Morgunblaðið - 06.07.1958, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.07.1958, Qupperneq 10
10 MORCVNRr'AfíiÐ Surmudagur 6. júlí 1958 r jntwgiHttiritaMfr 0tg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemda.stjóri: Sigfus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritsljórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Áskriftargjald kr. 35.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. ST ÓREIGNASKATT URINN 11 FTIR að skráin um stór- 4 eignaskatt var lögð fram, -i hefur allmikið verið tal- að um þennan þunga skatt, sem ríkisstjórnin lagði á, ofan á all- ar aðrar álögur. Skattbyrðin er orðin þung og þyngist alltaf. Sú byrði, sem leggst á almenning i þágu hins opinbera er marg- þætt, þar er um að ræða al- menna ríkisskatta, svo sem tekju- og eignaskatt, útsvör til bæja og sveita og gjöld af vörum, sem stórhækka almennt verðlag í landinu. Skattabyrðin hefur lengi verið þung en aldrei þyngri en nú. Fyrir löngu hefir svo virzt sem mælirinn væru fullur, en alltaf aukast skattþyngslin og hafa aldrei verið jafngífurleg og í tíð núverandi stjórnar. Þvi hefur verið haldið fram í blöðum vinstri flokkanna, að stóreignaskatturinn kæmi aðeins niður á þeim ríku. Þegar hann var til umræðu á Alþingi, var látið svo í veðri vaka að hann kæmi ekki niður á rekstri lands- manna. Þetta er vitaskuld alger rangfærsla á staðreyndunum. Stóreignaskatturinn kemur nið- ur á rekstrinum í landinu í hvaða mynd sem hann er. Samkvæmt 7. gr. stóreignaskattslaganna, geta einstaklingar látið þann rekstur, sem þeir eru þátttakend- ur í greiða skattinn fyrir sig í samræmi við eign þeirra í við- komandi fyrirtæki. Þannig hlýt- ur þessi skattur að koma niður á atvinnufyrirtækjum í landinu en það hefur vitaskuld sínar af- leiðingar fyrir atvinnulífið al- menní. í sambandi við hina miklu skattabyrði, sem segja má að landsfólkið stynji undir, er það auðvitað sjálfsagt mál að allir séu þar jafnir fyrir lögunum. En svo er ekki. Um stóreigna- skattinn er það svo, að hann kem ur með öllum sínum þunga nið- ur á fyrirtækjum, sem rekin eru af einstaklingum, hlutafélögum og sameignarfélögum, en atvinnu rekstur ríkisins og bæjarfél. greiðir engan stóreignaskatt. Sam vinnufélögin greiða skattinn aðeins að nafninu til, eins og ljóslegast kemur fram í því, að auðugasta félag landsins, Sam- band íslenzkra samvinnufélaga, á aðeins að greiða 23 þúsundir króna. Þetta talar vitaskuld sínu máli. Stóreignaskatturinn er til þess fallinn að lama atvinnu- rekstur einstaklinganna og að flytja yfirráð atvinnurekstrarins úr höndum einstaklinga og til hins opinbera eða samvinnufé- laganna. •k Það hefur ætið verið talið hyggilegt í hverju þjóðfélagi, að atvinnureksturinn gæti sem mest unnið með eigin fé. Með þeirri skattastefnu, sem rekin hefur verið í landinu að undanförnu og þá ekki sízt nú er að því stefnt að þurrka út fjármagn einstaklingsfyrirtækjanna og eigi þau ekki að stöðvast með öllu verða þau að leita til bankanna um lán, sem auðvitað eru rekstr- inum miklu óhagkvæmari og dýrari, heldur en ef að þau hefðu haft tækifæri til að afla sér rekstrarfjár sjálf og safna nokkr- um sj'óðum. En það kemur ekki á óvart, þó sú stefna sé tekin af núverandi stjórnarflokkum að leggja þennan þunga skatt ofan á alla aðra, því að augljóst er að markmið þeirra er að þurrka út framtak einstakra manna og félaga þeirra en láta hið opin- bera og samvinnureksturinn taka þar við. Það mun koma fram í mörgum myndum, hve stóreignaskattur- inn er þungur og þó almenningur geri sér ef til vill ekki almennt grein fyrir því í bili, munu þó afleiðingarnar koma niður á hon- um einnig. Lamaður rekstur hef- ur í för með sér rýrari atvinnu, minnkandi