Morgunblaðið - 30.05.1958, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.05.1958, Qupperneq 20
VEÐRIÐ NA gola, léttskýjað. 119. tbl. — Föstudagur 30. maí 1958 Verðbólgufrumvarpið lögfest í gær Samþykkt í efri deild með 10 atkv. gegn 7. Allar breytingar Sjálfsfœðis- manna felldar EFNAHAGSMALAFRUMVARP ríkisstjórnarinnar var samþykkt stm lög á fundi efri deildar Alþingis siðdegis í gær með 10 atkv. gegn 7. Með frumvarpinu greiddu atkvæði allir þingmenn stjórnar- flokkanna í deildinni nema Eggert Þorsteinsson. Hann greiddi at- kvæði gegn frumvarpinu, svo og allir þingmenn Sjálfstæðisflokks ins. Engar breytingartillögur náðu fram að ganga í efri deild. Umræður í gær 2. og 3. umræða í efri deild um efnahagsmálafrumvarpið fór fram í gær. Fjárhagsnefnd deild- arinnar hafði klofnað í þrennt. Karl Kristjánsson skýrði nefnd- arálit þeirra Björns Jónssonar, en þeir vildu láta samþykkja frumvarpið. Eggert Þorsteinssor skilaði séráliti og mælti gegn frumvarpinu. Sigurður Bjarnason hafði framsögu f. h. þeirra Gunn- ars Thoroddsens og andmælti frumvarpinu. — Frá nefndaráliti Sjálfstæðismanna er sagt á öðr um stað í blaðinu í dag. Auk þessara manna tóku til máls í gær: Lúðvík Jósefsson, Friðjón Þórðarson, Jóhann Þ. Jósefsson og Guðmundur í. Guð- mundsson. Breytingartillögur Ýmsar breytingartillögur komu fram. Gunnar Thoroddsen og Sigurð- ur Bjarnason iögðu til: — að heimilt skyldi að endur- Frumsýningu ágællega lekið OPERETTAN „Kysstu mig Kata“ var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. — Áhorfendur tóku óperettunni ágætlega og voru hljómsveitarstjóri og leikstjóri ásamt leikendum kallaðir fram margsinnis að sýningunni lok- inni. Góð lambahöld AKRANESI, 29. maí. — Enn fjölgar fjárhópnum og fríkka lömbin hjá Grími Magnússyni á Grímsholti. Nú eru bornar hjá honum 59 ær og komin 105 lömb. Engin vanhöld eru á lömbunum. — Oddur. Vertíðarafli Ólafs- víkurbáta um 6700 i. ÓLAFSFIRÐI, 29. maí. — Á vetr arvertíðinni sem lokið er fyrir nokkru komu hér alls á land 6694 tonn af óslægðum fiski og er það töluvert meira magn en á vetrarvertíðinni 1957. Þessir bátar voru með hæstan afla: Jökull, skipstjóri Tryggvi Jónsson, 882 tonn í 93 róðrum; Bjarni Ólafsson, skipstjóri Jón- steinn Halldórsson 817 tonn í 98 róðrum; Glaður, skipstjóri Krist- mundur Halldórsson 781 tonn í 96 róðrum; Þorsteinn 714 tonn. Var þessi bátur með hæstan afla miðað við róðrafjölda. Hann fór 75 róðra, og hafði að meðaltali 9,5 tonna afla i róðri. Skipstjóri á bátnum er Jón Magnússon. Héðan munu trúlega fara 4 til 5 bátar á síldveiðar nyrðra en aðrir munu fara á reknet í Faxa- ílóa. — Bj. greiða innflutningsgjald af hrá- efnum til iðnaðar, er ríkisstjórn- int telur það nauðsynlegt vegna afkomu einstakra iðngreina — að efnivara og þjónusta iðn- aðarins skyldi undanþegin 6% útflutningssjóðsgjaldi — að gjald af innlendum toll- vörutegundum skyldi innheimt með 100% (ekki 150%) álagi. Gunnar og Sigurður lögðu ásamt Jóhanni Þ. Jósefssyni til. að yfirfærslur vegna náms- og sjúkrakostnaðar skyldu undan- þegnar yfirfærslugjaldi. Jóhann Þ. Jósefsson lagði til: — að áhafnir skipa og flugvéla skyldu greiða 30% yfirfærslu- gjald (ekki 55%) — að uppbætur skyldu greidd- ar vegna fullverkunar fisks eftir 14. maí — að vátryggingariðgjöld fiski- báta skyldu greidd úr útflutnings sjóði allt þetta ár. Friðjón Þórðarson og Sigurður Ó. Ólafsson lögðu til, að vinnu- laun erlendra ríkisborgara, sem ráðnir hafa verið til landbúnaðar starfa hér á landi, skyldu