Morgunblaðið - 05.07.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.07.1958, Blaðsíða 16
Grímsárvirkjun. Sjá grein á bls. 9. Kjarobætur 7,17% umfram lögboöna hækkun í 5 iðngreinum Samsvarandi verbhækkanir Flokksráðs- og formannaráðstefnan sett kl. 1,30 í dag FUNDUR flokksráðs Sjálfstæðisflokksins og formanna Sjálfstæðisfélaganna hefst kl. 1.30 í dag í Sjálfstæðishúsinu. 1 upphafi fundar mun formaður flokksins, Ólafur Thors, flytja inngangsræðu um stjórnmálaviðhorfið og síðan mun formaður skipulagsnefndar flokksins, Birgir Kjaran, hafa framsögu um skipulagsmál flokksins. Þess er óskað, að fulltrúar vitji aðgöngumiða að fund- inum í skrifstofu flokksins í Sjálfstæðishúsinu fyrir hádegi í dag. Heildarsöltun nam 88,298 tunnum á mið- nœtti í fyrrinótt RAFVIRKJAMEISTARAR sam- þykktu á fundi klukkan 2 í fyrri- nótt að fullgilda hinn nýja kaup- og kjarasamning við rafvirkja- sveina. Hafði það köraið fram á fundinum, sem skotið var á í skyndi klukkan 11,30 um kvöldið, að öruggar líkur væru fyrir já- kvæðu svari verðlagsyfirvaldanna um að kauphækkanir, sem af samn ingnum leiddi yrðu bættar með hækkun á útseldri vinnu. 1 kjölfar þessa sigldi svo sam- komulag milli atvinnurekenda og sveina í fjórum iðngreinum, sem undanfarið hafa verið í verk- falli, þ.e.a.s. járniðnaðarmanna, blikksmiða, bifvélavirkja og skipasmiða. Samdist um veruleg- ar kauphækkanir til þeirra, að því tilskildu, að atvinnurekendur fái kauphækkanirnar bættar með hækkun á útseldri vöru. Torfi Hjartarson sáttamsemjari ríkisins í vinnudeilum, hafði meðalgöngu um þetta samkomulag. í gærkv. hafði ekki verið lýst verkfalli í þessum fjórum iðngreinum. Sáttafundurinn í kaup- og kjaradeilu bifvélavirkja, biikk- smiða, járniðnaðarmanna og skipasmiða, hófst í Alþingishús- inu klukkan 9 á fimmtudagskvöld ið. Klukkan um 10 í gærmorgun gengu samninganefndarmenn út úr Þinghúsinu eftir að samkomu- lag hafði verið undirritað með þeim fyrirvara, sem venja er að hafa á, þegar gerðir eru kaup- og kjarasamningar, það er að félög deiluaðila samþykki gerðir samn- inganefndanna. Fundir voru haldnir í þessum félögum í gær og höfðu ekki bor- izt fregnir um að þar hefði sam- komulagið verið fellt. Samkomulagið, sem undirritað var í gærmorgun, eftir 13 klst. sáttafund, var á þá leið að kaup iðnsveina, sem hér eiga aðild að, skuli hækka úr kr. 600,27 á viku í kr. 665.Er hér um að ræða 10,8 prósent beina hækkun þegar inni- falin, er hin lögboðna „bjargráða Da Silva væntan- legur í morgun •k ÓLYMPÍUMEISTARINN og heimsmethafinn í þrístökki, Brazilíumaðurinn da Silva var væntanlegur hingað snemma í morgun með flugvél Loftleiða frá Bandaríkjunum. Sem kunnugt er keppir da Silva á frjálsíþróttamóti, sem IR efnir til og heyr þá í þriðja sinn einvígi við Vilhjálm Ein- arsson. EINS og öllum mun kunnugt, hafa kartöflur verið ófáanlegar í verzlunum bæjarins undanfar- ið, og hefur það ástand valdið megnri óánægju eins og eðiiiegt er. Kvað margt áfellisorðið hafa hrotið af vörum reykvíkskra hús- mæðra í matarverzlunum undan- farna daga og þykir þeim skipan þessara mála illviðunandi, og telja þær það hin mestu firn, að leyfa ekki innflutning á svo lífs- nauðsynlegri vöru sem kartöfl- hækkun" ; launum, en beina kauphækkunin umfram lögboðnu hækkunina nemur 5,51 prósenti. Þessu til viðbótar kemur að samkomulag varð um, að vinnu- vikan skuli vera 43 klst., mánuð ina júlí og ágúst og verði ekki unnið á laugardögum á þessu tímabili. Jafngildir þetta 