Morgunblaðið - 05.07.1958, Blaðsíða 7
Laugardasrur 5. júli 1958
w n r f; t"* n i. a ð 1 tí
7
Sameiginlegur bygginga-
fuiltrúi fyrir þrjár sýslur
Frá aðalfundi sýslunefndar Dalasýslu
BÚÐARDAL 1. júlí: — Aðalfund-
ur sýslunefndar Dalasýslu var
haldinn að Búðardal dagana 20.
og 21. júní sl. Fundinn sátu sýslu
nefndarmenn úr öllum hreppum
Dalasýslu, auk oddvita sýslu-
nefndar. Fundurinn tók til með-
ferðar allmörg mál og hlutu um
40 þeirra afgreiðslu. Helztu tekj-
ur sýslusjóðs eru sýslusjóðsgjald-
ið, sem á þessu ári er kr. 96,000
kr. Helztu gjaldaliðir: Til mennta
mála 10,000 kr. Til heilbrigðis-
mála 20,000 kr. Til atvinnumála
35.000 kr.
Tekjur sýsluvegasjóðs eru áætl
aðar kr. 164,000,00, á árinu 1958.
Til vega er veitt um 130,000,00.
Styrk var að venju úthlutað til
Ungmennasamband Dalamanna,
Sambands breiðfirzkra kvenna
og Búnaðarsambands Dalamanna.
Afgreitt var frumvarp að bygg-
ingarsamþykkt fyrir Dalasýslu og
mun byggingafulltrúi væntanlega
verða ráðinn næsta ár til starfa
í Dalasýslu og þeim öðrum sýsl-
um, sem ætlað er að hafa sam-
eiginlegan byggingafulltrúa, en
það eru Snæfellsness og Hnappa-
dals-, Mýra og Borgarfjarðar-
sýslur.
Oddvita sýslunefndar var fal-
ið ásamt tveim þar til kjörnum
mönnum að athuga frumdrög að
reglugerð um löggæzlu á almenn
um skemmtisamkomum í hérað-
inu og endurskoðun á lögreglu-
samþykkt Dalasýslu. — Sýslu-
nefndin ákvað að láta vinna að
stofnun byggðásafns í Dalasýslu
og kaus nefnd manna í því skyni.
Að nýloknum sveitarstjórnar
kosningum og kosningu í sýslu-
nefnd eru sýslunefndarmenn í
Dalasýslu þessir: í Hörðudal:
Hjörtur ögmundsson, Álfatröð-
um. í Miðdölum: Gísli Þorsteins
son, Þorgeirsstaðahlíð. í Hauka-
dal: Þorsteinn Jónasson, Jörva.
í Laxárdal: Sigtryggur Jónsson,
Hrappsstöðum. I Hvammssveit:
Geir Sigurðsson, Skerðingsstöð-
um. Á Fellsströnd: Guðmundur
Ólafsson, Ytra-Felli. í Klofnings-
hreppi: Baldur Gestsson, Orms-
stöðum. f Skarðshreppi: Kristinn
Indriðason, Skarði. í Saurbæjar-
hreppi: Guðmundur Theódórs,
Stóra-Holti. — E.G.Þ.
„Bandnrískur 0ngmaðnr“ segist
ætla að vaipa kjarnorkosprengin
fyrir Rnssa
LUNDÚNUM, 3. júlí. — I dag
kom starfsmaður í sendiráði
Sovétríkjanna með bréf til
brezka utanríkisráðuneytisins. —
Bréf þetta þykir heldur óvenju-
legt, en starfsmaðurinn sagði, að
það hefði borizt frá óþekktum
„bandarískum flugmanni“, sem
gegnir herþjónustu í Bretlandi.
I bréfi þessu kveðst flugmaður-
inn munu kasta kjarnorku-
sprengju skammt undan strönd-
um Bretlands, ekki löngu eftir
1. júlí. Flugmaðurinn segir, að
hann stjórni flugvél, sem fer i
eftirlitsferðir með kjarnorku-
sprengjur frá flugstöð í Bret
landi, og hafi áhöfn hennar sam-
ið um að framkvæma fyrrnefnda
áætlun. — Bréfið var stílað til
Jakobs Maliks, sendiherra Sovét-
ríkjanna í Lundúnum.
