Morgunblaðið - 30.04.1958, Page 18
18
m u k t; fiy H I AHIO
Miðvikudagur 30. apríl 1958
Myndir frá sundmótinu á mánudagskvöid. Efst lil vinstri eru erlendu gestirnir, Karin Larsson og
Lars Larsson. Eft til hægri afhendir Jakob Hafstein, formaður ÍR, Lars 2. verðlaun fyrir 50 m
skriðsund. Pétur Kristjánsson (t. h.) varð fyrstur. Neðri myndin til vinstri sýnir snúninginn eft-
ir 50 m í 100 m skriðsundi kvenna. Agústa Þorsteinsdóttir (nær) og Karin Larsson eru því sem
næst hnífjafnar. Neðst til hægri sést viðbragð Guðmundar Gíslasonar í 100 m baksundinu, er
hann setti nýtt Islandsmet. Ljósm.: R. Vignir.
Erlendu gestirnir
sigursælir ■ gær
Tvö íslandsmet sett og eitt jafnað
ERLENDU gestirnir voru sigur-
sælir á sundmóti ÍR í gærkvöldi
en kvöldið áður. Lars Larsson
vann 400 m. skriðsund á 4.42,9
mín. Guðmundur Gíslason synti
á 4.56,7 mín. Millitími hans í 200
m var 2.18,5 mín., eða nýtt Is-
landsmet.
Kaxin Larsson vann 200 m
skriðsund á 2.28.0 mín. Ágústa
Þorsteinsdóttir synti á 2.35.9 mín.
Ágústa sigraði aftur á móti í
50 m skriðsundi á 30,5 sek. Lars-
son varð önnur á 31,5. Einnig
vann Ágústa 50 m flugsund. Tími
hennar var 33,6 sek., sem er jafn
íslandsmetinu.
Loks setti Pétur Kristjánsson
nýtt íslandsmet í 50 m flugsundi.
Tími hans var 29,9 sek. Gamla
metið, sem hann átti sjálfur, var
30,3 sek.
Aukakeppni í kvöld
Aukakeppni verður í sund-
höllinni í kvöld kl. 8,30. Þar
verður meðal annars keppt í
100 metra skriðsundi karla og
kvenna, 200 m bringusundi
karla og kvenna og 50 m bak-
sundi karla.
280 knattspyrnuleikir verða
/ Reykjavík í sumar
KRR hefir lokið umfangsmiklu
skipulagningarstarfi
KNATTSPYRNAN í Reykjavík
er hafin og verður á þessu sumri
umfangsmeiri en nokkru sinni
fyrr. Skipulagningu sumarstarfs-
ins að því er snertir Reykjavík er
lokið, en um það sér Knattspyrnu
ráð Reykjavíkur. í tiiefni þess að
nú hefur ráðið gefið út bækling
xtieð skrá yfir alla leiki sumars-
ins, en þeir verða um 280 talsins,
ræddi ráð'.ð við blaðamenn í gær.
Fórust Ólafi Jónssyni formanni
ráðsins orð á þessa leið m. a.:
Knattspyrnuráð Reykjavikur
skammst. K. R.R. er samtök fé-
laga í Reykjavík, sem iðka knatt-
spyrnu. Það er fulltrúaráð, skipað
einum manni og einum til vara
frá hverju aðildarfélagi.
Tilgangur K. R. R. er að auka
og útbreiða þekkingu á knatt-
spyrnu, efla samvinnu félaganna
innbyrðis, jafna deilumál þeirra
og hafa að öðru leyti aðalstjórn
I þessara mála í héraðinu, innan.
þeirra takmarka, sem lög og regl
ur íþróttasamtakanna ákveða.
K. R. R. er fulltrúi í. B. R. og
K. S. í. og ráðgjafi þeirra í knatt-
spyrnumálum héraðsins.
Stjórn K. R. R. velur leikmenn
til keppni, þar sem héraðið kem-
ur fram sem aðili.