1,66 prósent kauphækun. Er þá kaup- hækkunin alls 12,17 prósent, eða 7,17 prósent umfram hina lög- boðnu hækkun. Inn í samkomulagið var settur sá fyrirvari, að atvinnurekendur fái að taka hækkun þá, sem verði á kaupi sveinanna með í útreikn- ing á seldri vinnu. Verðlagsyfirvöldin samþykktu í gær hina áskildu hækkun hjá rafvirkjameisturum, en þá mun ekki hafa verið búið að gera formlega samþykkt um hækkun hjá oðrum iðnrekendum. Þessi mynd er af hinu stórglæsi- lega skemmtiferðaskipi „Sænsku Ameríkulinunnar“ Gripsholm, sem kom til Reykjavíkur í gær- dag með bandarískt skemmti- ferðafólk. Þokuloft byrgði alla fjallasýn í gærdag. Síðdegis gerði hellirigningu. Það mátti heyra á gestunum að þeir fögnuðu rign- ingunni. Eftir svo sem þrjá stund- arfjórðunga stytti upp aftur. — Skemmtiferðafólkíð verður hér þar til klukkan 11 í kvöld, er þetta glæsilega skip blæs til brott ferðar. DALVÍK, 4. júlí: — Þessi skip hafa lagt hér upp síld í dag: Faxaborg 400 tunnur, sem öfluð- ust á Grímseyjarsundi. Af Húna- flóamiðum: Sæfaxi 250 tunnur, Guðfinnur 100, og Bjarni VE 600, Húnaflóasíldin er stærri og feit- ari, en veiðzt hefur hér um ára- bil. Er fitumagnið 22 til 26%. SPJ. um, en fylla glysbúðir af glingri og veita valútu til lystiferða. Mbl. hringdi til forstjóra Græn- metissölu ríkisins í gær og spurði hvað kartölfuskipinu langþráða liði. Sagði hann skipið, sem er Dísarfell, á leiðinni, en það hefði tekið á sig krók til Gautaborg- ar, að ná í vélar, tefðist því um tvo daga og legði væntanlega hér að bryggju miðvikudagínn 9. júlí. Daginn eftir ættu kart- öflurnar að geta verið tilbúnar til afgreiðslu. Þess skal að lokum getið að í fyrrakvöld var útvarpinu haldið opnu til klukkan 0,30 e.m. vegna þess að þá var búizt við að verk- falli rafvirkjanna yrði aflýst. Næturfundi rafvirkjameistara var ekki lokið fyrr en klukkan 2 um nóttina. 1 morgunútvarpinu í gærmorgun, var tilkynnt að verk- fallinu væri lokið og hófst vinna rafvirkja í gær. Svartaþoka á mið- ununi í nótt ER MBL. hafði tal af fréttaritara sínum á Siglufirði laust fyrir miðnætti höfðu eftirtalin skip til- kynnt afla: Þráinn 150 tn, Erling- ur III 200, Svalan 80, Guðbjörg GK 350, Gunnvör ÍS 250, Frosti VE 100, Stjarnan 200, Stígandi 600, Ófaigur III 600, Snæfugl 50, Fram 600, og Ingvar Guð- jónsson 150 tunnur. Sumir bát- arnir höfðu fengið aflann vestur af Grímsey, en aðrir vestur af Strandagrunnshorni. Undir mið- nættið var lítið að gerast á mið- unum. Var þá komin svarta þoka bæði fyrir austan og vestan. í GÆRMORGUN barst sú fregn út um bæinn að þrír gæzlufang- ar frá Litla-Hrauni hefðu gerzt útilegumenn í hinum sögufræga og fagra Þjórárdal. Höfðu fang- arnir, sem allir eru ungir menn, stokkið af bíl inni í Þjórsárdal og komizt undan til skógar. í gær- kvöldi var kominn mannsöfnuð- ur að Ásólfsstöðum sem leita skyldi útilegumannanna og voru sporhundar með í förinni, en leita átti í alla nótt. Þessi fregn mun hafa komið yfirvöldunum hér í Reykjavík mjög á óvart, því ekki barst þeim nein vitneskja um strok mannanna fyrr en um 17 klst. eft ir að flóttinn hafði átt sér stað. Gæzlumannalið á Litla-Hrauni hefur verið aukið nú í vor, eftir að gæzlufangar höfðu hvað eftir annað stofnað til óspekta og mót- þróa. Samt mun ekki hafa tekizt að koma á fullri ró meðal gæzlu- fanganna. Samkvæmt frásögn útvarpsins, lét yfirmaður vinnuhælisins svo um mælt í viðtali í gærkvöldi um aðdragandann að stroki fang- anna, að á Litla-Hrauni væri