Morgunblaðið - 30.04.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1958, Blaðsíða 2
2 MORCVVP.T 4Ð1Ð Miðvik’udagyr 30. april 1958 24 listamenn hljóti Frumvarp G u n n a r s Thoroddsen föst aun FRAM er komið á Alþingi frumv. til laga um listamannalaun. Er það flutt af Gunnari Thoroddsen. 1. umr. um frumv. fór fram í gær. Frumvarpið er á þessa leið: 1. gr.) Veita skal tiltekinm tölu viðurkenndra listamanna iöst listamannalaun eftir lögum bess- um. 2. gr.) Sex mönnum skal veita 20 þús. kr. árslaun. Sameinað Alþingi ákveður með skriflegri atkvæðagreiðslu og umræðulaust, hverjir þessara launa skulí njóta. 3. gr.) Sex mönnum skal veita 15 þús. kr. árslaun, tólf mönnum 12 þús. kr. árslaun og tólf mönn- um 8 þús. kr. árslaun. Mennta- málaráðherra ákveður, hverjir þessara launa skuli njóta, eftir tilnefningu samkvæmt 4. gr. Engum má veita laun eftir þess ari grein, sem yngri er að árum en fertugur. 4. gr.) Heimspekideild háskól- ans, eða fimm menn, sem hún velur til, og menntamálaráð, hvor aðili í sínu lagi, skulu gera til- lögur til ráðherra um það, hverj- um veita skuli listamannalaun eftir 3. gr. Skal hvor aðili gera í fyrsta sinn tiilögu um fulla tölu manna í hverm launaflokk. En síðan skal hvor aðili tilnefna tvo menn til hverra listamannalauna, sem laus verða til veitingar. Sækja má um listamannalaun, einnig fyrir hönd annars manns. En tilnefna skal menn til laun- anna og veita þau án tillits til þess, hvort umsókn hefur komið fram eða ekki. 5. gr.) Meta skal þetta við veit- ing listamannalauna eftir 3. gr. og hafa hliðsjón af, að öðru jöfnu: a) hversu arðbær sú listgrein er almennt, sem maður leggur stund á. b) hvort maður gegnir föstu starfi og hversu vel launuðu, c) hvort maður hefur eftir- launarétt, d) hvort maður hefur verulegar tekjur af eignum eða fjárafla utan sinnar listgreinar. 6. gr.) Veiting listamannalauna skal fylgja sami réttur og veiting embættis, eftir því sem við getur átt, en án aldurshámarks og án eftirlauna til maka, enda grciðist ekki lífeyrissjóðsgjald af lista- mannalaunum. — Ráðherra getur svipt mann listamannalaunum, sem veitt eru eftir 3. gr., ef mað- urinn gerist sekur um áfbrot eða mjög vítavert framferði. 7. gr.) Listamannalaun eftir 3. gr. skulu falla til veitingar á ný, ef svo verður: a) að maður hverfur úr landi, nema til þess sé að geta betur stundað list sína í íslenzka þágu, og metur ráðherra það, b) að maður tekur við föstu starfi með árslaunum, sem svara VIII. launaflokki opinberra starfs manna eða meira. — Þó má til- nefna mann til hinna sömu lista- mannalauna eða annarra og veita honum á ný. 8. sr.) Listamannalaun skal greiða hverju sinni með sómu uppbót eftir vísitölu og laun opin berra starfsmanna. Verði almenn hlutfallshækkun gerð á launum opinberra starfsmanna skal fara eins um listamannalaun. 9. gr.) Veita skal, auk fastra listamannalauna, eigi minna en 650 þús. kr. á ári til úthlutunar handa þeim listamönnum, sem ekki njóta fastra listamanna- launa. Um þetta fé gilda ákvæði 8. gr. um uppbót eftir vísitöiu. Það fé, sem listamanni er veitt til utanfarar eða sem sérstök við- urkenning fyrir tilgreint lista- verk, eitt eða fleiri, skal vera skattfrálst. 10. gr.) Listamannafé, sem veitt er samkvæmt 9. gr. til úthlutunar árlega, skal úthlutað af þing- kjörinni nefnd, eftir nánari á- kvæðum í fjárlögum, en að fengn um tillögum menntamálaráðs og fimm manna nefndar, kosinnar af fulltrúaráði Bandalags ís- lenzkra listamanna, og geri hvor aðili í sínu lagi rökstuddar til- lögur til úthlutunarnefndar. 