Morgunblaðið - 30.04.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. apríl 1958 M ORCIJISBL AÐIÐ 3 Eðvarð Sigurðsson, varaforseti A. S. I., segir: „Verðstöðvunarstefnu ríkis- stjórnarinnar lokið” Umræður á fundi Dagsbrúnar i fyrrakvöld SVO sem frá var skýrt hér í blað- inu í gær, var haldinn fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún í fyrrakvöld, þar sem tekin var ákvörðun um uppsögn gildandi samninga við atvinnuveitendur. Fundurinn var mjög fjölmennur og urðu á honum miklar umræð- ur og kom fram hörð gagnrýni á stjórn Ðagsbrúnar vegna þess hve seint umræðurnar um þetta mikiivæga mál hæfust, svo og, að Dagsbrúnarstjórn skyldi láta viðgangast að ríkisstjórnin gengi svo gjörsamlega, sem raun ber vitni um, fram hjá loforðum sínum um að hafa launþegasamtökin með í ráo um um nýjar tillögur í efnahags- málum þjóðarinnar. Ilannes Stephensen, formaður Dagsbrúnar, setti fundinn og ræddi nokkuð félagsmál áður en umræður hófust um uppsögn samninga. Sagði hann m. a. að í vetur hefði oft verið rætt um bókasafn það, sem ekkja Héðins Valdimarssonar gaf félaginu á ' ára afmæli þess. Hefði mönnum þótt það mikil seinagangur að ekki skyldi vera búið að koma safninu fyrir þannig, að félags- menn ættu aðgang að því. Nú væri þó svo komið, að fengist hefði leigt gott húsnæði í félags- heimili múrara og rafvirkja, og myndi þar jafntramt verða lítill salur til fræðslustarfsemi og smærri félagsfunda. Kom það aug 1 ljóslega fram að mál þetta, sem j legið hefur í salti hjá stjórn Dags ! brúnar nú um nokkurra ára bil, Óþurrkalánin verði gefin eftir Tillaga Sjálfstæðismanna 1 fjárveitinganefnd FJÁBVEITINGANEFND Alþing- is hefir nú skilað áliti um þings- ályktunartillögu Ingólfs Jónsson- ar og Sigurðar Ó. Ólafssonar um eftirgjöf lána, sem veitt voru vegna óþurrka og harðinda. Stjórnarliðar í nefndinni vilja láta afgreiða hana með rök- studdri dagskrá, en Sjálfstæðis- mennirnir samþykkja hana. Bök- styðja þeir álit sitt í ýtarlegri álitsgerð, sem fer hér á eftir: Eitt á yfir alla að ganga „Tillaga sú, sem hér um ræð- ir er flutt af þeim Ingólfi Jóns- syni, 1. þm. Rang., og Sigurði Ó. Ólafssyni, 2. þm. Árn. Var henni á öndverðu þessu þingi vísað til fjárveitinganefndar. Er xáð fyrir því gert í tillögunni, að Alþingi feli ríkisstjórninni að gera ráðstafanir til þess, að gef- in verði eftir að fullu 10 % millj. kr. lán vegna óþurrkanna á Suð- ur- og Suðvesturlandi árið 1955 og enn fremur allt að 3 millj. kr. lán vegna harðinda og óþurrka 1949—50 á Austur- og Norðaust- urlandi. Það tókst ekki að fá samstöðu um afgreiðslu tillögu þessarar í nefndinni. Meiri hlutinn, stuðn- ingslið ríkisstjórnarinnar, lagð- ist gegn samþykkt hennar og vildi vísa henni frá, en við undirrit- aðir lögðum hins vegar til, að hún yrði samþykkt. Tillaga um þetta efni var einnig flutt á þinginu 1956 og þá sem nú vísað til fjárveitinga- nefndar. Afstaða okkar undirrit- aðra var þá sú í fjárveitinga- nefnd, að við lögðum til, að óþurrkalánin á Suður- og Suð- vesturlandi, IOV2 millj. kr., og óþurrka- og harðindalánin á Austur- og Norðausturlandi, 8,3 millj. kr., yrðu öll að fullu eftir gefin. En um þetta vorum við ofurliði bornir í nefndinni af meiri hluta hennar, stjórnar- stuðningsliðinu. Það tók aftur á móti upp á sína arma tillögur ríkisstjórnarinnar um, hver ráð- stöfun skyldi hér vera á höfð. En sú ráðstöfun var á þann veg, að tekin væri upp í 22. gr. fjárlaga fyrir árið 1957 heimild handa ríkisstjórninni til þess að gefa eftir að fullu 5,3 millj. kr. af harðærisláni til bænda á Austur- og Norðausturlandi, eins og við höfðum lagt til, en afhenda Bjarg ráðasjóði íslands til eignar 10% millj. kr. óþurrkalánin til bænda á Suður- og Suðvesturlandi og 3 millj. kr. af óþurrka- og harðinda lánum bændanna