K. R. R. skipuleggur og hefir
yfirumsjón með öllum knatt-
spyrnumótum og leikum, sem
fram fara í höfuðborginm á veg-
um iþróttasamtakanna. Auk þess,
sem að framan er talið annast
ráðið óteljandi atriði, sem standa
í sambandi við knattspyrnumál
héraðsins, og mun það láta nærri
að stjórnin afgreiði um 500 mál
og erindi á ári hverju.
Að sjálfsögðu væri stjórn
K. R. R. lítils megnug um allar
þessar framkvæmdir, ef hún
hefði ekki sér til aðstoðar, hópa
starfsfúsra manna. Á vegum ráðs
ins er starfandi dómarafélag,
K. D. R._ sérráðsdómstóll, tvær
mótanefndir og fl. nefndir og ein
staklingar, sem taka að sér hinar
ýmsu framkvæmdir, hver á sinu
sviði og eiga allir þessir aðilar
þakkir skildar, allra knattspyrnu
unnenda, fyrir störf þeirra.
Undanfarnar vikur hefur ráðið
unnið að skipulagningu móta og
leika fyrir komandi sumar. Er
þessu starfi að mestu lokið og
út er að xoma skrá yfir sumar-
starfsemina. Mun ég nú lýsa
henni og stikla stóru.
Leiktímabilið hófst 24. apríl
með afmælisleik Ffam i tilefni
af 50 ára afmæli félagsins.
Knattspyrnumótin hófust
sunnudaginn 27. apríl með fyrsta
leik Reykjavíkurmóts meistara-
flokka. Líkur því móti 26. maí.
íslandsmót 1. deildin hefst 18.
júní og leikur þá Valur gegn
ísfirðingum eða Keflvikingum.
Urslitaleikur 1. deildar verður
24. ágúst. Haustmótið í meistara-
flokki verður síðan háð í sept-
ember.
Þá fara fram 9 leikir i 2. deild
I xaxui) a oxs * 19
Enska knattspyrnan
Úrslit á laugardag
1. deild
Birmingham — Leicester 0:1
Burnley — Bolton 3:1
Chelsea Manchester Utd 2:1
Man. City — Aston Villa 1:2
Newcastle — Leeds 1:2
Nott Forest — Everton 0:3
Portsmouth -— Sunderland 0:2
Preston — Arsenal 3:0
Sheffield Wed. — Wolves 2:1
Tottenham — Blackpool 2:1
WBA — Luton 4:2
2. deild
Bristol City — Swansea 1:2
Cardiff — Fulham 3:0
Charlton — Blackburn 3:4
Doncaster — Ipswich 1:1
Grimsby — Bristol Rovers 3:2
Huddersfield — Lincoln 0.1
Leyton Orient — Sheff. Utd 0:1
Liverpool — Liverpool 1:1
Middlesbrough — West Ham 1.3
Rotherham — Notts County 1:3
Stoke — Derby County 2:1
Úlfarnir byrjuðu knattspyrnu-
tímabilið engan veginn vel. Á
fyrsta degi keppninnar töpuðu
þeir gegn Everton úti með tveim
mörkum gegn einu. Eftir fimm
leiki höfðu þeir tapað tvisvar og
gert eitt jafntefli, en unnið tvo
leiki, þáða heima.
Síðan snýst til hins betra hjá
félaginu, og í byrjun október
„bursta" Úlfarnir Tottenham
heima með 4:0. Með sigri þessum
tóku þeir forystuna í deildinni,
sem þeir héldu út allt tímabilið.
Tottenham hefndi þó ófaranna,
er þeir sigruðu í London, og
stöðvuðu þar með sigurgöngu
Úlfanna, sem höfðu ekki tapað
í tuttugu og fimm leikum í röð.
Ef borinn er saman árangur
Úlfanna í vetur og Manchester
United í fyrra, sem sigraði í deild
inni þá, kemur í ljós, að bæði
liðin hlutu 64 stig, unnu bæði 28
leiki, jafntefli átta og töp sex.
