Morgunblaðið - 30.04.1958, Page 8

Morgunblaðið - 30.04.1958, Page 8
8 MORGLNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. apríl 1958 — Verðstöðvunar- stefna Framh. af bls. 3 á því, að skýra frá því að lokið væri útreikningi á nýjum vísitölu grundvelli, en stjórn félagsins hefði ekki enn borizt hann í hendur, en þegar svo yrði myndi hann verða ra;ddur á fundi í fé- laginu. Eðvarð kvað nauðsynlegt fyr- ir verkamenn að segja upp samn ingum m. a. vegna ýmissa smá lagfæringa og ekki sízt til þess að ná sjálfstæðari samningum fyr ir ýmsar starfsgreinar og starfs- hópa á félagssvæðinu. Ekki skýrði ritarinn að öðru leyti frá því í hverju þessar lagfæringar fælust. Taldi hann óvissu mikla ríkja í efnahagsmálum þjóðar- innar og von á nýjum álögum, sem hafa myndu í för með sér rýrnandi kjör verkamanna, þess vegna væri ekki rétt að haía samninga bundna. Með þessari samningsuppsögn Dagsbrúnar, er verðstöðvunar stefnu ríkisstjörnarinnar lok- ið, sagði Eðvarð. Og þar með mun allt verðlag hækka og það sama er að segja um vísi- töluna. Hann vildi ekki að svo stöddu leggja neinn dóm a það hvort rétt væri að færa fram nokkrar kaupkröfur, en það væri staðreynd að kaup verka manna væri of lágt. Lagði hann að lokum fram tillögu frá stjórn og trúnaðarráði um að gildandi samningum verðij sagt upp frá 1. júni að telja. I Jón Vigfússon gagnrýndi harð' lega vinnubrögð félagsstjórnar i og það sleifarlag að ekki skyldi | fyrir löngu hafa verið sagt, upp i samningum. Jóhann Sigurðsson hóf mál! sitt á því, að fagna byggingu verkamannahússins, og kvað það vonandi að ekki yrðu neinar taf- ir á þeim framkvæmdum. Hann benti á, að gefnu tilefni í ræðu Guðmundar J. að ekki væri nóg að hella tillögum og samþykkt- um yfir bæjarstjórn Keykjavík- ur, ef um tafir yrði að ræða, þar sem reynslan hefði sýnt í sam- bandi við byggingu hliðstæðra húsa, að tafir við byggingu þeirra stöfuðu venjulegast af því, að ekki fengjust tilskilin fjárfest- ingarleyfi. Hann rakti þróun efnahags- málanna í tíð núverandi ríkis- stjórnar og benti á hve mjóg kjör launþega hefðu rýrnað á þeim tíma. Benti hann á að E5- varð Sigurðsson hefði í ræöu sinni tileinkað sér í meginatrið- Ei heppnin er með, getið þér hreppt farseðla til útlanda í happdrættisláni Flugfélagsins. Happdrættisskuldabréiin kosta aðeins 100 krénur sem endurgreiðast eftir 6 ár með vöxtum og vaxtavöxtum auk þess sem þér eigið vinningsvon fljlqn tímrrnri um sama rökstuðning fyrir upp- sögn samninganna og hann Jó- hann, hefði gert á Dagsbrúnar- fundi 28. apríl fyrir ári siðan, þegar rætt var um uppsögn samn inganna. Þá benti Jóhann einnig á það, að reynslan hefði sýnt það svo óumdeilanlegt væri, að þau sjón armið sem hann hefði sett ftam á þeim fundi hefðu reynzt rétt í öllum meginatriðum. Og benti á að álögur ríkisstjórnarinnar um áramótin 1956 og 1957 hefðu stór lega rýrt kjör launþeganna. Nú væri á sveimi sterkur orðrómur um að ríkistjórnin hyggðist að sletta 5% grunnkaupshækkun í launþegana, en þó væri þar sá annmarki á, að líkur væru fyrir að kaupið yrði lögbundið um