Morgunblaðið - 25.06.1958, Page 2

Morgunblaðið - 25.06.1958, Page 2
2 M O R C T’ \ fí r 4fíltí Miðvik'udagur 25. júní 1958 Iðnaðarbankirm 5 ára í dag Saga bankans stuttlega rakin og útdráttur úr ræðu bankarádsformanns Kristjáns Jóh. Kristjánssonar í GÆR voru fréttamenn boðaðir í húsakynni Iðnaðarbanka íslands hf. við Lækjargötu í tilefni þess að i dag eru liðin fimm ár fra því að bankian hóf starfsemi sína. Guðmundur Ólafs banka- stjóri rakti sógu bankans þessi fyrstu fimm ár. Bankinn var stofnaður, fyrir forgöngu Landssamb. iðnaðar- manna og Félags isl. iðnrekenda Hlutafé hans er 6,5 milljónir króna. Af því íé lagðí ríkissjóður fram 3 milljónir, samtök iðnaðar- manna og iðnrekenda söfnuðu 3 milijónum. Hálfri milljón kr. var aflað með almennu hlutafjárút- boði, og eru þau bréf flest eign iðnaðarmanna. Hluthafar í bankanum munu vera nálægt einu þúsundi. Bankanum er ætlað það hlut- verk að reka bankastarfsemi, er sérstaklega miði að því að styrkja verksmiðjuiðnað og handiðnað í landinu. Á aðalfundi bankans, sem haid inn var 7. þ. m. og var mjög fjöl- sóttur ríkti mikill einhugur um framtið hans og viðgang. Á fur.d- inum var samþykkt einróma svo- hljóðandi tillaga: „Aðalfundur Iðnaðarhanka ís- lands hf. 1958 lýsir ánægju sinni yfir einróma samþykkt Álþingis á þingsályktunartillögu Sveins Guðmundssonar um endurkaup Seðlabankans á hráefna- og fram- leiðsluvíxlum iðnaðarins. Væntir fundurinn þess, að hlut aðeigandi stjórnarvöld sjái sér fært að koma þessu brýna hags- munamáli íslenzka iðnaðarins í framkvæmd hið allra fyrsta.“ Með þessari samþykkt Alþingis telja iðnaðarmenn fengna full- komna viðurkenningu á því að iðnaðurinn sé þjóðhagslega jafn nauðsynlegur og skuli njóta jaín- réttis á við hina grundvallarat- vinnuvegina — landbúnað og sjávarútveg — um nauðsynlegt lánsfé til starfsemi sinnar, sagði Guðmundur Ólafs bankastjón. Bankinn hefir fest kaup á ágæt is lóð við Lækjargötu og hefir mikinn áhuga á að byggja sér hús á henni, en af ýmsum ástæð- um ekki verið hægt að hefja byggingarframkvæmdir. Síðasti aðalfundur skoraði eindregið á fjárfestingaryfirvöldin að vpita nú þegar nauðsynleg leyfi tii byggingarinnar. Starfsemi bankans hefir farið jafnt og ört vaxandi allt írá stofnun hans. Sparifé í bankan- um nam um sl. áramót kr. 61,3 millj. Stjórn bankans skipa nú: Formaður Kristján Jóh. Krist- jánsson, forstjóri; ritari Sveinn Guðmundsson, forstj.; varaform. Magnús Ástmarsson, prentari; meðstjórnendur Guðm. H. Guð- mundsson, bæjarfulltr. og Helgi Bergs, verkfræðingur, og voru þeir allir endurkosnir á síðasta aðalfundi einróma. Hér á eftir fer útdráttur úr ræðu bankaráðsformanns. Krist- jáns Jóh. Kristjánssonar, er hann flutti á aðalfundinum. Strax í ársbyrjun 1957 var nokkur kvíði í mönnum fyrir því, að óvissa sú og öryggisleysi sem ríkti í efnahagsmálum þjóðarinn- ar myndi geta haft alvarlegar af- leiðingar fyrir peningastofnamr þær sem ávaxtað hafa sparifé al- mennmgs, þar sem búizt var við að íslenzka krónan yrði þá og þeg ar stórlega felld i verði og eðii- legt þótti að menn veltu þvi fyrir sér, á hvern