Morgunblaðið - 25.06.1958, Blaðsíða 11
lÆirWi'Viirtawnr 25. íúní 1958
MORCVISRT 4Ð1Ð
!!
75 ára i dag:
Ólöf á Neðra-Hálsi
ÓLÖF er íædd að Kiðafelli 25.
júní 1883 dóttir hjónanna Guð-
rúnar Gísladóttur og Gests Jóns-
sonar. Árið 1901 giftist hún And-
rési Ólafssyni, organleikara frá
Bæ í Kjós, síðar hreppstjóra á
Neðra-Hálsi. Hann andaðist árið
1931. Þau hjón eignuðust 14 börn,
og eru 12 þeirra á lífi sex stúlk-
ur og sex piltar. Öll eru börnin
gift, sex búsett í Reykjavík, 5
í Kjósinni og 1 á Norðurlandi.
Þessum mannvænlega hópi þarf
ekki að lýsa fyrir þeim, sem þetta
fólk þekkir, en þeir eru orðnir
æði margir, sem kynnzt hafa
Neðra-Háls heimilinu. Ólöf hefur
skilað miklu og góðu dagsverki,
og skilað því mað sæmd. Eins og
Félagslíf
Ferðafélag íslands.
13 daga ferð um Norður- og Aust-
urland, — 2. júlí næstkomandi
hefst lengsta sumarleyfisferð
Ferðaféiags Islands um Norður-
og Austurland.
Verður farið alla leið austur á
Norðfjörð, auk þess um Fljótsdals-
hérað og Borgarfjörð eystra. Á
norðurleiðinni verða þessir staðir
skoðaðir meðal annars:
Vatnsdalur, miðbik Skagafjarð-
ar, Akureyri, Vaglaskógur, Goða-
foss og Mývatnssveit, en þar verð
ur dvalist daglangt.
Á Austurlrndi verður gist á
Egilsstöðum g í Hallorm'sstaðar-
skógi. Á Vesturleið verður komið
að Dettifossi og haldið þaðan ofan
í Axarfjörð og gist í Ásbyrgi,
Grettisbæli, skoðað og fleiri staðir,
en ekið kvöldið eftir um Reykja-
heiði, Húsavík og að Laxárfoss-
um, að Laugarskóla. Næsta dag
verður ekið inn í Eyjafjörð, og
dvalið síðari hluta dags og næstu
nótt á Akureyri. Á bakaleið um
Skagafjörð, verður úthéraðið skoð
að sögustaðir þess og fleira, en
gist á Hólum í Hjaltadal.
Á suðurleið munu ýmsir staðir
í Borgarfirði verða heimsóttir, m.
a. Laxfoss, Hieðavatn og Reyk-
holt, en síðan ekið til Reykjavíkur
um Uxahryggi og Þingvöll.
Þessi leið, er geysi f jölbreytt og
fögur. Farið verður hægt yfir, og
lögð áherzla á að fei'ðin verði í
senn kynnis- og skemmtiferð.
Tjöld verða með í fex-ðinni, en
þeim útveguð gisting á gististöð-
um, er þess óska. Eins geta far-
þegar haft með sér mat eftir því
sem hver vill, en keypt einstakar
máltíðir.
Nánari upplýsingar um ferðina
fást í skrifstofu félagsins Tún-
götu 5, sími 19533.
Ferðaskrifstofa Páls Arasonar
sími 17641.
8 daga ferð um
Norður- og Austur-
land hefst 28. júní.
