Morgunblaðið - 30.04.1958, Side 20

Morgunblaðið - 30.04.1958, Side 20
VEÐRIÐ Norðan kaldi eða stinningskaldi, léttskýjað. Yaldið yfir sálum manna Sjá grein G. G. Hagalíns á bls. 11. 97. tbl. — Miðvikudagur 30. apríl 1958 H annibal talabi um „bjargráðin" við 19 manna nefndina Engjn ákvörbun jb<5 tekinn. Oákveðið um framhcldsfund SÍÐDEGIS í gær kallaði Hannibal stjórnarinnar mætti á fundinum, í dag er síðasti dagur sænsku bókasýningarinnar, sem undan- farið hefur staðið yfir í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Er sýning- in fjölbreytt og í alla staði mjög vel úr garði gerð. Aðsókn að sýningunni hefur verið góð. í dag er sýningin opin frá kl. 2—10 eftir hádegi. Valdimarsson, félagsmálaráð- herra, 19 manna nefndina saman á fund í Alþýðuhúsinu og einnig voru þar mættir miðstjórnar- menn Alþýðusambands íslands. Á þessum fyrsta fundi ráðherr- ans með 19 manna nefndinni á þessu ári, gerði hann grein fyrir „bjargráðum“ ríkisstjórn- arinnar í ræðu, sem stóð um lVz klukkustund. Skýrði hann frá tillögum stjórnarinnar og einnig svaraði hann nokkrum fyrirspurn um frá nefndarmönnum. Enginn þeirra fékk að sjá til- lögurnar, aðeins að heyra efni þeirra. Ýmsir nefndarmanna lýstu því yfir við ráðherrann, sem einn allra sex ráðherra ríkis- Þrír litlir drengir hætt komnir, er skothylki sprakk í höndum þeirra ÞRÍR drengir voru hætt komnir í Sandgerði síðdegis í fyrradag, er þeir sprengdu einhvers konar skothylki á götu þar í kauptúninu. Einn drengjanna skaddaðist mjög á hendi við þetta og missti framan af fingri. Annar skaddaðist nokkuð á kinn en hinn þriðji slapp lítið meidd- ur. Þeir tveir fyrrnefndu eru bræður og eru báðir í sjúkra- húsinu í Keflavík. Var líðan þeirra góð eftir atvikum í gær- kvöldi. Skothylkið höfðu þeir fundið á æfingasvæði varnariiðs ins. Fréttaritarar Mbl. í Sandgerði og Keflavik símuðu blaðinu um þennan atburð í gær. Upphaf málsins er það að tveir drengjanna, bræðurnir Sæmund- ur, 8 ára, og Erlendur, 5 ára, Frið rikssynir, voru ásamt leikfélaga sínum uppi hjá svonefndri Dyra- vörðu. Er hún rétt fyrir ofan kauptúnið. Þar fundu þeir hylki og rafhlöðu rétt hjá. Þeir fóru svo með það inn í þorpið. Á Tún- götunni, á móts við húsið nr. 3, Yfirmaður varnarliðsins harmar atburðin YFIRMAÐUR varnarliðsins í Keflavík, Henry G. Thorne hers- höfðingi, lýsti í gær harmi sínum vegna slyss þess, þar sem þrír ungir drengir slösuðust, af því sem virðist hafa verið kúlulaust skothylki. Jafnframt bað hann blöðin um að koma því á framfæri við al- menning í framtíðinni, að hand- leika ekki skotfæri eða önnur tæki, sem ef til vill hafa týnzt eða verið sett á rangan stað í nágrenni við Keflavíkurflugvöll. Hershöfðinginn biður alla þá, sem finna hluti er líkjast sprengi- hlutum eða skotfærum, að gera íslenzku eða amerísku lögregl- unni aðvart. Muni þá verða brugð ið skjótlega við til að fórðast slík slys, sem hér varð. Hann bendír fólki á, að slíkir hlutir geti einnig verið hættulegir, þótt þeir séu mjög gamlir. fóru þeir að fikta við hylkið og rafhlöðuna, sem þeir „settu í samband“ við hylkið, en um leið varð mikil sprenging, svo öflug að rúður titruðu í gluggum í næstu húsum. Við sprenginguna tættist sund- ur vísifingur hægri handar Sæ- mundar Friðrikssonar svo að taka varð hann af um miðköggul- in. Hann hlaut og brunabletti i andlit og lítils háttar blæddi inn á hvítu himnuna í öðru auganu. Mun Sæmundur hafa haft höndina á tengiþráðum rafhlöð- unnar og hylkisins er sprenging- in varð. Erlendur litli, sem næst- ur honum stóð hlaut 5 cm langan skurð og djúpan á kinn, trúlega eftir brot úr hylkiau og sár hlaut hann á hornhimnu á öðru auga. Bræður