það venja, að leyfa föngunum að vera með, þegar sauðfé vinnuhælisins SIGLUFIRÐI, 4. júlí. — Mörg skip fengu síld í nótt, mest á vestursvæðinu, Strandgrunns- horni. Mikil þoka var þar, en á Skjálfanda var svartaþoka og mjög erfitt að færa skip. Heldur virðist síldin færa sig nær og er orðið mun styttra að sækja hana væri flutt með bílum inn á af- rétt á vorin. Það væri nokkurs konar skemmtiferð fyrir þá. Ekkert sögulegt gerðist í þremur fyrstu ferðunum. Með 4. bíl voru fimm fangar, auk bifreiðar- stjóra og verkstjóra frá Litla- Hrauni. Stukku þrír fanganna af bílnum, er farið var niður brekku í Skriðufellsskógi á heim leið . um kl. 19 í fyrrakvöld. Hurfu þeir í skóginn. Þeir stóðu á bílpallinum. Þremenningarnir stefndu til fjalls, er þeir hurfu sjónum. Hringt var frá Ásólfs- stöðum til rannsóknarlögreglunn ar í Reykjavík, en jafnframt hófu sex starfsmenn frá vinnu- heimilinu o.fl. leit að strokuföng- unum í Skriðufellsskógi. Þeir sáu ekkert af þeim nema spor í moldarflagi, sem sýndu, að þeir höfðu stefnt inn til landsins. Leit að var í skóglendinu til kl. 1 í fyrrinótt, en inn af skóglendinu eru fjöll og óbyggðir. í gærkvöldi fóru menn frá flugbjörgunarsveitinni austur til leitar og höfðu sporhunda með í förinni. Þegar Mbl. hafði sam- band við leiðangursmenn kl. 9 í gærkvöldi, kváðust þeir mundu leggja upp frá Ásólfsstöðum um tíuleytið og gerðu ráð fyrir að leita í alla nótt. Þeir höfðu tekið en áður eða um 60 mílur héðan. Vitað er um eftirtalin skip sem hafa fengið síld síðan í gær- kvöldi: Sunnutindur 150 tn. Þor- steinn 200, Baldvin Þorvaldsson 250, Muninn GK 300, Svanur RE 200, Reynir AK 350, Björn Jóns- son 4—500, Kópur KE 200, Faxa- borg 350, Bjarmi 550, Steinunn gamla 250, Gunnhildur 300, Þór- katla 200, Jökull 200, Hrafnkell 300, Jón Finnsson 250, Páll Páls son 350, Smári 200, Hringur 150, Bjarmi VE 150, Völustein 200, Þorsteinn GK 200, Tjaldur SH 200, Gjafar 350, Sæfaxi AK 250, Ágúst Guðmundsson 150, Krist- ján 300, Ingjaldur SH 350, Helga RE 500, ísleifur II 250, Sæfinnur 250, Halkion 200, Guðbjörg 200, Ólafur Magnússon AK 400, Höfr- ungur AK 450, Snæfell 600, Reykjanes 200, og Rifsnes 300. Hér voru saltaðar 6,528 tunnur í gær og hafa þá alls verið saltað- ar 63.132 tunnur hér á Siglu- firði á þessari vertíð, en heildar- söltunin á landinu nam 88,298 tunnum á miðnætti í nótt. með sér lök og fatnað fanganna til að koma hundunum á sporið. Fangarnir, sem struku heita Jóhann Víglundsson, Einar Arn- órsson og Ragnar Jónsson. Jó- hann hefur áður strokið frá hæl- inu eins og kunnugt er af frétt- um. í gær var milt veður austur í Þjórsárdal og komst hitinn í 23 stig á Ásólfsstöðum. Sóðaskapur við Leifsstyttuna EKKI verður hjá því komizt, að benda á, að umhirðan á styttu Leifs heppna á Skólavörðuhæð er með þeim fádæmum að án talar verður að fara fram lagtæring. Um þessar mundir hópast hingað erlendir ferðamenn og án efa verður þeim bent á styttu Leifs, er ekið er um bæinn og trúlega við hana staldrað Það er til dæmis um þann sóða- skap, sem menningarsnauðir veg- farendur og óvitar hafa haft í frammi, að makað hefur verið tjöru yfir áletrunina og slett grænni málningu á öðrum stöð- um. Um daginn var minnzt á umgengnina við styttu Snorra í Reykholti, en hún er sýnu verri við styttu Leifs heppna. Kartöflurnar koma 9. júlí Gœzlufangar á Litla-Hrauni leggjast út í Þjórsárdal Yoru í skemmtiferð með verkstjóra hœlisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.