Morgunblaðið - 30.04.1958, Page 1

Morgunblaðið - 30.04.1958, Page 1
20 síður 45. árgangur 97. tbl. — Miðvikudagur 30. apiíl 1958 Prentsmiðja Morgunblaðsins Samtal við Hans C. Andersen: Formaður íslenzku sendinefndarinnar í Genf telur, að mikilsverður árangur hafi orðið á Genfarráðstefnunni íslendingar hafa algerlega frjálsar hendur um aðgerðir í landhelgismálunum og rík- isstjórn íslands mun gera þær ráðstafanir, sem henni þýkir henta Mikoyan heilsar von Brentano við komuna til V-Þýzkalands. — Á heimleiðinni kom hann við í A-Berlín. Hann fór aftur heim til Moskva í gær. Míkoyan átti skemmtilegt sam- tal við Strauss í veizlu í Bonn „Þér eruð mjog geðugur maðuir en ræður yðar eru ógeðfelldar,” sagði Rússinn — og ráðlagði Strauss að hætta að halda ræður BONN — Nú hafa borizt frekari fregnir af heimsókn Mikoyans til Bonn, en eins og kunnugt er, vakti koma hans mikla athygli. Mikoyan kom í þeim erindum að undirrita verzlunarsamning við Vestur-Þjóðverja. Þegar undirrit- un hafði farið fram, sagði Miko- yan í hjartnæmri ræðu, að nú hefði verið lagður grundvöllur að betri og traustari vináttu milli landanna er verið hefur. Síðan tók hann lengi og fast í hönd von Brentanos, utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands, og sleppti henni ekki fyrr en bandarískir sjónvarpsmenn höfðu náð góðum myndum. Síðan tók von Bren- tano til máls og sagði, að verzi- unarsamningurinn væri mikil- vægur. Vildi hann þó ekki gera meira úr honum en efni stóðu til og segja fréttamenn, að viðmót hans hafi verið fremur kuldalegt „að venju“. Samkvæmt samn- ingnum mun verzlun Rússa og Vestur-Þjóðverja nema 3,2 mill- jörðum v-þýzkra marka á næstu þremur árum. Ennfremur er gert ráð fyrir, að Rússar sendi heim þýzka stríðsfanga, sem enn eru í haldi í Sovétríkjunum. Fréttamenn segja, að Mikoyan hafi tekið eftir því skömmu eftir komuna til Bonn, að hann hafði gleymt penhanum sínum í flug- vélinni. Ekki vildi hann undirrita samninginn með öðrum penna, svo að bifreið var send eftir hon- um til Frankfurt, þar sem flug- vélin lenti. Vegalengdin mi.Ui Frankfurt og Bonn er um 180 km. Kom bifreiðin aftur skömmu áð- ur en sammngurinn var undir- ritaður. Mikoyan var boðið til veizlu. Þar hitti hann m. a. Strauss land- varnaráðherra. Þegar þeir höfðu rabbað saman stundarkorn, sagði Mikoyan af óvenjulegri einlægni: „Þér eruð mjög geðugur maður, en ræður yðar eru ógeðfelldar og ættuð þér að hætta að halda þær“. Strauss svaraði með því að segja, að „Moskva hefði mjög ógeðugan fulltrúa í Austur- Þýzkalandi — Ulbricht aðalrit- ara. Þér ættuð að senda hann til Moskvu og skulum við gjarnan greiða uppihald hans þar“. Miko- yan svaraði: „Ulbricht er alls ekki ógeðugur maður, eins og þér haldið. Þér ættuð að tala persónu lega við hann og getið þér þá sannfærzt um það. Ég hélt í fyrst- unni, að þér væruð ljótur og leið- inlegur, en nú hef ég breytt um skoðun". Þá spurði Mikoyan: „Hvers vegna hervæðist þið?