þessir eru synir Friðriks Sigurðssonar, sem er vélstjóri á Keflavíkurflugvelli, en býr í Sandgerði. Þriðji drengurinn, Skúli Guð- mundsson, Hjarðarholti í Sand- gerði, brenndist lítils háttar á augnaloki og skrárhaðist lítil- lega í andliti. Hann þurfti ekki að flytja í sjúkrahús. Rétt í því að sprengingin varð á Túngötunni, bar þar að Baldur Sigurðsson forstjóra og einnig Guðjón Valdimarsson, lögreglu- þjón. Mættu þeir drengjunum á harðahlaupum heim til sín felmtruðum mjög. Fluttu þeir þá í Rauðakross-skýlið í Sandgerði, þar sem gert var að sárum þeirra til bráðabirða, e» síðar voru bræðurnir fluttir til Keflavíkur í sjúkrahúsið þar. , Er fréttaritari Mbl. í Keflavík heimsótti bræðurna í sjúkrahús- ið í gærkvöldi voru þeir hinir bröttustu. Sæmundur með nægri höndina alla reifaða, en Erlend- ur litli með sáraumbúðir á hægri kinn. Sæmundur sagði fréttaritaran- um frá hvar þeir hefðu fundið sprengjuna. Rafhlöður fundu þeir rétt þar hjá og voru tveir þræðir út úr þeim. Þeir tóku skothylkið og eina rafhlöðu. Ekki er hægt að gera sér fulla grein fyrir því hrað drengirnir ætluðust fyrir með að setja raf- hlöðuvírana á hylkið, en helzt var á Sæmundi að skilja að þeir hafi ætlað að fá ljós á litla peru, sem hann var með, en við þessar tilraunir varð sprengingin. Sæmundur gat þess við frétta- ritarann að þetta væri ekki í fyrsta skiptið, sem hann hefði fundið slík hylki eða rafhlöður á þessum slóðum, en þar er æf- ingasvæði fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. — Þar munu þó ekki notuð kúluskot, er her- menn eru á æfingum, heldur „laus“ skot. Skotæfingar fara fram á öðrum stöðum í heiðinni. í gær vann íslenzka og ameríska lögreglan að því að upplýsa mál þetta. Mun frumrannsókn hafa verið komin það langt, að talið var fullvíst að það, sem dreng- irnir fundu við vörðuna, hafi ver ið kúlulaust skothylki af stærð- inni 30 ,,kal“, því eitt slíkt fannst í fórum þeirra. Rafhlöðurnar not ar varnarliðið við ýmiss konar merkjatæki á æfingum. Bræðurnir, Sæmundur og Er- lendur, verða sendir til Reykja- víkur í dag til augnlæknis til rannsóknar. að nefndarmönnum væri nauð- synlegt að kynna sér „bjargráð- in“ nánar. Það mun verða haldinn annar fundur í 19-manna nefndinni, en hann var ek}d boðaður í gær og þá voru lítil líkindi til þess talin, að hann gæti orðið í dag, því margir nefndarmanna eru önnum kafnir við undirbúning 1. maí hátíðahaldanna. Verður því næsti fundur trúlega ekki fyrr en 2. maí. Það mun m. a. vera ætlun Hannibals að sá fundur ákveði að skipa 6 manna nefnd nánustu samstarfsmönnum ráðherrans en sú nefnd mun eiga að marka af- stöðu 19-manna nefndarinnar til „bj argráðanna“. Verzlnnaimannafélog Beykja- víkur segir upp sumningum ALMENNUR félagsfundur í Verzlunarmannafélagi Reykjavík ur samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að segja upp gildandi samningum frá 1. júní að telja. Guðmundur H. Guðmundsson, formaður félagsins, gerði grein fyrir afstöðu stjómar- og trún- aðarmannaráðs til samningsupp- sagnarinnar. Taldi hann Verzlunarmanna- félagið knúið til þess nú að segja upp samningum félagsins vegna þeirrar óvissu, sem ríkir í efna- hagsmálum þjóðarinnar og kjara- málum launþega. Væri engin vitneskja fyrir hendi hverjar yrðu tillögur ríkisstjórnarinnar til úrlausnar í þeim málum. Telja yrði þó víst, að þar yrði um að ræða verulegar álögur á laun- þega. Mikill einhugur ríkti um mál þetta á fundinum. Frá Alþingi FUNDUR verður í sameinuðu Alþingi kl. 1,30 í dag. Á dagskrá er fyrirspurn Ingólfs Jónssonar um innflutning landbúnaðarvéla, kosning i raforkuráð, fjárauka- lög 1955, svo og þessar þings- ályktunartillögur: Félagslegt