Morgunblaðið - 30.04.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.04.1958, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 30. apríl 1958 MORCrVRT 4 ÐIÐ 11 Valdið yfir sálum mannanna eftir Gubmund G. Hagalin Kristján Albertsson hefur búið erlendis í nærfellt fjórðung ald- ar, aðeins komið hingað við og við til stuttrar dvalar. Hann varð kennari í íslenzku við háskólann í Berlín árið 1935, og mun hann hafa gegnt því starfi eitthvað fram á stríðsárin. Síðan hefur starfssvið hans verið þar, sem hann hefur hitt fulltrúa þjóða frá ýmsum löndum heims. Á Berlínarárum sínum hefur Kristján umgengizt daglega þýzka menntamenn, eldri og yngri, menn, sem voru meira og minna veilir í trúnni á réttmæti og blessun nazismans, hugsjóna- blindaða bjartsýnismenn, hat- ramma hefnara og ofstækisfulla heimsveldissinna, og honum hef- ur gefizt kostur á að fylgjast með viðhorfum þeirra á mismunandi stigum hins nazistíska veldis, stigi vonglaðrar, en þó uggkenndr ar sóknar á hinum innri vett- vangi, auðfenginna sigra út á við, stórbrotinna og ægile'gra vopnasigra, þaufkenndrar og ó- vissrar baráttu og loks þess heift- úðuga örvæntingarstríðs, sem lauk með feiknþungu hruni. Hann hefur séð verkan hinnar seiðmögnuðu áróðurstækni, sem einræðisherrar nútímans eiga yf- ir að ráða, hann hefur horft á refskák valdastreitunnar, þar sem líf hefur oftast verið lagt undir, hann hefur fylgzt með hetjulegri baráttu einstakra hugsjónamanna fyrir réttlæti og sannleika, séð óttann við njósnir og fortöpun í augum óánægðra, en skelfdra, og hann hefur heyrt úr fjarska yminn af kvalaópum hinna hrjáðu og pynduðu. Og síðan hef- ur hann haft flestum öðrum ís- lendingum fremur tækifæri til að fylgjast með leikunum á taflborði hins kalda stríðs. Það mundi því hafa orðið æ skýrara og ægilegra fyrir sjónum hans með hverju árinu, sem hefur liðið, að draum- ur hvers einræðisherra, hvort sem loppan er rauð eða brún, verður ekki einungis sá, að drottna í krafti njósnara, lög- reglu, fangabúða, kvalatækni, dauðarefsinga, milljónaherja og fjölþættra dráps- og eyðingar- tækja, heldur að ná að lokum því valdi yfir sálum mannanna, að þeir kyssi auðsveipir loppuna, sem réttir þeim náðarbrauðið, og beri með þolinmæði hins sljóa og andlega vanaða hverjar þær klyfj ar, sem á þá kynnu að verða lagðar. Því er það, að fagurkerinn Kristján Albertsson hefur ekki, þegar hann nú sendir frá sér skáldrit, kosið að sökkva sér nið- ur í flóknar sálfræðilegar ráð- gátur og spekilegar vangaveltur, ekki lagt út á braut formtækni- legra tilrauna, ekki einu sinni lát- ið eftir sér að smjatta á sætleg- um stemningum og fagurformuð- um orðum, heldur freistað að sýna í hefðbundnu leikformi á sem ljósastan hátt þá ógn, sem yfir vofir frelsi og þar með menn ingu alls mannkyns af völdum þeirra, sem þjóna anda þræl- dómsins, snúa faðirvorinu upp á erkióvininn og láta sér þykja sóma að skömmunum. II Af því, sem ráða má af legu lands þess, er harðstjórinn Arno ræður, liggur rræst að ætla, að höfundurinn hafi þar Þýzkaland nazismans í huga, en auðvitað er þó leikritinu fyrst og fremst beint gegn þvi einræði, sem nú ógnar veröld allri, og að frá leiknum er ekki gengið fyrr en eftir hina grimmilegu og blóðugu valdbeit- ingu Rússa í Ungverjalandi, má marka af þessum orðum, sem systir harðstjórans segir við hann: „Hvað myndir þú gera, ef þjóð- in þyldi ekki lengur við — og þögnin breyttist í öskur og steytti hnefa, og múgurinn umkringdi kastala þinn? Myndirðu fyrir- skipa blóðbað? Kannski kalla út- lendan her