“ Strauss svaraði: „Dvergurinn ótt- ast risann“. Hér greip Etzel fjár- málaráðherra inn í samtalið og sagði: „Ef þið veitið Austur- Þýzkalandi frelsi, skal ég sjá um, að hersveitir Strauss fái ekki eyri úr ríkiskassanum". Síðan tókust þeir í hendur Strauss og Mikoyan og skáluðu. Áður hafði Strauss þó lýst því yfir, að Mikoyan þekkti ekki ræður sínar nema af úr- dráttum í rússneskum blöðum og lélegum þýðingum eða af umtali ráðgjafa hans. „Næst þegar ég held ræðu“, sagði hann, „skal ég senda yður hana eins og hún leggur sig“. GENF, 29. apríl. — Einkaskeyti til Mbl. frá fréttaritara þess í Genf. — íslenzka sendinefndin er ennþá hér í Genf, en í dag voru samþykktir ráðstefnunnar undirritaðar. — Ég átti tal við Hans G. Andersen formann ís- lenzku sendinefndarinnar í dag og spurði hann u> álit hans á störfum ráðstefnunnar og þeirn árangri sem náðst hefði í því að setja réttarreglur á hafinu, — Blöðin hér hafa sagt, að árangur ráðstefnunnar hafi ekki orðið sá, sem vonazt var til og er fyrst og fremst bent á, að engin niður- staða hafi fengizt á víðáttu land- helginnar. Hans sagði m. a. um þessi mál: Ég tel, að mikill og markverður árangur hafi orðió í ýmsum málum hér á Genfar- ráðstefnunni, og má þar fyrst og fremst nefna að meirihlutinn hef. ir auðsjáaplega verið þeirrar skoð unar, að þriggja mílna reglsn sé nú úr sögunni. Kom það greini lega í ljós í umræðunum um I landhelgismálin og af afstöðu sumra þeirra landa. sem áður höfðu stutt 3 sjómílur, en nú gátu fallizt á 6 mílna landhelgi. í öðru lagi hefir fengizt fullkom- in staðfesting á því, að heimilt sé að draga beinar grunnlínur, svo sem gert hefir verið við ís- land undanfarin ár, eða frá 1950. í þriðja lagi virðist nú ljóst, að rétt sé að greina milli hinnar eiginlegu landhelgi og fiskveiði- lögsögunnar, og jafnframt að ekki sé rétt að miða við minna en a. m. k. 12 sjóm., þegar um fiskveiðilögsöguna er að ræða. í fjórða lagi er nú viðurkenning fengin á því, að utan þess svæðis beri að viðurkenna forgangsrétt strandríkis til fiskveiða, svo sem fram kemur í tillögu Suður-Afr- íku, sem samþykkt var á ráðstefn unni. Að öllu athuguðu, sagði Hans G. Andersen enn fremur, hefir ráðstefnan haft mjög mikla þýð- ingu fyrir íslendinga, svo sem ég hefi tekið hér fram. En þér spyrjið einnig um afstöðu ríkja til útfærslu landhelginnar. Um það vil ég segja þetta: Eftir að ráðstefnunni hefir misíekizt að komast að niðurstöðu um það, hve víð landhelgin skuli vera, eins og ég tók fram í ræðu minni á síðusta fundinum á sunnudags- kvöldið, þá álítur íslenzka sendi- nefndin, að íslendingar hafi óbundnar hendur um víðáttu fisk veiðilögsagnar okkar. Og segja má, að það sé ekki sízt vegna þess, að með öllu er óvíst hver árangur verður af næstu ráð stefnu, sem kölluð verður saman til þess að ræða landhelgismálin. Það er skoðun íslenzku sendi- nefndarinnar, sagði Hans G. And- ersen að lokum, að nú að ráð- stefnunni lokinni, hafi íslending- ar algerlega frjálsar hendur um aðgerðir í landhelgismálunum. Og ríkisstjórn íslands mun gera þær ráðstafanir í þeim efnum, sem henni þykir henta. Nelirú er orðinn þreyltur á stjórnarstörfum DELHÍ, 29. apríl. — Á fundi Þjóðþingsflokksins í dag lýsti Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, yfir því, að hann hefði boðizt til þess að láta af em- bætti forsætisráðherra. Sagði hann, að hann vildi gjarna heyra álit fundarins á þessu máli. Hann hefur verið forsætisráðherra Ind lands síðan 1947. Nehrú sagði, að hann langaði til að vera laus við áhyggjur em- bættisins og lifa í landi sínu eins og hver annar óbreyttur