Morgunblaðið - 30.05.1958, Page 19
Föstudagur 30. maí 1958
MOF GVNBL AÐtÐ
19
Aldarafmœlis Finns
Jónssonar minnzf
1 GÆRKVÖLDI var rainnzt
hundrað ára afmælis dr. Finns
Jonssonar prófessors í Hátíðasal
Háskólans. Hófst athöfnin á á-
varpi dr. Þorkels Jóhannessonar
háskólarektors, en síðan tók til
máls dr. Halldór Halldórsson,
prófessor og- ffutti ýtarlegan fyr-
irlestur um ævi Finns Jónssonar
og margþætt störf hans í þágu
íslenzkra fræða.
Fyrirlesarinn gat þess að Finn
ur hefði kosið að ryðja margar
brautir sæmilega í stað þess að
leggja eina braut frábærlega.
Hefði hann verið einn mesti elju-
maður sem um getur.
Prófessorinn kvað Háskóla ís-
lands eiga Finni Jónssyni mikla
skuld að gjalda fyrir þá virðingu
sem hann sýndi skólanum með því
að ánafna honum bókasafn sitt 3.
apríl 1909, tveimur árum áður en
hann var formlega stofnaður.
Var bókasafnið, um 7500 bindi,
flutt til Islands 1934 skömmu eft-
ir dauða Finns og var fyrst til
húsa í herbergiskytru í Alþingis-
húsinu.
Dr. Halldór gat síðan nánustu
ættmenna og rakti ævi Finns.
Hann var sonur Jóns Borgfirð-
ings sem var þekktur fræðaþul-
ur og bókasafnari, en lögreglu-
þjónn i Reykjavík á árunum 1865
til 1888. Hann lézt árið 1912 frá
sex börnum. Meðal þeirra var
Klemens landsritari og siðar ráð-
herra.
Á Hafnarárum sínum naut
Finnur Garðsstyiks, en hafði ekk-
ert fé umfram hann. Varð hann
því að flýta námi sínu og lifa
mjög sparlega. Bjó hann fyrst'a
veturinn með Gesti Pálssyni. Nám
ið sem Finnur stundaði tók að
jafnaði 7—8 ár, en hann sá sér
ekki fært að eyða meira en 4%
án í það, og lauk hann prófi með
annarri einkunn, eins og hann
hafði búizt við. Hóf hann þá þeg-
ar að viða að sér efni í doktorsrit-
gerð sem hann samdi samhliða
þreytandi kennslustörfum. Varði
hann ritgerðina 6. nóv. 1884, eða
sex árum eftir að hann hóf há-
skólanám, og hafði því aflað sér
doktorsnafnbótar á skemmri tíma
en venjulegir stúdentar náðu sér
í embættispróf.
Finnur ætlaði sér að verða próf.
við Hafnarháskóia. Konráð Gísla-
son var þá orðinn háaldraður mað
ur, fæddur 1808, og lét brátt af
störfum. Áður hafði Finnur feng-
ið starf sem einkadósent, en
hreppti þó ekki stöðuna þegar til
kom. I stað þess var stofnað nýtt
dósentsembætti sem honum var
veitt 1887, Hann varð prófessor
ekstraordinær árið 1898, prófessor
ordinær.1911 og lét af störfum
fyrir aldurs sakir árið 1928. Hann
lézt í Höfn 31. marz 1934, og tal-
aði m.a. Ásgeir Ásgeirsson, þá-
verandi forsætisráðherra yfir
moldum hans.
Af Islendingum sem tóku próf
í norrænum fræðum hjá Finni
Jónssyni má nefna þá Sigurð Guð
mundsson, skólameistara, Sigurð
Nordal, Jakob Jóh. Smára, Bjöm
ICarel, Jón Helgason og Einar Öl.
Sveinsson.
Dr. Halldór ræddi síðan um rit
Finns Jónssonar sem voru fjöl-
þætt og geysimikil að vöxtum.