hátt þeir gætu svo ráðstafað sparifé sínu að það rýrn aði ekki stórkostlega við minnk- andi verðgildi islenzku krónunn- ar. >að var því af opinberri hálfu slegið á þessa strengi aimennmgs. þegar byrjað var á útgáfu svo- kallaðra vísitölubréfa, sem buðu að þessu leyti betri kjör en bank ar og sparisjóðir gátu gert cg hófst með útgáfu þeirra raunveru leg samkeppni við banka og spari sjóði í landinu um sparifé lands- manna og hefur sú samkeppni borið talsverðan árangur á þann Kristján Jóh. Kristjánsson veg að draga frá sparifjáraukn- ingu hjá bönkum og sparisjóðum. Þar við bættist svo að íbúðarhúsa byggingar voru meíri á árinu 1957 en nokkru sinm áður hafði þekkzt. Þrátt fyrir það að bank- arnir væru svo að segja lokaðir fyrir húsbyggjendum. Mikill hluti þessara framkvæmda hefur því byggzt fyrir fé sem gengið hefur manna á milli utan við lánsstofnanirnar. Þess má og geta, að sparisjóður verziuriar- manna, sem stofnaður var seint á árinu 1956 jók geysilega inn- stæðufé sitt á sl. ári og hefði mátt ætla að það drægi mjög úr inn- lögum í Iðnaðarbankann. Þrátt fyrir allt þetta jók Iðnaðarbank- inn innstæðu sína meira á sl. ári heldur en nokkru sinni fyrr. Inn stæða á sparisjóðsreikningi bank ans var í árslok 1956 krónur 48.847.000,00 en í árslok 1957, kr 61.386,000,00. Aukningin hafði því orðið rúmlega 12,5 millj. kv. Inn- stæða á hlaupareikmngi var í árs lok 1956 kr. 22.705,000,00 en í árs- lok 1957 kr. 24.102,000 00, hafði því aukizt um 1.400.000,00. Aukn- ingin var þá á sl. án á sparisjóði og hlaupareiknmgi tii samans nærri 14 milljómr. Afkoma bankans á árinu 1957 var góð. Því miður getur maður tæp- lega búizt við jafngóðri útkomu á yfirstandandi ári og á sl. ári ef dæma rná eftir þeim tíma sem liðinn er frá áramótum og má ætla að dráttur sá sem hefur orð- ið hefur á efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar og óvissa sú, sem ríkir r sambandi við þær valdi þar allmiklu um. Það skal engu spáð um það kvernig síðari hluti ársins verður. en þar velt- ur á miklu hversu til tekst með hinar nýju efnahagsráðjtafanir Alþingis, sem hafa áreiðanlega víðtækari áhrif en margan grun- ar. í júnímánuði sl. sneri Seðla- bankinn sér til hinna bankanna og þar á meðal Iðnaðarbankans og lagði fyrir þá að taka þátt nyju kr. 20 millj. framlagi til húsnæðismálastj., sem jafnað skyldi niður þanmg að hver bankt legði fram 15—16% af spanljár- aukningunni fyrir arið 1956 og það sem liðið væri af annu 1957 og iagði mjóg fast að bönkum og helztu sparisjóðum að gera þetta með frjálsu samkomuiagi. Að því er varðar Iðnaðarbank- ann varð niðurstaðan að lokum sú að bankinn bauðst til að kaupa fjáraukningunni 1957 en endan- leg niðurstaða þessa máls liggur eigi fyrir enn. Bankaráði Iðnaðarbankans er fullljóst hvílíkt vandamál láns- fjárskorturinn til íbúðabygginga er og vill að sjálfsögðu sýna full an þegnskap með hæfilegri þátt- töku í lausn þess, enda þótt slíkt verði ekki með glöðu geði gert, en aðgæzlu er þörf í því að binda sparifé bankans í svona löngum útlánum. Bankinn verður og eðli málsins samkvæmt, að taka fuilt tillit