Morgunblaðið - 05.07.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1958, Blaðsíða 2
2 MORCriVTtT 4 Ðlb Laugardagur 5. Júlí 1958 Bjargráð ríkisstjórnarinnar: Síldarsaltendur á Suður- og Vesturlandi telja starfsgrundvöllinn óviðunandi FÉLAG síldarsaltenda á Suð- vesturlandi (F.S.S.) hélt aðalfund sinn hér í Reykjavík 3. þ.m. Formaður félagsins, Jón Árna- son frá Akranesi, setti fundinn og flutti skýrslu félagsstjórnarinnar um starfsemina sl. starfsár. Gat hann þess m.a., að sl. haust hafi verið fyrir hendi samningar um sölu á 85 þús. tunnum af salt- aðri Suðurlandssíld í byrjun ver- tíðar. Auk þess hafi magn þetta aukizt verulega, eftir að í ljós kom, að ekki væri hægt að af- greiða umsamið magn af Norður landssild. Reknetjaveiðin hafi hins vegar brugðizt að verulegu leyti og heildarsöltun ekki num- ið nema 50 þús. tunnum; — næsta ár á undan nam söltunin 116 þús. tunnum. — Afkoma saltenda varð því mjög slæm. Nú kvað formaður aðeins vera búið að semja um sölu á 70 þús. tunnum Suðurlandssíldar til Rúss lands og Póllands, og möguleikar væru á sölu 15 þús. tunna til Austur-Þýzkalands. Hins vegar mun mega salta síld sunnan- og vestanlands til fullnægingar á sölusamningum um Norðurlands síld, ef samningum um hana verð ur ekki fullnægt. Jafnframt mun hugsanlegt að semja um sölu á frekara magni Suðurlandssíldar. >á kvað form. naðsyn til bera, að vel yrði séð fyrir öflun á tómum saltsíldartunnum fyrir Suður- og Vesturland nú í haust. Formaður hvatti saltendur, út- vegsmenn og sjómenn til að leggja ríka áherzlu á vöruvönd- un. Þá gerði Jón Árnason grein fyrir afkomuhorfum síldarsalt- enda sunnan- og vestanlands á þessu ári. Kvað hann félagsstjórn in hafa fylgzt vel með nýlega gerðum ráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálunum og hafa gert ríkisstjórninni grein fyrir rekstrargrundvelli söltun- arinnar. Niðurstöður félagsstjórn arinnar hefðu orðið þær, að út- flutningsbætur á Suðurlandssíld, sem Alþingi hefði ákveðið með lögum um Útflutningssjóð o. fl., væru algerlega óviðunandi. Kvað Jón Árnason útflutningsbætur á Suðurlandssíld þurfa að vera a. m. k. hinar sömu og á bolfiskaf- urðir, aðrar en síld, eða 80%, ef von ætti að verða um söltun Suð- urlandssíldar á þessu ári. Að lokinni skýrslu félags- stjórnar, tók til máls Gunnar Fló- ventz, skrifstofustjóri Síldarút- vegsnefndar í Reykjavík Sat hann fundinn að ósk félagsstjórn ar. Gerði hann grein fyrir þeirr. sölum á Suðurlandssíld, sem Síld- arútvegsnefnd hefur þegar gert og frekari söluhorfum. Á fundinum urðu allmiklar um ræður um möguleika á nýjungum í meðferð og verkun saltsíldar í því skyni að lækka rekstrar-’ kostnað við síldarsöltun og auka vörugæði, og var í því sambandi gerð ályktun, sem síðar verður getið. Stjórn félagsins flutti svohljóð andi tillögu, sem samþykkt var samhljóða: „Aðalfundur F.S.S., haldinn 3. júlí 1958, samþykkir að skora á — Titá Alþingi og ríkisstjórn að breyta lögum um Síldarútvegsnefnd þannig, að nefndin verði skipuð 7 mönnum í stað 5, eins og nú