óá- kveðinn tíma. Eftir nær þriggja ára setu ríkisstjórnarinnar hefði hún nú ekki annað að rétta að verkalýðnum, heldur en nauð- nagaðar hnútur efnahagsiífsins og mætti þá skilja þessi 5 % sem eins konar brjóstsykursmola í barnsmunn. Einnig rakti Jóhann nokkuð loforð ríkistjórnarinnar á sl. hausti sem þá voru af stjórn Dagsbrúnað túlkuð sem alveruleg kjarabót fyrir verkalýðinn, en hefðu reynzt í framkvæmd blekk ing ein og endurtekning loforða, sem aldrei hefur verið staðið við. Taldi Jóhann nauðsynlegt fyrir fyrir Dagsbrúnarmenn að vera vel á verði gegn væntanlegum nýjum álögum frá ríkistjórninni sem óhjákvæmilega hefðu í för með sér nýja kjaraskerðingufyrir launþega og varast að taka í bví sambandi mark á blekkingum og staðlausum fullyrðingum agenta ríkistjórnarinnar innan verka- lýðsamtakanna. í þessu sambandi benti Jóhann á þá hættu sem í því fælist, ef rétt reyndist, að ríkistjórnin ætlaði sér að lög- binda kaup eða einstök atriði kjarasamninga verkalýðsins og taka þannig hefðbundinn og laga legan samningsrétt við atvinnu- rekendur af verkalýðsfélögunum. Bar hann fram eftirfarandi til- lögu varðandi bstta a‘ iði: >,V -- —....... ið Dagsbrún mótmælir því harðiega að kaup- gjald verði ákveðið með löggjöf og telur að með því sé verið að ganga á hefðbundinn og lagaleg- an rétt stéttarfélaganna til þess að ákveða kaup og kjör launþega með frjálsum samningum". Emil Helgason taldi framkomu Eðvarðs allundariega, þar sem hann hefði talið það hættulegt í fyrra að setja engar kröfur fram í sambandi við uppsögn samn- inga, en nú væri það ekki að- eins sjálfsagt, heldur það eina rétta. Annars taldi hann san n- ingsuppsögn nú sjálfsagða, þar sem kaupmáttur launanna hefði farið svo ört minnkandi sem raun væri á. Halldór Briem ræddi aðallega um hina stórlega auknu fölsun vísitölunnar í tíð núverandi rík- isstjórnar og þann kostnað. sem hún hefði í för með sér og þau áhrif, sem hún hefði á kjör laun- þega. Samningsuppsögn taldi hann ekki aðeins sjálfsagða, held ur og nauðsynlega. Jón Hjálmarsson vítti stjói'n Dagsbrúnar fyrir að ekki skyldi hafa verið boðað fyrr til fund- ar um uppsögn samninganna jafnvel hefði ekki veitt af að hafa tvo fundi um málið. Hann ataldi harðlega þau vinnubrögð að 19 manna nefndin hefði ekki verið höfð með í ráðum við undir búning og samningu efnahags- tillagnanna. Hann kvaðst vera samþykkur uppsögn samninganna. Jón lýsti yfir ánægju sinni yfir hinni breyttu stefnu Dagsbrúnarstjórn arinnar varðandi sérsamninga fyrir hinar ýmsu óskildu starfs- greinar verkamanna, þar sem stjórnin hefði til þessa ekki til slíks mátt vita hvað þá að hún hefði verið því fyigiandi Og þá værj það ekkj hvað sízt mikil- vægt, þegar farið væri að ræða samninga nú, að ákveðnir starfs- hópar yrðu kallaðir á fundi til ráðagerða um væntanlega sér- samninga. Þá benti Jón á þau vandræði sem Eðvarð virtist að öðru leyti vera í við útskýr- ingar á því hvaða atriði þyrfti að fá lagfærð í samningunum Ólafur Vigfússon kvaðst fagna þeirri ákvörðun að samning.im yrði sagt upp. Til þess væri nú orðin ærin ástæða, þar