framtak og af því sýpur þjóðarheildin seyðið. RÁÐSTEFNA SJÁLFSTÆÐISMANNA IGÆR hófust fundir flokks- ráðs Sjálfstæðisflokksins og formanna Sjálfstæðis- félaganna. Hér koma margir áhrifamenn flokksins saman, hvarvetna að af landinu til þess að líta yfir landsmálin, eins og þau blasa nú við og marka af- stöðu flokksins á ýmsa vegu. Að undanförnu hafa Sjálf- stæðismenn haldið marga al- menna fundi um allt land. Þeir hafa verið haldnir í þeim til- gangi að veita almenningi færi á að kynnast sjónarmiðum Sjálf- stæðisflokksins um stjórnmála- ástandið almennt, og hafa þau fundahöld mælzt mjög vel fyrir meðal flokksmanna. Slíkir fund- ir eru mjög til þess fallnir að tengja Sjálfstæðismenn nánar saman, auk þess sem þeir eru t.il fróðleiks fyrir flokksmennina og aðra, sem þá sækja, um sjónar- mið flokksins í ýmsum málum. Þess verður áberandi vart, að almenningur er nú orðinn þreytt- ur á því stefnuleysi og þeim glundroða, sem ríkir hjá stjórn- arflokkunum. Almenningur skil- ur, að stjórnarflokkarnir hafa brugðizt loforðum sínum. Sjálf- stæðism. höfðu í öndverðu litla trú, svo ekki sé meira sagt, á því, að stjórnarflokkarnir stæðu við [ sín stóru loforð, en vonbrigði | flokksm. vinstri flokkanna víðs ' vegar um land eru mikil. Þeim finnst þeir vera illa sviknir og að þeir hafi verið táldregnir til þess að kjósa þessa flokka við síðustu kosningar. Því hörmungarástandi í lands- málunum, sem nú rikir undir for- ystu stjórnarflokkanna, yerður ekki aflétt nemj með því að efla Sjálfstæðisflokkinn. Fundir þeir, sem haldnir hafa verið úti um land og getið var um hér á und- an, eru þáttur í því að efla flokksstarfsemina og sú ráð- stefna flokksráðs og formanna, sem kom saman í gær miðar í sömu átt. Sjálfstæðismenn hafa ætíð staðið vel saman. Sú samstaða hefur gert þá að stærsta og voldugasta flokki landsins. Mál- efni þau, sem flokkurinn berst fyrir, hafa sífellt laðað fleiri og fleiri til hans. Svo mun og verða nú, almenningur um allt land óskar eftir stefnubreytingu og hann treystir Sjálfstæðisflokkn- um bezt til þess að reisa það við, sem hrunið hefur og hefja nýja sókn til meiri athafna og fram- fara í landinu. UR HEIMI mnntluni Myndni synir dr. Bela Fabian, leiðtoga ungverskra flóttamanna í Bandaríkjunum, á tali við nokkra unga Ungverja, sem handteknir voru eftir óeirðirnar fyrir framan bækistöðvar Sovét- ríkjanna hjá SÞ í New York 22. júní sl. Til óeirðanna kom éftir mótmælagöijgu vegna aftakanna í Ungverjalandi. Er myndin var tekin höfðu ungiingarnir fengið skilorðsbundna dóma fyrir rétti. ★ Um :helgi fir fram feg- urðarsamkeppni í Istambul í Tyrklandi, og var þar keppt um titilinn Ungfrú Evrópa. Ausiurríska fegurðardísin, Hanni Ehrenstrasser, bar sig- ur úr býtum. Sést hún á myndinni hér að ofan. Hún er 19 ára. Ungfrú Þýzkaland vaió nr. 2, ungfrú Frakkland nr. 3, ungfrú Holland nr. 4 og ungfrú Finnland nr. 5. — Segja þeir, sem kunnugir eru þessum málum, að þetta sé einíiver harðasta fegurðar- samkeppni, sem háð hefir verið í Evrópu, því að allar stúlkurnar, er þátt tóku í keppninni, hafi verið gull- fallegar. Sigurvegarinn ber ferð til Bandaríkjanna úr býtum. Á hún að taka þátt í Miss Universe-keppninni á Langasandi í Kaliforníu. Sovézki forsætisráðherrann Krúsjeff hefir átt í miklum brös- um við Tító undanfarið, og hefir Krúsjeff reynzt erfitt að ná nokkrum tökum á Tító. Þannig hugsar skopteiknari þýzka blaðsins EMe Welt sér aðstöðu Krúsjef" •í. ______t íiokkur uppreisnarmanna af ættflokki Drúsa í Libanonf jöliunum, en þar hafa þeir víða komið sér upp öflug- um k»»kistöðvum. Drúsar eru 77 þús. að tölu í Líbanon, en ?Ils eru íbúar landsins um 1,2 millj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.