á Austur- og Norðausturlandi. Það skilyrði fylgdi afhendingu lánanna, að lagt er í vald stjórnar Bjarg- ráðasjóðs að veita lántakendum ívilnanir um greiðslu vaxta og afborgana og að lækka eða fella niður vexti, lengja lánstíma eða gefa þau, eftir að einhverju eða öllu leyti, allt eftir mati og áliti stjórnar Bjargráðasjóðs að feng- inni umsögn sveitarstjórna. Þess- ari ráðstöfun vorum við andvíg- ir, eins og fyrr segir. Vildum við að eitt og hið sama væri látið yfir alla ganga, er hér áttu hlut að máli, að lán þessi væra að fullu eftir gefin, eins og gert var um meiri hluta lánanna til bænda á Austur- og Norðaustur- landi. Við litum svo á, að það hallærisástand, sem leiddi til þess stuðnings af hálfu þess opinbera, sem í lánum þessum felst, væri þess eðlis, að því væri mætt með nokkrum opinberum, beinum stuðningi, svo mjög sem af þess- um sökum var teflt í tvísýnu um afkomu og framtið bændastétt- arinnar á þeim svæðum, sem þessi geigvænlega óáran gekk yfir, og fram kom í mikilli afurða rýrnun, bústofnsskerðingu og margs konar stórfelldum tilkostn- aði, sem menn neyddust til að leggja í og stynja enn undir, til þess að hamla á móti varanleg- um samdrætti og hrörnun í fram- leiðslunni. Álit bændasamtakanna 1955 Það má benda á það, hve for- ustumenn bændasamtakanng litu alvarlegum augum á ástand það, sem leiddi af óþurrkunum á Suð- ur- og Suðvesturlandi sumarið 1955. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda, sem haldinn var í Bifröst í Borgarfirði, 5. sept., voru sam- þykktar áskoranir á ríkisstjórn- .ina um margháttaðar ráðstafanir, sem miðuðu að því að afstýra þeim vandræðum, sem af óþurrk- unum leiddi. Einn liður þeirra til- lagna var, að ríkissjóður greiddi niður fóðurbæti á óþurrkasvæð- unum um þriðjung útsöluverðs, og væri miðað við kjarnfóður- gjöf, sem næmi 800 kg á kú og 18 kg á hverja ásetta sauðkind; jafnframt skyldi ríkisstjórnin hlutast til um það, að bændur á óþurrkasvæðinu ættu kost á hag- kvæmum lánum til fóðurbætis- kaupa, er nemi þriðjungi útsölu- verðs. Þetta er aðeins einn liður þeirra mörgu tillagna, sem þarna voru samþykktar og að því lutu að bægja vá frá dyrum bænda á þessu svæði. Allar voru tillögur þessar samþykktar með sam- hljóða atkvæðum. Að lokum var skorað á stjórn Stéttarsambands bænda og stjórn Búnaðarfélags íslands að fylgja þessu máli eftir við ríkisstjórnina. Stjórnir Búnaðarfélags fslands og Stéttarsambands bænda létu engan veginn sitt eftir liggja til að sýna viðleitni til þess að sinna þeirri þörf, sem hér var fyrir hendi, og árétta þessar samþykkt- ir. Höfðu stjórnir þessara félaga fyrr um sumarið þegar sýnt var, að hverju dró, ritað ríkisstjórn- inni um málið og bent á nauðsyn þess, að hér yrði hlaupið undir bagga. Eftir fundinn, eða 20. sept., rituðu stjórnir Búnaðarfélags ís- lands og Stéttarsambands bænda ríkisstjórninni sameiginlega bréf um málið. í einu þessara bréfa er svo að orði komizt: „í framhaldi af bréfum, sem stjórnir Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda hafa rit- að ríkisstjórninni að undanförnu varðandi ráðstafanir til úrbóta á óþurrkasvæðinu, og samþykkt- um, sem gerðar voru á nýafstöðn- um aðalfundi Stéttarsambands bænda, viljum við undirritaðir enn á ný beina því til ríkisstjórn- arinnar og leggja á það áherzlu, að hún geri sitt ýtrasta til þess að mæta þeim óskum, sem í bréf- um þessum og samþykktum fel- ast“. Eru þessi atriði svo nánar til- greind, og einn liður þeirra, sem lögð er mikil áherzla á, er, að fóðurbætirinn verði greiddur nið- ur í samræmi við tillögur fund- ar Stéttarsambandsins um það efni, þó þannig, að fóðurbætis- magn sé miðað við þá tölu af mjólkurkúm og ám, sem forða- gæzlumenn á hverjum stað sam- þykltja að sett verði á vetur. Er síðar í bréfinu að