inn í landið til að bæla niður uppreisn — afturhaldsins?" í fyrsta þætti, er gerist suður í Sviss, kynnir höfundur aðstæð- ur og unga fólkið i leiknum, syst- kyni, landflótta börn manns, sem situr í fangabúðum Arnos, og dóttur harðstjórans, sem ungi maðurinn hefur látið ræna á ferðalagi hennar í Sviss í þeim tilgangi að kaupa við frelsi henn- ar frjálsræði föður síns og sam- fanga hans. f samtali systkin- anna lætur höfundur Mark, unga manninn, segja: „Við vorum ytra við nám, þeg- ar ógæfan dundi yfir land okkar. Þú mátt ekki halda, að fólk eins og við hafi hugmynd um, hvað gerzt hefur, þar sem allt gerist — í hugum mannanna". Og ennfremur: „Þjóð okkar er að byrja að fá eitthvað af svip ómálga dýra . . Þá segir Mark um föður sinn við Lydíu, dóttur harðstjórans: „Hann var maður gefinn fyrir að hugsa . . . Og einn af þeim, sem ekki geta þagað um sann- færingu sína“. í samtali þeirra Marks og Ly- díu kemur það síðan óbeint fram, að í rauninni hefur hún leitað á brott og upp í fjallaheiminn sviss neska sakir þess, að andrúms- loftið heima fyrir hefur þvingað hana, þó að hún hins vegar reyn- ist of stolt til þess að skrifa föð- ur sínum og láta hann auðmýkja sig með því að kaupa frelsi henn- ar, jafnvel þó að hún — af vitn- eskjunni um gang málanna heima fyrir — telji ekkert eðlilegra en að hún eigi í vændum jarðhúsvist og pyndingar. Annar þáttur hefst á samtali Arnos við menningarmálaráð- herra sinn, hinn unga Novak. Novak tjáir honum, að ekki sé allt í sómanum á sviði skáldlistar- innar, og spyr: „Getum við látið skáldlistina lognast út af?“ Arno verður ekki uppnæmur, og hann segir nokkru síðar: „Það er ekkert vald til nema valdið yfir sálum manngpna^. Allt annað vald er blekking .... List orðsins á að deyja — því orðið getur verið hættulegasta sprengi efni undir sólinni. Maðurinn verður að læra að búa til sína flugelda úr hættuminna efni . . . Undraheimur leikhússins verður hin drottnandi list framtímans. Einfaldar sögur, sem gleðja hjartað, sagðar með öllum töfra- brögðum leiksviðsins — myndir, tónar, dans, hljóður leikur og talkórar, lítt skiljanlegir, en hríf- andi. Hið dularfulla og háleita tjáð með hreim og hrynjanda mannlegra radda. Það verður list án boðskapar, næstum án hugs- ana — hrein list . . . “ Harðstjórinn heldur áfram að fræða hinn unga ráðherra. Hann segir honum að maðurinn sé ekki fæddur til að skilja og að öll vizka hans hafi snúizt honum til bölvunar. En nú hafi verið ákveð ið að bjarga manninum með því að: „ . . . láta hann vaxa upp eins og liljugrös vallarins — í ein- feldni og sakleysi. Við gerum hann að heilbrigðu hópmenni. Og gefum honum guðdóm við hans hæfi: trúna á ríkið. Ríkið verður forsjón hans og himinn, frá því og til þess eru allir hlutir ..." Þeir ræða um dóttur Arnos, og Novak biður um hönd hennar. Arno lofar samþykki sínu, enda segir hann, að Novak sé efni í sannan einræðisherra, sé einbeitt- ur og harður, þegar hann sé sann færður. Og saklaus — eins og allir einræðismenn hafi verið í upphafi. Svo heldur Arno áfram fræðslunni, eftir að Novak hefur spurt, hvað taka mundi við eftir daga Arnos, slegið upp á, að þá mundi helzt vera hægt að hugsa sér stjórn fárra samhentra manna: „Sem hver raundi gæla við sína sjónskekkju og hver við sinn metnað — hvern þeirra dreyma á andvökunóttum um að geta rif- ið alla hina á hol? Aðeins einn maður getur séð rétt, viljað rétt, verið hreinn — sá, sem ekkert þarf að óttast, af því að hann fer einn með hinztu völd . . .