til óska þeirra, sem Seðla- bankinn kann að gera um útlán á hverjum tíma og leitast við að samvinna við hann gangi snurðu- laust og vinsamlega. ★ Það má öllum vera ljóst að Iðnaðarbankann skortir mjög fe til að geta sinnt þörfum Iðnaðar- ins, svo stór og fjárfrekur sem sá atvinnuvegur er orðinn. Hið margumtalaða 15 millj. króna lán er enn ófengið og þó það hefði fengizt myndi það ekki hafa hossað háu í þarfir iðnaðarins. Auk þess serri því mundu fylgja ýmsir annmarkar. Hitt má telja mjög mikilsvert að Alþingi hefur sýnt vilja sinn að því að iðnaður- inn njó.ti nokkurs jafnréttis við aðalatvinnuvegí þjóðarinnar með því að samþykkja einróma tillög- ur Sveins Guðmundssonar um að skora á ríkisstjórnma að vinna að því að iðnaðurinn fái aukið rekstrarfé með þvi að Seðlabank- inn endurkaupi framleiðski- og hráefnavíxla iðnaðarfyrirtækja, sem ég tel eitt af því merkasta, er áunnizt hefur fyrir iðnaðinn. Ég vil því nota þetta tækifæri og þakka Sveini Guðmundssyni fyrir í þessu máli og einnig vil ég þakka Alþingi fyrir röggsama og skemmtilega afgreiðslu þessa máls. í fullu trausti þess að ríkis- stjórnin bregðist fljótt og vel við áskorun þessari. Þá vil ég lítillega minnast á húsbyggingarmál bankans. Eins og menn líklega muna, var ýtar- lega skýrt frá gangi þessa máls á síðasta aðalfundi og var þá talið að öllum undirbúningi væn lokið og hefjast *iætti handa um bygginguna. En því miður fór þetta á annan veg. Málið dróst síðan á langinn, var loks .til lykta leitt í desember mánuði í haust, ea niðurstöður nefndarinnar urðu þær, að leyfa skyldi, eða gera tillögur um að leyft væri að byggja bankahúslð eftir uppdrætti gerðum af arki- tekt, Halldóri Jónssyni, sem líka átti sæti í nefndinni, að því breyttu, að ef að ráðhúsið yrði byggt austan til við enda Tjarnarinnar, þar sem iðnaðar- mannahúsið stendur nú, þá yrði ekki leyft að byggja bankahúsið nema 5 hæða hátt, í stað þess að það hefði verið 7 hæðir. Ef hins vegar ráðhúsið yrði byggt í vikinu móti Góðtempiarahús- inu, væri sjálfsagt að taka málið upp aftur og virtist þá ekki neitt vera til fyrirstöðu um að það mætti vera 7 hæðir. Önnurbreyt- ing var og gerð, sem var mjög til bóta fyrir bankahúsið, en áð- ur hafðí verið ákveðið að banka- húsið skyldi ekki vera hornhús, heldur yrði leyft að byggja hús við suðurenda þess. Nú var hins vegar því slegið föstu að banka- húsið skyldi vera hornhús og ekki yrði leyft að byggja fyrir sunnan það og kemur því bankahúsið til með að standa við 3 götur og er óhætt að fullyrða að það sé eitt- hvert glæsilegasta hússtæði i mið bænum. Að þessum tillögum ötula og velheppnaða framgöngu I fengnum þurfti svo málið að ganga til bæjarráðs og byggingar nefndar og tók það nokkurn tíma svo að það fékk ekki endanlega afgreiðslu í bygginganefnd fyrr en í desember. Þá var orðið það áliðið haustsins að ófært var að byrja á byggingu og var þar farið eftir eindregnum tilmælum húsa- meistarans, sem átti að sjá um bygginguna, sem taldi mjög ó- heppilegt að vinna að bygging- unni að vetrinum á þessum stað. Það var því ákveðið að fresta byggingaframkvæmdum