því vikið, að stuðningi til viðnáms þessari vá sé beint að því sérstaklega að koma í veg fyrir, að hópur bænda flosni upp af jörðum sínum og að eigi þurfi að dragast mikið saman framboð á mjólkurmark- aðinum innanlands, sem bændum á þessum svæðum hefur á und- anförnum árum tekizt að leggja grundvöll að. Mikinn samdrátt í mjólkursölunni á þessu og næsta ári mundi taka langan tíma að vinna upp aftur. Eins og af þessu sést, var aðal- áherzlan á það lögð, að fóður- bætirinn yrði greiddur niður og þá út frá því gengið, að sú nið- urgreiðsla gengi jafnt til allra án skilgreiningar á efnahags- aðstæðum hvers og eins. Það var litið svo á, að hér væri um að ræða ráðstafanir, sem alþjóðar- nauðsyn krefði að gerðar væru, eins og á stóð. Um þetta atriði voru stjórnir fyrrnefndra bænda- samtaka, þegar til kastanna kom, ofurliði bornar, en í þess stað farið mpð málið inn á lánagrund- völlinn. Sýnt er, að ef tillögur stéttar- sambandsfundarins og stjórnar Búnaðarfélags íslands og Stéttar- sambands bænda um niður- greiðslu á fóðurbætinum hefðu náð fram að ganga, hefði það numið mun meiri fjárhæð úr ríkissjóði en lánsupphæð sú, sem sem og fleiri hagsmunamál fé- lagsins, sá nú dagsins ljós vegna ákveðinnar eftirgangssemi ■st.uðn íngsmanna B-listans í Dagsbrún um að stjórn félagsins sofi ekki jengur á hinum ýmsu hagsmuna málum félagsmanna. Að spjalli Hannesar loknu ræddi Guðm. (Jaki) Guðmunds- son um byggingu verkamanna- húss við höfnina. Kvað hann það mætti vera verkamönnum — og þá sérstaklega hafnarverka- mönnum — mikið ánægjuefni að bygging þessa húss skyldi nú vera hafin og vonandi að henni yrði sem fyrst lokið. Kvað hann vera hið bezta samkomulag milli fulltrúa verkamanna og þeirra sem með byggingu hússins hafa að gera og bæjaryfirvöldin tækju fyllsta tillit til óska og tillagna verkamanna, bygging- unni viðkomandi. Eðvarð Sigurðsson tók næstur til máls og ræddi um uppsögn samninganna. Hóf hann mál sitt Framh. á bls. 8 við leggjum til að gefin verði að fullu eftir, en hún vex meiri hluta fjárveitinganefndar og sennilega stjórnarliðinu öllu svo í augum, að við það. er ekki komandi. Linkind og ívilnanir Ekki er vitað, hvernig stjórn Bjargráðasjóðs hyggst fara að um innheimtu þessa fjár, að öðru leyti en því, að á síðastliðnu hausti sendi hún út kröfu um það til hvers lántakanda, að hann greiddi lánið samkvæmt ákvæð- um skuldabréfs. Einnig var brýnt \ fyrir oddvitum, því að krafizt var í öndverðu hreppsábyrgðar, hvað til þeirra friðar heyrði, ef út af bæri um skilin. Það virðist, eins, og málum nú er komið, að andstæðingar fullr- ar eftirgjafar þessara hallæris- lána í fjárveitinganefnd leggi nokkuð upp úr því, að stjórn Bjargráðasjóðs veiti skiuldunaut- um nokkra linkind og ívilnanir, gangi ekki hart eftir í innheimt- unni. Það er engu líkara en að hlaupið hafi býsna mikill vöxtur í viðkvæmnina fyrir þessum skuldunautum Bjargráðasjóðs, — en það lýsir nokkurri vefeng- ingu á réttmæti innheimtu lána þessara. Og þessi viðkvæmni hafði færzt það í aukana, að meiri hlutinn hafði orð á því í nefndinni, að stjórn Bjargráðasjóðs bæri ekki einast að sýna nærgætni, heldur fyllstu nærgætni í innheimtunni við hið skulduga fólk. Þetta er vissulega falleg hugsun og lofs- verð. Erfitt hlutverk En hitt verður ekki með sama sanni sagt, að þeir, sem að ráð- stöfuninni á þessum lánum i hendur stjórnar Bjargráðasjóðs standa, hafi sýnt hreppsnefndun- um hlutfallslega nærgætni. Þeim verður óefað allmikill vandi á höndum, þegar þær eiga að fara að aðgreina hreppsbúa, hverjir stiu verðugir eftirgjafar og hverj- ir ekki, og þá er hitt ekki brota- minna, þegar til þess kemur að ákveða verðleika hvers eins til minni .háttar ívilnana. En erfiðast og torleystast mun þó það hlutverk reynast, sem fellur í