“ Síðar segir hann: „Hver er móðir mín, bróðir eða félagi? Sá, sem gerir minn vilja, og þar með hins æðsta máttar. Trúið þér á rétt stjórnandans til að anda og hrærast'ofar mann- „En maðurinn spyr: Hvað mik- ið frelsi fæ ég fyrir vinnu mína? Arðurinn af erfiði hans er frelsi. Án þess hefur hann verið rænd- ur“. Hún segir ennfremur: „Markið er, að hver maður — ekki aðeins þeir ríku — fái sina hlutdeild í öllum gæðum lífsins". „Ekki öllum,“ svarar hann. „Það gleymdist, að frelsið er eitt af gæðum lífsins. Og öll hin lítils virði án þess“. Síðar segir Mark þessi orð: „Tækni kúgunarinnar hefur ekki náð fullkomnun fyrr en á okkar öld. Þess vegna getur svo farið, að framtíðin beri enga lík- ingu af liðnum tímum. Og að ekkert eigi meiri framtíð en harð stjórn ríkisins og kúgun mann- legs anda“. Kriatjaa Alaeiiaa-. legri tilfinningasemi í 'skýrri, kaldri hugsun?“ Einmitt þegar Arno hefur svo komizt til fullrar viðurkenningar á því, að Novak muni tilvalinn — ekki einungis sem tengdasonur hans, heldur líka sem arftaki ein- ræðisins — berast þær fregnir, að Lydía sé horfin. Skuldinni skellir Arno umsvifalaust á Lutr- in innanríkisráðherra sinn og set- ur honum tvo kosti: Annan: að hann játi fyrir rétti að hafa selt Lydíu í hendur erlends valds í von um gróða og völd og láti líf sitt fyrir. Hinn: að ekki ein- ungis hann hljóti pyndingar og dauða, heldur líka börn hans og eiginkona. Svo verður þá Novak innanríkisráðherra. Honum er um og ó, en herra hans og meist- ari segir: „Reynið þér að herða upp hug- ann, Novak . . . Nokkur höfuð verða að falla, en kannski ekki mjög mörg . . . .“ Næstu tveir þættir gerast í Sviss í húsinu, þar sem Lydía er fangi. Hún hefur ekki verið pynduð, hún hefur haft gnægð matar, en henni hefur leiðzt. Hún ræðir við frú Gersko, ráðskonu Marks, og við Veru systur hans, síðan hann sjálfan. Hún gefst ekki upp við að verja föður sinn og málstað hans, og sitthvað at- hyglisvert kemur fram í viðræð- unum Hún segir: „Skiptir nokkuð máli á okkar tímum i samanburði við hina miklu réttlætishugsjón, að hinn máttarminni sé ekki framar arð- rændur? Að hver maður fái arð- inn af erfiði sínu — óskertan?“ Mark svarar: Hún heimtar að fá að fara — og hún reiðist Mark. Svo heyrist allt í einu hvell hringing, og þá þýtur Lydía inn í fylgsnið. Komu- menn eru lögreglan, svissnesk lögregla og fulltrúi frá lögreglu Arnos. Þeir yfirheyra Mark og leita í húsinu, en leit þeirra verð- ur árangurslaus, og svo hverfa þeir þá á brott. Aftur kemur Ly- día út úr fylgsni sínu, og þau Mark taka tal saman. Nú segist hann munu veita henni frelsi, kveðst elcki geta haldið henni fanginni, eftir að hún hafi brugð- izt svo við komu lögreglunnar sem raun hafi á orðið. í þessum svifum kemur lögreglan aftur. Fulltrúa Arnos hefur grunað hið sanna. En hann fær ekkert að gert, því að Lydía segist elska Mark og hafa dvalizt hjá honum af frjálsum vilja. Mark hefur einnig fest ást á henni, og nú vill hún alls ekki hverfa heim, held- ur lifa landflótta með Mark. Hann sýnir henni fram á", að þau muni hvergi verða óhult fyrir hefni- gjörnum áhangendum föður henn ar. Eina ráðið sé, að reyna að ná sættum við hann. Lydía talar við hann í síma, kemur aftur og segir, að hann vilji að þau komi til hans og leyfi að þau fari aft- ur úr landi. í ástargleði sinni er jafnvel Mark fullur af slíkri bjart sýni, að hann uggir ekki að sér. Og hið eina, sem Lydía óttast, er að faðir hennar muni vant fá afborið, að Lutrin innanríkisráð- herra og þeir, sem með honum hafa þegar verið líflátnir, hafi þá er allt kom til alls, verið tekn- ir