til vors í því trausti að fjárfestingarleyfið myndi verða endurnýjað og við- bótarleyfi veitt, sem nægði til þess að hægt væri að halda áfram. Því miður hefur þetta nú brugðizt og hefur verið beðið eftir því síð- an á áramótum, að leyfið væri framlengt og hefur það ennþá ekkí fengizt, en vonir standa til að það verði mjög bráðlega og mun þá strax byrjað á bygging- unni. Þá er loks eitt mál, sem ég lítillega vildi minnast á, enda þótt stjórn bankans teiji ekki fullkomlega tímabært að gera neinar ályktanir í þvi á þessum aðalfundi. Samkvæmt lögum um stór- eignaskatt hefir bankanum verið gert að greiða kr. 237.453,00 í skatt vegna 126 hluthafa. Bankinn lítur svo á að lögin um stóreignaskatt hafi í engu breytt almennu skattfrelsi hans og hefir þvi kært skattinn og krafizt niður fellingar á honum. Það er því ekki ástæða og varla heldur timabært að taka nú a þessum aðalfundi ákvörðun um hvort bankinn skuli neyta endur- greiðsluréttar hjá hluthöfum, ef honum yrði gert að greiða skatt- inn. Ég vil svo að lokum beina þeirri ósk til þeirra sem að bank- anum standa, velunnara hans og viðskiptamanna, að þeir geri Frh. á bls. 15. Ég vona, að ísland skípi sér áfram í flokk með þeim öflum, sem berjast fyrir frelsi í heiminum DR. JOSEPH T. THORSON dóm- ari frá Kanada flutti í gær fyrir- lestur í Háskóianum á vegum Lög fræðingafélags íslands. • Formaður félagsins, Ármarui Snævarr prófessor, kynnti fynr- lesarann fyrir fundarmönnum. Rakti prófessorinn námsferill hans í Winnipeg og Oxford, sem var með afburðum glæsiiegur, og sagði frá störfum hans, en Thor- son dómari nefur verið prófessor i iögum, málflutningsmaður, ráð- herra og er nú forseti dómstóls í Kanada, sem fjallar um ýmis mál, sem rikið er aðiii að. Hann er og forseti Alþjóðanefndar lög- fræðinga. Kvað Ármann Snævarr það mikinn heiður fyrir hið ný- stofnaða Lögfræðingafélag ís- lands, að svo ágætur lögfræðing- ur flytti fyrirlestur á fyrsta al- menna fundinum, sem það gengst fyrir. — Dr. Thorson tók síðan til máls og mælti á íslenzku. Var hin mesta ánægja fyrir fundarmenn að hlýða á hve vel og röggsamlega ræðumaður ilutti mál sitt á íslenzka tungu, þótt hann hefði aldrei áður til ísiands komið. Hann lýsti fyrst þakklæti yfir þeim móttökum sem hann og kona hans hafa hlotið hér, sem hafa verið slík að þeim finnst sem þau hafi verið heima hjá ser. Viðfangsefni fyrirlestrarins var „Réttarríkið“. Minnti ræðumaður á stofnun hins íslenzka þjóðveldis 930, sem skorti ríkisvald en byggðist á réttarríkinu sem öll- um var skylt að framfylgja. Ing- ólfur Arnarson og hinir íslenzku iandnemar fundu sjálfstæði og frelsi á íslandi, frelsi sem oy ggð- ist á réttarríkinu. Þá kom ræðumaður að því að mikið skorti á að reglur réttar- ríkisins giltu um heim allan. Þess vegna hefðu verið stofnuð sam- veitti forsæti, Alþjóðanefnd frjálsra lögfræðinga. Rakti iiann sögu hennar. Upphaf nefndarinn- ar var að lögfræðingar víðs vegar að úr heiminum komu saman á fund í Berlín til að rannsaka fræðilega ásakanir sem fram höfðu komið um réttar- og vald- níðslu valdhafanna í Austur- Þýzkalandi. Þar