er, og tilnefni F.S.S. einn mann í nefndina og Félag síldarsalt- enda á Norðausturlandi einn mann. Að öðru leyti verði /a! manna í nefndina óbreytt". Ennfremur var eftirfarandi til- laga samþykkt: „Aðalfundur F.'S.S. haldinn 3. júlí 1958, samþykkir að feia íé- lagsstjórninni að rannsa’ka mögu leika á stofnun samlags til sölu á saltsíld, sem framleidd er a fé- lagssvæðinu. ~ Stjórnin skili áliti á næsta aðalfundi“, Flutningsmaður tók fram um leið og hann flutti tillöguna, að eigi mætti skilja hana svo, að í henni fælist á einn hátt gagnrýni á störf skrifstofu Síldarútvegs- nefndar í Reykjavík, þvert á móti teldi hann rekstur þeirrar skrif- stofu og fyrirgreiðslu alla með ágætum. Þá gerði fundurinn eftirfarandi ályktanir: „Aðalfundur F.S.S., haldinn 3. júlí 1958, samþykkír að fela stjórn féíagsins að vinna að því við ríkisstjórnina, að verðbætur á útflutta Suðurlandssíld verði hækkaðar frá því, sem nú er ákveðið. Það er álit fundaríns, að ekki sé að öðrum kosti fyrir hendi grundvöllur fyrir söltun Suðurlandssíldar á þessu ári“. „Aðalfundur F.S.S. 1958 beinir því til Síldarútvegsnefndar, að hún beiti sér nú þegar fyrir sölu á verulegu magni Suðurlandssíid ar til Austur-Þýzkalands af fram leiðslu komandi vertíðar“. „Aðalfundurinn samþykkir að fela •stjórninni að beita sér fyrir því, að gerðar verði tilraunir með söltun síldar í pækilþró. Leitað verða styrks hjá Síldarútvegs- nefnd og Fiskimálasjóði í sam- bandi við þessar tilrauni". Aðalfundurinn var fjölsóttur og á honum ríkti mikill einhugur um afgreiðslu mála. í stjórn félagsins voru kjörnir þessir menn: Jón Árnason, Akranesi, formaður, Ólafur Jónsson, Sandgerði, varaformaður og meðstjórnendur: Guðsteinn Einarssón, Grinda- vík, Beinteinn Bjarnason, Hafnar firði og Margeir Jónsson, Kefla- vík. Kosnir voru 5 menn í vara- stjórn og 11 menn í fulltrúaráð, en stjórn og varastjórn skipa einnig fulltrúaráð. Fundarstjóri var Guðsteinn Einarsson og fundarritari Ingi- mar Einarsson, Loks má geta þess, að félags- svæði F.S.S. nær yfir svæðið frá Vestmannaeyjum vestur um Suð [ urland, Faxaflóa, Breiðafjörð og ; Vestfirði að Horni. Á myndinni er Háka'n Josephsson, liið 13 ára gamla sænska „undrabarn" sem veit svo mikið um páfastólinn, að hann vann stórar fúlgur í spurningaþáttum sjónvarpsins. En hann veit margt fleira og er talinn hafa undravert minni á allt sem hann les. Hann hefur líka áhuga á blómum, og hér er hann ásamt litlu systur sinni og blómasafninu sinu. Vestur-Þjóðverjar búasf við árekstrum Framh. af bls. 1 í dag, að tveir kafbátar af ó kunnu þjóðerni hefðu fylgt skemmtisnekkjunni „Huria“, sem flutti Nasser tii Júgóslavíu. — Nasser kom til Dubrovnik á mið- vikudaginn eftir fjögurra daga siglingu frá Aiexandriu. Það voru tveir egypakir tundurspiiilar, sem voru í fylgd með snekkju Nassers, sem urðu varir við kaf- kátana á öðrum og þriðja degi siglingarianar. Krúsjeff talar í líkingum um við sjálfir hvað er bezt“. — Mannfjöldinn fagnaði. Krúsjeff hélt ræðu sína í til- efni af heimsókn Antonin Novot- nys forseta Tékkóslóvakíu. No- votny svaraði með „hjartnæinri“ ræðu. — Skýrsla S.