af lífi alsaklausir! Seinasti þátturinn sýnir til hlítar, hvar Arno er komið sem manni og þjóðarleiðtoga. Ótti, tor tryggni, hatur, hégómagirnd, hefndarfýsn , knýja hann stig af stigi varmennsku og grimmd- ar. Engin ráð eru of lúaleg til að. vera honutn samboðin, ef hann hyggur þau hjálpa sér til að koma sínu fram, engin loforð virt, eng- ar tilfinningar í heiðri hafðar. Þá er hann mætir andspyrnu, sem reist er á rökum manndóms og drengskapar, dæmir hann jafn- hiklaust til dauða systur sína, sem hann á frelsi og ef til vill fjör að launa, eins og innanrikis- j ráðherrann nýja, sem nú hefur j brugðizt honum — og dóttur sína (jafnt og mannmn, sem hún ann. | Svo situr hann þá eftir á svið- inu, einmanalegur og grimmdar- legur, og bíður þess, að kona hans komi með styrkjandi og róandi lyf. III Enginn vafi er á, að þjónar ein- ræðisins hér á landi munu gera allt hvað þeir geta til þess að sverta þetta leikrit, þá er það verður leikið í Þjóðleikhúsinu. Blöð þeirra munu flytja um það svívirðingar — og þykjast fyrst og fremst gera það í nafni list- arinnar — og Heródesinn ís- lenzki mun láta það boð út ganga, að hvarvetna þar, sem menn hitt- ast, skuli menntamenn komm- únista og kommúnistasnobb kasta rýrð á þetta rit. En ýmsir aðrir munu og þykjast hafa sitthvað við það að athuga. Menn* munu telja reyfarakeim af brottnám- inu og umbúnaði fylgsnisins og segja með ólíkindum, hvers frjáls ræðis dóttir einræðisherrans hafi notið. Vart mun þykja nægileg grein gerð fyrir ástum þeirra Marks og Lydíu — og þá eink- um hughvörfum hennar — og sumir mundu telja of litla alúð lagða í að gera einræðisherrann mannlegan, en Kai Munk þótti hins vegar leggja svo mikla rækt við skilning á öðrum sínum ein- ræðissegg, að hann var fyrir það vændur um samúð með nazistum nokkru áður en síðari heimstyrj- öldin hófst. Þarna er því vand- ratað meðalhófið. En hvað sem þessu líður, er þetta leikrit rit- að af mikilli alvöru og skap- þunga, persónurnar athyglis- verðir fulltrúar þess, sem þær eiga að túlka, tilsvörin yfirleitt lipur og eðlileg og mörg þeirra mjög eftirminnileg og oft slíkur þungi í orðaskiptum og spenna í atburðarás, að ekki mun leika vafi á, að með góðri sviðsetningu, heppilegu vali leikenda og snjöll- um leik muni það verða áhrifa- ríkt á leiksviði. Og ef um það yrði skrifað af jafnmiklum skiln- ingi á djúpstæðum og alvarleg- um vandamálum þessara tíma og fram kemur hjá höfundi þess og það sjálft gefur tilefni til, mundi það geta vegið þungt um við- horf margra, sem ýmist hefur fram að þessu skort rögg til að taka. alvarlega afstöðu — eða vantar þekkingu á fortíðinni til skynsamlegs samanburðar við nú tíðina og láta þess vegna berast fyrir straumi andvaraleysis eða laðast af lævíslegum áróðri. IV Sú var tíðin hér á landi, að Rússland var — tiltölulega and- mælalítið — háum tónum lof- sungið sem fyrirmyndarríki, er væri komið vel á veg með að gera að veruleika fegurstu drauma mannanna um frið, bræðralag, jafnrétti og velsæld, þjóðfélag, þar sem einn styddi annan og engum liðist að ganga á rétt bróður síns eða rýra arð hans af vinnunni. Og boðuð var stefna í bókmenntum, sem væri í því fólgin, að bént væri ræki- lega á lýti hins gamla, en veg- samað hið nýja, sem kæmi fram undir merki hamarsins og sigð- j arinnar, tákni komandi himna- ríkis á jörðu hér, sælustaðar, sem uppfyllti ekki í öðru lífi, heldur þessu — og það raunar bráðlega — hinn ævagamla draum mann- j kynsins um sæluvist. „Klára vín, Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.