voru lögð fram fjölmörg skjöl, sem sýndu hina viðtæku fyrirlitningu fyrii rett- inum í Austur-Þýzkalaridi. Það varð ljóst, að þar hafði verið komið á heilu kerfi óréttiætis þar sem réttarfar og dómstóiar voru beinlinis fjötruð og notuð i póli- tíska þágu valdhafanna. Var þá stofnuð 16 manna nefnd með kunnum lögfræðingum frá olium heimsálfum og hefur hún haldið því starfi áfram að afhjupa og fordæma brot á reglum réttar- ríkisins, hvar sem þau hafa verið framin, hvort sem er i kommún- istaríkjunum, einræðisríkjunum eða ríkjum sem telja sig frelsis- unnandi. En nefndinni hefur orðið bað ljóst að hún þyrlt; einnig að beita sér fyrir að viðfangsefnin séu tekin fræðilegum tökum. :,að er nauðsynlegt, sagði Thorson dómari, að reyna að gera sér grein fyrir, hvað felst í hugtakmu „réttarríki". Það hugtak hefur verið notað til að tákna hugmynd ir, sem hafa breytzt frá einu tímabili til annars og merking þess er ekki einu sinni hin sarna í öllum hlutum heims. Til þess að skýra þetta hefur Alþjóðanefnd lögfræðinga beitt sér fyrir fræðilegri rannsókn á þessu. Hún hefur sent spurninga- lista til 70 þúsund lögfræðinga og lögfræðilegra stofnana um það, hvað felist í hugtakinu réttar- ríki og hvaða atriði séu nauðsyn- leg í hverju þjóðféiagi til að veðdeiidarbréf fyrir 15% ai sparij tök lögfræðinga þau er hann, tryggja vernd einstaklinganna gegn ofurvaldi ríkisins. Er nú unnið að því að semja skýrslu um þetta efni, sem lögð verður fyrir þing lögfræðinga sem haldið verður í Nýju-Delhi á Indlandi Kvaðst Thorson telja að þessar aðgerðir væru þýðingarmestu verkefni, sem lögfræðingar heims ij,s hefðu nokkru sinm unnið að. Skoraði hann á íslenzka iögfræð- inga að styðja það starf einhuga, Hann kvaðst vona, að ísland skip aði sér áfram í flokk með þeim öflum, sem berjast fyrir írelsi um viða veröld og minnti á frelsís þrá og sjálfstæðishvöt íslanzku þjóðarinnar á liðnum öldum. Kvaðst hann að lokum vilja nota tækifærið að fara þess á leit við íslenzka lögfræðinga, að þeir stofnuðu deild innan alþjóða- nefndar lögfræðinga. Ármann Snævarr prófessor þakkaði Thorson dómara fyiir hið ágæta erindi hans. Síðan bar hann fram tillögur frá stjórn lögfræðingafélagsins þar sem for dæmdar eru aftökur þær, sem fram hafa farið í Ungverjalandi. Tillagan var samþykkt í einu hljóði og er skýrt frá henni á óðrum stað í blaðinu. Þá kvaddi sér hljóðs Bjarni Benediktsson ritstjóri. Kvaðst hann taka til máls af hálfu fund- armanna til að lýsa ánægju sinni yfir komu Thorsons dómara til fslands og ræðu hans á þessum fundi. Kvaðst Bjarni Benedikts- son víða hafa farið um erlend ríki og hefði hann þá orðið þess var, að sá maður af íslenzku bergi brotinn sem flestir hefðu nefnt á nafn og spurt um væri ræðumaðurinn sem talað hefði á þessum fundi. Nú hefðu íslenzkir lögfræðingar f engið tækifæri til að sjá þennan frænda sinn og heyra boðskap hans, sem þeim hefði fallið vel, þvi að ekkert vissi hann, sem frekar skildi á milli menningar og ómenningar, en það hvort reglum réttarríkis væri framfylgt eða ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.