11. gr.) Lög þessi öðlast gildi 1. október 1958. Á þingfundinum i gær fylgdi flutningsmaður frumv. úr hlaði. Hann kvað það að mestu sam- hljóða frumv., sem hann flutti fyrir 2 árum. Tilgangur frumv. er tvíþættur, sagði ræðumaður: Annars vegar sá að fá meiri festu en verið hefur um hríð í úthlut- un listamannalauna, — hins veg- ar sá að hækka heildarupphæð launanna, en hún hefir farið hlut fallslega iækkandi siðustu ára- tugi. Þá rakti Gunnar Thoroddsep frumv. og skýrði ákvæði þess. Hann minnti á, að fyrir allmörg- um árum tíðkaðist að taka fjár- veitingar til viðurkenndustu listamanna þjóðarinnar á 18. gr. fjárlaga og líta á það sem nokk- uð föst framlög. Frá þvi var horf- ið, og vakti það óánægju lista- manna. Þá gat hanm þess einnig, að í þessu frumv. fælist það, sem ekki var í frumv. frá 1956, að gert er ráð fyrir 650 þús. kr. f jár veitingu til þeirra, sem ekki njóta fastra listamar.nalauna. Ræðumaður sagði, að nú rynni 1.200.000 kr. til listamanna- styrkja. Sé miðað við árið 1931 og heildarupphæð 14. og 15. gr. fjár laga, en þær fjalla báðar um menningarmál, ætti upphæðin nú að vera um 5 millj. kr. í þessu frumv. er hins vegar lagt til, að hún verði 2.013.000 kr. Að lokum gat Gunnar Thor- oddsen þess, að nefndir hefðu unnið að því á undanförnum ár- um að finna lausn á þessu máli, síðast 1956. Hann kvað sitt frum- varp upphaflega samið og flutt að tilhlutan stjórnar Rithöfunda félags íslands. Höfundur þess var þáverandi ritari þess félags, Helgi Hjörvar. Þá sagðist hann að sálfsögðu vera til viðræðna og um endurbætur á þessu frum- varpi. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála ráðherra tók næst til máls. Hann kvaðst hafa skipað 9 manna nefnd 1956 til að gera tillögur um þessi efni. Hún varð sammála og lagði til, að listamannalaun yrðu veitt í þremur flokkum: 20, 15 og 10 þús. kr. á ári. Kosið skyldi eftir vissum reglum 12 manna listráð. Þar skyldu menn eiga sæti ævilangt og einir taka laun í hæsta flokki. Launum skv. 2. og 3. flokki skyldi árlega úthlutað af 5 manna nefnd, en þó var svo fyrir mælt, að listamenn, sem 5 ár í röð eða 8 sinnum alls hefðu hlot- ið laun skv. 2. flokki, fengju þar eftir föst laun. Sérstakt 12 manna kjörráð átti skv. tillögunum að velja menn í listráð, en kjörráðið átti að vera skipað af menntamálaráðherra, háskólaráði og menntamálaráði. Nefndin, sem úthluta skyldi laun um í 2. og 3. flokki, skyldi valin til 3 ára af ráðherra, heimspekí- deild háskólans, listráði (1 frá hverjum aðila) og menntamála- ráði, er skyldi tilnefna 2 menn. Menntamálaráðherra sagði, að um frumvarp þetta hefði verið rætt við ýmsa aðila og þá komið fram óánægja, einkum vegna þess, að gert var ráð fyrir, að listamönnum, er launa skyldu njóta, fækkaði úr um 100 í 60. Nú hefur ráðuneytið samið ann- að frumv., sem ekki hafa fengizt álitsgerðir um frá þeim aðilum, er rétt þykir að bera það undir. Þegar það er orðið, sem mennta- málaráðherra kvað væntanlega verða fyrir haustið, yrði málið lagt fyrir þingið. í þessu frumv. ráðuneytisins er gert ráð fyrir, að 10 menn séu í listráði og njóti 35.000 kr. árlegra heiðurslauna. Auk þess séu 3 flokkar lista- mannalauna (20, 12 og-6 þús. kr.) A.m.k. 25 listamenn fái 20 þús. kr laun. Greidd verði vítitöluuppbót og launin verði skattfrjáls. Gunnar Thoroddsen kvaðst ekki hafa viljað bíða lengur með að leggja fram frumv. sitt, þar sem ekkert hefði komið fram á þingi lengi um þessi mál og al- gers samkomulags gæti orðið langt að bíða. Sjálfstœðismenn vilja að tffirlif með ríkisrekstr- inum sé raunhœft Stjórnarfrumv. um „ráðstafan- ir til að draga úr kostnaði við rekstur ríkisins“ var til 3. umr. í neðri deild Alþingis í gær. Jóhann Hafstein tók fyrstur til máls. Hann minnti