Voru mörg þeirra hrein þrekvirki
og ruddu brautina vísindum síðari
tíma. Vöktu störf Finns og útgáf-
ur miklar deilur á Norðurlöndum
og víðar, en því hefur aldrei ver-
ið haggað, að Finnur Jónsson var
mikill brautryðjandi, enda þótt
margar kenningar hans og skoð-
anir hafi orðið að lúta í lægra
haldi fyrir rannsóknum síðari
tíma.
Fyrirlesarinn benti á, að helztu
kenningar hans um algert sann-
sögulegt gildi íslendingasagna og
algera einangrun íslenzkra bók-
mennta á miðöldum hafi verið
hraktar að mestu. Finnur gat
aldrei sætt sig við að á sögurnar
væri litið sem listaverk. Finnur
kveðst í sjálfsævisögu sinni vera
gersneyddur ímyndunarafli, og
er það nátengt algeru trúleysi
hans. Þetta var í senn styrkur
hans og veikleiki. Danskur mað-
ur, Ame Möller, sagði um hann
látinn, að hann hefði verið mikill
maður innan takmarkana sinna,
en takmarkanir hans hefðu líka
verið miklar.
Finnur var sæmdur fjölda heið
ursmerkja og nafnbóta og sýnd
margs konar virðing, en var sjálf
ur mjög hégómalaus maður.
Fyrirlesturinn var fremur illa
sóttur.
— Frá bæjarstjórn
Frh. af bls. 2.
nær öll gengið til útlána til bæj-
ar- og sveitarfélaga, annarra en
Reykjavíkur. — Lagði Þorvaldur
áherzlu á það óréttlæti, sem fæl-
ist í þessu og benti á hvernig ríkis
valdið hefði sett Reykjavík skör
lægra en önnur bæjarfélög í þess-
um efnum.
Nú bætist það við, að kjör þau
sem mönnum eru boðin í verka-
mannabústöðunum eru lakari en
þau sem byggingarfélag bæjarins
hefur boðið mönnum í Gnoðar-
vogshúsunum í Gnoðarvogshús-
unum hefur útborgun verið 60—
90 þús. kr. fyrir 2 og 3 herbergja
íbúðir en í verkamannabústöðun-
um 115 þús. kr., miðað við þær
íbúðir sem síðast voru afhentar.
— Þorvaldur ræddi síðan bygg-
ingarframkvæmdir Reykjavíkur-
bæjar, og framlög hans til bygg-
ingarsjóðs bæjarins, samkvæmt
tillögum Sjálfstæðismanna í
frumvarpinu að fjárhagsáætlun
fyrir 1958. Benti ræðumaður á
hinar miklu framkvæmdir
Reykjavíkurbæjar í þessum efn-
um og hins vegar á það, hve mjög
ríkið hefði dregizt aftur úr um
framlög til útrýmingar heilsu-
spillandi húsnæði.
Sjáfstæðismenn hafa markað
stefnu sina
Geir Hallgrímsson tók fram að
áberandi væri hve margar breyt-
ingartillögur minnihlutaflokk-
anna væru órökstuddar og óraun
hæfar. T.d gerðu þeir ráð fyrir
lækkun á framlagi vegna bifreiða
kostnaðar, þótt allur reksturs-
kostnaður bifreiða stórhækki og
eins gera þeir ráð fyrir að skera
niður kostnað á skrifstofum
vegna pappírs, ritfanga og prent-
unar þó kostnaður við slíkt fari
hækkandi. G. H. tók fram, að
þegar Sjálfstæðismenn hefðu
samið tillögur sínar út af hækk-
unum vegna bjargráðanna,
hefðu þeir áætlað þær svo var-
lega sem unnt væri. Benti hann
á, að bæjarfulltrúi kommúnista
Guðm. Vigfússon, teldi að út-
gjaldahækkunin vegna bjargráð-
anna ætti að vera meiri. Vék G
H. að því að bæjarfulltrúi Fram-
sóknarmanna teldi, að útgjalda-
aukning yrði ekki nema 2,1 millj.