borgari. Hann vildi nú fá tækifæri til að hugsa um sjálfan sig og einka- mál sín. — Flokkurinn mun at- huga þessa tillögu Nehrús. Pleven vinnur að stjórnarmynciun PARÍS, 29. apríl. — Pleven vinn- ur nú að því að koma saman nýrri stjórn í Frakklandi. Ekki hefur það gengið eins og í sögu. en þó hefur hann fengið stuðning lýðræðisflokkanna við Alsír- stefnu sína. Jafnaðarmenn hafa þó ekki gefið endanlegt svar enn. Þeir munu taka ákvörðun um málið á aukafundi. Enn á Pleven eftir að fá sam- þykki flokkanna við stefnu sína í efnahagsmálum og eru skiptar skoðanir un, hvernig það muni takast. Bandaríkjostfórn lagði iram tillögu í Öryggisráðinu um eftirlit á norðursvæðinu Ráðstjórnin hafnaði henni i gærkvöld NEW YORK, 29. apríl — í dag kom Öryggisráðið saman til að ræða þá uppástungu Eisenhowers Bandaríkjaforseta, að komið verði á fot sérstakri eftirlitsnefnd, sem hafi eftirlit með öllu flugi á norður- svæðinu (yfir heimskautslöndunum), en með því ætti að vera tryggt, að eKki verði gerð skyndiárás á Bandaríkin eða Sovétríkin. ./afnframt báru Rússar fram tillögu þess efnis, að Öryggisráðið óski þess, að ríkisleiðtogar stórveldanna komi saman til fundar og verði þá fyrrnefnt atriði til umræðu þar. Sobolev, fulltrúi Rússa, gagn- rýndi Cabot Lodge, fulltrúa Bandaríkjanna, fyrir að víkja ekki úr formannssæti á meðan rædd er tillaga, sem hann hefur borið fram sjálfur fyrir hönd stjórnar sinnar, en sem kunnugt er, gegnir Lodge formanns- störfum í ráðinu um þessar mund ir. — Lodge ræddi nokkuð tillögu Bandaríkjastjórnar og kvað það von hennar, að Rússar fallist á að komið verði á eftirliti á norður- svæðunum. Hann sagði, að eng- in vafi léki á því, að það mundi draga úr spennunni í alþjóðamál- Islendingar víkka út fiskveiðiland- helgi sína í 12 mílur innan mánaðar — segir i fréttaskeyti frá NTBjReuter i gærkvöldi GENF, 29. apríl — Islendingar munu innan skamms víkka út fiskveiðilandhelgi sína í 12 sjó- mílur. Þessi fregn er höfð eftir mönnum, sem hafa verið í nánu sambandi við sendinefnd Islands á Genfarráðstefnunni. Óstaðfest- ar fregnir herma, að íslenzka fisk veiðilandhelgin verði víkkuð út innan eins mánaðar. Fregn þessi er samkvæmt skeyti frá Reuter NXB, og segir ennfremur í því, að ríkisstjórn Is- lands taki ekki í mál að bíða eft- ir því að ný ráðstefna komist að samkomulagi um fiskveiðiland- helgina. um og gera að engu hættuna á skyndiárás. Sagði Lodge enn- fremur, að stórveldin ættu að vinna að því öllum árum að eyða ótta þjóðanna við nýja heims- styrjöld. Að því miðaði þessi til- laga Bandaríkjastjórnar. MOSKVU, 29. apríl — Gromyko, utanríkisráðherra Rússa, visaði í dag á bug tillögu Bandaríkja- manna um eftirlit á norðursvæð- unum. Sagði hann, að hér væri um áróðursbragð að ræða af hálfu Bandaríkjastjórnar. — Gro- myko skýrði frá þessari stefnu Sovétstjórnarinnar á blaðamanna fundi í Moskvu í dag. Hann minntist á ákæru Sovétstjórnar- innar á hendur Bandaríkjamönn- um fyrir að senda flugvélar með kjarnorkuvopn að landamærum Sovétríkjanna og gagnrýndi slíkt flug harðlega. Nasser í Moskvu 29. APRÍL. — Nasser kom í dag í opinbera heimsókn til Moskvu. Á meðal þeirra, sem tóku á móti honum, voru Voroshilov fcseti Krúsjeff forsætisráðnerra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.