á, að við 2. umr. voru breytingatillögur Sjálf stæðismanna felldar og taldi frumv. í núverandi mynd sinni gagnslaust. Kvaðst hann því greiða atkvæði gegn því. — Magnús Jónsson sagði, að til- gangur stjórnarinnar með frumv. virtist helzt vera sá að geta sagt almenningi, að samþykkt hefði verið á Alþingi frumv. til að ráða bót á því ástandi, sem nú ríkir í fjárstjórninni og almenningur vill ekki sætta sig við. Hins veg- ar væri það fram komið, að frumv. væri aðeins sýndarmál og til þess fallið að draga úr eftir- liti, sem fjármálaráðuneytinu væri með núgildandi lögum ætl- að að hafa á hendi. Magnús kvaðst síðan enn vilja freista þess að fá fram leiðrétt- ingar. Bar hann því fram tvær breytingatillögur. Önnur var þess efnis, að sú þriggja manna eftirlitsnefnd, sem um er rætt í frumv., skyldi skipuð tveimur mönnum tilnefndum af fjárveit- inganefnd Alþingis auk ráðuneyt isstjórans í fjármálaráðuneytinu. í frumv. er nú gert ráð fyrir, að nefndina skipi ráðuneytisstjórinn einn maður tilnefndur af fjár- veitinganefnd og einn tilnefndur af ríkisstjórninni í heild. Magnús benti á, að ekki ætti vel við, að framkvæmdavaldið hefði meiri- hluta í nefnd, sem veita ætti sjálfu því aðhald. Þá lagði Magnús til, að tillög- ur nefndarinnar yrðu bindandi fyrir ráðherra, ef hún er sam- mála um þær. f frumv. er nú gert ráð fyrir, að þær séu ekki bindandi. Eftir þetta urðu allmiklar um- ræður og tóku til máls, auk Jó- hanns og Magnúsar, þeir Jón Pálmason. Skúli Guðmundsson og Ólafur Björnsson. M.a. var nokkuð rætt um launagreiðslur til nefndarinnar. Jóhann Haf- stein kvaðst skilja Skúla Guð- mundsson svo, að hann vildi, að nefndin væri ólaunuð, og bar fram breytingatillögu til að fá á- kvæði um það í lögin. Skúli kvað orð sín ekki rétt skilin og lagðist gegn öllum breytingatillögunum. Að umræðunni lokinni var at- kvæðagreiðslu frestað. „ Hærra gjold í hlutatryggingarsjóð FRUMV. um hlutatryggingasjóð var til 3. umr. í neðri deild Al- þingis í gær. Efni þess er það, að úr sjóðnum verði hér eftir greitt vegna síldveiða með rek- netjum, og hefur áður verið sagt hér í blaðmu frá frumv. og um- ræðum um það. Sjávarútvegs- nefnd neðri deildar lagði til í gær að gjald það, sem greiða á af út- Verzlunardeild Verzlun- arskólans slitið í gœr í GÆR var verzlunardeild Verzl- unarskóla íslands slitið við hátíð- lega athöfn í Austurbæjarskólan- um að kennurum og nemendum viðstöddum. Skólastjórinn dr. Jón Gíslason sagði frá skólastarf- inu á liðnum vetri. Alls voru 340 nemendur skráðir, 294 í verzlun- ardeild og 46 í lærdómsdeild. Voru bekkjardeildir 14, allir bekkir í verzlunardeild þrískipt- ir og tvær bekkjardeildir í lær- dómsdeild. Því næst sagði skólastjóri frá endurbótum þeim, sem gerðar voru á skólahúsinu í fyrrasumar. Var þakinu á vesturhlið skóla- hússins lyft, svo að kennslustofur 5. og 6. bekkjar urðu mun rúm- betri. Vorprófum í verzlunardeild lauk 27. apríl. Alls gengu 364 nemendur undir árspróf. Úr þeim hópi voru 26 utanskóla. Burt- fararprófi í verzlunardeild luku 70 nemendur. Hlutu tveir þeirra fyrstu ágætiseinkunn, 38 fyrstu einkunn og 30 aðra einkunn. Hæstu einkunn á verzlunarprófi og jafnframt í skólanum hlaut Ragnheiður Briem, 7,69 miðað við örstedeinkunnastiga. Næst- hæstur var Árni B. Sveinsson og hlaut hann 7,51. Námsverðlaun voru veitt þeim nemendum, er sköruðu fram úr. Að lokum beindi skólastjórinn sérstaklega orðum sínum til brautskráðra nemenda, afhenti þeim prófskírteini, árnaði þeim heilla og sagði skólanum slitið. Fulltrúi nemenda, er braut- skráðust úr skólanum fyrir 5 ár- um, flutti ávarp við skólaupp- sögnina og færði skólanum að gjöf frá