vegna bjargráðanna, en það gæti
verið hverjum bæjarbúa aug-
Ijóst, að hækkunin hlyti að vera
miklu meiri á heildarútgjöldum,
sem nema á annað hundrað millj.
kr. Benti G. H. ennfremur á að
fulltrúar minnihlutaflokkanna
viðurkenndu, að útgjöld ýmissa
stofnana, svo sem strætisvagna
og hitaveitu hlytu að hækka
mjög verulega og lægi þá í aug-
um uppi að hið sama gilti um I
rekstur bæjarfélagsins sjálfs í I
heild.
Að lokum lýsti Geir Hallgríms-
son afstöðu Sjálfstæðisflokksins
til ályktunartillagna minnihluta
flokkanna í heild og einstökum
atriðum Kvað hann Sjálfstæðis-
menn hafa markað stefnu sína í
bæjarmálum skýrt og greinilega
fyrir kosningar og mundu starfa
að málum bæjarins á grundvelli
þess. ítrekaði Geir Hallgrímsson
að þrátt fyrir hinar gífurlegu á-
lögur stjórnarvaldanna mundu
Sjálfstæðismenn hafa útsvarsstig
ann þann sama og áður, þannig
að útsvar á sömu tekjur yrði ekki
hærra en verið hefði.
Á eftir G. H. töluðu þeir Guð-
mundur J. Guðmundsson (K) og
Alfreð Gíslason (K) og héldu
mjög stuttar ræður.
Var umræðum þar með lokið.
Gaf forseti stutt hlé kl. rúmlega
7, til matar og mötuðust bæjar-
fulltrúar í sal þeim, sem ætlaður
er til veitinga og er á 6. hæð
Skúlatúnsbyggingarinnar. Að því
loknu fór fram atkvæðagreiðsla
um framkomnar tillögur og álykt
anir og voru tillögur Sjáifstæðis-
manna, eins og þeim hefur verið
lýst hér á undan, samþykktar.
— Nefndarálit
Framhald af bls. 11.
félagið Hreyfill. — 6. Vörubíl-
stjórafélagið Þróttur. — 7. Tré-
smiðafélag Reyltjavíkur. — 8.
Verzlunarmannafélag Reykjavík-
ur. — 9. Landssamband íslenzkra
verzlunarmanna. — 10. Hið ís-
lenzka prentarafélag. — 11. Félag
islenzkra prentmyndasmiða. —
12. Sveinafélag skipasmiða. —
13. Landssamband vörubifreiða-
stjóra. — 14. Bifreiðastjórafélag-
ið Neisti, Hafnarfirði. — 15. Bif-
reiðastjórafélagið Fylkir, Kefla-
vík. — 16. Samband matreiðslu-
og framreiðslumanna.
Frá mörgum öðrum hagsmuna-
samtökum og samtökum framleið
enda hafa Alþingi einnig borizt
mótmæli. Má meðal þeirra nefna
Landssamband ísl. útvegsmanna,
sem lýsir því yfir í bréfi til Al-
þingis, að stöðvun fiskiskipa-
flotans liggi við borð, ef frum-
varp þetta verði samþykkt óbreitt
í aðalatriðum; ekkert samkomu-
lag við samtökin hafi verið gert
af hálfu ríkisstjórnarinnar, áður
en málið var flutt. Enda þótt
3. minni hl. fjárhagsnefndar telji,
að breyta þyrfti þessu frumvarpi
í þýðingarmiklum atriðum, flytj-
um við engar breytingartillögur
varðandi meginefni og stefnu
frv., enda hefur enginn tími gef-
izt til þess að undirbúa. flutn-
ing þeirra. Fyrir nokkrum breyt-
ingartillögum, er við flytjum,
verður gerð nánari grein í fram-
sögu.
Minni hlutinn telur sig af fram
angreindum ástæðum ekki geta
mælt með samþykkt frv. þessa.