undan- þegin yfirfærslugjaldi til 1. nóv. næstkomandi. Atkvæðagreiðslur Allar þessar breytingartillögur Sjálfstæðismanna voru felldar. Eftir 3. umræðu var frumvarpið í heild samþykkt með 10 atkv. gegn 7, sem fyrr segir. Eggert G. Þorsteinsson gerði sérstaka grein fyrir atkvæði sínu. Mælti hann á þá leið, að frumvarpið skorti nauðsynlegan stuðning verka- lýðssamtakanna og þess vegna væri hann því andvígur. Ólafur Thors. Mikið kal í lúnum í Árneshreppi GJÖGRI, Árneshreppi, 29. maí. Sumarið byrjaði hér með norðan- byl, og annað veifið hefir snjóað alveg niður í fjöru. Frost hefir verið svo að segja á hverri nóttu, en undanfarna viku hefir veður verið gott. Mikið kal er í túnum. Sauðburður gengur vel, og eru lömbin stór og vel frísk. Grá- sleppuveiði hefir verið góð, þegar gefið hefir á sjó. — Regína. Olafur Thors rceðir stjórnmálaviðhorfið á aðalfundi Þorsteins Ingólfssonar oð Klébergi í kvold AÐALFUNDUR Sjálfstæðis- félagsins „Þorsteins Ingólfs- sonar“ í Kjósarsýslu verður haldinn að Klébergi í kvöld. Fundurinn hefst kl. 9. Þar fara fram venjuleg aðalfundarstörf, en auk þess mun Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, og þing maður Gullbringu- og Kjósar- sýslu, flytja ræðu. — Talar hann um þá atburði, sem orð- ið hafa á sviði stjórnmálanna síðustu daga og vikur. Hin miklu pólitísku átök, sem átt hafa sér stað að und- anförnu, hafa verið aðalum ræðuefni fólksins í landinu og því sneru forystumenn Sjálfstæðisflokksins í Kjósar- sýslu sér til Ólafs Thors og báðu hann að rekja gang Fjölbreytt hátíðahöld á Sjómannadaginn málanna á aðalfundi félags- ins í kvöld. — Munu margir hafa hug á að hlýða á ræðu Ólafs. 390 lonn á 12 dögum HAFNARFIRÐI. — Eins og skýrt hefir verið frá, hafa togararnir aflað mjög vel síðustu vikurnar, og þeir jafnan komið inn með fullfermi eftir um 12—14 daga útiveru. Landað hefir verið úr þremur togurum núna í vikunni, og var Bjarni r’ddari, skipstjóri Júlíus Sigurðsson, aflahæstur. Var hann 12 daga á veiðum og fékk samtals 390 tonn af ísfiski, sem er eitt mesta aflamagn tog- ara hér í Hafnarfirði í ekki iengri veiðiferð. 60 tonnum var skipað á land fyrir vestan, en hingað kom hann með 330 tonn. Bjarni ridd- ari fór aftur á veiðar í gær. G. E. Kunnur V- íslend- ingur í heimsókn VESTUR-ÍSLENDINGURINN Zophonías Þorkelsson og frú Sig- rún kona hans komu hingað til lands sl. þriðjudag. Þau dveljast hér um óákveðinr. tíma og munu ferðast nokkuð um landið í sumar. Þau hjón eiga marga vini hér á landi. Hér í Reykjavík eru þau til heimilia að Vesturbrún 38 hjá Guðsteini Sigurgeirssyni, bróður frú Sig- rúnar. Hátíðahöld í Hafnar- firði á morgun og sunnudag HAFNARFIRÐI — Nú er verið að leggja síðustu hönd á allan undirbúning fyrir hin miklu há- tíðahöld, sem verða hér á morg- un og sunnudag í tilefni af 50 ára afmæli Hafnarfjarðar sem kaup- staðar. Verður bærinn í hátíða- skrúða þessa tvo daga, og fara þá fram fjölbreytt hátíðahöld, sem hefjast á laugardag með vígslu hins nýja Bæjar- og héraðsbóka- safns. Þar verður einnig sögusýn- ing í tilefni afmælisins. Háð verð ur keppni í Sundhöll Hafnar- fjarðar við sundfólk frá Neskaup- stað — og knattspyrnuleikur við Reykjavík. — Barnaskemmtanir verða í báðum bíóunum. — Um kvöldið býður bæjarstjórnin gest- NÆSTKOMANDI sunnudag, 1. júní, er Sjómannadagurinn há- tíðlegur haldinn um land allt. í tilefni dagsins kvaddi Sjó- mannadagsráð fréttamenn á sinn fund í gær og skýrði frá helztu atriðum væntanlegra hátíða- halda. Verða þau með líku sniði