þessum árgangi nemenda Ensku alfræðiorðabókina, nýj- ustu útgáfu. Skólastjórinn þakk- aði þessa góðu gjöf. í gærkvöldi var haldin árs- hátíð Nemendasambands Verzl- unarskólans í Þjóðleikhúskjallar- anum. Þess skal getið, að loka- fagnaður verzlunarskólanemenda verður í Breiðfirðingabúð í kvöld og er haldinn á vegum 4. bekkj- ar. Lokunarfími skrifsfofa og sölubúða 1. maí BLAÐINU barst í gær eftirfar- andi tilkynning um lokunartíma sölubúða og skrifstofa 1. maí: 1 kjarasamningi Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur við undirrituð samtök eru engin sér- ákvæði um að loka skuli skrif- stofum og sölubúðum 1. maí. Hins vegar hefur það viðgeng- izt að skrifstofum og sölubúðum væri lokað frá hádegi þann dag og sjáum vér ekki ástæðu til breytinga í því efni, enda hefur verzlunarfólk sinn sérstaka frí dag. Félag íslenzkra iðnrekenda, Félag islenzkra stórkaupmanna, Samband smásöluverzlana, Verzlunarráð íslands, Vinnuveitendasamband Islands. Leiklistarmál rædd í Lisfamannaklúbbnum 1 KVÖLD er Listamannaklúbbur- inn opinn í baðstofu Naustsins. Umræðuefni verður: „Leiklist og leikdómarar", og málshefjendur eru Sigurður Grímsson og Har- aldur Björnsson. Umræður hefjast klukkan 10 stundvíslega og standa yfir leng- ur en venjulega, þar sem sumir leikarar geta ekki mætt fyrr en eftir leiksýningu. flutningsverðmæti síldarafurða 1 sjóðinn, yrði hækkað úr y2% í %%. Mælti Karl Guðjónsson fyr- ir tillögunni og minnti á, að síld- veiðideild sjóðsins væri nú í skuld við almennu deildina. Á sL sumri hefðu verið fluttar út síld- arafurðir fyrir um 200 millj. kr., svo að gjaldið af þeim hefði num ið 1 millj. Á móti hefði ríkið lagt jafnháa upphæð. Hins vegar hefðu útgjöld deildarinnar orðið 3.6 millj. kr., ef hlutatrygging hefði verið veitt út á reknetja- veiðar. Væri því þörf fyrir hækk unina. Jón Pálmason gagnrýndi hækk unina og kvaðst ekki telja nein opinber gjöld fráleitari eri þau, sem lögð eru á útflutninginn. Sigurður Ágústsson mælti hins vegar eindregið með breytinga- tillögunni. — Umræðunni var lokið, en atkvæðagreiðslu var frestað. Crasvöllur í stað malarvallar AKRANESI, 29. apríl — Nú er unnið að því að gera gamla íþróttavöllinn, sem er malarvöll- ur, að grasvelli. Er verið að aka ofan í hann mold, og á síðan að þekja hann. Samtímis er byrjað á að gera nýjan íþróttavöll. Verð- ur það malarvöllur, sem nota á til æfisga, því að ekki má æfa á grasvellinum, meðan hann er að gróa uþp. Knattspyrnumennirnir verða því að æfa sig annars stað- ar, og í kvöld voru þeir að æfing- um á grasvellinum við Barnaskól- m. — Oddur. Myndlistarsýning Ásgerðar Ester Búadóttur og Benedikts Gunnarssonar hefir nú staðið yfir um skeið í Sýningarsaln- um við Ingólfsstræti. Aðsókn hefir verið góð. Síðasti dagur sýningarinnar er í dag. — Myndin sýnir myndvefnað, „Fugl“, eftir ÁsgerðL Fallast á skilyrði FRÁ París bárust þær fregnir í gærkvöldi, að Vesturveldin mundu fallast á skilyrði þau, sem Rússar hafa sett um undirbún- ingsviðræður fyrir ríkisleiðtoga- | fund. Sem kunnugt er, eru skil- yrði Rússa fólgin í því, að Gromyko vill ræða við sendi herra Vesturveldanna í Moskvu Samvinnulaga- frumv. til 3. umr. Á FUNDI neðri deildar Alþingis í gær fór fram atkvæðagreiðsla eftir 2. umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögunum um samvinnufélög, en frá umræðunni sjálfri var sagt í blaðinu í gær. 1. grein frum- varpsins var samþykkt með 19 atkvæðum gegn 10 að viðhöfðu nafnakalli (stjórnarliðar með, Sjálfstæðismenn á móti) og frum hvern um sig um undirbúning varpið síðan afgreitt til 3. um- fundarins. ' ræðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.