14 daga hringferð
um ísland hefst 28.
júní._________
íslundsmói 2. fl. A. —— á Háskóla-
vellinum, miðvikudaginn 25. júní
kl. 20.00. K.R.—-Þróttur. Dómari:
Hannes Sigurðsson. Kl. 21.15
l.A.—I.B.K. Dómari: Magnús Pét
ursson. — Mótanefndin.
löngum vill verða á langri ævi,
hefur Ólöf fengið að kynnast
bæði því blíða og stríða um æv-
ina, bæði í sambandi við ást-
vinamissi, og einnig nokkurn
heilsubrest hin síðari árin. Allt
þetta hefur hún borið með mik-
illi prýði. Þó hygg ég, að hún
mun telja fleiri sólskinsbletti í
sinu lífi en þá, sem við köllum
dökku hliðina á lífinu.
Annars var ekki ætlun mín að
fjölyrða um æviferil Ólafar. Og
vel má vera, að ég fái bágt fyrir
að hafa fest þessar línur á blað.
En á það mun nú samt hætt að
þessu sinni. Ekki kæmi mér á
óvart, þó að Ólöfu bærust marg-
ar hlýjar kveðjur í dag. Eina slíka
kveðju vildi ég senda hér, góða
vinkona, — og þakka liðna tíð.
St. G.
LÁN
Get útvegað allt að 200 þús. kr. lán til 15 ára á 1. eða 2.
veðrétti í góðri íbúðarhæð eða fasteign með líkum skil-
málum og markaðsverð ríkistryggðra bréfa er nú.
Þeir, sem hafa áhuga á þessu leggi nöfn og símanúmer
inn á afgr. Mbl. merkt: „Fasteignalán — 6288“ fyrir
föstudagskvöld.
VIÐ AFGREIÐUIU
FISKIBÁTA
af öllum stærðum á samkeppnisfæru Verði. — Af-
greiðum emnig nýbyggingar eftir íslenzkum teikn-
ingum.
JÖRG. ULV0EN A/S
Torvalm. 1 — Pósth. 1140 — Bergen, Norge.
TIL SOLI)
lítið slitinn 5 manna DODGE WEAPON.
Uppl. í síma 19729 og 15054.
Endurskoðun
Get bætt við mig bókfærslu og endurskoðun fyrir
nokkur fyrirtæki. Sími 14024, eftir kl. 17.
ÁRNI BJÖRNSSON,
löggiitur endurskoðandi.
Síldarstúlkur
óskast til Raufarhafnar. Frítt far og kauptrygging.
Upplýsingar í síina 16762 eftir kl. 7 í kvöld
og næstu kvöld.
Enskar kápur
Enskar dragtir
Sumartízkan 1958
MmABIIItlNN
Laugaveg 89 — Hafnarstræti 5
Silfurtunglið
Cömlu dansarnir
í kvöld kl. 9.
Stjónandi Helgi Eysteinsson.
ÖKEYPIS AÐGANtiUR.
ATH. AUSTURBAR opnar kl. 6 á morgnanna.
Heitur matur, Kaffi og fleira.
SILFURTUNtiLIÐ Sími 19611.
Utvegum skemmtikrafta.
Sími 19611, 19965 og 11378.
Þúrscafe
MIÐVIKUDAGUR
DAM8LEIKUR
AÐ ÞÓRSCAFÉ í kvöld kl. 9
K.K.-SEXTETTINN LEIKCR
Söngvari: Ragnar Bjarnason.
Sími 2-33-33
16710
fflmi
67 0
fg K. J. kvintettinn. K**!
Dansleikur ^
Margret í kvöld klukkan 9 Gunnar
Aðgöngumiðasala frá kl. 8. '
Söngvarar
Margrét Ólafsdóttir og Gunnar Ingólfsson.
at Vetrargarðurinn.
Andvari — Hrönn — Gefn — Hálogaland — Framtíðin
Ungtemplarar!
Farið verður í Húsafellsskóg, helgina 28. og 29.
júní. Þátttaka tilkynnist í Reykjavík í Góðtempl-
arahúsið í dag kl. 6,30—8,30.
í Haínarfirði til Svanhvítar Magnúsd., Sunnuv.
11. — Hálft fargjaldið ca. kr. 60.00 greiðist við
þátttökutilkynningu.