sem ríkis- stjórnin virtist hafa orðið mjög vel ágengt í því höfuðviðfangs- efni sínu, að rýra kaupmátt tíma- kaupsins. Hann bar fram nokkrar fyrirspurnir, m. a. um það hvort vöruverðshækkanir undanfarandi missera hefðu verið í fullu sam- ræmi verðstöðvunarstefnu þeirr- ar ríkisstjórnar, sem kommúnist- ar hefðu látið verkalýðssamtök landsins lýsa stuðningi sinum við. Guðmundur Nikulásson taldi það að vonum, að samningum væri nú sagt upp. Kjör manna hefði hríðversnað svo sl. ÍVz ár. Hann sagði launþega ekki bera mikið traust til núverandi ríkls- stórnar enda ekki undarlegt, þar sem hún hefði gengið lengra í loforðum til handa hinum lægst launuðu heldur en nokkur önnur ríkisstjórn, jafnframt þvi sem hún hefði enga svikið jafnhrapal- Velur kveður VALDASTÖÐUM, 27. apríl. — Veturinn hefur nú kvatt að þessu sinni. Varla er hægt að segja að hann hafi verið harður hér um slóðir. Að vísu gerði hér nokkur snjóalög eftir áramótin, sem ollu miklum erfiðleikum hjá þeim sem fjærst búa aðalveg, vegna daglegra mjólkurflutninga, ejnkum þó norðan Laxár. Frá miðjum desember var tiðarfar all-umhleypingasamt og hefur orðið að gefa fé samfleytt þar til um miðjan apríl, eða i fjóra mánuði. Þá batnaði vel og hefif veðrátta mátt heita einmuna góð síðan. Fáir munu þó hafa sieppt fé enn sem komið er. Mun fénaður yfirleitt ganga vel fram að þessu sinni, enda hey góð frá sl. sumri. Nokkuð hefur borið á kvilla í kúm. Vart hefur orðið við garnaveiki í einni kind hér í sveitinni, að Kiðafelli. Heita má ?ð hér sé alautt í byggð, og farinn er að sjást grænn litur á túnum. Lítur því vel út með gróð ur, ef líkt viðrar áfram og verið hefur undanfarið. Blessaðir vorfuglarnir eru sem óðast að láta til sín heyra. Litla ióan, sem kvaddi í haust, er nu komin aftur til þess að búa sér hreiður og ala upp unga sma. Skólaskemmtun. Nemendur barna- og unglinga- skólans hér héldu samkomu í Fé- lagsgarði 26. þ. m. með aðstoð kennara síns og skólastjóra, Njáls Guðmundssonar. Ágóði af sam- komunni rennur i ferðasjóð. — Skemmtiatriði voru 2 leikþættir, skrautsýning, söngur og upplest- ur. Allt flutt af nemendum skól- ans, sem leystu hlutverk sín mjög vel af hendi, eftir því, sem við var að búast. Sérstaklega vakíi skrautsýningin athygli, og ánægju áhorfenda. Að lokum var stiginn dans. Þótti samkoma þessi hin ánægjulegasta í alla staði. St. G. Jeirðir á Mölfu VALLETTA, 26. apríl — í nótt var gerð tilraun til að eyðileggja 120 metra háa loftskeytastöng, sem stendur við loftskeytastöð brezka flotans á Möltu. Loft- skeytastöng þessi er úr tré og var reynt að kveikja í henni. Slökkviliði tókst að kæfa eldinn áður en verulegt tjón hlauzt af honum. Skemmdarverk á eign- um brezka flotans fara í vöxt á Möltu. Verkalýðssamband Möltu hélt fund í gær og var þar ákveð- ið að efna til sólarhrings alls- herjarverkfalls á mánudaginn. lega og einmitt verkamenn. Guð- mundur fór nokkrum orðum um þá óskhyggju Hannibals, sem kom fram í áramótagrein hans í Þjóðviljanum, þar sem hann talar um blómlegt atvinnulíf og glæsilegar framtíðarhorfur í eína