mbl. í Vest- mannaeyjum, Björn Guðmunds- son, sagði í símtali við blaðið í gær, að horfur væru á að vetrar- vertíð í þessari mestu útgerðar- stöð landsins myndi verða mjög sæmileg, ef ekki kemur einhver óvæntur afturkippur. Undan- farna daga hefur verið ágætur afli hjá Vestmannaeyjaflota og hafa borizt á land 1100—1200 lest ir á dag. Mikil vinna hefur verið við hag nýtingu hins mikla fiskmagns. Verður sú vinna miklum mun rheiri þegar þess er gætt, að nokk uð af vertíðarfólkinu er þegar farið að halda heim frá Vest- mannaeyjum. Keflavíkurkirkja FERMIN G ARGUÐSÞ J ÓNUSTA verður í Keflavíkurkirkju kl. 1,30 e. h. í dag. — Nöfn fermingar- barna eru birt í 3. og 4. tbl. Faxa. Merkileg kvikmynd um fuglalífið hér á landi Myndin verður sýnd á vegum F.f. á morgun SÍÐASTLIÐINN föstudag var fréttamönnum boðið að skoða nýja, íslenzka kvikmynd, s»m Magnús Jóhannsson, útvarpsvirki, hefur gert og nefnist „Fuglarnir okkar", auk annarrar kvikmyndar er fjallar um lífið í Reykjavik í dag. Annað kvöld, mánudagskvöld, er fyrirhugað að sýna þessar myndir á fundi Ferðafélags Islands í Cjálfstæðishúsinu, en þar verður auk þess til skemmtunar mynda- getraun að venju og síðan dansað til kl. 1. Lífið í Reykjavík Kvikmyndin um Reykjavik er mjög vel gerð og sýnir í skýrUm dráttum ýmsar þær miklu fram- kvæmdir, sem eru á döfinni í höfuðborg okkar. Texta og efni hafa ásamt Magnúsi valið þeir Lárus Sigurbjörnsson og Páll Líndal. Myndin er gerð fyrir Reykjavíkurbæ. Sýningin tek- ur 15 mínútur. Hersteinn Pálsson flytur texta með myndinni. Mikið þolinmæðiverk „Fuglarnir okkar“ er kvik- mynd, sem tekin hefur verið á síðastliðnum 5—6 árum og hefur það verið mjög rnikið þolinmæði- verk að liggja yfir töku hennar. Hún gefur glögga hugmynd um líf ýmissa íuglategunda hér á landi allt frá því að þeir taka að byggja sér hreiður og þar til foreldrarnir halda af stað með unga sína út í lífið. Af íuglum, sem koma við sögu, má sérstak- lega nefna kríuna, æðarfuglinn, súluna, heiðagæsina, álftina, þrösturinn o. fl. Sýning tekur 28 mínútur og er Pétur Pétursson þulur, en Magnús hefur sjálfur samið textann. móti miðuð við að þar verði f tjöldum 60—70 skátar og munu þeir verða af öllu Suðvesturlandi. Þá hefur stjórn Skátafélags Reykjavíkur ákveðið að efna til félagsmóts í Þjórsárdal og hefst það í ágústbyrjun. Það mun standa yfir í vikutíma. Tímmn verður notaður til gönguferða um Þjórsárdalinn, en á milli verð ur farið í leiki með það fyrir augum að þjálfa skátana í hinum ýmsu skátaíþróttum og þá sér- staklega almennum skátaprófum. 1 þessu móti taka þátt 20 skát- ar frá Bretlandi, frá Maidstone. Þá eru væntanlegir 15 Banda- ríkjaskátar og 10 skátar frá Vest- ur-Þýzkalandi. Verður þetta sennilega helzta skátamótið á sumrinu og mun það verða fjölsótt, en það er fyrir skát^ á aldrinum 11—-15 ára. Þátttöku í mótinu í Þjórs- árdal þarf að tilkynna í Skáta- heimilið dagana 28., 29. og 30. apríl klukkan 8—9. Þ j óðliátíðanief nd skipuð BÆJARRÁÐ hefur nýlega skip- að eftirtalda menn í hátíðarnefnd 17. júní: Eirík Ásgeirsson, for- stjóra, sem er formaður nefndar- innar, Ólaf Jónsson fulltrúa lög- reglustjóra, Böðvar Pétursson, verzlunarmann og Jóhann Möll- ei, bankamann. Af hálfu íþróttabandalags Reykjavíkur hafa verið skipaðir þessir menn: Erlendur Ó. Péturi son, forstjóri, Jens Gubjörnsson, fulltrúi, Bragi Kristjánsson, skrif stofustjóri og Ragnar Þorsteins- son, gjaldkeri. Aðalfundur Foreldrafélags Laugariiesskóla FORELDRAFÉLAG Laugarnes- skóla heldur aðalfund og jafn- framt skemmtifund n. k. þriðju- dag, 29. apríl kl. 8,30 í Laugarnes- skóla. Auk venjulegra aðalfundar- starfa munu börn úr 8 ára bekk B leika nokkur lög á blokkflautu undir stjórn kennara síns, Magnúsar Einarssonar, Hafliði Jónsson, garðyrkjuráðunautur, skýrir frá ræktun, tilhögun og framkvæmdum á skólalóðinni og sýnd verður litkvikmynd um Ás- grím Jónsson, listmálara. Þulur verður Kristján Eldjárn, en Ósvaldur Knudsen tók myndina. Allir foreldrar og kennarar úr skólahverfinu eru velkomnir á fundinn. Úr kvikmyndinni um fuglalífr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.