öryggi. Jafnlaunanefnd. Söng- kennsla. Skipakaup frá Noregi. Óþurrkalán. Brotajárn. Heymjöls verksmiðja. Glímukennsla. Biskupsstóll í Skálholti. Áfengis- veitingar. „Hlíf” segir upp santningum í GÆRKVÖLDI var haldinn fund Var tillagan samþykkt nær ein ur í Verkamannafélaginu Hlít’ í róma — fjórir greiddu atkvæði Hafnarfirði þar sem rætt var um á móti. uppsögn gildandi kaup- og kjara samninga. Fyrir fundinum lá tillaga, er stjórn og trúnaðarmannaráð Hlif ar hafði samþykkt á sumardag- inn fyrsta að leggja fyrir þennan fund þess efnis, að samningum yrði sagt upp. AKRANESI, 29. apríl — Afli bát- anna hérna í gær var samtals 136 lestir, en þeir voru 10 á sjó. Fisk- urinn í netjunum var tveggja nátta. Aflahæstir voru Sveinn Guðmundsson með 20 lestir og Heimaskagi með 18 lestir. í dag eru 6 bátar á sjó. — Oddur. „Þó blasir atvinnuleysið við” Meistarafél. járniðnaðarmanna rœðir hinn alvarlega efnisskort járniðnaðarins NÝLEGA var haldinn fundur í Meistarafélagi járniðnaðarmanna og þar rætt um hið alvarlega á stand sem ríkjandi er varðandi efnisútvegun til þessa mikilvæga iðr.aðar. Samþykkti fundurinn á- lyktun í málinu, þar sem hinu al varlega ástandi er lýst fyrir stjórnarvöldunum og á þau skor- að að hlutast til um lagfæringu. Ályktunin er svohljóðandi: „Fundur í Meistarafélagi járn- iðnaðarmanna leiðir athygli nk isstjórnarinnar og innflutnings- yfirvaldanna að því mjög alvar- lega ástandi sem er ríkjandi um efnisútvegun fyrir járniðnaðinn í landinu, þar sem sú staðrenyd er fyrir hendi að efnisvöruskort- ur er svo mikill að vélsmiðjurn- ar geta ekki veitt, nema að litlu leyti, þjónustu við höfuð útflutn- ingsframleíðslu þjóðarinnar, sem er grundvöllur fyrir öllu at- vinnulífi landsins. Ef þessu verður ekki kippt í lag án tafar, þá blasir atvinnu- leysi við í þessari. þýðingarmestu iðngrein landsins. Nú á sl. árum hefur járn- og stálkaupum verið beint til aust- urveldanna, járniðnaðinum til tjóns, bæði vegna þess að verðlag á efni frá þessum löndum 'er hærra heldur en frá vesturveld- unum og einnig vegna þess hversu óhentug er öll afgreiðsla frá þessum löndum. Skorar því Meistarafélag járn- iðnaðarmanna á ríkisstjórnina og innflutningsyfirvöldin, að beita sér fyrir því að innflutningur á smíðajárni verði raunverulega gefinn frjáls og veittur nægileg- ur gjaldeyrir 'til innkaupa, þar sem hagstæðast er á hverjum tíma“. Bændur á skíðum við fjárgæzlu BÆ, Höfðaströnd, 29. apríl — í dag var vegurinn opnaður milli Haganesvíkur og Hofsóss. Er veg- urinn enn nokkuð slæmur, en þó er hægt að fara hann á kraft- miklum bifreiðum. 1 Fljótum er snjóa tekið að leysa niður við sjóinn, og þar eru bændur byrj- aðir að láta út fé, en að öðru leyti er enn alveg jarðlaust í Fljótun- um. Heyfengur er þar sæmileg- ur. Lítið sem ekkert hefur verið farið á sjó þar, og veiði því eng- in nema lítils háttar hrognkelsa- veiði. Heilsufar er gott meðal Fljótamanna. Innar í sveitinni, í grennd við Hofsós, hefur snjóa töluvert tek- ið upp, en miklir skaflar eru enn- þá á túnum. Fram til dala er enn engin jörð. Þegar veður er gott, er féð látið út, og eru bændur á skíðum við fjárgæzlu. Vegir hér, t. d. til Sauðárkróks, eru seinfærir vegna aurbleytu og mjög holóttir, en þó sæmilega ak- færir. Á Hofsósi hefur fiskafli verið sama og enginn nema nokk- ur hrognkelsa- og rauðspettu- veiði. Heilsufar á Hofsósi er sæmi legt. — Björn. öðinn ANNAÐ KVÖLD verour revían „Tunglið tunglið taktu mig“ sýnd í Sjálfstæðishúsinu fyrir meðlimi Óðins. Aðeins örfáir miðar á sýn- inguna eru enn óseldir og eru þeir til sölu í kvöld kl. 8—lð í Sjálfstæðishúsinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.