skaut stjórnar Bjargráða- sjóðs, að eiga að lokum að kveða upp dóma, er ráði úrslitum um það, hvernig skuli að skuldunaut- unum búið. Eigi þarf að efa góð- an ásetning og réttdæmi stjórnar Bjargráðasjóðs. En hér verður við að etja þann glundroða, sem aug- Ijós hætta er á að leiði til handa- hófsniðmrstöðu og misréttis. Og ef niðurstaðan af þessu öllu sam- an yrði nú sú, að hin fyllsta nær- gætni stjórnar Bjargráðasjóðs gagnvart lántakendum í inn- heimtu lánanna leiddi til þess, sem langlíklegast er, að megin- hluti lánanna innheimtist ekki, og það, sem Bjargráðasjóður hefði upp úr krafsinu, gerði ekki betur en standa undir kostnaði BTh a tis. 19. STAKSTEI^AR Höfðinu barið við steininn Tíminn skrifar í gær forystu- grein um skattfríðindi samvinnu félaganna og er þar allt á sömu bók lært eins og áður hjá Tíman- um um þau efni. Blaðið hefur að jafnaði haldið því fram, þeg- ar minnzt hefur verið á skatt- fríðindi samvinnufélaganna, að þau friðindi séu alls ekki fyrir hendi. Tíminn hefur sí og æ barið höfðinu við steininn og sagt, klippt og skorið, að samvinnufé- lögin hefðu engin fríðindi og allt tal um að þau hefðu eina eða aðra sérstöðu hvað varðaði greiðslu skatta og útsvara væri alger ósannindi og uppspuni frá rótum. Nú heldur Tíminn þessu áfram og segir að með frumvarpi Eysteins JÓJissonar um breyt- ingu á samvinnulögunum og frumvarpinu um breytingar á lögunum um tekju og eignaskatt eigi að gera samvinnufélögin og annan einkarekstur jafnan í þessu efni. Sannleikurinn er hins vegar sá, að með frumvarpi Eysteins til breytingar á. sam- vi nulögunum er opnuð leið til þess að þessi rekstur verði nær alveg skattfrjáls til ríkisins. „Ekki skattamál“ I Það var í þessum sama anda Tímans, þegar Gísli Guðmunds- son, þingmaður Norður-Þingey- inga lýsti því yfir á þingfundi í fyrradag að frumvarpið, sem opnar samvinnufélögunum leið til algers skattfrelsis til ríkisins væri, eins og hann orðaði það, „ekki skattamár*! Þarna er um að ræða alveg nákvæmlega sömu aðferðina, eins og hjá Tímanum, að berja höfðinu við steininn, og neita öllum staðreyndum í sam- bandi við þær reglur, sem gilda um skattgreiðslur samvinnufé- laga. Frumvörp þessu viðvíkj- andi eru ekki skattamál og yfir- leitt vilja þeir menn sem eru í fararbroddi um skattfriðindi eða skattfrelsi samvinnufélaga láta líta svo út sem það mál sé alls ekki til. Breyttar aðstæðw Það hefur margoft verið á það bent, að þcgar samvinnulögin voru sett 1921 og skattfrelsi sam- vinnufélaganna lögfest, þá átti rekstur þeirra í vök að verjast eftir verðfallið eftir styrjöldina fyrri. Engum datt þá í hug, að samvinnureksturiíin mundi fara út á svo fjarskyld svið, eins og orðið hefur raun á, þar sem hann nú teygir sig inn í flestar at- vinnugreinar landsmanna, nema stórútgerð. En þegar skattfríð- ir.di voru samþykkt voru verk- efni samvinnufélaganna miklu þrengri. Hvort sem þessi út- þensla er ‘eðlileg eða óeðlileg þróun, þá er hún staðreynd og það er einnig staðreynd að skatta byrðin á landsmönnum og fyrir tækjum þeirra er mjög þung og þess vegna í hæsta máta óeðli- legt, svo ekki sé kveðið sterkara að orði, að svo umfangsmikill og auðugur rekstur sé nær því skattfrjáls á sama tíma sem ein- staklingar og rekstur þeirra stynur undir hinum miklu skatta byrðum til hins opinbera. Hér er verið að gera íslendinga ójafna fyrir lögunum, á hion frekleg asta hátt. Sam vinnureksturinn á vitaskuld að bera allar sanngjarnar og eðli legar byrðar af gjöldum til hins opinbera á borð við aðrar lands- menj og rekstur þeirra. Annað er fullkomin óhæfa. Þetta mái þarf vitaskuld allt að athuga og skoða vel, en það er sízt í hinum rétta anda að berja höfðinu við steininn og neita augljósum stað- reyndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.