KAHNAR JÓNSSON
hæstarctturlóginaður.
Laugaveg, 8. — Sími 17752.
Lögfræðistörf. — Eignaunisýsla.
V inna
Hreingerningar
Vanir menn. Fljót og góð vinna.
Sími 23039. — ALLI.
Vegna farðarfarar
verða verzlanir vorar lokaðar kl. 12—3 e.h. í dag.
MARKAÐURINN, Hafnarstræti 5
MARKAÐURINN, Hafnarstræti M
MARKAÐURINN, Laugaveg 89
Ragnar Þóðrarson & Co. h.f.
Þakka auðsýnda vináttu á sjötugsafmæli mínu þann
27. þ.m.
Thor Jensen Brand.
Hjartanlega þakka ég börnum mínum aettingjum og vin
um, sem heimsóttu mig og færðu mér gjafir á 70 ára af-
mæli mínu 27. maí, og gerðu mér daginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Ólafur Sigurðsson, Meiri-Turtgu.
Hjartans þakkir mínar til allra vina minna og frænd-
fólks hér og á Akranesi, sem minntust mín á áttræðis-
afmæli mínu 22. þ.m. á marvíslegan hátt.
Sérstakar þakkir vil ég færa frú Gróu Eyjólfsdóttur,
frænku minni, sem tók á móti vinum mínum þennan dag
á heimili sínu, og veitti af mikilli rausn, móður hennar
frú Steinunni Sigugeirsdóttur færi ég sömuleiðis hjartans
þökk fyrir alla hennar aðstoð við mig.
Guð blessi ykkur öll.
Jónína Þórðardóttir, Lokastíg 17, Reykjavík.
Hjartanlega þakka ég öllum ættingjum og vinum er
sýndu mér vináttu með heimsóknum og gjöfum á fimm-
tugsafmæli mínu 25. þ.m. |
Marís Arason. ** I
Móðir okkar og fósturmóðir
JÖHANNA Gl DHliN JÓHANNSDÖTTIR
Vesturbraut 22, Hafnarfirði, andaðist í sjúkrahúsinu Sól-
vangi, Hafnarfirði, 29. maí.
Bergþór Albertsson,
Albert Þorsteinsson,
Guðrún Albertsdóttir,
Steindóra Albertsdóttir.
Fóstursystir mín
GUDLAUG GlSLADÓTTIR
frá Hofstönd andaðist á hvítasunnudag. JcU'ðað verður
frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. júní kl. 1,30.
Halldóra Sigfúsdóttir.
Eiginmaöur minn, faðir okkar, sonur og bróðir
RAGNAR PÉTUR BJARNASON
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 31.
maí.
Athöfnin hefst með húskveðju á heimili hins látna,
Austurvegi 65, Selfossi kl. 16.30. Þeir sem vildu heiðra
minningu hins látna eru beðnir að láta líknarstofnanir
njóta þess.
Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 15.
Katrín Elsa Jónsdóttir og böm.
Þórhildur Hannesdóttir og börn.
Maðurinn minn og faðir okkar
INGIMUNDUR GUÐJÓNSSON
verður jarðsunginn frá Útskálakirkju laugardaginn 31.
maí. Athöfnin hefst með bæn að heimili hans Garðsstöð-
um kl. 2 e.h.
Jónína Guðmnndsdóttir og börn.
Jarðarför
HALLGRlMS
sonar okkar, sem andaðist 22. maí, fer fram fer Sauðár-
krókskirkju, laugardaginn 31. maí kl. 2 e.h.
Rósa Þorsteinsdóttir, Tómas Hallgrímsson.
Sauðárkróki.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við frá-
fall og jarðarför föður okkar •
KRISTINS G. GUÐBJARTSSONAR
Kristjana L. Kristinsdóttir, Gissur J. Kristinsson.
Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu
samúð sína og hjálpsemi við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður og ömmu
KRISTÍNAR SNORRADÓTTUR
frá Hæðarenda.
Dætur, tengdabörn og barnabörn.