Þ. Framh. af bls. 1 urra í Bagdad-bandalaginu, Tyrk land, írans, íraks og Pakistans, mundu koma saman til fundar innan skamms til að ræða vanda- málin við austanvert Miðjarðar- haf og þá fyrst og fremst ástand- ið í Líbanon. Bretar fáorðir Formælandi brezka utanríkis- ráðuneytisins vildi ekki leggja neinn dóm á skýrslu eftirlits- mannanna, en taldi sennilegt að erlend íhlutun í Líbanon hefði minnkað síðan þeir komu á vett- vang. Hins vegar yrðu menn að hafa hugfast, að eftirlitsmenn- irnir hefðu aðeins dvalið skamma hríð í Líbanon og eingöngu rann- sakað takmarkað svæði, sem stjórnarherinn réði yfir. Málamiðlun? Fréttaritari Reuters í Beirut hefur það eftir góðum heimild- um, að stjórnin sé klofin um skýrsluna. Sumir stjórnmála- menn í Beirut hafa tilhneigingu til að halda, að stjórnin hafi ýkt frásagnir sínar af erlendri íhlut- un. Það virðist a. m. k. augljóst mál, að stjórnin hikar við að sleppa trú sinni á Sameinuðu þjóðirnar og vonihni um, að næsta skýrsla eftirlitsmannanna muni koma með fleiri sannanir fyrir erlendri íhlutun. Þá virðist augljóst, að Vesturveldunum sé mjög á móti skapi að skerast í leikinn, og þess vegna telja sum- ir að stjórnin muni nú fúsari til að leysa vandann með málamiðl- uu. Nú eru aðeins þrjár vikur til forsetakosninganna, og standa vonir til að fundinn verði óháð- ur frambjóðandi sem geti sam- einað deiiuaðUa. MOSKVU, 4. júlí. — „Það er hörmulegt, að júgóslavneskir Ieið togar hafa tekið að sér að leika hlutverk glæpamannsins, en Sov- étríkin munu ekki sýna Júgó- slavíu neina ágengni af þeim sökum“, sagði Krúsjeff í ræðu í Leningrad í dag. „Við munum hins vegar halda áfram barátt- unni gegn þeim hópum í lönd- um sósíalismans sem eru formæl- endur endurskoðunarstefnunn- ar“. Krúsjeff hélt ræðuna yfir mikl- um mannfjölda fy nr utan Vetr- arhöllina í Leningrad. Hann ræddi líka um kalda stríðið og sagði, að ákveðin árásaröfl í vestri ættu sök á viðsjánum í heiminum. Vígbúnaðarkapphlaup ið væri grundvöllur þeirrar stefnu sem ýmsir stjórnmála- menn í vestri rækju. „Til að hlýja sér á höndunum kveikja þeir í íbúð nágrannans, en gleyma því, að þeir búa sjálfir í húsinu“, sagði rússneski einræðisherrann. Krúsjeff sagði enn, að sósíal- isminn væri ljós þjóðanna. „Menn þurfa enga sjónauka til að sjá yfirburði þjóðfélagsins hjá okk- ur á öllum sviðum. Enda þótt á- róður Vesturveldanna reyni að gefa aðra mynd af ástandinu, vit- BONN, 4. júlí. — Frá því var skýrt í Bonn í kvöld, að stjórn- málamenn í Vestur-Þýzkalandi búist við alvarlegum árckstrum milli íslands og annarra Evrópu- landa vegna fiskveiðilandhelg- innar. Sagt var, að fregnir hefðu borizt af því, að tslendingar hefðu ekki í hyggju að svara vestur-þýzku orðsendingunni, þar sem víkkun fiskveiðitakmark anna er mótmælt á þeim forsend um, að hún muni draga mjög úr fiskveiðum Vestur-Þjóðverja. Þá var enn skýrt frá því, að Einar Gerhardsen, forsætisráðhr. Norð- manna, hefði sagt í