hagsmálum þjóðarinnar. Hann lauk máli sínu á því að segja, að sennilega hefðu verkamenn aldr- ei farið jafndaprir og vonlitlir út í uppsögn samninga þrátt fyrir svonefnda ríkisstjórn hinna vinn andi stétta. Bæði formaður og ritari fé- lagsins reyndu með veikum til- burðum að halda uppi vón.uir. fyrir stjórnina og vinnubrögð hennar og var aðalinntakið í ræðum þeirra, að verðstöðvunar- stefna ríkisstjórnarinnar hefði mistekizt og þess vegna yrði kaup skrúfan sett í gang á ný. Það vakti athygli manna hve mikið tómahljóð var í tali þeirra og úrræðaleysið áberandi. Guðmund ur J. Guðmundsson hafði sig líít í frammi á fundinum og var stjórn hans á hrópliði Æskulýðs- fylkingarinnar venju fremur lé- leg og svo að sjá, sem hann væri ekki alls kostar ánægður með uppsögn samninganna eða fráfall verðstöðvunarstefnunnar. Tillagan um uppsögn samning- anna var samþykkt samhljoða, en tillögu Jóhanns Sigurðssonar vísað frá með tillögu frá Eðvaröi ’Sigurðssyni. Að lokum var borin upp tillaga frá stjórn félagsins um áskorun á ríkisstjórnina að víkka land- helgina út upp í 12 mílur Var hún samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum en nær helmingur fundarmanna sat hjá við þá at- kvæðagreiðslu. Frú Vigdís Ketils- dóttir niræð NÍRÆÐ er í dag frú Vigdís Ket- ilsdóttir, Grettisgötú 26. Hún fæddist að Kotvogi í Höfnum þann 30. apríl 1868, dóttir hjón- anna Ketils Ketilssonar, danne- brogsmanns og Vilborgar Eiríks- dóttur. Ung að aídri var hún tekin í íóstur af þeim Kirkjuvogshjón- um Gunnari Halldórssyni og Hali dóru Brynjólfsdóttur. Þar ólst hún upp á hinu góða heimili þeirra. Einnig gekk hún ung á Kvennaskólann í Reykjavík eins og þá var siður stúlkna af góð- um heimilum. Um tvítugsaldur giftist hún Ól- afi Ásbjarnarsyni frá Innri Njarð vík og reistu þau þar bú í fyrstu. En nokkrum árum síðar fluttust þau til Keflavíkur og setti Ólaf- ur þar á stofn verzlunna Edin borg, sem blómgaðist vel. Arið 1905 fluttu þau hjón til Reykja- vikur, og iiefur Vigdís æ síóan búið hér. Ólafur maður hennar vann að verzlunarstörfum hér i bæ, en andaðist 1943. Þau höfðu þá verið gift í rúm 50 ár og eign- uðust 6 mannvænleg börn, sem öll eru á lifi, en þau eru Gunnar bifreiðarstjóri og Ásbjörn heild- sali í Reykjavík og fjórar dæt- ur, Ingveldur, Halldóra, Unnur og Vilborg, sem allar eru hús- frúr í Reykjavík. Frú Vigdís er gáfuð kona. Hún hefur ætíð verið glaðlynd og var heimili hennar á Grettisgötu mikið rausnar- og myndarheim- ili, þar sem íslenzk gestrisni var í hávegum höfð. Frú Vigdís er trúkona og hefur mikið starfað í Kvenfélagi Hall- grímskirkju. Er hún heiðursfé- lagi í þvi, en óhætt er að segja að hennar stærsti óskadraumur er að hin fagra Hallgrímskirkja rísi upp á Skólavörðuholti. Þrátt fyrir raan aldur er frú Vigdís sérstakiepa ern Hún fer í heimsóknir í önnur hús, líkt og hún væri e-in á æskuskeið og er skrafhreifn og verður ekki merkt á mæli hennar, að þar sé kona komin á tíunda Sratugmn. V'inir hennai senda nenni hlvj- ar afmæliskveðjur á þessurn tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.