í bréfinu segir „bandaríski flug
maðurinn“, að hann geti hjálpað
Sovétríkjunum og það verði gert
fyrr en síðar. Nú er tíminn kom-
inn, segir hann ennfremur. Dull-
es og NATO hafa snúið baki við
góðum áformum Sovétleiðtog-
anna, en við munum knýja Dull-
es til að breyta um stefnu. Okk-
ar D-dagur verður einhvern tíma
eftir 1. júlí og við munum kasta
sprengjunni það langt frá
ströndum Bretlands, að ekki láti
alltof margir lífið, þegar hún
springur. Loks biður „bandaríski
flugmaðurinn" Rússa um hæli í
Ráðstjórnarríkjunum, eftir að
þeir félagar hafa kastað sprengj-
unni.
Brezka utanríkisráðuneytið læt
ur fara fram rannsókn í máii
þessu.
VARAHLUTIR í
OBdsmobiIe ‘46-47
frambretti, stuðarar, hood, vatnskassahlífk
luktir, listar og fleira til sölu. Allt nýtt.
Uppl. í síma 3-29-08.
Clœsileg einkabifreið
De Sodo 1955 mjög vel með farinn er til sölu nú
þegar. Bifreiðin er af allra fullkomnustu gerð, með
sjálfskiptingu, vökvastýri o.s.frv. Upplýsingar í
síma 12758.
Sumarleyfi 1958
Skrifstofa, vöruafgreiðsla og verksmiðjur vorar
verða lokaðar vegna sumarleyfa á tímabilinu
14. júlí«^ik ^úst.
Pan h.f.
Efnagerð Reykjavikur h.f.
Milka h.f.
Skrúðyarðeúðun
GRÓÐRASTÖÐIN
Sími 19775.
_________________I
Telpa óskast
vönduð og prúð, til að vera
heima hjá 7 ára telpu á dag-
inn. Gott kaup, húsnæði, góð
frí. Uppl. um helgina og eftir
kl. 8 á kvöldin.
Helga Helgadóttir, Klöpp,
Lambastaðatúni, Seltjarnarn.
CAMEL
Hjólbarðar, Koppur,
Suðubætur og klemmur.
GARÐAK GÍSLASOIS H.F.
Bifreiðahendfung
NYKOMIN
VERZLUN
FRIÐRIKS BERTELSEN
Tryggvagötu 10. Sími 12872.
Lincoln Cosmopolitan
árg. 1952, einn vandaðasti bíll, sem þá var fram-
leiddur.
Mjög góðir greiðsluskilmálar.
Aðal Bílasalan Aðalstræti 16, sími 3-24-52
Lokað vegna
sumarleyfa frá 15. julí
til 7. ágúst
Ó. V. JÖHANNSSON & CO.,
Hafnarstræti 19, símar 12363 og 17563.
Mercedes Renz 180
1955 model
ekinn aðeins 15 þús. km. til sölu og sýnic í dag.
BÍLASALAIM
Klapparstig 37, sími 19032
Rafkerti
14 - 18 M.M.
Vatnsþétt og venjuleg
Verzlun
Friðriks Bertelsen
Tryggvagötu 10 — Sími 12-8-72
Afgreiðslustúlka
óskast nú þegar í vefnaðarvöruverzlun í Miðbænum.
Eiginhandarumsókn með uppl. um aldur og fyrrl
störf sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld merkt:
Afgreiðsla — 4036.
Vinsamlegast gefið upp símanúmer í tilboði.
LÖCTAK
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengn-
um úrskurði verða lögtök látin fram íara án frekari íyr-
irvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta
dögum liðnum frá birtingu þessara auglýsingar, fyrir
fyrirfram-greiðslum upp í þinggjöld ársins 1958, sem nú
eru allar í gjalddaga fallnar.
Borgarfógetinn í Reykjavík. 3. júlí 1958.
Kr. Kristjánssoii.