einkasamtöl- urn í Kiel, þegar hann var þar í heimsókn, að Norðmenn hefðu einnig í hyggju að færa fiskveiði- takmörk sín út i 12 mílur. NTB—Reuter. Norskir sjómenn og út- gerðarmenn mótmœla BERGEN, 4. júlí. — Fulltrúar sambanda útgerðarmanna og sjó manna i Noregi, sem sitja ráð- stefnu um tollamál í Bergen, hafa gert einróma sam- þykkt um fiskveiðitakmörkin. Bæði samböndin ítreka það enn á ný, að Norðmenn megi ekki gera neitt það í þessum efnum, sem kunni að hvetja önnur ríki til að víkka fiskveiðitakmörkin. Samböndin láta i Ijós velþókn- un sína á ummælum Langes utan ríkisráðherra í Stórþinginú og líta alvarlegum augum á það, ef lögleiddar verða einhliða ráðstaf anir einstakra ríkja i landhelgis- málum. NTB-Reuter. Kanadastjórn hyggst halda sér við 3 míiur 11. þing SÍBS sett í gær KLUKKAN TVÖ síðdegis í gær var 11. þing Sambands íslenzkra berklasjúklinga sett að Reykja- lundi við hátíðlega athöfn. Fjöldi gesta mætti til setningarinnar og meðal þeirra var félagsmalaráð- herra og margt berklnækna úr Reykjavík. Fulltrúar á þessu 11. þingi eru milli 60 og 70 talsins. Hannibal Valdimarsson félags málaráðherra og Sigurður Sig- ursson berklayfirlæknir fluttu ávörp við setningu þingsins. — Þingið sitja einnig fulltrúar nor- rænu berklavarnasamtakanna, sem voru á ráðstefnu að Reykja lundi eins og skýrt var frá í blað- inu í gær. Ottawa, 4. júlí. Einkaskeyti til Mbl. f GÆR ræddi utanríkisráðherra Kanada, Sidney Smith, enn um landhelgismálin og sagði þá m.a., að Kanadastjórn mundi ekki gera neinar einhliða ráðstafanir eins og sakir stæðu til að færa út fiskveiðitakmörkin við strendur Kanada. Hann lét í ljós þá von, að Bretar og íslendingar gætu átt með sér ráðstefnu til að jafna ágreiningsmál sin, þannig að fs- lendingar tækju ekki upp 12 mílna landhelgi 1. september upp á sitt eindæmi. Hann sagði, að Kanadastjórn liti á ákvörðun íslendinga, sem var birt á mánudaginn, sem bráðabirgðayfirlýsingu, þangað til henni yrði hrundið í fram- kvæmd. Kanadamenn hefðu ekki i hyggju að gera neinar breyt- ingar á 3 mílna landhelgi sinni. Vilhj. Finsen skrifar um landhelgismálið Stokkhólmi, 4. júlí. Einkaskeyti til Mbl. ÍHALDSBLAÐIÐ „Svenska Dag- bladet" birti í dag grein eftir Vil- hjálm Finsen fyrrverandi sendi- herra í Stokkhólmi um útfærslu fiskveiðitakmarkanna við fsland. Finsen segir m.a., að enda þótt form birtingarinnar á reglugerð- inni hafi átt rætur að rekja til málamiðlunar við kommúnista, sem hótuðu að segja sig úr rikis- stjórninni að öðrum kosti, þá séu allir á einu máli um það grund- vallarsjónarmið, að víkkun fisk- veiðilögsögunnar sé lífsnauðsyn- leg fyrir íslendinga. í greininni segir m.a.: „Þegar til lengdar lætur, er ekki hægt að þola það, að hundruð erlendra togara hreinsi fiskimiðin á land- grunni íslands: fyrr eða síðar mundi þetta leiða til stórkost- legra vandræða fyrir íslendinga. Það verður að hafa eftirlit með fiskveiðunum til að koma í veg fyrir rányrkju. Allir eru á einu máli um það“. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.