Manchester Utd skoraði 103
mörk, en Úlfarnir 99, United fékk
á sig 54 mörk, Úlfarnir 47.
Númer tvö í deildinni varð
Preston North End og Totten-
ham númer þrjú. í fyrra var
þetta öfugt.
Sunderland «g Sheffield Wed-
nesday féllu niður í aðra deild.
Þetta er í fyrsta sinn, sem
Sunderland fellur, en það var eitt
þeirra félaga, sem stofnuðu til
deildakeppninnar á sínum tíma.
Aftur á móti er þetta í þriðja
sinn sem Sheffield Wednesday
fellur niður í aðra deild eftir
stríð.
Upp 1 fyrstu deild flytjast
West Ham United, sem sigraði í
2. deildinni, og Blackburn Rovers.
West Ham féll niður úr fyrstu
deild árið 1932 og hafði verið
lengst allra félaga í annarri deild.
Blackburn Rovers er eitt af
frægustu félögum Englands. —
Blackburn er t. d. eina félagið,
sem hefur unnið bikarkeppnina
þrjú ár í röð. Blackburn féll nið-
ur úr fyrstu deild árið 1948.
1. deild
Wolverh. 42 28 8 6 103:47 64
Preston 42 26 7 9 100:51 59
Tottenh. 42 21 9 12 93:77 51
W. Brom. 42 18 14 10 92:70 50
Manch. C. 42 22 5 15 104:100 49
Burnley 41 20 5 16 77:73 45
Blackpool 42 19 6 17 80:67 44
Luton 42 19 6 17 69:63 44
Manch. U. 42 16 11 15 85:75 43
Chelsea 42 15 12 15 83:79 42
Nottingh. 41 16 9 16 68:62 41
Arsenal 42 16 7 19 73:85 39
] xrmingh 42 14 11 17 76:89 39
Aston V. 41 16 6 19 72:85 38
Bolton 42 14 10 18 65:87 38
Leeds 42 14 9 19 51:63 37
Everton 42 13 11 18 65:73 37
æicester 42 14 5 23 91:112 33
Newc. 41 12 8 21 72:78 32
Portsm. 42 12 8 22 73:88 32
Sunderl. 42 10 12 20 54:97 32
Sheff. W. 42 12 7 23 69:92 31
2. deild
West Ham 42 23 11 8 101:54 57
Blackburn 42 22 12 8 93:57 55
Charlton 42 24 7 11 107:69 55
Liverpool 42 22 10 10 79:54 54
Sheff. Utd 41 21 9 11 74:49 51
Fulham 40 19 11 10 93:57 49
Middlesb. 42 19 7 16 83:74 45
Ipswich 42 16 12 14 68:69 44
L'uddersf. 42 14 16 12 63:66 44
Bristol R. 42 17 8 17 86:81 42
Stoke C. 42 18 6 18 75:73 42
Leyton O. 42 18 5 19 77:79 41
Grimsby 42 17 6 19 86:83 40
Barnsley 42 14 12 16 70:74 40
Cardiff 41 14 9 18 62:74 37
Derby C. 42 14 8 10 60:81 36
Bristol C. 42 13 9 20 63:88 35
Rotherh. 41 14 5 22 64:98 33
Swansea 42 11 9 22 72:99 31
Notts C. 42 12 6 24 45:81 30
Lincoln 41 10 9 22 52:81 29
Doncaster 42 8 11 23 56:88 27
Úr lýsingu á leik: . . . Wright nær knettinum . . . sendir hann
til Broadbent . . . Broadbent spyrnir löngum en lágum knetti
til hægri útherjans, Deeley. Deeley stöðvar knöttinn . . . hann
vippar honum til miðherjans, Murray, sem hefur dregið sig út
á kant . . Murray gefur strax ha . . . bolt. Broadbent hop . . .
mark, mark. Það er mark. Broadbent stökk í loft upp og skor-
aði glæsilegt mark með skalla. Leikar standa Wolves 1, Notting-
ham Forest 0.