og undanfarin ár, hefjast með hátíðamessu í Dvalarheimili aldraðra sjómanna kl. 10 árdegis. Kl. 13,30 ganga sjómenn fylktu liði um bæinn með lúðrasveit í broddi fylkingar, en kl. 14 hefst útisamkoma við Austurvöll. Verða flutt ávörp og ræður af svölum Alþingishússins. Kl. 15,30 verður kappróður og sundkeppni í Reykjavíkurhöfn, en um kvöld- ið verða skemmtanir í Sjálf- stæðishúsinu, Ingólfscafé, Silfur- tunglinu og Breiðfirðingabúð. Frá kl. 14 á Sjómannadaginn hafa sjómannakonur kaffisölu í Sjálfstæðishúsinu til ágóða fyrir Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Að þessu sinni hafa konurnar hugsað sér að verja ágóðanum af kaffisölunni til kaupa á prjóna vélum, saumavélum og öðrum nauðsynlegum vinnutækjum í vinnustofu kvenna í heimilinu. Vegna þess hve mörg skip eru stödd á hafi úti á Sjómanna- daginn eru aðstandendur og vel- unnarar sjómanna hvattir til að taka þátt í skrúðgöngunni. Lislmunauppboð kl. 5 í dag SIGURÐUR Benediktsson heldur listmunauppboð í Sjálfstæðishús- inu kl. 5 í dag. Seldar verða 45 myndir, þar af 5 eftir Ásgrím Jónsson og 6 eftir Kjarval. Auk þess verða seldar myndir eftir: K. Pfeiffer, Ben. Guðmundsson Jón Helgason, Einar Jónsson, Jó- hannes Geir, Jens Eyjólfsson, Kristján Davíðsson, Solveigu Eggerz, Finn Jónsson, Eyjólf Eyfells, E. Walters, Svein Þórar- insson, Karen A. Þórarinsson, Magnús A. Árnason, Gunnlaug Blöndal, Guðmund Einarsson. Engilberts, Eggert Guðmundsson, Scheving, Jón Þorleifsson, Mugg og Þórarin B. Þorláksson. Munirnir eru til sýnis í dag kl. 10—4. Ný lög Á FUNDI neðri deidar í gær voru tvö frumv. samþykkt sem lög: 1) Frumv. um mannfræði- og æltfræðirannsóknir (um skyldu presta til að skrá æviatriði þeirra sem andast í söfnuðum þeirra. 2) Frumv. um réltindi vélstjóra. Breytingartilögur, sem Ásgeir Sigurðsson flutti við síðara frumv., náðu ekki fram að ganga. AKRANESI, 29. maí. — Síldar- bátarnir, en sex eru byrjaðir, voru í dag með 10—90 tunnu afla. Hingað kom í dag erl. fisktöku- skip og á morgun er Reykjafoss væntanlegur til að lesta fiskimjöl. um til afmælisveizlu f Alþýðu • húsinu, og verða meðal boðsgesta fulltrúar frá vinabæjum Hafnar- fjarðar í Danmörku, Noregi og Finnlandi. Á sunnudag kl. 10 f. h. verða guðsþjónustur í báðum kirkjun- um. Þann dag verður samvinna um hátíðahöldin af hálfu hátíðar- nefndar Hafnarfjarðar og sjó- mannadagsráðs Hafnarfjarðar, en þá er eins og kunnúgt er sjó- mannadagurinn. XI. 1,30 verður safnast saman við Ráðhúsið og gengið þaðan í skrúðgöngu með Lúðrasveit Hafnarfjarðar í farar- broddi, stjórnandi Albert Klahn, um nokkrar götur og síðan stað- næmst við hátíðasvæðið, sem er við Strandgötu. Þar setur Krist- inn Gunnarsson hátíðina og Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri flytur ræðu; lúðrasveitin leikur; karlakórinn Þrestir syngur undir stjórn Páls Kr. Pálssonar; full- trúi Sjómannadagsins, Sigurjón Einarsson, forstjóri, flytur ræðu, og þrír aldraðir sjómenn verða heiðraðir. Þá fer fram fimleika- sýning, handknattleikur, róðra- keppni og reiptog. Kl. 6,30 verð- ur settur hátíðafundur í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar og er öllum heimill aðgangur. Kl. 8,15 hefjast svo' útihátíðahöld að nýju og verð ur margt til skemmtunar og dans stiginn. —. Þá skal þess getið, að frá kl. 3—6 á sunnudag verða ókeypis kaffiveitingar í þremur samkomuhúsum í bænum. — G.E. Munið að gera skil Op/ð til kl. 6, simi 1-71-04. Sækjum heim Happdrætti Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.